Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 24.04.1950, Qupperneq 3

Mánudagsblaðið - 24.04.1950, Qupperneq 3
Mánudagur 24. apríl 1950 MANUDAGSBLAÐIÐ 3 Fjalla-Eyvindur: Leik- stjóri Haraldur Bjömsson. Leiktjöld: Sigfús Halldórs- son. Leikendur: Halla, Inga Þórðardóttir, Kári, Fjalla-Eyvindur, Róbert Arnfinnsson. Björn, Þor- •steinn Ö. Stephensen, Arnes, Haraldur Bjöms- son, Guðfinna, Emilía Jón- asdóttir. Smali, Berahard Guðmundsson. Arngrímur Láras Ingólfsson. Jón hóndi, Friðfinnur Guðjóns- son. Kona Jóns, Gunnþór- unn Halldórsdóttir. Bænd- ur og annað sveitafólk. Sviðið í Þjóðleikhúsinu er stórt. Það er samt vart nógu stórt til þess að sýna stærð tog vegleika baðstofupnar hennar Höllu, ekkjunnar og síðar útlagans í Fjalla-Ey- •vindi. Hún er ekki forn þessi baðstofa og timbrið er ekki „dökknað af elli og reyk“. Hún er nýgerð, rétt eins og ríkismenn gerðu það að igamni sínu að láta gera forna baðstofu og fengju til þess ibeztu tréskurðarmenn og tré- smiði úr Reykjavík. Einhver ■óknyttapiltur hefur náð í dor- •dingul. og sett hann á rúm- ibitann í baðstofunni hennar iHöllu. Þetta er umhverfið í 1. iþætti Fjalla-Eyvindar — ekki <að vísu eins og höfundur leik- ritsins ímyndaði sér það, held- ’ur aðeins lítill vottur um á- gætan smekk og snyrti- anennsku leikstjórans. Ger semi er þessi endurbót leik- Stjóra. Það er alls ekki svo að ækilja að við leikhúsgestir skiljum ekki, að oft er bein nauðsyn fyrir leikstjórann að ■endurbæta svið, hreyfingar og jafnvel setningar þær, sem Íhöfundar setja fram í verk- pm sínum. Leikritahöfundar ■jeru oft alls ekki nærri nógu kunnir leiksviðinu og mögu leikum þeirra til þess að geta skrifað nákvæmlega, um hvernig hvert atriði eigi að líta út. Þeir gefa aðeins heild- arsvipinn og síðan verður leik jstjóri að ráða, hvað hann not- ar og hverju hann bætir við. En þessi endurbót leik- stjóra er svo óþörf og óviðeig- andi, að áhorfandinn fyllist öhug þegar í byrjun sýningar og nýtur þessvegna ekki á- igætra atriða seinna í leiknum. Þetta er al-íslenzkt leikrit, sem hvorki þolir 20. aldar blæ jrxé tildurmennsku. Jóhann Sigurjónsson ritaði iekki sögulegt leikrit. Hann !var „inspieraður“ af sögusögn lunum og staðreyndunum um Eyvind og HöIIu en Ieikrit ;Sitt, listaverkið, byggði hann aðeins lítilsháttar á stað- reyndum og sögusögnum, Þ i ó ð / e / k h ú s i 5 : FJALLA-EYVINDUR eftir Jóhann Sigurjónsson 4 Leiksfjóri: Haraldur Björnsson enda skoða allir það sem slíkt. En leikritiið er ramm-íslenzkt fyrir því. Það lýsir sveitalíf- inu á 18. öld og deilir lítillega á réttarfar þeirra tíma. Það bregður upp svipmyndum úr lífi útlaganna — f jallabúanna, sem stálu sér til viðurværis og voru jafnan hundeltir af byggðamönnum, réttdræpir og fyrirlitnir. Höfundur fær þessar lýsingar sumpart af sögrium, sem hafðar eru eft- ir Eyvindi sjálfum og Höllu og Arnesi og sumpart frá sjálfum sér. Þetta er skáldverk um fræg- asta útlaga okkar síðan Þor- björn Öngull vá Gretti í Drangey. Inga Þórðardóttir, Halla, fer að jafnaði vel með hlut- verk sitt. 1 1. þætti er leik- urinn blæbrig'ðalítill, eins og leikendur séu utan við sig í þessu baðstofugímaldi. Atrið- in milli hennar og Björns hreppstjóra verða ekki eins áhrifarík og þau gætu, og er mjög áberandi hversu klaufa lega hefur til tekizt um allar staðsetningar. 