Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 01.05.1950, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 01.05.1950, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagurinn 1. maí 1950. FRAMHALDSSAGA: Ríkur mcsður - fátæk stúlka Eftir MAYSIE GREIG Cara flýtti sér upp stigann, sem lá upp í litlu íbúðina hennar. Hún tók tvö þrep í einu. „Herra Tiaworth“ kallaði hún um leið og hún opnaði dyrnar“, ég hefi ágætar fréttir“. Herra Tidworth, var eins og þið kannski hafið látið ykkur detta í hug, köttur: stór köttur með langa kampa og margbitin eyru. Cara kallaði hann herra Tid- worth, vegna þess að hún hafði fundið hann á horninu á Tidworthgötu og Tidworth Place, hálfdauðan úr hungri seint um kvöld að veírarlagi. Auk þess þótti henni gaman að segja fólki, sem var for- vitið og spurult um allt: Nei, ég bý ekki ein. Herra Tidworth og ég búum sam- an“, og að sjá svo svipinn á þeim. „Herra Tidworth" sagði hún m,óð. „Eg hefi kynnzt yndislegasta manni og hann ætlar að bjóða mér að borða í kvöld“. Kerra Tidworth. lét sér fátt um finnast. Hann hélt áfram að sleikja á sér lapp- irnar og klóra sér með þeim bak við eyrun. „Þú gætir reynt“ sagði hún móðguð“ að sýna ein- hvern áhuga á þessu. Yfir- leitt kynnist ég ekki lagleg- um ungum miönnum með Rolls Rayce bifreiðar á hverj um degi. Jæja þá“ bætti hún við um leið og hún henti hatt inum sínum og pökkunum á legubekkinn, „þá það. Eg ætla að fara í bað“. Hún flýtti sér ekki að baða sig. Það var þægilegt að liggja þar, þó að húðunin á baðkerinu væri dálítið sprungin, og láta vatnið renna um axlirnar á sér úr stóra svampinum. Hún hugs aði um kynningu sína og Favershams •— hún vissi ekki einu, sjrtni skírnarnafn- ið hans. Því meira, sem hún hugsaði um það, því vissari varð húh um að Letty Havi- land hafði náð tangarhaldi á honum með einuhverjum brögðum. Hann var alltof góður maður, hélt hún, til þess að hafa tekið saman við Letty sjálfviljugur. Hún hafði lokið við að baða sig og sat við snyrti- •borðið sitt í rauðum silki- sloppi, þegar barið var á dyi’nar. „Kom inn“, kallaði hún án þess að snúa sér við. Þáð var að líkindum frú Watkins, leigjandinn, og dóttir hennar. „Þakka yður fyrir“ sagði karlmannsrödd. „Ó“. Hún snéri sér við 1 flýti og vafði hálfgagnsæum sloppnum fastar að sér. Ungur maður stóð í dyrun- um og horfði á hana — ung- ur maður, sem hún hafði al- drei áður séð. Hann var hár mjög og grannur með ljós- brúnt hár og brosandi blá augu. Hann va-r í fullum sam kvæmisskrúða, óaðfinnanlega klæddxjr, og hélt á pípuhatti 1 hendinni. _ „Hver eruð þér“ spurði hún byrst“ og hvað eruð þér að vilja hér?“ Ungi maðurinn brosti, heill andi en þó eitthvað háðslegu brosi. Hann svaraði ekki sam- stundis en litaðist um. Þetta var súðarherbergi og lágt undir loft og það var fullt af skotum, innskotum og útskotum, en þó fallegt vegna skreytinganna sem bæði voru leirtau og blóm. En meira aðlaðandi en her- bergið var stúlkan, sem sat við snyrtiborðið. Hún var yndisleg. Hún hafði kolsvart hár — snjó- hvíta húð og skírustu augu, þó þau á þessu augnabliki sýndu aðeins gremjulega undrun. Og svo var þarna köttur. Einn af stærstu og ljótustu köttum, sem hann hafði nokk urntíma séð. Og ef dæma mátti eftir núvarandi afstöðu hans, jafnframt einn af þeim óvingjarnlegustu. „Viljið þér gjöra svo vel og.segja mér hver þér ei’uð og hvað þér viljið hér?“ end- urtók stúlkan. „Eitt í einu“ svaraði hann“. „Má ég kynna mig — ég er Paul Hayden, maður, sem hefur enga sérstaka atvinnu, nema þér álítið það að fikta við flugvéla vélar sé ákveðið starf. Hann sló hælunum saman og hneygði sig lítið eitt og dálítið stríðandi. „Svarið við^seinni spurning- unni er, að frændi minn Fav- ersham Trent, bað mig að koma hér við og taka þig með til kvöldverðar. Hann tafðist af ófyrirsjáanlegum ástæðum og mun hitta okkur seinna." „Mér þykir það leitt“. Cara gat ekki dulið vonbrigði sin. Hún hafði hlakbað svo mik- ið til þess að borða með Fav- ersham og hún var alls ekki viss um að hún kynni við þennan frænda hans. Paul Haydn lyfti' annarri augnabrúninni lítið eitt. En ekki mjög leitt, vona ég. Má ég tilkynna yður á allra hæversklegastan hátt, að flestar stúlkur álíta mig ágætis vahamann. „Gera þær það?