Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 17.04.1950, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 17.04.1950, Blaðsíða 4
F MÁNUDAG’Sisi^AÍWÐ Mánudagur 17. apríl 1950. inuiiuaiuiiiiiiiioiunuiitinwiiiiiuiinmniiuiiinuiiiiiiMtiiiiiiiHiuiaiuitiiiiincimutini^ MÁNUDAGSBLAÐIÐ BLAÐ FYRIR ALLA Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason Blaðið kemur út á mánudögum. — Verð 1 króna í lausa- = sölu, en árgangurinn, 52 blöð, 48 krónur Afgreiðsla: Kirkjuhvoli, 2. hæð, opin á mánudögum. Sími ritstjóra: 3975. | Prentsi ðja Þjóðviljans h.f. i»miimiuiiimiiumiwiciimiuiminiiLi(imriiiiiimiiiini]iiiiiiiiiiniiiimi!iiiniiiniiiuiT7:i';iiM;iiiau)JUimuf/ Um hversu græða r r Bæjarsíjórnin gerir ganfakaup Skýrt hefur verið frá því, að nýlega hafi yfirmatsmenn metið lóðina, sem Hótel ísland var byggt á. Er í ráði, að bærinn kaupi lóðina, og kostar hún nú 1,5 millj. krónur. Fyrst um sinn verð' ur lóðin bifreiðastæöi, en síðar mun verulegur hluti hennar veröa tekinn undir götu. Ekki ber aö lasta það, aö bærinn kaupi þessa lóð. Það er í rauninni sjálfsagt. En forsaga þessara kaupa er fagurt dæmi þess, hversu mjög hin ágæta, sparsama og forsjála bæjarstjórn Reykjavíkur vakir yfir hag okkar bæjarbúa og hyggur í hvívetna að því að fé sé ekki spillt okkur til frekari útgjalda. Þegar Hótel ísland brann fyrir sex árum, fór bærinn þegar þess á leit við eigand- ann, að bærinn fengi lóðina keypta. Eigandinn tók þessu vel, því að vonlítið var um, að ‘hann fengi að byggja aftur á lóðinni. „Lóðin kostar 750 þúsund ir, samkvæmt mati,“ sagði eigandinn. „Við viljum borga 720 þús undir fyrir hana,“ sagði bæj- arstjórnin, hafandi í huga, hversu mjög skattgreiöend- ur myndu þakka henni, ef hún bjargáði þeirn frá þess- um 30 þúsundum. En eigandinn sat fast við sinn keip og sagði sína eign ekki fala -fyrir minna en 750 þúsundir. Um þetta var þráttað og þrefað góða stund, en ekki varð komizt að samningum. „Viö verðum að spara' sagði bæjarstjórnin. „Eg vil hafa mitt pund og engar refjar“, sagöi eigand- inn. „Viltu leigja okkur lóðar- skömmina?“ spurði bæjar- stjórnin lævís á svip. „Þrjátíu þúsund á ári skv. mati,“ svaraði eigandinn og glotti. „O-helvízkur, 30 þúsund hljóta aö vera lukkunúmer ið hans,“ hugsaði 'bæjar- stjórnin. Og nu reiknuðu fulltrúabrotin í bæjarstjórn, hversu mjög þetta myndi þyng'ja skatta 50 þúsund Reykvíkinga. „Þetta er alls ekki svo mikið“, sagði íhaldsmeiri- hlutinn, eftir að þrír hag- fræðingar hans höfðu at- hugað málið gaumgæfilega. „Bein árás á hinar vinn- andi stéttir", hvein í minni hlutanum. En svo varð að vera sem meirihlutinn vildi, og lóðin var tekin á leigu. Svo liðu sex ár, og þá námu greiðslurnar 180 þús undum. Þjóðin varö rík, svo varö hún fátæk, og loks- ins var ' hún rétt komin á hausinn. „Við töpum á þessu“, sagöi íhaldsmeirihlutinn, snemma á árinu 1950, „við ættum að kaupa lóðar- skömmina“. Og nú gekk bæjarstjórn- in á fund eigandans og sagði: ,,Við viljum kaupa“. „Kaupa hvað?