1. 2. þætti er mikil framför í leik hennar enda er hún þá miklu ákveðn- ari og hreyfingar og svip- brigði eðlilegri. 1 þessum þætti eru mörg hópatriði og flestir leikendur eðlilegir enda hefur leikstjóra ekki unnizt tími til að „instrúera“ hvern fyrir sig. I 3. og 4. þætti er leikur frú Ingu mjög hrífandi sérstaklega í atriðinu milli hennar og Arnesar í í 3. og allur leikur hennar í 4. þætti. Kári er leikinn af Róbert Arnfinnssyni. Leikur Róberts er mjög sæmilegur á köflum. Hann hefur fullt vald yfir rödd sinni og raddbrigði hans eru góð, en hreyfingar eru stundum óeðlilegar og ýktar Gervið er gott að undanskil- inni hárkollunni, sem er of áberándi og ekki vel gerð. Það er illt að Róbert Arn- finnsson, lendir undir þessari leikstjórn í .fyrstá stóra hlut- verkinu sem hann fær við þjóð leikhúsið. Þorsteinn ö. Stephensen túlkar vel hinn grálynda Björn hreppstjóra en eins og fyrr í 1. þætti virðist hann ekki kunna vel við sig á þessu stóra sviði. Það er skrýtin ráðstöfun leikstjóra að láta -hann þurrká af stlgvélum sin- um inni í baðstofu, um leið og hann hefur orð á að þau séu óhrein. Það má vera að það sé einhver tilraun til þess að fá áhorfendur á móti Birni — líkt og gert er í bamaleikrit- um til þess að fá börn til þess að hata ,,skúrkinn“. Leikritið gerir ekki ráð fyrir því, þótt vera kunni að aur falli af stíg- vélum hans. Annars er leikur Þorsteins jafn og góður. Haraldur Björnsson leikur Arnes. Ames er af tröllakyni, svo þessi ráðstöfun hefur þótt sjálfsögð. Margar beztu setn- ingar leikritsins eru honum i munn lagðar. Landvættimir uppi í óbyggðum hljóta að hafa tárazt þegar röddin hans Haralds hljómaði um öræfin: „Vertu sæl Halla, í varðhald inu mun ég minnast þín, eins og þess fegursta, sem ég hefi séð.“ Þegar hann hverfur af sviðinu verður manni ósjálf- rátt hugsað: „Skyldi hann nú lif a nógu lengi til þess að kom ast í varðhald?" Beraharð Guðmundsson, smalinn, fer einkar vel með hlutverk sitt. Hann er eðlileg- ur, blátt áfram og algjörlega laus við alla tilgerð. Skýr í máli, f jörlegur í hreyfingum og leikur alltaf, hvort sem hann hefur setningar að segja eða er bara í hópnum á svið- inu. Emilía Jónasdóttir, Guð- finna, er mjög góð í hlutverki sínu. Gervið er ágætt og leik- ur hennar látlaus en þó þmng- inn skilningi á verkefninu. Það var sönn ánægja að sjá þau Friðfinn Guðjónsson og Gunnþórnnni Halldórsdóttur á sviðinu. Þótt hlutverk beggja séu smá var þó eins og birtu brigði skyndilega á svið- ið, þegar þau komu inn. Gervi og leikur beggja var svo eðli- legur og blátt áfram, að svið- ið missti um augnablik leik- húsbraginn en í stað hans gafst manni kostur á að sjá gamla fólkið í réttunum á- nægt yfir heimtunum með pelaglasið sitt rétt til bess aö hýrga upp á sálartetrið. Með- an þau voru á sviðinu beind- ust augu allra að þeim. Aðrir leikendur vom allir mjög sæmilegir og þá sérstak- lega Lárus Ingólfsson í hlut- verk Amgríms