Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 08.05.1950, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 08.05.1950, Blaðsíða 2
MÁNUDAGSBLAÐIÐ Fimmtudagur 4. apríl 1950. Á bak við tjöldin Leiksviðsstjóri Þjóðleikkússins, Yngvi Thor- v'- x v kelsson. vinnur stórmerkt starf Fæst ykkar, sem komið hafa 5 Þjóðleikhúsið, hafið komið á bak við sviðið og kynnzt imanninum, sem minnst er get ið í blöðunum, en þó á mestan þátt í þvi ágæta verki, sem leiksviðsmenn, málarar, ljósa- meistari og allir þeir, sem starfa bak við leiktjaldið, hafa unnið. En bak við sviðið lcannast allir við hógværa jmanninn í hvita sloppnum, sem þar hefur einræðis- og úr slitavald. Og allir, sem þar starfa, leikstjórar, leikendur og aðrir, Ijúka upp einum anunni um ágæti og mann- lcosti þessa manns, og vilja sitja og standa eins og hann smælir fyrir. Sá, sem um er ritað, er Yngvi Thorkelsson, leiksviðsstjóri. Það má telja mikla heppni, að Þjóðleikhúsinu auðnaðist að fá Yngva til þess að starfa að tjaldabaki. Hann er án efa, og að öllum ólöstuðum, lang- imenntaðasti og fremsti leik- húsmaðurinn, sem við íslend- ingar eigum. Án hans má efa, að opnun Þjóðleikhússins hefði tekizt eins vel og raun er á orðin. Yngvi er maður liðlega hálf fimmtugur, en líf hans hefur nær óslitið verið við leikhús- ið, allt frá því er hann var ■drengur í Vestmannaeyjum, þar sem faðir hans og syst- ikini fengust við leiknám, og þar til nú, er hann eftir 25 ára dvöl í Bandaríkjunum, er orðinn leiksviðsstjóri Þjóð- leikhússins okkar. Árið 1924 fór Yngvi, þá um tvítugt, til Bandaríkjanna, til þess að stunda nám sitt. Ætlunin var að dvelja þar 2—3 ár og koma heim að því búnu og starfa þá við Þjóðleikhúsið, sem þá var á döfinni að byggja. — Bvöl Yngva vestra varð í stað þess aldarf jórðungur, en allan þann tíma vann hann að því .að fullkomna sig í öllu því, er ;viðvíkur hinu margþætta starfi að tjaldabaki. Byrjun- in var erfið, Yngvi félaus, en ekki skorti áhugann, dugnað- inn og þolinmæðina, sem ein- ikennir þennan mikla starfs- mann. Erfiðleikunmn var vís- .að á bug og yfirstignir. Fram- an af lagði hann stimd á leik- list og vann við leiksviðsstörf, jafnframt því sem hann naut tilsagnar í framsagnarlist þjá íslenzkri konu, Maríu Fredericks, sem búsett er í Héfur unnií með frægustu leikhússmönnum vestanhafs — kominn heim eftir atdarfjórðungs dvöl í U.S.A. Seattle í Washington-fylki og stundar enn kennslu. Vegna hæfni sinnar fékk hann árið 1930 styrk hjá skóla í Seattle, sem heitir The Cornish Scool of Art, og eru þar kenndar ýmsar listgreinar og skólinn þá albezti leikskóli Vestan- hafs. Fékk hann styrk úr þeim skóla í þrjú ár, eða þar til hann lauk námi þar með 1. einkunn. Sama árið, sem hann hóf námið, réðust nokkrir Is- lendingar í það, að leika ís- lenzkt leikrit og fengu nem- endur skólans sér til aðstoð- ar. Frú Jakobína Johnson sneri þá Nýársnóttinni á ensku, og léku nemendur það í leikhúsi þar í borginni. — Fulltrúum Norðurlanda í borg inni var boðið, auk prófessora við skólann, og Islendingar bú settir þar sóttu leikhúsið. — Leikurinn þótti takast með af- brigðum vel, og hlaut lofsam- lega dóma. Auk þessa leik- rits voru nokkur önnur tekin in til meðferðar, t. d. Apa- kötturinn, Tengdapabbi, Tengdamamma o. fl. Síðan hefur Yngvi starfað við ýmis leikhús, bæði á Vest- urströndinni og í New York City, þar sem hann vann um áraskeið á Broadway, sem er með frægustu leikhúsgötum veraldarinnar. Kynntist hann þar og vann með frægustu mönnum í ýmsum greinum leikhússtarfa, bæði leikend- um, leikstjórum og leiksviðs- stjórum. I Seattle starfaði hann með al annars með B. Iden Pane, leikstjóranum fræga og rit- 'höfundinum. Yngvi kom fyrst á leiksvið árið 1927, en þá lék hann hlut verk Gyðingsins í „Ókunni maðurinn.“ Síðan hefur hann leikið óteljandi hlutverk í ýmsum stykkjum, bæði smá og stór. Eg fékk af tilviljun að líta í möppu þá, þar sem -Yngvi hefur safnað saman ummælum blaða um störf sín, og sanna .þau bezt hæfni hans í öllu.