Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 17.04.1950, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 17.04.1950, Blaðsíða 8
STROK BJÖRGVIHS BJARN&SONAR Svikapnnsinn Fraailiald af 2. síðu fangamarki Romanpffs-ætt- arinnar. Húsbændurnir bein- línis neyddu Mike til þess að * játa að hann væri Romanoff prinb, og báðu hann sem skjótasjt að flytja í gestaher- bergiö. Seinna kornst upp, að hann var bara svikari, en frú- in var orðin svo hrifin af hon- um, að hún krafðist þess að 'hánn yrði kyrr. Mike varð nú víðfrægur, og þegar hann kom aftur til Hollywood, bauð næturklúbbs eigandi lionum 75 dollara á dag fyrir að sýna sig þar á kvöldin. Mike neitaði tilboð- inu af því að honum fannst það of bindandi. Smátt og smátt endurnýj- aði Mike lánstraúst sitt í höf- uðborg kvikmyndaframleiðsl- unnar. Iiann játaði hrein- skilnislega, að hann hefði ver ið varhugaverður í lánsvið- skiptum áður fyrr, og fékk klæðskera til þess að lána sér fyrsta flokks klæðnaði fyrir öll tækifæri, til þess að hann gæti komizt áfram í Holly- wood. Hann var stundvís um mánaðarlegar afborganir. — Dave Chasen, gistihúseigandi, lét skrifa mat og vín hjá Mike, svo mánuðum skipti, og „prinsinn" gerði upp alltaf við og við. Stundum borgaði hann óvænt gömlum lánardrottn- um. Hið endurnýjaða láns- traust gerði honum kleift að opna gistihús sitt 1940. Þótt Mike sé nú alveg hætt ur að segja sig í ætt við Rom- anoff-ættina, hefur hann aldrei fyllilega misst aðals- svipinn. Nú, þegar 'hann er spurður um, hvort hann sé raunverulegur prins, svarar hann: ,,Um það hefur dálítið verið rætt.“ Mike verður ef til vill alltaf Romanoff. Þegar hann bjó í aðeins einu litlu herbergi, þá var það skreytt myndum af Nicholási II. keisara og f jöl- skyldu hans. Á éinni þeirra var mynd af keisaranum og fjölskyldunni, ásamt ýmsum frændum. Mike var vanur að benda á eina óþekkjanlega persónu á myndinni og segja: „Pinnst ykkur ég ekki líta kjánalega út?“ Klassisk saga gengur enn um Mike. Það skeði um f jög- ur leytið um nótt, að Mike kom á hótel sitt, eftir að hafa eytt nóttinni á leynivínsölu- krá. Hann varð skyndilega veikur og vinir hans héldu að mjólk myndi bjarga lífi hans. Mike leit á flöskuna, henti henni í vegginn og hrópaði: „Eruð þið vitlausir. — Ann- ars flokks mjólk handa Rom- anoff!“ (Readers Digest). Framhald af 1. síðu vinurinn Marzelíus Bern- harðsson liefur sent Stalin heillaóskaskeyti á sjötugs- afmælí lians, en óiíklegt þætti mér það ekki. Síða'sti þáttur í þessu Björgvinsmáli er nú liaf- inn. Ólafur Thors atvinnu- málaráðherra liefur veitt Björgvini útflutningsleyfi fyrir bátunum, sem liann strauk með, og veiðarfær- um, sem fylgja þeim. — Kváðu þessi veiðarfæri nú vera á leiðinni frá Isafirði til Nýfundnalands. Útflutn- ingsleyfið er bundið því skilyrði, að Björgvin greiði tæpan lielming skuldar sinnar hér á landi. Þótt hann geri það, sem auðvit- að er óvíst með öllu og meira að segja ósennilegt, ef hann hegðar sér enn líkt og hann gerði hér heima, sleppur hann samt með tvær milljómr. Það er sann- arlega hættulegt fordæmi, sem hér er gefið. Ef ég styngi t. d. á mig einni millj ón króna í Landsbankan- um og færi með hana til útlanda, væru mér gefnar upp allar sakir, ef ég borg- aði 400.000 aftur. Hinum 600.000 krónunum mætti ég eyða að vild minni og vera fínn maður eftir sem áður. Það er eitthvað rotið við siðferðið í því þjóðfé- lagi, þar