holdsveika. Lárus var afburða góður og hreyfingarnar og gerfið prýði legt. Sigfús Halldórsson málaði leiktjöldin, sem voru mjög fögur. Ber sérstaklega á ein- stakri smekkvísi í 2. og 3 þætti. Litasamsetningin var fögur og eðlileg. Sigfús má ekki áfellast fyrir mistök í 1. þætti, því hann vinnur þar augsýnilega samkvæmt ósk leikstjórans. Sem baðstofa var ekkert að finna að verk- inu sjálfu — hún bara pass- aði ekki í þetta leikrit. Starf Sigfúsar er vandað og mjög þakkarvert. Það er ekki hægt að segja, að þrátt fyrir þá s\úðsmögu- leika, sem Þjóðleikhúsið gefur leikstjóra til þess að fullnægja kröfum þessa leikrits, hafi það tekizt að þessu sinni. Sviðið er stærra og tækin eru fleiri en hæfileikar leikstjóra Viðhafnasalurinn, sem prýdður er myndum Indriða Einarssonar, Matthíasar Jochumssonar, Einars H. Kvarans og Jóhanns Sig urjonssonar. sýnast nú enn minni en í Iðnó. Það er leitt að þurfa að segja þetta um 2. leikritið sem fært er upp á hinu glæsi* lega sviði Þjóðleikhússins. En meginsökin og öll ábyrgðin hvílir á leikstjóranum Har- aldi Björnssyni. Hann hefur lítið, sem ekkert notfært sér þá möguleika, sem sviðið og tækin hafa upp á að bjóða. Hvers virði er fossniður án þess að fossinn sjálfur sé eðli legur og lifandi? Eru ekki ljósatæki til þess aö láta sýn ast að fossinn velti fram af björgunum? Er nauðsynlegt að hafa baðstofuna þannig að þeir, sem sitja í yztu sætum i salnum s jái ekki allt leiksviðið eða leikendur? Hefur leik- stjórinn —- gamall leikhús- maður — ekki þá sjálfsgagn- rýni að hann sjái missmíði á því að skipa sjálfan sig í vandasamt hlutverk Arnes- ar ? Hann tekur að sér vanda- samt leikrit frægt bæði hér og erlendis „færir það upp“ í fyrsta sinn í Þjóðleikhúsi voru og hálfdrepur efnilega leikendur, jafnframt því, sem hann gefur erlendum gestum ranga hugmynd um þróun ís- lenzkrar leiklistar. Haraldur reit, í fyrra, um kvikmyndina Hamlet, á þá leið að Laurence Olivier, leik- stjórinn frægi og leikarinn, hefði alls ekki skilið þetta. leikrit Shakespeares. Vissu- lega væri óskandi að Haraldur Björnss. skildi Fjalla-Eyvind jafnvel og Olivier skilur Ham- let. Þá er efamál að íslenzkir leikendur þyrftu að bera kinn. roða eftir frumsýningu Fjalla Eyvindar í Þjóðleikhúsinu. A.B. Kilpur Arnóisson Framh. af 7. síðu. Samvizkan En það var samvizkuspurs- mál mikið í Smiðs sögu hvort hér hefðu verið útlendir hirð- stjórar á skattskyldutímabil- inu við Norðmenn, og það var samvizkuspursmál mikið . fyrir íslandssögu að því væri hægt að neita, því þjóðernis- og þjóðréttarandi íslendinga er þá annar á þessum tíma, en uppi hafði verið frá stofn- un þjóðríkis, og virðist æ uppi, þar til fyrir skömmu síðan, að hann „fór til Ame- ríku“ eins og sagt var um marga í einskonar dánartón. um nokkurn tíma fyrir stuttu síðan. Og íslenzkir fræði- menn svo lítilþægir af dóm- greind sinna að halda þessu fram án nokkurrar teljandi sögukönnunar. Jafnvel úr dauðateygjuáþján þjóðarinn- ar reis þessi andi upp til fagurs vitnis um ágæti margra íslendinga, og bjargið sem hann reis á var Gaml?

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.