Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 11.04.1950, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 11.04.1950, Blaðsíða 6
MANUDAGSBLAÐH) ÞriðjudagUr 11. apríl 1950. 11 Kofagreifinjan 11 Á heitum júlídegi 1791 þrammaði ferðamaður inn í íþorpið Bolas Common í Shrop- skíri og fór að svipast um eftir náttstað. Þennan dag hafði hann geng. ið langan veg. Hann verkjaði í fætuma og malpokinn á baki hans þótti honum þungur, þótt Qéttur væri, og var allur þak inn ryki. Enn jukust erfiðleikar hans, er rigna tók og þrumur að ganga. Hann barði að dyrum á litl- xim bóndabæ og bað um gist- ingu. Higgins bóndi var tor- trygginn. Otlit mannsins var óglæsilegt. Bóndi kvaðst ekki hafa húsrúm handa honum. En ferðamanninum varð ekki svo auðveldlega skákað burtu. Hann hélt áfram að biðja, og Higgins sannfærðist brátt um það af máli ókunna mannsins, hð hann var ekki umrenningur. „Komdu inn“, sagði bóndi. ,,Ég gæti ekki hundi út sigað í þetta foraðs veður — og ég §é, að þú hefur tigins manns yfirbragð." Gesturinn sagðist heita Jón Jónsson, en rétta nafnið hans var Henry Cecil og hann stóð til að erfa Exeter jarldóminn. En það er rómantísk saga um það, hvernig þessi kvistur, sem var upprunnin af göfugum stofni, kaus sér það hlutskipti að reika um Shrop-skiri, félaus að því ér séð varð. Cecil var 37 ára gamall og hafði 15 árum áður kvongazt stúiku af aðalsætt. Hjónaband þeirra hafði misheppnasf og hann liafði fengið skilnað. ■Hann var um þær mundir í skuldum og hafði enga von úm hjálp frá frænda sínum, sem þá var jarl af Exeter. Og því ákvað hann að fara á flakk. Þess má geta, að hann ætlaði sér að kvongast góðri og sannarlega dyggðugri stúlku hvað sem ætt hennar liði. - Nú vildi svo til, að Higgins bóndi átti fallega dóttur, er Sara hét, og þegar Cecil sá hana ákvað hann að dveljast á bænum eins lengi og unnt væri. Honum varð það til ham- ingju, að hjónunum fannst mikið til um háttprýði hans, svo að þau lögðust ekki á móti þ\^í, að Jón Jónsson yrði þar erín um nokkurn tíma. ÍHann sagíi þeim, áð hann væri málari og að hann lang- aði til að mála myn’d af sveit- inni. Jvíú liðu nokkrar vikur og Jón Jónsson dvaldist enn undir þaki Higginshjónanna. En nú fór Söru að þykja vænt um hann. Hann hjálpaði henni oft til að bera heim mjólkurfötumar og skaka strokkinn. Og oft sagði hánn henni fréttir úr heiminum ut- aþ litla. þorþsins henn»r. 1 En 'þessi dularfulli meistari Jón Jónsson vakti þorpsbúum mikil heilabrot, þeir trúðu ekki sögunni um málarann. Þá grun. aði að þetta væri stigamaður, sem færi að heiman frá bæ Higgins á næturnar og fremdi rán og rupl á vegum áti. En þegar svo málarinn keypti landsskika og tók að reisa sér hús nærri þorpinu, þá tók nú heldur að syngja í tálknunum á fólkinu. Þegar húsbyggingunni var lokið, gekk Cecil djarflega fyr- ir Higgins bónda og sagði hon- um að hann elskaði dóttur hans og vildi kvongast henni. Bóndi varð stanzhissa og ráðfærði sig við konu sína. Hún mátti ekki heyra þetta nefnt, og sagði fullum fetum og afdráttarlaust, að ekkert gott gæti leitt af slíku hjóna- bandi. Higgins var glúrnari. Venjulega hafði kona hans síð- asta ; orðið, þegar þeim bar eitthvað í milli. En í þetta sinn hélt hann því fram, að hann