“ spurði eigandinn hissa. „Lóð'arskikann þinn í Austurst'fæti“, svaraði bæj- arstjórnin. „Látið þá meta hana,“ sagði eigandinn og brosti háðslega. „Mikill bölvaöur refur er þetta,“ hugsaði íhaldsmeiri- hlutinn, „og þó. Ef lóðin er metin, getur enginn sagt, að við séum prettaðir í viöskipt um. Mat er mat, og um þaö dugir ekki að deila“. Og nú hélt bæjarstjórn- arhalarófan á fund yfirmats manna. „Metið fyrir okkur Hótel íslandslóöina, og sendið okkur reikninginn“. „Sjálfsagt, kæru fulltrú- ar“, sögðu yfirmatsmennirn þrír og gáfu hver öðrum hornauga. Daginn eftir birtust þeir í fundarsal bæjarstjórnar- innar. „Einn komma fimm“, sagði 1. yfirmatsmaður. „Einn komma fimm“, sagði 2. yfirmatsmaður. „Einn komma tveir“, sagði 3. yfirmatsmaður og roðnaöi pínulítið. „Mér datt það í hug“, sagði íhaldsmeirihlutinn meö sigurbrcsi. „Eitt hundr- að og fimm þúsund, þetta er sparnaður“. „Ein milljón og fimm- hundruð þúsund“, sögðu yfinnatsmennirnir tveir. •— „Ein milljón og tvö hundr uð þúsund“, tísti í þriðja yfirmatsmannínum, sem var að reyna að láta sig hverfa á bak við hina tvo. „Ein og fimm“, endur- tóku hinir tveir og litu illi- lega á sparnaðartillögu- manninn. — „Við meirihluti matsnefndar höfum sam- þykkt það“. Og nú tókust þeir í hendur og horfðust í augu, eins og elskendur, sem að síðustu hafa fundið þann skilningsgrundvöli, sem hrein ást byggist á. Svo litu þeir á íhaldsmeiri- hlutann, réttu honum reikn ing og sögðu „30 þúsund“. „30 þúsund — fyrir hvað?“ stundi íhaldsmeiri- hlutinn. „Matið, kæru fulltrúar — matið, við unnum í mest- allan gærdag“. Og nú byrjaði íhalds- meirihlutinn smátt og smátt að skjálfa og hrist- ast, og aö lokum sameinað ist hann í tröllslegum og ó- stjórnlegum hlátri, líkt og þegar brjálaðir menn fá kast. Þegar íhaldsmeirihlut j áfhenda bréfið o, Sir Rowland Hill og pennýpóstgjaldið inn fékk vitið aftur, varð löng, hátíðleg þögn. Loks- ins heyrðist marra í dyrun- um, þegar 3. matsmaður- inn gekk út. Hann muldraði eitthvað lágt fyrir munni sér, en í eyrum bæjarstjórn- arinnar hljómaöi það eins og þrumandi rödd. „Fyrst var rifizt og skammazt yfir því, hvort kaupa ættí lóöina á 720 éða 750 þúsirnd — síðan var hún leigð fyrir 30 þúsund á ári í sex ár — svo var hún metin á eina milljón og fimm hundruö þúsund, og matið kostaði 30 þúsund — þaö er samtals ein millj. sjö hundrúð og tíu þúsund og þetta heitir í bæjarstjórn sparnaður“. Á skrifstofunum og við höfnina og víðsvegar um Reykjavík unnu skattgreið endur dagleg störf. Þetta fólk vissi ekki, að á efstu hæðinni í Reykjavíkur Apoteki unnu aðrir menn skipulagt aö því að kaup þessa fólks yrði sem rýrast. Þeir voru ekki vondir menn — þeir hugsuðu bara um að spara. I desember 1836 fékk fjár- málaráðherrann enski bækl- ing frá manni nokkrum, sem hét Rowland