sem svona nokkuð getur komið fyrir. Hvergi Félag rafvirkjanema mófmælir réftarofsóknum Eftirfarandi ályktun var samþykkt einróma á fundi Félags rafvirkjanema 2. þessa mánaðar: „Fundur Félags rafvirkja nema, Reykjavík, haldinn 2. apríl 1950, mótmælir harðlega réttarofsóknum þéim vegna atburðanna 30. marz 1949, sem ríkisvaldið hefur látið framkvæma. Fundurinn heitir á allan æskulýð landsins og Islend- inga almennt, að berjast fyrir, að undirréttardóm- unum, er valdstjórnin hefir látið kveða upp gegn Magn úsi Hákonarsyni, Guð- mundi Helgasyni og 18 öðrum Islendingum, verði hrundið að fullu, svo að hið unga lýðveldi vort beri ekki stimpil f asismans frammi fyrir öllum heimi.“ í lieiminum nema á Islandi mundu stjórnarvöldin hafa tekið þannig á svo alvar- legu afbroti. AIIs staðar anuars staðar en hér mundi maður eins og Björg vin Bjarnason hafa verið heimtaður framseldur og lionum stefnt fyrir dóm- stóla. En ráðamenn á Is- landi í dag hafa ekkert við þessa framkomu að at- huga. Hvcrs vegna er ver- ið að eltast við smáþjófa- greyin hérna í Reykjavík? Hvað höfðingjarnir hafast að---------Það er sannar- lega kominn tími til, að al- menningsálitið Iiér á landi rumski alvarlega, ef ætlun- in er að halda áf ram á þess- ari braut. Annars rekur brátt að því, að menn fái stórriddara kross með •stjörnu fyrir að tæma Landsbankann að nætur- þeli og stinga af með féð til útlanda. Ajax. N Kilpur Arnórsson Framhald af 3. síðu. Smiður hafi fallið þannig. Svo augsýnlegt má þetta virðast, að þar rugla ekki aðrir en þeir, sem eink- anlega vantar heiður í fræða- störfum. Þeir munu hafa skilið það, þeir góðu menn, að hjálmgríður væri kylfu- kenning enda hafa þeir ekk- ert vitað um skýringu Svein- bjarnar Egilssonar í Lexicon poeticum. Griður er tröll- kona, og tröll eru einkennd af kröftum, en síður viti eða vélum. Hið sterkasta vopn mundi kennt til trölla, en það er kylfan án efa. Kylfan mer eins og tennur, og þess vegna tögg hún hold og bein. Gaddakylfa getur verið hvöss og hrein, alveg eins og' öxi eða önnur vopn. Þeir sem lesa kvæðið, sem prentað er í Smiðs sögu munu sjá að hér er rétt með farið og rétt skýrt efni máls, en fyrirles- arinn ræður ekki við vit sitt fyrir afbökunarhneigðinni, enda aldrei verið stórt í skáldskapnum, og Steinn Dofri hafði ekki þetta vit á lausu eins og nöfnin 1 ætt- fræðinni. En um kvæði Snjólfs fór fyrirlesarinn hinni sömu skilningslausu orðg'eypan sem liefur verið uppi, en þeii; sem vilja sögu- greina kvæðið og sálskýra, munu sjá, að kvæðið .er allt um Smiðs menn. enda, eins og segir í Smiðs sögu, eigi annað verið ort, og sýnir þó fyllilega viðhorf Helgu á Grund til þessara atburða. Um þetta var farið nokkrum orðum í Smiðssögu, og mun ekki verið hrakið. Framh. af 4 síðu. bíða vikum saman, áður en fólkið gat greitt það. Þannig voru tvær aðaltil- lögur Hills á þá leið, að lækka og einhæfa burðargjaldið, áð- ur en bréfið væri sent. Hill komst að öllum sann- indum í þessu rnáli án þess að fara á aðalpósthúsið, því að þar var honum neitað um alla fyrirgreiðslu. Það vöru blöðin, sem neyddu stjórnina til þess að athuga .uppástungur Hills. Það vildi nú svo til, að um þetta leyti sat nefnd til þess að rannsaka póstmálin. Hill var beðinn að koma. fram fyrir þessa nefnd og bera þar vitni. Hann var spurður, hvernig hann hugsaði sér að láta haga fyrirframgreiðslunni, og hann svaraði: „Látið vera fyrirliggjandi frímerkt umslög og pappír handa almenningi; seljið hon- úm hvort tveggja með því verði, sem póstgjaldið er inni- falið í.