“ sagði Cai'a kuldalega. „Auðvitað hef ég ekki bankainnstæðurnar hans Favershams“ svaraði Paul „en það, sem mig vantar í peningum bæti ég upp með glæsimennsku.“ Augnabrún hans lyftist enn hærra og bláu augun hans tindruðu. Þér eruð sammála mér um glæsimennsku mína, er það ekki, ungfrú Reni? Eða 'ef' til vill haldið þér ekki, að þér þekkið mig nógu vel til þess að mynda yður skoðun um það?“ „Nei, það geri ég ekki“ svaraði Cara. Þessi kunnug- lega stríðni fór í taugarnar á henni. „Mætti ég spyrja hvernig þér komust hingað upp“?. „Lítill drengur opnaði fyr- ir mér. Hann sagði mér að fara upp á efsta loft og b.anka á ■ dyrnar, og það gerði ég nákvæmlega“. „Það var Alfreð“, sagði Cara, „frú Watkins opnar venjulega dyrnar sjálf. Hún myndi hafa beðið yður að bíða niðri í forstofunni“. „Má ég fá mér sæti?“ spurði ungi maðui'inn og sett ist á legubekkinn án þess að bíða eftir svari. „Þá -er ég feginn að Alfreð en ekki frú Watkins opnaði fyrir mér. Mér hefði geðjazt illa að því að bíða í forstofunni. Hixn lyktaði af steiktum fiski. Auk þess hefði ég misst af þeirri fögru sjón að sjá yður fáklædda í þessari hálfgágn- sæu hvað það nú heitir“. í augnablik var Cara svo í'eið að hún gat ekki svarað. Blóðið hljóp fram í kinnar hennar. Hún hafði alveg gleymt því að hún var ekki í öðru en rauða sloppnum. Þurfti hann endilega að m.innast á það? Kurteis mað- ur hefði ekki gert það. Að minnstakosti ekki maður eins og Faversham Trent. Það var hún viss um. Hversvegna hafði hann troðið þessum leiðinlega frænda sínum upp á hana. þegar hann virtist svo áfjáður í að bjóða henni út sjálfur? „Pyrst herra Trent getur ekki komið held ég að mig langi ekki að fara út í kvöld“ sagði hún kuldalega. „Augnablik“ sagði Paul „finnst yður þetta vera vel gert af. yður. Hluturinn er sá“ játaði hann einlæglegur á svip, ef þér komið ekki út með mér til kvöldverðar — fæ ég engan kvöldverð“. ;rEg skil yður ekki“. „Það er þó auðvelt. Eg er sama sem félaus. Eg hefi ekki fengi almennilegan mat í heila viku. Þegar Favers- ham hringdi og skýrði mér frá vandræðum sínum —“ „Hvaða vandræðum?“ Hann hnykklaði brýrnar og virtist vera hugsi. „Eg man ekki alveg, hvort það var Maria gamla frænka eða Christofer frændi, sem voru veik í þetta skipti“. „Það kynni þó ekki að vera ungfrú Letty Havi- lant?“ spurði Cara kulda- lega. Paul stirðnaði í framan Stríðnissvipurinn hvarf af andlitinu. Hann horfði á hana hvasst nokkra stund eins og hann væri að athuga hverskonar stúlka hún væri. „Svo þér vitið um ungfrú Havilant?“ sagði hann að lok um. „Ungfrú Havilant kom með herra Trent inn í hattabúð Madame Thersea, þar sem ég vinn“ svaraði Cara, „þar kynntumst við“. „Jæja, gerði hún það?“ Hann hló kuldalega. „Og ég þori að veðja um, að hann komst þaðan ekki fyrr en hann hafði eytt laglegum skilding. Eg þekki . Letty Havilant.“ „Það geri ég líka“, svaraði Cara. Þau horfðu hvert á annað. í fyrsta sinn síðan þau höfðu kynnst lá við að þau væru sammála. En þetta þægilega, ástand átti ekki eftir að vara lengi. „Faversham er svoddan bölvaður bjálfi“ hreytti Paul út úr sér. „Hann er ekki bölvaður bjálfi“ svaraði Cara reiði- lega. Paul hló beisklega. „Afsak- ið. Ef til vill varð ég of orð- ljótur. Eg hefði átt að segja að Favershaf sé riddaraleg- ur bjálfi. Hann lætur hvaða fallega stúlku sem er, plata sig.“ „Ungfrú Havilant er mjög sniðug“ svaraði Cara. „Allar konur eru mjög snið- ugar, þegar þær langar nógu mikið í eitthvað", svaraði Paul. MÁNUDAGSBLAÐIÐ fæst á eftirtöldum stöðum úti á landi: Akureyri: Verzlun Axels Kristjánssonax, Bókabúð Pálma H. Jónssonar. J Akranes: Andrés Nielsson, bókaverzlun. Keflavík: Verzlun Helga S. Jónssonar. Hafnarfirði: Verzlun Jóns Matthíesen. Selfossi: S. Ö. Ölafsson & Co. Hveragerði: Verzlunin “Reykjafoss. Vestmannaeyjum: Verzlun Björns Guðmxmdssonar. ísafirði. Jónas Tcmasson, bóksali. Siglufirði: Hannes Jónssoix, bókaverzlun. Auk þes er blaðið selt í helztu bókabúðmn Reykjavíkur — greiðasölustöðum og öðrum blað- sölustöðum.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.