Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 24.04.1950, Page 5

Mánudagsblaðið - 24.04.1950, Page 5
Mánudagur 24. apríl 1950. MÁNUDAGSBLAÐH) Gleðilegfsumar! Jæja, þá er sumarifi komiS, a'. m. k. að nafninu til því að enn sést varlá nokkurt stjrigandi grænt strá. Undanfarið hefur verið sól- skin og yndislegt vorveður. Við skulum vona, að sumarið verði eftir því sólríkt og gott, því að svö sannarlega veitir landsmönn- um ekki af því að fá að nióta þeirrar heilsulindar, sem sólin er, hér í öllu okkar vitamín- og á- vaxtaleysi. I trausti þess, að svo verði, óska ég öllum lesendum mínurn gleði- legs sumars! Droftins úfvaldir Og væri þá ekki tilhlýðilegt um ieið, að óska okkur öllum til hamingju með bað, að nú er Þjóð- leikhúsið loksins tekið til starfa? Eins og að líkum Lætur, var ég ekki ein af þeim drottins út- yöldu, sem á frumsýningar kom- ust, og er því engan veginn fær um að láta í ljós neinar skoðanir á húsakynnum bar né sýningum, — enda víst varla æflazt til þess af mér. Þó býst ég við, að ég muni varla geta stilit mig um þáð, þegar ég hefi orðið svo fræg að koma þar inn fyrir dyr. AS undanförnu liefur bæjar- búum orðið tíðrætt um það, eftir hvaða regium þjóðieikhússtjórn- in hefur farið, er hún úthlutaði ,,föstum“ aðgöngumiðum að frumsýningum. Kunningi ininn einn segist hafa sótt um ,,fasta“ frumsýningarmiða heilum mán uði á undan vini sínum, en samt háfði vinurinn fengið þá en ekk hann. Eki munu þá umsóknirn- ar hafa verið teknar til greina í þeirri röð sem þær bárust, ef þetta er satt. En eftir hverju ætli þá sé farið? Mannvirðingum? Og ef svo er, hvernig ákveða þeir þá hver sé nógu ,,fínn“ til að fá fasta miða og hver ekki? Gaman yæri að fá að vita þetta. Loks veit ég líka um marga, sem ergja sig gula og græna út af því, að þeim hafi ekki verið boð- ið í vígsluna. Telja þeir sig hafa fullt eins mikinn rétt til þess heiðui-s og margir, sem hátíðlega yoru boðnir. AS mínum dómi er Þjóðleik- hússtjórn sannarlega ekki öfunds- yerð af þeim starfa, að úthluta frumsýningarmiðúm og boðskort um, og að vinsa svörtu sauðina frá þ eim hvítu, þ. e. ákveða hverj um bjóða skuli og hýerjum ekki Hæpið er að hægt sé að gera það , En sé það satt, að Þjóðleikhús- stjórnin hafi notað aðstöðu sína tii þess að koma vildarvinurn sín- um og kuanningjum að sem frumsýningargestum og boðs- gestum á vígsluna, þá skil ég það vel að mörgum þvki það súrt í brotið, sem ekki eru svo ,,lán- samir“ að eiga upp á pallborðið hjá þeim háu herrum. svo að öllum líki. Eg segi fyrir mig, að ég er blessunarlega laus við alit ergelsi og heilabrot út af þessu sjálfrar mín vegna, enda er mér nokkurn- yeginn sama hvort ég sé leikrit á fyrstu sýningu eða tíundu. Reykingar bannaðar! Hálfgerður kauðabragur þyk- ir mér á því, að ekki skuli mega reykja annarsstaðar í Þjóðteikhús- inu en í ytri forstofunni. Ekki hefði þurft að verða svo mikill sóðaskapur af reykingum ann- arsstaðar á göngunum, ef smekk- legum öskubökkum hefði verið komið fyrir hér og þar. Þegar leikrit eru löng, fer ekki hjá því, að flestum reykinga- mönnum fari að lengja eftir því að fá sér reyk, og er það nokkuð mikið ætlunarverk fyrir Þjóðleik- hússtjórn að ætla sér að fara að ,,reformera“ forfallna reykinga- menn með því að skipa þeim að norpa úti í ytri forstoíu, ef þeir vilja hressa upp á sálarskarnið með einum ,,smók“. Kannske á að flytja allar ,,lífs- venjur“ úr gömlu ISnó upp í Þjóðleikhús? Kaffisötrið í hiéinu o. s. frv.? Þar var það venjan, að ekki mátti reykja nema uppi í kaffisalnum og í stiganum npp. Enginn skildi þetta fyrirkomulag til fulls, og þeir sem ekki voru svo ,,heppnir“ að fá tækifæri til þess að belja í sig kaffi og salla á sig kökum (sem fæstir höfðu nokkra