Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 24.04.1950, Side 8

Mánudagsblaðið - 24.04.1950, Side 8
Frægir menn um fimmtugt|MÍNUDAGSBlABi6 Sumir af mikilmennum heimsins voru frægir um fimmtugt — aðrir búnir að vera Helicopter-vélar eru mjög til umræ'öu þessa dagana. —- Hér er mynd af einni nýjustu gerö slíkra véla í Banda- ríkjunum. Moltke greifi Þegar maður kemur yfir fimmtugt verður maöur miöaldra. Venjulega veröur hann þá kyrrlátur og fyllist kærleika til náungans. Adolf Hitlar gat horft um öxl á fimrotugsafmæli sínu og skoðaö undraverðan lífsferil. Hann byrjaði sem húsamálari (oftast atvinnu- laus) en að lokum varö hann einvaldur í heimsveldi sem hann sjálfur jók aö mun. En hversu miklar hörmungar kostuöu sigrar hans mannkyniö? Hvernig voru aðrir menn sem áhrif höfðu á heiminn. þegar þeir voru fimmtugir ? Hverju höfðu þeir áorkaö i hálfri öld? Þessir voru enn ekki frægir Christopher Columbus; hann var sáróánægöur meö heiminn þegar hann var 50 ára. Enginn trúöi draum hans um siglingu í vestur til þess að komast til Ind- lands. Þó Ferdinand og Nakella Spánardrottning heföu kostað fyrsta leiöang- ur hans 1492, þá var þaö ekki fyrr en 1498, aö hann var 51 árs, að hann fór til Ameríku. En enginn hvorki hann né aörir, vissu þá aö hann hafði fundiö nýtt meg- inland. Hann dó 1506, þá 59 ára, án þess aö njóta þess auðs og vegsemda, sem fund ur hans skapaði. Louis Pasteur Þegar Pasteur var fimm- tugur haföi hann verið skólakennari, prófessor í vís indum og meðlimur franska vísindafélagsins. Hann haföi enn ekki kynnt heim- inum hinar frægu lækninga uppfinningar sínar eins og t. d. antirabies-serumið. Foch marskálkur var um fimmtugt, óþekktur liðsfor- ingi í franska hernum. Hann gekk í herinn til aö berjast í fransk-prússneska stríðinu 1870, en varð of seinn að komast aö víglín- unum. Hann var þá ekki frægur hermaöur. Þaö var ekki fyrr en hann varð 63 ára að nafn hans varö heimsfrægt. Þessir voru nokk- uð frægir Julius Caesar var vin- sæll hershöfðingi um fimm tugs aldur. Hann var sigui- vegari 1 Galliu og land- stjóri Spánar. Hann var upphafsmaöur fyrsta þrí- stjórnarveldisins með Crass- usi og Pompeyusi. Hann hafði ekki enn sett öldungadeildinni úrslita- kostina, ekki farið yfir Rukion og farið hergöng- una til Rómaborgar. Hann hafði ekki steypt Ptolemeusi af stóli, krýnt Cleopötru. unniö Egyptaland eöa orðiö einvaldsherra. Hann var myrtur 44 f. k. 44 ára gam- all. \ Móhameð vann aö hug- sjón sinni: aö fá alla Araba til aö já-ta eina trú. Hanr. var Kamel-hiröir í æsku, en giftist ríkri ekkju frá Mekka og þar vann hann aö hug- sjón sinn leynilega í meira en 3 ár. Arabar voru þá um þaö bil aö aöhyllast nýju trúna hans. Hann haföi enn ekki náð hátindi valda sinna, né unn iö Mekka, . Egyptaland, Grikkland og Persíu. Benjamin Disraeli var um fimmtugt þingmaöur íhaldsflokksins og leiötogi flokksins og fjármálaráð- herra. Hann var ekki oröinn for- sætisráöherra né heldu': haföi hann þá náö undir Bretaveldi meirihlutanum af hlutabréfunum í Súez skuröinum og gert þá ein- valda þar. Þessir voru þegar frægir Vilhjálmur ósigrandi barö- ist við Filipus I. Frakkakon- ung um fimmtugt, sem krafðist réttar yfir hertoga- dæminu Normandy. Hann var launsonur Roberts her- toga Normandys og sveita- stúlku frá Falaise. Áriö 1066 þegar hann var 39 ára geröi hann innrás í England og sigraði Harald konung við Hastings og varö konungur Englands. Lúðvík 14., barðist þegar hann var fimmtugur við Rómverska heimsveldið', Spán, Holland og England. Hann varð konungur Frakk lands 5 ára aö aldri. Hann réðst inn í Flandur þegar hann var 29 ára og vann hverja borg þar. Hann haföi ekki enn tekið þátt í valdastríöinu á Spáni né látið Nýfundnaland í hendur Bretum. Friðrik mikli. Um fimm- tugt hafði hann skapað nýtt Prússland, lagt undir sig Schlesíu, sigrað Frakka. Hann hafði ekki enn aukiö ríki sitt aö 1/3 né limaö sundur Pólland og lagt und ir sig gervallt Pommern. Þessar tvær styrjaldir geröu prússneska herinn aö sterkasta herafla veraldar. Hann dó 74 ára. Napoleon. Þegar hann var 50 ára var hann hægt og hægt að visna upp á eyj- unni St. Helenu. Hann var aðeins 46 áva þegar Wellington, sem var jafngamall, lauk lífsferli hans í bardaganum viö Waterloo. Á þessum 4 ár- um hafði hann elzt um 