Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 08.05.1950, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 08.05.1950, Blaðsíða 8
rmr Framhald af 4. síðu. komulagið í vögnunum er al- gerlega óþolandi. Hér gætu strætisvagnabílstjórarnir kippt miklu í lag, ef þeir vildu eða þyrðu. Annars er það fjarri mér að fara að gagnrýna þessa bílstjóra al- mennt. Þetta eru yfirleitt prúðir og kurteisir menn, en þeir eru bara alltof meinlaus- ir og afskiptalitlir. Á f jölförn- um leiðum er það líka alger ofætlun einum manni að aka bílnum, innheimta fargjöld og liafa einnig fullkomið eftirlit með því, sem fram fer í vagn- inum. I rauninni ættu að vera tveir menn í hverjum vagni, eins og tíðkast erlndis og einnig hefur verið tekið upp hér á Hafnarfjarðarleiðinni. Annar á að hugsa um það eitt að stjóma vagninum, en hinn á að innheimta fargjöld- in og halda uppi röð og reglu í vagninum. Eitt af því, sem Að tjalda baki Framhald af 2. síðu. anlegt öryggi að vita, að með þeim starfar slíkur maður sem Yngvi er, og það er unn- endum leiklistarmála ótvíræð sönnun þess, að að þessari list vinna nú sérfræðingar á 'hverju sviði, sem sameigin- lega starfa að því að iyfta leiklistinni á enn hærra svið um ókomin ár. Eg hafði ætlað að hafa þetta greinarkorn í samtals- formi, en ég sá brátt, að spurn ingar mínar voru of fátækleg- ar til þess að gera þessu máli nokkur skil. Það var miklu ákjósanlegra að ræða við Yngva um leiksviðið og starf hans almennt, og skrifa upp það helzta í samtali okkar. — I skrifstofu 'hans, sem er í- burðarlaus eins og skrifstof- ur starfsmanna, og þar sem hann hefur oft sofið síðustu nætur og stundum ekki nema klukkutíma á sólarhring vegna anna, voru margir blómvendir frá aðdáendum. — Spurði ég hann eins og ósjálf- rátt: „Ertu giftur • maður, Yngvi?“ „Giftur ?“ segir hann og brosir; sennilega af því, hve kindarlegur ég er eftir að hafa gloprað svona persónu- legri spurningu út úr mér. — „Ja, það má kannske segja það. Giftur — leikhúsinu, það er líf mitt, starf, trú og fram- tíð.“ Eg held, að þetta hreina svar lýsi manninum betur en nokkuð það, sem ég get ritað. Þetta er svar hins hámennt- aða og hárfína leikhúsmanns. A. B. alveg er óþolandi cr það, hve mjög er troðið í vagnana. Á öllum fjölfarnari leiðunum er þetta hrein plága. Látum vera, að allmargir menn séu látifir standa, þegar sæti eru orðin fullskipuð, en hitt nær engri átt að troða 30 manns eða fleirum í hið örmjóa bil milli sætanna, en þetta er al- gengt. Þeir, sem standa í miðri þvögunni, eru kreistir og kramdir, svo að þeir ná varla andanum, enda er ó- daunninn í slíkri þvögu oft- ast svo megn, að engin orð ná yfir það .Ef menn eru í sæmi legum fötum, eiga þeir á hættu ,að þau bögglist öll og jafnvel rifni og Stórskemmist. Þegar fólk þarf svo að fara út, kostar það hinn mesta troðning og hrindingar, svo að stundum hljótast illindi af því. Allir sjá líka hve ægileg slys geta hlotizt af því ef strætisvagn, svona troð- fullur af fólki, ylti um koll. — Það ætti að vera föst regla, að ekki mætti hafa nema 12—15 stæði í strætis- vögnunum. Þá er rétt að minnast á þá grillu, sem Islendingar eru alteknir af, að það sé sjálf- sögð skylda karlmanna að standa undir öllum kringum- stæðum upp fyrir kvenfólki í strætisvögnum. Við höfum fært þetta út í hlægilegar öfg- ar. 15—16 ára. stelpuhnokk- ar ætlast til, að sjötugir karl- menn eða eldri standi upp fyr- ir þeim og firtast og set ja upp mesta