lyst á svona snemma kvölds) í hléinu, stóðu því eins og síld í tunnu í stiganum og svældu. Hugsið ykkur troðning inn, ef einhverntíma heíði kvikn- að í! Einhver var að segja mér það um daginn,að það mundi held- ur ekki mega reykja í veitinga salnum, vegna þess 'að þar væru teppi á gálfumtm!7! En ég á bágt með að trúa slíkri vitleysu. Allir vita, sem erlendis hafa ver- ið, að á öllum almennilegum veitingastöðum eru teppi a gólf- um. En ætli það yrði ekki fáir ,sem sxktu þá veitingastaÖi, ef bannað væri að reykja! Fólk mundi hlæja að sltku fyrirkomu lagi. Og ekki skil ég það, vegna hvers Þjóðleikhússtjórn álítur okkur svo mikinn skríl, að okkur sé ekki treystandi til þess að nota öskubakka. Skúlagafa Undanfarið hafa bæjarblöðin birt heldur furðulega áskorun til ba^arráðs frá íbúum Skúlagötu- húsanna, svokölluðu. Fara þeir fram á það, að einni aðalumferð- arbraut Reykjavíkur, Skúlagötu, verði lokað. Satt er það, að umferð er mikil um Skúlagötu og slysahætta þar af leiðandi mikil. En það eru svo margar götur í bænum, sem eins mikil umferð er um og jafnvel meiri. Verði þvi' bæjarráð við ósk Skúlagötubúa, liggur þá ekki í augum uppi, að aðrir íbúar við aðrar umferðagötur geti farið fram á sömu hlunnindi? Eftir nokkur ár má því gera ráð fyrir að annarrihverri götu bæjarins verði lokað vegna umferðarhættu. Umferðin flyttist þá.á þær göt- ur sem áður voru ekki mjög mik- ið farnar, —- og þá kæmi að því, að íbúar við fuer götur færu fram á lokun líka, og svo koll af kolli. Endirinn á öllu saman yrði svo auðvitað sá, að Reykjavík yrði lokaður og umferðarlaus bær. Hvernig ætli bifreiðaeigendum myndi þá líka það að þurfa að kasta „lúxusnuni" á sorphaug vegna þess að ekki mætti nota hann? En þetta myndi óefað spara gjaideyri fyrir bílakaup og ben- síni. Fyrst byggir bærinn dýra götu, sem ætlað er að dreifa umferð- inni þannig að ekki þurfi Hverf- isgatan ein og Laugavegurinn að bera þunga hennar á þessari leið. Síðan byggir bærinn hús við þessa götu, íbúar flytja inn í þessi hús, — og auðvitað heimta þeir þá að umferðargötunni verði lok- að, svo að þeir séu ekki í neinni hættu af bílum! Er þá ekki kom- in sama hringavitleysan, sem svo markvisst er stefnt að í öllum framkvæmdum í þessum bæ? Eg held, að bærinn ætti héreftir að byggja húsin fyrst, en spyrja s:Ö- an íbúa húsanna, er þeir eru flutt- ir inn hvort þeir allra naðugast leyfi að lögð verði gata fyrir fram- an húsin! Með þessu mætti spara mikla peninga og mikil lieila- brot. Eo- hefi að und’anförnu oft átt leið um Skúlagötu og fram hjá téðum húsum. Byggð hafa veriö grindverk fyrir framan allar inn- o-öngudsT þessara húsa og ætti það að einhverju leyti að varna því, að börn og fáráðlingar hlaup beint út úr húsinu og undir bíl- ana .Eins hefi ég veitt því eftir tekt, að umferÖ þarna er. sizt meiri en við margar aðrar götur þó að íbúar þeirra gatna hafi setiÖ á sér með kvartanir. 1.. d. eru börn oft þarna að boltaleik úti á götunni, ótrufluð að mestu eftir því sem ég bezt hef getaÖ séð. Skammt frá þessurn húsum eru mörg auö svæði og tún, þar sem börn þessa fólks ættu að geta veriö að leikjum. Eins eru garð- ar bak við húsin þar sem börnum er ætlaö að hafast við. Því reyna íbúarnir ekki sjálfir að benda þeim á að leika sér heldur þar en á götunni? Bærinn gæti síðan látið gera grindverk meðfram allri gangstéttinni, svo að fólk og börn (sem á þessum stað frem- ur öðrum virðast ekki fær um að gæta sín) gætu ails ekki komizt út á þetta geipilega hættusvæði, Skúlagötuna, án þess að ganga langar leiðir. Á því ferðalagi, sem það svo tæki að komast út á göt- una, ætti hvaða heimskingi sem er að geta haft tíma til þess að hugsa sig um og athuga það, að honum geri ekki að ana beint fyr- ir