20 ár. Var þetta sami maöur- sem varö liðsforingi 16 ára, fylkisstjóri 26 ára og neyddi Breta til þess aö gefast upp viö Toulon? Sá sami, sem gaf Frökkum Belgíu og landamæri sem náðu að Rínarfljóti, þegar hann var 28 ára. 36 ára var hann keisari Frakklands og kon- ungur Ítalíu. Hann sigraöi viö Austerlitz, þegar harm var 37 ára, hertók Berlín og reisti konungsríkiö Vest- falen. Thomas Edison hafði, þegar hann var 50 ára, gert alheim undrandi með upp- finningum sínum (síman- um, gramofóninum, raf- magnsljósinu o. s. frv.). Þegar hann var 34 ára, á því eina ári, seldi hann pat- ent af hvorki meira né minna en 104 uppfinning- um. í æsku hafði hann verið blaösöludrengur, skóburst- ari, j árnbrautarstarfsmaö- prentari — en svo varð hann á unga aldri einn af mestu mönnum vísindanna. Nikolai Lenin var fimm- tíu ára 1920 og einvaldi kommúnista í Rússlandi. Hann var sonur lágsetts stjórnarstarfsmanns. Bróðir hans var dæmdur til dauða fyrir samsæri gegn keisai- anum. Sjálfur var Lenín dæmdur í 3 ár til Síberíu. Eftir aö hafa stjórnaö upp- reisninni frá Genf, Finn- landi og París, snéri hann aftur til Rússlands 1917 meö samþykki þýzku stjórn arinnar. Hann skipulagði Pétursborgarbyltinguna og felldi Kerenskystjórnina frá völdum og stofnaöi einræöi alþýðunnar sem þjóönýtíi landið, eignirnar og fram- leiðslutækin. Benito Mussolini haföi þegar hann var 50 ára, ver- iö liöhlaupi úr ítalska hern- um, áróðursmaður sósíal- ista, ritst.jóri og höfundur fasistahreyfingarinnar. Hann hafði skipulagt gönguna til Rómaborgar orðiö einræðisherra Ítalíu 1922 þá 40 ára. Hann hafði ekki kynnzt Hitler, sem þá var rétt að birtast 1 stjórnmálaheimin- um og II Duce, haföi þá ekki ekki enn hugsað um Rom-Berlín-öxulinn. Ef t;l vill dreymdi hann þá um sigur í Abysseníu. Framhald af 4. síöu. mjög bilaÖur að heilsu. Bréf hans til ættingja sinna um ástand og atburði í Tyrklandi á árunum 1 835—1 839 voru gefin út í bók- arformi og álitin klassískt rit. Þegar Molke kom heim kynnt ist hann Marri Bururton dóttur ensks ekkjumanns, sem hafði kvongast systur Molkes. Molke kvongaðist Marry. A brúðkaupsdegi sínum var Molke gerður majór. Hann hclt áfram að gefa út bækur um ferða lög sín í Austur-Evrópu, bjó til fjölda af nýjum kortum yfir Constantinopel, Dardanellasund og Litlu-Asíu. 1 845 kom út bók eftir hann um rússnesk-tyrkneska stríðið í ETtópu 1828—1839, og er sú bók talin hreinasta meist- araverk um bernaðargagnrýni. I tíu ár var Molke herforingja- ráðsformaður ýmissa deilda, og 1857 var hann gerður formaður þýzka herforingjaráðsins í Ber- lín. Uppdráttum Molkes var fylgt í ófriðnum við Austurríkismenn. 1866. Tveim herjum var stefnt móti Prússum, austurrísk-sax- neska hernum, sem í var 270000 manns og norður og suður þýzka hernum, 120000 manns. Prúss- neski herinn var 60000 minni en þessir herir. En með herkænsku Molkes unnu þó Prússar mikinn sigur. Eftir friðinn veitti prússneska þingið Molke 30000 pund og fyrir það keypti hann Creisau nálægt Schweidnitz í Slésíu. Ár- ið eftir gaf .Molke út bók um styrjöldina milli Austurnkis- manna og Prússa. Árið 1868, 24. des. dó kona Molkes. Næsta ár kom svo stríðið við Frakka. Mörgum árum áður hafði Molke gert teikningar og áætlanir um það stríð. Og þegar herinn var kallaður saman var teikningum hans f)'lgt í öllu. Hann var gerður foringi herfor- ingjaráðsins á höfuðstöðvunum meðan stríðið stóð, og var það konungurinn, sem það gerði. Eftir sjö mánuði var því stríði lokið með stórsigri Prússa. í október 1870 var Molke gerður greifi, en vopnahlé var samið 28. jan. 1871. Molke varð marskálkur í júní 1871. 1 nokkur ár eftir ófriðiinn hafði Molke umsjón með útgáfu sögu þessa ófriðar, er herforingjaráðið samdi. Hún kom út á árunum 1874—1881. Molke varð þingmaður 1871 og dó 24. apríl 1891. Hann var jarðaður við hlið konu sinnar í Creisau. (Moitke hefur í greininni allsstaðar misritazt Molke) C l I 0 Framhald af 5. síðu. hér ekki með rétt mál, þá ætti hann að gera sér ferð þarna inn- eftir og sjá með sínum eigin aug- um. Til samanburðar við sóðaskap- inn á Skúlagötu má benda á snyrtilega umgengni íbúa bæjar- húsanna við Hringbraut. Þau hús voru byggð á undan Skúla- götuhúsunum, og þau, eru enn cins 02 ný. CLIO

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.