Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 24.04.1950, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 24.04.1950, Blaðsíða 2
MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 24. apríl 1950 KYARSNOTTIN . Framhald af 1. síðu. skil, Gervin voru prýðileg og tal þeirra og látbrag'ð skemmtilegt. . Baldvin Halldórsson, Jón, fer með erfitt hlutverk, sem jafnframt er verst byggt upp af höfundar hálfu. Sveitapiltur, stúdent, og ást fanginn í þokkabót er ekki gott hlutverk óvönum. Hann ber engar méhjar skólaverunnar, hvorki í tali né fasi, þjáist af ofurást, sem er óeiginlegt svo ung- um manni. Jón veröur því aldrei heilsteypt persóna í meöferð Baldvins, heldur einskonar álfkennd vera, sem er allstaSar en þó hvergi. Þetta ber ekki aS skoöa, sem gagnrýni á leik Baldvins, sem er ekki áber- andi góður, en fellur aldrei niöur fyrir meSallag. Þaö, sem aðallega háír honum er málrómurinn, sem er „monoton" og skortir inni- leik. Bryndís Pétursdóttir, GuS rún, hefur þann yndis- þokka, sem gerir sjálfsagt aS hún hafi þetta hlutverk. ÞaS kann aS hafa veriS ein- hver taugaóstyrkur á frum- sýningu, sem gsrSi aS Bryn dís náSi ekki fullum tökum á hlutverkinu. Hæfileikarn- ir eru fyrir hendi, en þaö var eins og þeir fengju ekki útrás nema í einstaka atr- iSum. Þegar mest reiS á missti leikur hennar nokk- uS marks eins og t. d. í þing húsatriSinu þar sem tal hennar varS undarlega á- hrifalaust og dautt þrátt fyrir möguleika þessa atriS- is. Hildur Kalman, Sigga verSur aS undarlegri per- sónu í þessu hlutverki Þetta er ung stúlka, efa- laust fávís og sveitaleg í framkomu. En hjá ungfrú Kalman verSur þetta ungt andlit, gamals manns fas og óviSeigandi rödd. AtriS- iS milli hennar og Gyends snemmbæra verður því væg ast sagt mjög yfirleikiS og leiSinlegt, þvert á móti til- ganginum. Alfreð Andrésson, Gvend- ur snémmbæri, fer aS von- um prýöilega meS hlutverk sitt. Gervið, röddin og hreyf ingar allar gera þennan fjórðungspóst aS spaugi- legri persónu einkanlega fyrrihluta sýningarinnar. í seinustu atriSunum fær þó leikur hans á sig dálítinn blæ, sem stingur í stúf við hina ágætu frammistöðu í fyrrihmta. Hann „geltir' dálítiS oft og leikurinn fæv á sig of revíukenndan blæ Þetta er AlfreS létt verk að lagfæra, enda má búast við aS hann geri þaS. Valur Gíslason, Grímur verzlunarmaSur, er mjög á- gætur í hlutverki sínu og má fullyrSa aS hann sé stjarna leiksins þrátt fyrir lítiS hlutverk. Svipur hans og fas ber þess glöggan vott, aS hann er ekki af sama sauSahúsi og fólkið á bæn- um. Framkoma hans er ör- ugg, kaupmannsleg, talið frjálsmannlegt og klæða- buröurinn snyrtilegur. Leikur hans er mjög hríf- andi, sérstaklega í atriðinu milli hans og Gvendar snemmbæra, enda má segja að hér komi í eina skiptið verulega til leiks og kemur Valur úr þessu hlutverki með pálmann í höndunum. Þóra Borg, Áslaug Álf- kona, er sérstaklega viðfeld- in í hlutverki sínu. Tign hennar og fas, rósemi og tal hlýtur að hrífa áhorf- andann. Hreyfingar hennar hafa „grace", sem sjaldan sést á íslenzku