Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 08.05.1950, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 08.05.1950, Blaðsíða 1
Blaéfflrir alla 8. árgangur. Mánudagurinn 8. maí 1950 19. tölublað. Listamanna- þinginu sliiið Listamannaþinginu var slitið meS hófi aö Hótel Borg síSastliðinn laugar- dag. HófiS sátu gestir þings ins, menntamálaráðherra, forsætisráSherra, forsetar Alþingis auk margra ann- arra. Páll ísólfsson, tónskáld, stjórnaSi hófinu en -ræðu- menn voru m. a. forsætis- ráSherra, borgarstjóri, rekt- or Menntaskólans, Ásta Norðmann, Jón Pálmason og Vilhjálmur Þ. Gíslason. FbrmaSur Bandalags ís- lenzkra listamanna, Tómas Guðmundsson, skáld, flutti lokaræðuna og sleit jafn- framt þinginu. RæSa Tómasar var af- burðasnjöll, sem ræður þessa ágæta listamanns eru jafnan. í lok ræðunnar þakkaði hann öllum þeim, sem að sýningunni stóðu og þá séstaklega formanni sýningarnefndar Helga Hjör var og framkvæmdastjóra Gunnlaugi Pálssyni, arki- tekt. Lokaorðin í ræðu Tóm- asar voru þessi: „Um leið og ég lýsi yfir því, að lista- mannaþinginu 1950 er slit- ið, vildi biðja yður um aS rísa úr sætum og hylla ís- land, vöggu vora og fóstur- jörð með ferföldu húrra- hrópi". Lauk þá hinu 3. lista mannaþingi. Um tíu-leytið var staðið upp frá borðum og stigu sumir dans fram til klukk- an 2 um nóttina en aðrir drukku ómælt. f landi kunn- Fjögur reginhneyksli: ODinberrar rannsðknar á matv inu - Burt með éjsarfa se S I P - ur um panns Það er gott að vera flokksbundinn í Reykja- vík, sérstaklega ef þú hefur '3-nga sannfæringu, ert ríkur og fylgir Sjálf- stæðisflokknum. Viö skul um taka eitt t.d . Á laugardaginn var opnaður , pylsuvagn" í gömlu B.S.R. afgreiðsl- unni í Austurstræti. Bæj- ar st j órnarmeir ihlutinn samþykkti í síðustu viku leyfi til þess að þarna mætti selja pylsur ög mjólk. Umsókn um leyfið lá fyrir bæjarstjórn um nokkurt skeið. En svo ósvífinn er Mi&lkurhneykslið Föstudaginn 5. þ. m. fluttu blöðin geigvænleg tíðindi. Mjólkureftirlitsmaður ríkisins hafði visvit- andi haldið verndarhendi yfir tveim mjólkurbúum, sem seija mjólk sína til höfuðstaðarins. Hér er um glæpsamlega vanrækslu að ræða, sem hefði getað valdið hryllilegum atburðum í Reykja- vík. Almenningur kaupir hér matarvörur í þeirri góðu trú, að ríkið líti eftir því, að ekki sé selt annað en óskemmdur matur, sem skoðaður hefur verið af viðkomandi yfirvöldum. Þegar svo er upplýst, að maður í jafn ábyrgðarmikilli stöðu og Eðvarð Frið- riksson, mjólkureftirlitsmaður ríkisins, hefur gcrzt sekur um svo alvarlegt brot í starfi sínu, sem þetta, þá er von, að almenningur spyrji, hvort slík van- ræksla eigi sér stað hjá t. d. þeim, sem skoða aðrar matartegundir. Dómsmálaráðuneytiö ætti nú þegar í stað að víkja Eðvarð Friðrikssyni frá starfi og höfða jafnframt mál gegn honum, svo að almenn- jngur fái upulýsingar um, hversu þessum málum er varið. Væri það því ólíkt hentara en að eltast við ritstjóra blaðanna út af smávægilegum meiðyrðum. Einnig bæri í þessu sambandi dómsmálaráðuneyt- inu að láta fara fram nákvæma rannsókn á mat- vælaeftirlitinu, svo að rannsóknarmenn þess gætu fengið eitthvað til þess að sökkva tönnunum í. Sendiráðofcsrganið Upplýst er, að kostnaðurinn við sendiráð okkar í Moskva nemur nú 900 þúsund krónum á ári. Gróð- inn við að hafa