fýlusvip, ef það er ekki gert. Þetta tíðkast hvergi í heiminum nema hér. Erlend- is standa ungir og miðaldra karlmenn að jafnaði upp fyr- ir rosknu kvenfólki og kon- um með börn og reyndar oft engu síður fyrir öldruðum karlmönnum. Víða í Ameríku tíðkast það alls ekki, að karl- menn standi upp fyrir kven- fólki í vögnum. Þessi öfga- kennda stimamýkt Islendinga við kvenþjóðina á þessu sviði er ekki annað en hlægileg vit- leysa, sem er því skringilegri, þar sem Islndingar eru ann- ars einhver ókurteisasta þjóð í heimi. Það má reyndar segja, að þetta sé saklaust, þó að það sé ósköp asnalegt. Margt verra skeður í strætisvögnun- um. Fjöldi af börnum þessa bæjar virðist líta á strætis- vagnana sem einskonar leik- velli. Strákar og stelpur á aldrinum 8—14 ára þyrpast oft hópum saman inn í stræt- isvagnana, þó að þau virðist ekkert erindi eiga þangað, og mér er ekki grunlaust um, að þau láti stundum hjá líða að greiða fargjaldið. Síðan byrja þau á ýmsum leikjum í vögn- unum, t .d. boltaleik. Boltan- um er 'hent eftir vagninum endilöngum, og kemur hann stundum í höfuð eða augu meðfarþeganna. Æskulýður- inn svarar oftast skætingi ef að þessu er fundið. Fyrir kemur það, að strætisvagna- bílstjórar hasta á þessa krakka, en oftast láta þeir þá alveg afskiptalausa. Stundum fara strákahópar í hörkuáf log inni í bílunum, svo að öðrum farþegum liggur við falli eða meiðslum. Drukknir menn sjálst iðulega í strætisvögn- unum, en í öðrum löndjim er það ströng regla að neita þeim um far. Eiga þeir erfitt með að sjá meðfarþega sína í friði og eru oft hinir hvimleið- ustu. Sumir þeirra vilja endi- lega heilsa öllum í vagninum með handabanda. Þá er það enganveginn ótítt, að drukkn- ir menn gangi á röðina í vagn- inum og biðji hvern farþeg- anna um eina eða tíu krónur. Láta þá margir eitthvað af hendi rakna til að losna við þennan ófögnuð. Eitt sinn sá ég, að drukknum manni varð svo gott til f jár í strætisvagni, að hann mun hafa getað keypt sér svartadauðaflösku fyrir samskotaféð, þegar hann fór út. Afskipti bílstjór- anna af þessu eru oftast lítil eða engin, enda er þeim nokk- ur vorkunn, þar sem þeir eiga erfitt með að sjá, hvað fram fer aftur í vagninum. En auð- vitað ættu þeir aldrei að hleypa upp í vagninn mönn- um, sem vín sést á. Það er lágmarkskrafa al- mennings í Reykjavík, að fengnir verði til landsins strætisvagnar, sem eru nokk- urn veginn boðlegir siðuðu fólki. 1 öðru lagi, að farið verði nákvæmlega eftir áætl- un, og að ferðir verði aldrei látnar falla niður án nokk- urra aðvarana. I þriðja lagi, að ekki sé troðið svo í vagn- ana, að fólki hætti við meið- ingum. Og að lokum er það sjálfsögð krafa, að skikkan- legir borgarar geti fengið að vera nokkunr veginn í friði í vögnunum fyrir krakkaskríl og fylliröftum. Ef ekki er hægt að framkvæma það á annan hátt, er sjálfsagt að hafa tvo menn í hverjum vagni, jafnvel þótt það hafi dálítinn aukakostnað í för með sér. Almenningur í Reykjavík getur komið þessum kröfum fram, ef hann stendur einhuga um þær. Hvernig væri, ef við tækjum okkur nú einu sinni til og hættum að láta bjóða okkur allt og færum fram á að vera meðhöndlaðir sem hvítir menn, en ekki eins og Eskimóar eða halanegrar? AJAX. Kilpur^Arnorsson Framhald af 7. síðu. , jafnvel í 2—3 liði og enginn neitar því nú á dögum að Guttormur J. Guttormsson skáld sé íslendingur, þótt hann sé fæddur í Kanada. Hvar mörkin eru á milli þess að vera íslendingur og ekki íslendingur, liggur