btlana. En um leicf og bæjarráð og all- ar nefndir væru að skipuleggja þessa grindverks-byggingu, þá ættu þeir að minna íbúa þessara húsa á það, að þeim beri sannai- lega að ganga betur og þrifalegar um húsin en raun er á. Enginn mundi hafa trúað því, áður en hann sá umgengnina á þessum húsum, að hægt væri að gera hús svo sóðaleg á svo stutt- um tíma. Eg held, að íbúar Skúla götuhúsanna hafi sett met á þessu sviði! Það er næsta ótrúlegt, hvað þeim hefur tekizt vel að koma húsunum í niðurníðslu. Hálfan meter frá hverjum útidyrum er svört skítaskán, svo að dyrnar líkjast meir fjósdyrum. Annar- hver kjaííaragluggi er brotinn, og í hann troðiö pokadruslum eða neglt fyrir með fjölum. Nú hagar þessu þannig til, að gluggar kjall- aranna eru svo ofarlega, að þeir blasa mest við vegfarendum. Þó hefur fæstum íbúanna dottið í liug, að liengja einhverja þokka- lega gardínudruslu fyrir kjallara- glugga sína, og sér maður því hvarvetna Lnn í óþrifaleg þvotta- hús og geymslur. Eg átti erindi inn í eitt þessara húsa um daginn. Rúðan í ak- drullugri útihúrðinni var brotin, hurðin sjálf útspörkuð og kvarn- að úr henni. Þegar inn í stiga- ganginn kom, blöstu við tröppur, sem auðsjáanlega höfðu ekki ver- ið þvegnar um óratíma. Hand- riðið var brotiÖ, stevpan og málri* ingin víða dottin upp úr veggj- um og handriðinu. AS ekki sé talað um óþrifalyktina, sem þarna kom á móti manni! Mjög líklegt er, að ekki -séu allir sóðar sem þarna búa, og veit ég þá, að þeir eru mér sammála og að þeim sjálfum hlýtur að svíða það hvernig sóðarnir ganga um og koma þannig illu oilSi á byggingarnar. Sóðarnir sjálfir verða eflaust móðgaðir er 'þeir lesa þetta, en þeir ættu að horf- ast í augu við sannleikann og bæta íáð sitt. Bærinn á að skylda þetta fólk til að ganga sómasamlega um húsin. Ráð til þess væri að hafa húsvörð, sem hefði eftirlit með þessu, setti rúður í glugga fyrir folkið og skipaði því að ganga um eins og manneskjur en ekki eins og svín. Ef einhver heldur, að ég fari Framhald á 8. síðu. Opið bréí til úivarpssíjéra Herra útvarpsstjórí! Eg er einn af þeim mörgu, sem eyði mírium frístundum heima, í kyrrð og ró og nýt alls þess unaðar, sem heimilið getur veitt og hefur mér skilizt á öll- um okkar fiæðinííum: Heimil- isprýðisfræðingum, siðferðisfræð- ingum og hvað þeir nú heita all- ir saman, að óglevmdum björg- unarfræðingum, að þar ætti mað- ur að halda sig, sjálfum sér og þjóðinnr til mestrar blessunar og gagns. ;; Eg get nú ekki neitað því, að stundum verður mér ennþá á að opna útvarpið í þeirri trú, að eitthvað hafði lagazt. Nei, aldeil- is ekki karl minn, mtr varð ekki kápan úr því klæðinu. Nei, það er sannarlega aðeins minni alþekktu stillingu fyrir að þakka, að ég geng ekki út í bí- slagið og hengi mig, þegar ég heyri þessar síendurteknu sym- foniur, fúgur og fúríur í öllum þessum líka andskotans mollum, dúrum og túrum og svo til þess að kóróna nú allt fjandans klabb- ið, að ef maður nú einhvern tímann ætlar að njóta þess tal- aða orðs, oi'ðsins listar, já þá skal það ekki bregðast, þar kemur Helgi Hjörvar á kvöldin og Daði Hjörvar á daginn. Nei, heilagi faðir, hvers á maður eie- inlega að gjalda, þessi fjandi er eins og miliusteinar á fullri ferð, öll list er víðs fjarri. Nei, í sannleika sagt, er ekki nokkur leið að fá eitthvað ann- að, bara eitthvað annað, þyí allt cr betra en þessi sálarsundur- kremjandi skratti. Ef þú trúir mér ekki, þá ættir þú að reyna að hlusta á útvarpið eina kvöld- stund og þá fengir þú ábr'ggilega nóg. Vonandi er -ekkert snæri til heirna hjá þér, því að ég van- treysti því að þú hafir sömu stillinguna til að bera eins pg % Virðingarfyllst HeimilisfaSir.

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.