Hill, kennari. Bæklingurinn hét „Umbæt- ur á póstþjónustunni", og hafði inni að halda nokkrar tillögur um endurbætur á henni. En þótt fjármálaráðherr- ann veitti Hill viðtal, virtust engar líkur til, að hugmynd- ir hans yröu teknar til greina. Þess vegna gaf hann út skjal- ið, og hrósuðu blöðin því þeg- ar í stað. Hill hélt því fram, að póst- þjónustan gæti orðið ódýrari án þess að skerða ríkistekj- urnar nokkuð. Hér skulu greind nokkur þau sannindi, sem hann reisti á yfirlýsingu sína. Póststofunum hafði reynzt nauðsynlegt að hækka póst- gjöldin, heldur én að lækka þau. Þau voru ákveðin eftir vegalengd. Fyrir 15 mílur varð að greiða 30 aura og fyr- ir 400 mílur skyldi borga eina krónu. — Þetta var því nær sama gjald og nú er greitt fyrir síma. Hill'fann, að kostnaðurinn við að bera bréf, skiptist í þrjá hluti; fyrst að taka við bréfum og búa þau til send- ingar; í öðru lagi flutnings- kostnaður frá einu pósthúsi til annars, og í þriðja lagi að fá póst- gjaldið. Að því er tók til fyrsta hluta kostnaðarins, þá benti Hill á það, að talsverðan kostn að leiddi af því, að póstgjald- ið væri svo misjafnt. — Þetta var að kenna bæði innihaldinu og pökkuninni. Til dæmis var það svo, að undir bréf frá London til Ed- inborgar varð að greiða krónu; ef það var aðeins eitt blað í brófinu, þá kostaði það eina krónu. Ef tvö blöð voru í umslaginu, var burðargjald- ið 2,10, og ef blöðin voru þrjú, þá mundi það kosta um fjórar krónur. Hvað sem meira var í bréf- inu, hversu lítið sem var, var álitið sem aukablað. Það var því býsna erfitt að ákveða með prófi, hvað skyldi greiða undir bréf. Að því er tók til bréfaflutn- ings frá London til Edinborg- ar, þá reiknaði Hill það út, að þao kostaði ekki meira en 36. hluta úr penny. Að því er snei'ti af hendingu bréfa, fylgdi því ónauðsynleg- ur kostnaður, að viðtakandi varð að greiða póstgjaldið, því að embættismennirnir héldu því fram, að viðtakand- inn græddi á því að fá bréfið. Hill sá, að mikill sparnaður gæti orðið að því að minnka starfið við báða ferðarenda, og stakk upp á því, að bréfin yrðu vegin í stað þess að láta borga fyrir hvert blað í hverju bréfi, og borgað eftir. þunga. Hann var því og með- mæltur, að póstgjaldið skyldi vera hið sama íyrir allar vega lengdir, því að það var aug- ljóst, að kostnaðurinn var sama sem enginn. Til þess að lækka afhend- ingarkqstnaðinn, stakk Hill upp á því, að einhvers konar fyrirf ramgreiðsla yrði ynnt af höndum. Þess hafði orðið vart, að fátækt fólk gat oft 'og tíðum ekki greitt póstgjaldið, og stundum varð að láta bréfið Framhald á 8. síðu. Leynilögreglumenn, Scotland Yard eru heimsfrægir fyrir dugnað sínn við að leysa flókin glæpamál. — Hér sjást tveir þeirra að rannsaka stað, sem stúlka fannst myrt. Þeim tókst að hafa uppi á morðingjanum, eftir að hafa rannsakað ýmislegt smávegis við morðstaðinn.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.