í öðru en staðfestu manna innanlands eða utan, og hafa verið danskir íslendingar á íslandi langan tíma og eins gætu verið íslenzkir íslendingar í Noregi. Gamli sáttmáli verð- ur að gilda, sem mat á ís- lendingi í hirðstjórnarstöðu fram yfir allar getgátur um ætt og uppruna þeirra. Þó þarf í þessu efni ekki neitt að teygja sig í þessa átt, því Flateyjarannáll hefði getið um norskan upp- runa eða norskt uppeldi Bót- ólfs el' um hefði verið að ræða, og annálsbrotið hefur enginn markað, sem segir Bótólf norrænan. Ein slík heimild getur verið samskon ar og þegar prófessor nú á dögum lýsir því yfir að bók sem kom út um líkt leyti hafi ekki verið skrifuð, og í áheyrn alþjóðar. Geta þeir sízt tekið ábyrgð á heimild- um, sem ekki geta verið heimildamenn sjálfir. Þýðir og ekkert að segja þeim sem þekkja baráttusögu íslend- inga við Noregskonung, og einkum fyrir og eftir alda- mótin 1300, að þeir taki við norskum hirðstjóra árið 1341 með hinum mesta veg, þar sem líka var breytt því sem fyrr var að klerkavaldið þurfti nú í engu þeirra við í Staðamálum, og þeir höfðu engan stuðning í því á ís- landi. Öllu hinu sama máli gegn- ir um Smið Andrésson. nema þar rem telja má örugga heimild fyrir íslenzkum upp runa hans, en það er þing- sóknin í Spjaldhaga 1372, þar seru Sunnlendingar sækja bótamál á hendur Eyfirðing- um um Smiðsvíg. Það þarf hvorutveggja vont hjarta og lélegt höfuð til þess að lát- ast ekki skilja það að hér voru íslendingar að krefjast bóta fyrir einn af þeim en ekki norskan mann, og væri gott ef íyrirlesarinn kvnni að nefi a dæmi um það að íslenzkir menn hefðu rekið bótamát um útlendinga 4 þessum tíma og hvar aðild beirra í slíkum málarekstri •-æri að finna og rövla þetta ekki aðrir en gamalærir kerlingavættis dómendur. vikrti) rndirfí|lj Ásfir og morð í Gamla Bíé Gamla Bíó sýnir um þessar mundir „Nóttin langa“. — Mynd þessi er sérltennilegur reyfari, sem vafalaust mun verða sóttur. Myndin byrjar á því, að við heyrum skot, og síðan sjáum við einhverja þá hressilegustu skothríð, sem enn hefur verið filmuð utan stiáðsmynda. Allir eru að reyna að skjóta Joe (Henry Fonda), en Joe situr bara og hugsar um liðna ævi, meðan „dólgar dýflissu“ skjóta fá- tæklegu herbergiskytruna hans nálega í rúst. Auk þess, sem mynd þessi er sæmilega spennandi og á köflum mjög vel gerð, þá eru í henni margir ágætir leikar- ar, sem við þekkjum. Fremst- an ber að telja Vincent Price (Maximilian ,,töframann“), sem að vanda leikur ágætlega í óvenjulegu hlutverki. Ann Dvorak (Charlene) er einnig mjög góð í hlutverki sínu, sem, þótt ekki sé merkilegt, krefst þó þeirra eiginleika, sem má kalla líkamlega. —- Mesta undrun vekur ný leik- kona Barbara Bel Geddes (hún heitir þetta), sem leikur Jo Ann. Hún er ekki standard Hollywood-beauty, en látlaus og hrífandi leikur hennar á köflum sýniir, að hér er leik- kona á ferð. Henry Fonda (Joe) kemst að þessu sinni upp úr þeim venjulega dauf- drumb, sem hann hefur til- einkað sér í flestum myndum, og er þetta velkomin breyt- ing. Efni myndarinnar er sér- kennilegt, þó engan vegin djúpt, og mun ef að vanda læt- ur, fálla vel í smekk almenn- ings. Leikstjórinn notar nokk ur þvæld Hollywood-brögð í myndinni til frekari á’hrifa, og það er að sjá eins og bíó- gestir falli alltaf fyrir þeim. Við hliðina á mér sat hrif- næm stúlka og grét. Það var ósköp kjánalegt. Annars má vel sjá þessa mynd. A. B.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.