ætlaði ekki að bregða fæti fyrir stúlkuna, úr því henni þætti vænt um manninn. Svo giftust þau ,í litlu þorps- kirkjunni í Bolas, og Sara varð húsfreyja í nýreista hús- inu. Hjónin lifðu ánægjulegu lífi saman í tvö ár. En svo var það 27. desember 1793 að Cecil erfði jarlsnafnið, þegar ■; Éfcudi hans dó, og varð hann pv! að fara úr þoxpinu. Þótt nýja jarlsfrúin af Ext- er væri af lágum stigum, fór hún vel í stöðu sinni og varð hvarvetna til sóma. En eftir því sem Tennyson skáld segir í kvæði einu, saknaði hún oft Ekki fyrir harlmrnn GJÖF DAUÐANS Hverju vlll konan ekki fórna ttl þess a«I öðlast fegurö Tegundin virðist nú aldauða, jafnvel í Hollywood, en í Grikk- landi í fomöld, voru til menn, sem hægt var að kalla fagra, og fyrsta sonetta Shakespeares er um fagran ungling, sem ljóðaskáldið elskaði vegna feg- urðar hans. „Fegurðin er víðsjál gjöf“. Er um fegurð konunnar máltækið fræga „Anceps forma bonum mortalibus" eða ekki er sagan öll full af fögrum og óham- ingjusömum konum, er sanna þetta máltæki? Cleopatra (sem engin hefur fyrri daga æfi sinnar, þegar maður hennar var sér til gam- ans að mála landslagsmyndir, og hún dó fyrir tímann. Ðauði Söru var ekki alveg eins skáldlegur og Tennyson vill vera láta. Hún veslaðist ekki upp, en dó skömmu eftir bamsburð 18. jan. 1797. Eftir dauða Söru kvæntist jarlinn í þriðja sinn, ekkju, hertogafrúnni af Hamilton. Cecil dó 1804. „Kofagreifinjan", eins - og hún var kölluð, átti tvo sbnu og eina dóttur. Eldri sonurinn, Brownlow, erfði jarldóminn að föður sínum látnum. En yngri sonurinn Tómas Cecil lávarður, kvóngaðist dóttur hertogans af Richmond. Dóttirin, Soffia, giftist 1818 Henry Manuers Pierpoint. Henry Cecil fyrsti markgreifi af Exeter var kominn af hin- um fræga Burghley lávarði, sem var vinur Elisabetar drottningar. Burghley lávarður var stór- auðugur. Hann átti íbúðarhús í Strandgötu, ættaróðal í Burg- hley og sveitasetur nálægt Waltham Cross. í húsi sínu í Strand, er sagt, að hann hafi haft um átta tugi þjónustuliðs. Hann hélt Elisabetu drottningu veizlu •12 sinnum, og stóðu sumar þeirra vikum saman. Hver veizla hlýtur að hafa kostað 2000 pund. Báðir synir hans urðu jarlar sama daginn, ann- ar jarl af Exeter, hinn af Sal- isbury. FR'AMHALDSSAGA: Síðdegisævintýri 3> Eftir M. DAVIDSON POST lík hans og vagninn, sem honum var ekiö burt í. En hvcr gerði það? Mennirnir, sem voru aS reka naut Cocpir.ans í burtu, eSa maðurinn, sem reiá hesti hans og haföi úrið hans í vasa sínurn?“ Það var sjón að sjá Ward í framan. Abncr kallaði: ,,Munið, að merkjaborðunum hefur verið snú ið. Og til hvers benda þau, ef við lesum þau núna á leiðinni? Maðurinn, sem drap Coopman, þorði ckki að láta sjá sig með nautunum, svo að hann fékk Twiggs og Shefflet til þess að reka þau fyrir sig inn í Maryland og kemur svo á eftir eftir annarri lcið.“ „En saga hans, Abner?“ sagði Ward. „Og hverju skiptir hún?“ svaraði frændi. „Hann hefur ver-. ið tekinn og verður að skýra, hvernig hann komst yfir hestinn og úrið, og hann verður að finna glæpamanninn. Jæja, hann segir ykkur sögu, sem er ( samræmi við staðreyndirnar, sem þið rnunuð finna, þegar þið snúið aftur. Og hefur afhent ykkur Shifflet og Twlggs til hengingar.