því, sem að leiktjöldum og leik • lýtur. Leikdómarar bera þar mikið lof á leikhæfi- leika hans, uppsetningu ein- stakra leikja, tæknilegar ráð- leggingar hans í ýmsum leik- ritum, Ijós, búninga, smekk- lega hluti, sem hann hefur búið til á leiksviðum. Á löng- um starfsferli hefur Yngvi fullnumað sig í öllu því, sem þarf að kunna -til þess að stjórna hinu mikla starfi, sem hann nú stjómar. I New York vann Yngvi með ágætustu mönnum, sem völ er á. Má þar á meðal nefna Alexander Koriansky, sem er frá Moskva Art Theatre, en nú er á Broadway, eftir að kommúnistar gerðu hann út- lægan, og hinni heimsfrægu leikkonu, Vera Saloviova, sem einnig er útlagi kommúnista. Einnig starfaði hann með Morris Brown og frú hans, en þau eru kölluð foreldrar Community Theater of Amer- ica og hinum fræga Jean Mer- cier, sem nú er viðurkenndur með meztu leikhúsmönnum veraldar. Á Broadway vann hann einnig með John O’Shougnessy, leikstjóranum, sem var nefndur bezti leik- stjóri á Broadway 1948. Þar vann hann og með Ethel Bar- rymore og Söndergaard-systr unum, sem við þekkjum vel úr kvikmyndum. Um þriggja ára skeið vann Yngvi með Paper Mill Play- house, sem nýtur geysiálits. Leikhús þetta fer aðallega með óperettur og létta. músik- leiki, og starfaði Yngvi þar með það fyrir augum að kynn ast sérstaklega meðferð á slíkum stykkjum. Hér í blaðinu verður ekki hægt að gera hinum marg- þættu störfum Yngva við leik hús fullnægjandi skil. Til þess er kunnátta undirritaðs á þeim málum of takmörkuð. Eg spurði Yngva um starf hans hér og hvernig honum líkaði hið nýja Þjóðleikhús. Starfið hér hefur í senn ver ið erfitt og ánægjuríkt. Við höfiun öll, sem hér vinnum við sviðið, orðið að leggja tals vert á okkur siðustu 3—4 mán- uði. Eg hef ekki einungis ver- ið leiksviðsstjóri, heldur eins konar tekniskur ráðunautur, því að margir samstarfs- manna minna hafa verið ó- vanir slíku sviði sem þessu, eins og eðlilegt er. En sam- starfið við þá hefur verið prýðilegt, bæði við leikstjóra, málara, sviðsmenn og alla þá, sem hér starfa. Nú er svo komið, að allir hér eru farnir að kynnast störfum sínum svo vel, að það er eiginlega vélrænt. Enda er nauðsynlegt að svo sé, því að verkið þarf, ef vel á að fara, að vera í senn fljótt unnið og nákvæmt. — Helmingurinn af námi leik- sviðsstjóra er raunverulega byggingarfr. (architecture). Áður en nokkuð svið er smið- að, þá er nauðsynlegt að reikna út stærð sviðsins í hvert skipti, húsgögnin, ef um innisvið er að ræða, hreyfing- ar leikenda, Ijósaútbúnaðinn, og síðan búa til lítil módel af sviðinu o. s. frv. Eg fékk að vera viðstaddur eina kvöldstund bak við tjöld- in, þegar Islandsklukkan var sýnd. Sviðið var fjórskipt, Bessastaðir, Þingvellir, bað- stofan að Rein og Árnasafn. Meðan leikendur á einu svið- inu kláruðu hlutverk sín, tóku leikendur á næsta sviði sér stöðu. Að fyrra sviðinu loknu var næsta sviði snúið að saln- um og svo koll af kolli. Við stjórnborðið stóð leiksviðs- stjóri og skipaði fyrir í stutt- um setningum — hljómsveit- in byrjaði að leika, salardyr- unum var lokað og tjaldið dregið frá. Ekkert atriði fer fram hjá leiksviðsstjóra, — hér er hann einvaldur, starfi leikstjóra er raunverulega lokið, eftir að tjaldið fer frá, en öll ábyrgð hvílir nú í hönd- um leiksviðsstjórans. Hann er í stöðugu sambandi við leik- endur, ljósameistara og sviðs- menn. Liprar hendur taka nið ur notuð leikt jöld og setja upp ný í staðinn, en aðstoðarmað- ur leiksviðsstjóra, Finnur Kristinsson, gengur úr skugga um, að allir hlutir séu á sínum stað. Sviðið breytist í sífellu — í þessu stykki er hvorki meira né minna en um 23 svið, auk þess sem fimm atriði eru leik- in fyrir framan tjaldið. Sviðs- menn vinna fljótt og vel að skiptingum, vitandi, að löng bið milli þátta og atriða hleyp ir illum kurr í áhorfendur. — Að lokinni sýningu er hver hlutur settur á vissan stað til þess að vera til, þegar næst er sýnt. Það er Þjóðleikhúsinu og leikmálum þjóðarinnar í heild mikill fengur að fá slíkan mann sem Yngva Thorkelsson í sína þjónustu. Þekking hans á öllu því, sem lýtur að leik- húsmálum er f jölbreytt og ó- endanleg, og maðurinn sjálf- ur er fullur ódrepandi elju og á huga á því að sem beztum áraligri verði náð. Það er leik stjórum og leikendum ómet- Framhald á 8. síðu. MÁNUDAGSBL A ÐIÐ fæst á eftirtöldum stöðum úti á landi: Akureyri: Verzlun Axels Kristjánssonar, Bókabúð Pálma H. Jónssonar. Akranes: Andrés Nielsson, bókaverzlun. Keflavflc: Verzlun Heiga S. Jónssonar. Hafnarfirði: Verzlun Jóns Matthíesen. Selfossi: S. Ó. Ólafsson & Co. Hveragerði: Verzlunin Reykjafoss. Vestmannaeyjum: Verzlun Bjöms Guðmundssonar. IsafirðL Jónas Tómasson, bóksali. Siglufirði: Hannes Jónsson, bókaverzlun. Auk þes er blaðið selt í helztu bókabúðum Reykjavíkur — greiðasölustöðum og öðrum blað- sölustöðum.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.