fulltrúa þar er hinsvegar enginn. Forustumenn íslenzku þjóðarinnar hafa gert mikið að því að hvetja almenning til þess að spara. Það má heita furðuleg bíræfni að krefjast þess af al- menningi, sem þegar er hálfsligaður af sköttum og skyldum, þegar við daglega horfum upp á taum- lausa eyðslu hins opinbera, þegar starfsmenn þess og viidarvinir einstakra stjórrimálamatína velta sér í auði bitlinga og sendinefnda. Gaman vær iað vita, Gunnar Thoroddsen og Jóhann Hafstein og íhaidsmeirihlutinn hér í Reykjavík, að eigandi þessa „pylsuvagns" byrj- aði að innrétta hann rúmum tveim máhuðum áður en leyfið var sam- þykkt í bæjarstjórninni, áður en he!lbrigðisnefnd- in hafði samið ályktun, og meðan málið var til umræðu. Eigandinn var búinn að láta smíða fall- egan bar, setja upp nýj- an ísskáp og yfirleitt ganga frá sölustaðnum löngu áður en leyfið fékkst. Það er sannarlega gott að eiga slíka að í henni Reykjavík. hvað við eiginlega höfum að gera við margmenn sendiráð í Osló, Stokkhólmi, París og víðar, þegar fjármálaráðherra lýsir því yfir, að hann hafi ekki hugmynd um, hvaðan gjaldeyrir fæst til þess að flytja inn nauðsynjavörur handa landsmönnum. Það er nú svo komið, að almenningur ki-efst þess að stjórnin geri einhverjar raunhæfar ráðstafanir til þess að lækka dýrtíðina og ránið úr vasa skatt- greiðenda. Ef stjórnin vill sparnað, þá ber henni fyrst og fremst að líta í eigin barm og binda endi á taumlaust óhóf og spillingu, sem fest hefur rætur sínar þar. Burt með óþarfa sendiráðin og nefndirnar. InnfButningur S.Í.S. Fróðlegt væri að vita, hveru margir ísskápar og bifreiðar komu til landsins með einu af skipum Sambandsins réttfyr ir páskana. Almannarómur tel- ur, að skáparnir hafi verið allt milli 80—110, en bifreiðarnar 10. Tollurinn neitar að gefa upp farm- skírteini skipsins, sem ekki er að furða. Gæti hið opihbera krafizt þess, eða að minnsta kosti ráð- herrar Sjálfstæðisflokksins, að Sambandið upplýsti sannleikann í þessum málum, eða var það meðal samningsatriða stjórnarflokkanna, að báðir skyldu dyggilega hylma yfir syndir hvors annars? Dýr verður Ólafur allur, ef svo skal metinn hver limur. Einnig væri mjög gaman að fá að vita, hvað margir ísskápar hefðu verið veittir á nöfn i Vík í Mýrdal og svo skýrslur um hversu margir ísskápar og aörar heimilisvélar eru í Vík í Mýrdal. Ef rétt verður talið, þá eru leyfin nálega á hvert hús þar, en skáparnir þrir. Hver fékk hina, spyrjum við höfuðpaur Sam- bandsins? OQ Ó. Thors Alþýðublaðið hirtir að verðleikum skipti hins opinbera við hinn ógæfusama Björgvin emigrant. Rothögg ríkisstjórnarinnar á lög og reglur, almenna siðsemi og aðra hluti, sem sjálfsagðir teljast meðal siðaðra þjóða, var greitt, þegar Ólafur Thoís lagði blessun sína yfir Björgvin, gaf hotíUm upp skuldir, sem námu tveim milljónum og sendi honum auk þess 20 smálestir af ýmsum nauðsynjum vestur til Nýfundnalands. Ólafur, sem almennt er kallaður „ósýnilegi maðurinn" á þingi, hefur enn ekki reynt að svara ákærum, en Sigurður frá Vigur varði Björg- vin að skipuri innsta ráðs Sjálfstæðisflokksins. Er nú Sigurði orðið" allt ofurefli nema bjórinn, enda verður það hann,"sem geymir nafn hans um ókom- in ár. Haltu þér við bjórinn, Sigurður — hann svík- ur þig ekki.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.