“;i Eg hef aldrei séð mann jafn hræddan og J-akob BoWers. Hann sat í hnakknum gersamlega ráða- laus á svipinn. „Guð minn góður!“ sagði hann aftur og aftur. Og hann hafði ástæðu til að vera hræddur, því að frændi var harður og miskunnarlaus. Nú hafði allt snúizt gegn Bo- Wers. „Hamingjan góða!“ hrópaði einn. „Við erum búnir að ná í rétta manninn,“ og einn þeirra greip kaðalinn úr höndum Bo- Wers. En frændi reið inn á meðal þeirra. „Eruð þið vissir um það?“ spurði hann. „Vissir!“ endurtóku þeir. „Þú hefur sýnt hann sjálfur, Abner.“ - „Nei,“ svaraði frændi. „Eg hef aðeíhs sýnt, hvert líkur'nar benda, þegar við hlaupnum eftir þeim í hugsunarleysi og ákafa. BoWers segir, að maður hafi verið uppi á hæðinni fyrir ofan hús Daniels Coopmans, og sá maður veit, að saga hans er sönn.“ Þeir hlógu upp í opið geðið á frænda. Frændi virtist hækka í söðlin- um, og föddin varð hvell scm lúður. „Trúirðu því, að þar hafi verið nokkur maður?“ „Já,“ sagði hann, „því að ég er maðurinn.“ jafnazt við), Helen af Troy, hin fagra Rósamunda (myrt vegna fegurðar sinnar af afbrýði- samri enskri drottningu), Anne Boleyn (myrt af afbrýðisöm um enskum kongi vegna þess, að hann var þess fullviss að enginn dauðlegur maður gæti horft á svona fégurð án þess að þrá hana), Mary Stewart, en hennar örlög urðu þau að laða til sín verstu mennina. Emma Hamilton (sem náði ástum eins hins göfugasta manns og með hinni miklu ást sinni á honum, varpaði hún skugga á glæsileik hans og jós frægð hans auri. — Allar þessar og margar aðrar, jafnvel fegurðardrettningar nú á dögum, sem eru sjálfar for- síðufréttir, þegar þær eru myrt- ar — allar bera þær vitni um að fegurðin er hættuleg. Orðið fegurð er nú á dögum oft gefið því, sem kvikmynda- heimurinn framleiðir, en raun- veruleg fegurð er og verður alltaf gjöf guðanna, og svo er hún fágæt, eins og gullið, að hún virðist eyðileggja alla þá, sem koma nálægt henni, með því að æsa og afskræma losta þeirra. , Frá því að auðséð er að barn- ið sé ekki venjulegt barn — að svipurinn, litarhátturinn, hárið og lögunin eru að þrosk- ast í eina sérstæða heild, er því neitað um eðlileg mök við annað fólk. Jafnvel foreldrarnir verða að skoða þessa dóttir sína öðrum augum, því að feg- urð hennar skapar þeim áhyggj ur og hræðslukenndar vonir. Hvað snertir bræður, systur, eiginmenn eða dætur fegurð- ardrottningar, þá hlýtur lífið frá þeirra sjónarmiði að vera harla einkennilegt. Til dæmis, hvernig ætli það sé að vera dóttir feg- urðardrottningar ? Jafnvel þó dóttirin sé á sinn hátt lagleg, þá hlýtur hún að falla í sam- anburði við móður sína eina fullkomna blómið á fjölskyldu- meiðnum, hún mun alltaf hafa minnimáttarkennd. Þótt hún sé bæði gáfuð og frjálsleg í frámgön^ij þá hljóta. þessir eiginleikar ^að falla í skuggann í samánburði við hið glæsta orð móðurinnar. Og eiginmaðurinn — honum hlýtur að líða eins og manni, sem er með ómetandi gimstein í vestisvasanum — innan um tóma vasaþjófa. „Öll völd skapa spillingu“ sagði Acton lávarður og sann- leik þessara orða hefur aldrei verið alvarlega mótmælt. Ef þess vegna völd eru svo eyði- leggjandi í höndum reyndra stjórnmálamanna sem hafa skapazt af baráttu og þjónustu, Framhald á 7. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.