“ Hann játaði þó, að þeir, sem ekki kunna að skrifa, gætu ekki skrifað utan á bréfin á pósthúsinu, og þess vegna kom hann með það ráð, að hafa bréfsnepil, svo stóran, að hann gæti borið frímerkið, og sendandi gæti bleytt það og fest það aftan á bréfið, svo að ekki yrði nauðsynlegt að skrifa utan á aftur. Þetta var fyrsti vísir til frí- merkja. Áður en Rowland Hill dó, var búið að gefa út 24 þúsund milljónir af þessum merkjum, og voru þau meira og minna stæld um allan heim. Ekki gekk það þrautalaust að koma hugmyndum Hills í framkvæmd. Lichfield lávarð- ur, sem var yfirpóstmeistari, benti á það í þinginu, að f jöldi bréfanna, sem flutt eru, mundu sexfaldast, en tekjurn- ar ekki aukast, og hann lauk máli sþiu á þessa leið: „Af öllum draumórum, sem ég hef nokkurn tíma heyrt eða lesið um, eru uppástung- ur IIills vitlausastar." Hill lé^ þetta ekki á sig fá. Hann átti öfluga fylgd, þar sem blöðin voru, og nú hófst 'harðvítug barátta. Hill svaraði gagnrýnendum sínum í blöðunum og gerðist formaður öflugrar hreyfing- ar til umbóta á póstmálunum. I nóvember 1837 var valin nefnd neðri deildar þing- manna til þess að athuga til- lögur Hills. Tilraunir voru gerðar til þess að þagga niður hinar há- væru raddir almennings. Þessi áróður hélt áfram, unz stjórnin að lokum neyddist til þess að hef jast handa. I f jár- lögunum, sem samþykkt voru í júlímánuði 1839, var gert ráð fyrir fjárfúlgu til þess að koma á penny póstgjaldi. Hill var veitt staða í f jár- málaráðuneytinu, og varð það hans verk, að leggja á ráðin, hvernig ætti að koma breytingfinni á. * Tveim mánuðum seinna var Hill leyft að rannsaka vinnu- brögðin við aðalpósthúsið, en þar voru settar alls kyns hindranir í veginn fyrir hann. En Hill lét ekki afvegaleiða sig, og lærði margt við þessa rannsókn. Penny-póstgjaldið var far- ið að nota 10. jan. 1840, en frí- merkin og Mauready umslög- in, sem nú eru orðin svo fræg, fengust ekki fyrr en 1. maí. „Úflendinga- hljómsveifinrr Vegna greinar í Timanum eftir Musikker langar mig til að ^eggja orð í belg. Eg var einn af þeim hundruðum eða jafnvel þúsundum manna og kvenna, sem lögðum peninga í Tónlistahöll. Við trúðum á þv. menn, sem að því fyrir- tæki stóðu, að þeir myndu, eftir að þeir höfðu fengið milljónir í kassann, bæði frá ríki, bæ, happdrætti, útgáfu Passíusálmanna og frjálsum gjöfum frá þúsundum af fóllti, að þessi Tónlistarhöll myndi rísa upp sem nokkurs konar minnisvarði íslenzkra áhuga- manna músikkurinnar. En — nei, ennþá bólar ekk- ert á Tónlistarhöll, allar millj- ónirnar — ja, hvar eru þær? Að því spyrjum við, sem gef- ið höfðum þeim mönnum, sem með óvanalegri frekju söfn- uðu til þessarar byggingar. Eg, og margir fleiri, erum að velta því fyrir okkur, eins og í Mogga stendur, hvort ekki sé þarna eitthvert sam- band á milli, eða jafnvel hinir sömu menn, sem að Tónlistar- * hallar skandalanum stóðu, og þeir sem nú heimta, með ekki rninni frekju, 1,5 til 2 milljón- ir handa „Útlendinga-hljóm- sveitinni". Væri ekki athugandi fyrir ríki og bæjarstjórn, að ,,kikka“ á bak við tjöldin, t. d. 'hjá útvarpinu og hinum 12 meðlimum Tónlistarfélagsins og athuga, hvað þar er að gerast, svo ekki sé í þetta sinn meira sagt. Borgari.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.