Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 17.04.1950, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 17.04.1950, Blaðsíða 5
Mánudagur 17. apríl 1950. Hvað er ást??^ S. J. skrifar mér bréf og segir: „Kæra Clio! í gærkvöldi vorum við, fimm strákar, að rökræða og rífast um það, eins og svo oft áður, hvað væri ást, og hvort þessi mikla eilífa ást, sem maður les um í bókum sé yfirleitt til. Allir höfum við verið ástfangnir, og sumir okkar oftar en einu sinni, en þó hefur enginn okk- ar fundið þessa hitasóttar- kenndu tilbeiðslu, sem dægur lagasöngvarar syngja um og kvikmyndirnar sýna okkur. Eg held þess vegna, að í raun- inni viti enginn okkar, hvað ást er. 1 bókum og kvikmyndum er okkur gefið í skyn, að er elskendurnir loks hafa náð í hvort annað, lifi þau það sem1 eftir er ævinnar í eins konar draumi og eilífðarsælu. En ég verð að segja það, að flest hjónabönd, sem ég þekki til, eru alveg laus við slíka sælu. Gaman væri, ef þú gætir sagt okkur þitt álit á þessu mikla vandamáli: Hvað er ást? Beztu kveðjur. S. J.“ Ekki veit ég, hvað hefur komið S. J. til þess að spyrja mig, hvað ást sé, því að svo sannarlega er ég enginn sér- fræðingur á því sviði. En þar eð ástin er og hefur alltaf ver- ið mikilvægt umhugsunar- efni alls unga fólksins, þá held ég, að ekki sé neinn skaði skeður, þó að við, af veikum mætti, hugleiðum hana lítils- háttar hér. Það er svo margt, sem nefnt er ást í þessum heimi, sem að mínum dómi á harla lítið skylt við hina sönnu ást. — Ástin er engin ,,hitasótt“, a. m. Jí. ekki þá nema um stutt- an tíma, og hún byggist á allt öðru en kossum þeim, ytri fegurð og tunglskinsnóttum, MÁNUDAGSBLAÐIÐ 5 sem dægurlagasöngvararnir baula um. Að vísu gerir róm- antíkin hana fegurri og er eiginlega bráðnauðsynleg um tíma, en þegar til lengdar læt- ur mun gagnkvæmur skiln- ingur, virðing og fórnfýsi verða þyngri á metaskálun- um. Höfundar eldhúsreyfara, lélegra kvikmynda og væminna dægurlaga, eru bein- línis að storka æskunni og spilla mati hennar á verðmæt- um lífsins — og ástarinnar. Þeir froðufella um 'lieitar ást- ir á Suðurhafseyjum og slefa um tunglskin í pálmalundum. Þeir telja ungum stúlkum trú um það, að séu þær aðeins snoppuf ríðar (þótt naut- heimskar séu), þá séu þær ekkert skyldugar til þess að sætta sig við smáborgaralega lifnaðarháttu, heldur geti þær fyrirhafnarlaust gifzt milljónamæringum eða orðið filmstjörnur, og lifað ,,ham- ingjusömu lífi til æviloka.“ En flestir heilvita menn vita það, að hamingja ,,til ævi loka“ felst hvorki í minka- pelsum né lúxusbílum. Öll sönn hamingja á upptök sín í okkur sjáifum og hvorki í umhverfinu né öðru fólki, nema við séum þess megnug að geta gert aðra hamingju- sama í kring um okkur. Þessir höfundar minnast aldrei á að ástin geti þrifizt í einu kjallaraherbergi. Þeir geta þess aldrei, að hún eigi tilverurétt innan um bingi af óhreinum þvotti og grenjandi krakka. Ef trúa ætti þeim, er engin ást til nema í undur- fögru umhverfi meðal á- hyggjulauss fólks. Þeir telja manni trú um, að „hitasótt- in“ endist um aldur og ævi, en geta þess hvergi, að þá fyrst reynir á það, hvort ást- in hefur verið söim í upphafi þegar komið er út í hjóna- bandið og elskendurnir fara að bera byrðar lífsins saman í sameiningu. Eg álít, að lélegu kvikmynd irnar, þessar fáránlegu ástar- dellur milljónamæringa, séu beinlínis spillandi fyrir æsk- una, sem býr við önnur lífs- skilyrði. Hugsum okkur tvo litla elskendur, sem fara í bíó hér í Reykjavík. — Þau horfa hugfangin á forkunnar- fallegt, vel klætt, imgt fólk hfa áhyggjulausu lífi á íburð- armiklum heimihun. Þau sjá það aka um undurfagurt um- hverfi í sínum eigin bílum. Þau sjá þau sýna hvort öðru þessa „hitasóttarkenndu til- beiðslu", sem S. J. nefnir svo, innan um blómaskrúð ©g dansandi fegurðardísir. — Og ungu áhorfendurnir halda að svona gangi þetta alrnennt til í útlöndum, og að þeirra eig- in ást sé því hálf lítilmótleg og einskis virði. Þegar svo ljósið er kveikt í V kvikmyndahúsinu og þau vakna af draumnum, lita þau á hversdagsleg andlit og hversdagslegan klæðnað hvors annars. Þau ganga út í rigninguna eða norðangarr- ann í henni Reykjavík, og hann fylgir henni heim að litla, hversdagslega húsinu, þar sem hún sefur á legubekk í borðstofunni hjá pabba og mömmu. Síðan röltir hann sjálfur heim í kalt og óvist- legt þakherbergið sitt. Er það þá nema mannlegt þó þau, hvort í sínu lagi, beri sitt hlut skipti saman við sykursæta sæluna í kvikmyndinni og undriét vegna hvers þau ekki einnig geti fengið að upplifa slíka „hitasótt“? En öll þessi ástar-froða kvikmyndanna og dægurlag- anna á ekkert skylt við ást. Og sem betur fer er ekki allt ungt fólk það skyni skropp- ið, að það sjái það ekki. Og þá komum yið aftur að spurningunni miklu: Hvað er ást? Eg held, að svarið gæti ver- ið eitthvað á þessa leið: Ást- in er aðeins það, sem rið sjálf gerum hana að, — í hvaða umhverfi sem við lifum. Ef við erum afbrýðissöm og smásálarleg, verður ást okk- ar eigingjörn og — gleði- snauð. Ef við erum grunn- hyggnar yfirborðsmanneskj- ur, þá munum við alltaf for- smá gullið fyrir fánýtt glingr- ið. Ef við erum sjálfselsk og höfum ekkert umburðarlyndi, þá munum við fara á mis við eitt mikilvægasta atriði ást- arinnar, — gagnkvæma vin- áttu og trúnaðartraust. Og séum við heimsk, hugsunar- laus og leiðinleg, þá verður ást okkar eins leiðinleg og við erum sjálf. Allir elskendur hljóta að verða fyrir vonbrigðum í ást sinni, ef þeir aðeins vilja njóta gleði hennar, en neita að taka á sig þá ábyrgð, sem henni fylgir. En ég held, að jallir elskendur geti komizt að verða til þess að. þær segja ýmislegt, er þær aldrei mundu sagt hafa , að öðrum kosti og betur væri látið ó- sagt.“ Þessi klausa gæti vel átt- við sem aðvörun gegn sprútt- inu nú á dögum! raun um það sjálfir, hvað hin sanna ást er, ef þeir líta þann ig á, að þeim beri að helga maka sínum líf sitt af ósér- plægni og skilníngi, — og ef þeir hafa valið sér réttan maka til þess að byrja með. Ekki ber að' ganga fram hjá þeirri staðreynd, að eðli- legur grundvöllur ástar karls og konu er líkamleg þrá eftir makanum. Sú þrá er öllum dýrum með heitu blóði sam- eiginleg. En við mennirnir er- um gæddir hugsun og viti, sem gert getur þessa þrá að dásamlegri ást. Og það get- um við gert með óeigingirni, skilningi, virðingu og tryggð í blíðu og stríðu. Og slík ást þarfnast hvorki pálmalunda Suðurhafseyja né íburðarmikils orðaflaums söguhetjanna til þess að dafna. Eg held, að hinni sönnu ást mætti líkja við mikla, lygna elfu. I henni speglast jafnt heiður himinninn sem þungbúin regnskýin. Stormur misskilnings, erfiðleika og orðasenna getur gert elfuna úfna og ógnandi, en slíkt mun aðeins verða um stundarsak- ir. Því að undir úfnu yfirborð- inu flýtur þungur straumur ástar-elfunnar óhaggaður um aldur og ævi. Mér er fullljóst, er ég nú þokka> s41arfrið og ákveðni. les þetta yfir, að mér hefuri ÖRum konum> á aidrinum frá Á því Plerrans ári 1700 sam þykkti brezka þingið eítir- farandi frumvarp: „Allar þær konur, ekkjur ' eða jómffúr, á hvaða aldri og í hvaða stétt eða- stöðu þjóð- félagsins sem þær eru, sem reyna, eftir að þessi laga- grein hefur gengið í gikli, að svíkja, tæla eða blekkja ein- hvern af þegnum Hans Há- tignar út í hjónaband með því að nota ilmvötn, andlits- f arða, andlitsduft, falskar tennur, falskt hár, hárkollur, lífstykki, háhælaða skó eða mjaðmapúða, skulu -sæta sömu refsingu og núgildandi lög mæla fyrir um galdra og álíka glæpi. Hjónabönd, sem stofnað er til með ofangreind um blekkingum skulu dæmd ógild.“ Hvernig ætli okkur líkaði slíkar lagagreinar núna á því Herrans ári 1950? Enn um ástina .... Allar konur hafa rétt til þess að álíta sig fallegar, hversu ljótar og illa vaxnar sem þær kunna að vera. Það er þeirra erfðaréttur. Þær þarfnast þeirrar sannfæring- ar til þess að öðlast yndis- ekki tekizt að svara spurn- ingu S. J. í þessari stuttu grein eins vel og ég hefði kos- ið, enda skortir mig til þess bæði hæfni og orð. En hafi mér tekizt að gera honum skiljanlega mína ófrumlegu skoðun á þessu máli, þá er víst tilganginum náð, því að eitthvað þessu líkt hefði ég líklega sagt, ef ég hefði ver- ið með í rökræðum hans og vina hans um ástina. Öðru vísi inér áður brá . . . Árið 1838 var gefin út í Boston bók, sem hét „Unga eiginkonan eða skyldur kon- unnar í hjónabandinu“* — í ’henni eru ungar ltonur varað ar við því að drekka kaffi eða te, því að þessir eiturdrykkir „gera konur lausmálgar, kveikja ósæmilegan eld í aug- um þeirra, vekja dýrslegar hvatir, gera þær ósæmilega hláturmildar og meinyrtar, og átta ára til áttatíu ára, sem langar til að vaxa að fegurð og . yndisþokka, vil ég gefa þetta ráð: Gleymið því, sem spegillinn segir ykkur, en seg- ið sjálfum ykkur tólf sinnum á dag: „Eg er elskuð.“ Engin kona, sem í sannleika trúir því, að hún sé elskuð og virt af annarri manneskju, getur gengið klunnalega eða lifað lífinu án yndisþokka,“ segir Marie Dressler í ævisögu sinm. Clio. Lesið Mánudagsblaöid Auglýsið í Mánudagsblaðinu

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.