sviði. Túlk- un hennar öll ber svip hins æfða leikara, sem skilur per- sónuna út í æsar. I þinghásiiHi. Áslaug álfkona (Þóra Borg), Guðrún (Bryndís Pétursdóttir) og Svarfcar (Haraldur A. Sigurðsson). (Ljósm.: Vignir). ... i .1 - Elín Ingvarsdóttir, Heið- bláin, ný leikkona, lærð hér heima, fær ótrúlega mikið úr hlutverki sínu. Hún er þýð og angurvær í rómi og hreyf ingar hennar þýðar Er hér um stóra framför að ræða á hæfileikum Elínar sem nú nálgast óðum þroska hins reynda leikara. Víst má telja að ágæt leikstjórn ráði miklu um meðferö hennar hér og ekk- ert ætti aö vera því til fyr- irstöSu, að henni gangi greitt upp frægðarstiga leik listarinnar, ef hún nýtur þeirrar tilsagnar og leik- stjórnar, sem hæfileikar hennar krefjast. Steinunn Bjarnadóttir, Mjöll, konungsdóttir, er hér ný á leiksviði. Auðséð er, að hún hefur lagt mikla á- stundun á hlutverk sitt og er leikur hennar, þ. e. a. s. hreyfingar, mjög eðlilegar og tignarlegar. En röddin er vægast sagt ekki góð. Stein- unn er leikaraefni og sýnir þaö glögglega, en henni er mikil nauðsyn að bæta rödd sína. Undravert er að leikstjóri skuli ekki hafa lagfært þetta, því vissulega sér hann að álfkona, þótt köld sé í hjarta, getur ekki sagt fram- setningarnar eins og hér varð raun á. Inga Laxness, Ljósbjört, Jón Aðils, Reiðar sendimaö- ur, Ævar Kvaran, Stallar- inn, fara mjög vel með hlut verk sín. * Haraldur Á. Sigurðsson, Svartur þræll, er ágætur, gerfið prýðilegt og næsta ó huggulegt. Atriðið milii hans og Gvendar snemm- bæra, er mjög svo ágætt. Leiksviðiö var hrífandi. Fór þar saman frábær ljósa útbúnaður, leiktjöld bæöi fögur og smekkleg, búning- ar litskrúöugir og einkar smekklega geröir. Hefur Lárus Ingólfsson sýnt frá- bæra hæfileika í þessum málum og ber ekki sízt að þakka honum hversu mjög heildarsvipur þessarar sýn- ingar var fagur og hrífandi. Álfarnir og huldufólkiö undir stjórn Ástu Norð- mann sýndu hrífandi fagra dansa og minntu sum atr- iðin einna helzt á Hópsenur úr söngva- og dansmyndum kvikmyndamia. Sólódans Sigríðar Ármann var hinn ágætasti. Leikstjórinn Indriði Waage, á mikið lof skiliö fyrir verk þetta, enda bar leikritið vott viðurkenndra hæfileika hans í leikstjórn. En því leikur Indriði Álfa- kónginn? ¦iiími ... A. B. Mánudagsblaðið fæst á eftirlöldum stöðum Bókaverzlynum: Bókabuð Austurbæjar Sigfus Eymundsson Isafoldar Lárusar Bibndal Bókabúð. Laugarness Bókastóð Eimreiðarinnar igav. 15 öOKa Braga Brynjólfssonar Bækur og ritföng Greiðasölustöðum: ^v Fjólu - 1 Florida 4 WestEnd % Litla kaffistofan Tóbaksbuðinni Kolasundi Cosa Óðinsgbtu 5 Vöggur Hressingarskálinn Stjarnan (Laugaveg 86) Skeifan ísbúðin, Bankastræti Bjargi Verzlunum: Skálholt Axelsbuð Barmahlíð 8 Söluturni Austurbæjar Sigf. Guðfinnss. Nönnug. 5 Arni Kristjánss. Langh.v. Kaagá Skipasundi Drífandi (Samtúni 12) Leikf angag. Laugaveg 45 Drífandi Kaplaskjólsv, Nesbúð Þorsteinsbúð Júliusar Evert Lækjargötu Verzlunin Ás Hverfisgötu 71 Árna Pálssonar Miklubr. Verzl. Helgafell Berg.str.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.