Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 15.05.1950, Page 1

Mánudagsblaðið - 15.05.1950, Page 1
20. tölublað. Mánudagur 15. maí 1950. ÞÝZKA í fyrravor var það til ráðs tekið að ráða þýzkt verkafólk til landþúnaðar- starfa hér á landi. Var því foorið við, að ógerningur væri að fá nóg af innlendu vinnufólki til starfa í sveit- um, og væri hér verið að bæta úr brýnni þörf. Það er að vísu satt, að kaup- staðafólk hefur að undan- förnu verið fremur tregt til að fara í kaupavinnu í sveit, þegar atvinna hefur - verið nóg yið sjávarsíðuna. Á hinn bóginn hefur eftir- spurn eftir kaupafólki og þörf bænda á því sviði minnkað stórkostlega, síð- an nýtízku landbúnaðarvél- ar komu á næstum því hvem sveitabæ. Auk þess var fyrirsjáanlegt, að nóg mundi fást af innlendu kaupafólki, ef eitthvað harðnaði í ári og atvinnu- leysi yrði I kaupstöðum. — Mér er sagt, að nú í sumar muni fleira kaupstaðafólk bjóða sig fram til sveita- vinnu en bændur vilja taka við. Þess vegna var það í mesta máta misráðið að fara að flytja mörg hundr- uð af erlendu verkafólki til landsins. Þetta fólk verður til þess að auka verulega á atvinnuleysið, sem nú virðist vera að skella á, og er sannarlega full von, að íslenzku verkafólki l>yki þetta blóðugt. Ofan á þetta bætist svo það, að þýzka vcrkafólkið hefur yfirleitt reynzt miklu verr en von- ir stóðu til. Menn vissu, að Þjóðverj- ar eru að jafnaði góðir verkmenn og duglegir, og vonuðu, að svo yrði einnig um þetta fólk. Þetta liefur brugðizt að verulegu leyti. Þýzka verkafólkið liér á landi er flest fjarri því að vera eins duglegt og trútt til verka og Þjóðverjar eru venjulega heima fyrir, þótt auðvitað séu ýmsar undan- tekningar frá þe*ssu. Lík- lega stafar þetta að veru- ♦ legu leyti af því, að þetta fólk hefur ekki verið af betri endanum. Þótt at- fri VERKAFOLKIÐ vinnuleysi sé talsvert í Þýzkalandi, má gera ráð fyrir, að allílest af liinu duglegra og færara verka- fólki þar hafi atvinnu. Það er því sennilegt, að það fólk, sem gaf kost á sér til íslandsfarar, hafi að tals- verðu leyti verið ruslara- lýður, sem ekki átti sér margs úrkosti heima fyrir. Þjóðverjar, sem ráðnir vom til landbúnaðarstarfa hér á landi, voru á f jórða hundrað. Þeir voru látnir undirrita samninga um það, að þeir skyldu dvelj- ast um tveggja ára skeið við landbúnaðarstörf hér á landi, fyrra árið á þeim bæjum, þar sem þeir voru upphaflega ráðnir. Þetta hefur í framkvæmdinni orð ið skrípaleikur frá upphafi til enda. Þýzka verkafólk- ið hefur haft þessa sanm- inga algerlega að engu og skipt uin vinnustaði eftir eigin geðþótta. Eg lief fyr- ir satt, að á því ári, sem liðið er, síðan fólkið kom, hafi miklu meira en helm- ingur þess skipt um vinnu- staði, og flest oftar en einu sinni. Alhnargir Þjóðverj- anna kváðu vera búnir að hafa vistaskipti 5—10 sinn um á þessu eina ári. Margt af fólkinu liefur farið til Reykjavíkur eða annarra kaupstaða og tekið þar at- vhinu frá íslendingum, í stað þess að halda sig við landbúnaðarstörfin. Auð- vitað átti að vísa fólkinu úr landi tafarlaust, þegar það rauf hátíðlega samn- inga. Ábyrgðin á þessu ln eyksli livílir aðallega á Búnaðarfélagi íslands og þá aðallega á Halklóri Páls ;yni, sem hefur haft með þessi mál að gera fyrir fé- íagsins hönd. Það væri fróðlegfc að fá frá Halldóri eða Búnaðarfélaginu skýr svör við því, hve margt af þessu fólki hefur rofið samningana og hve margt af því er enn við landbún- aðarstörf. Sú saga gengur manna á milli, að 75°JC þess hafi rofið samningana og að aðeins lielmingur þess vinni nú að landbúnaðar- störfum. Ef þetta er satfc, er ræfildómur hinna ís- lenzku aðila í þessu máli alveg takmarkalaus. Það sannar einu sinni enn, að ekki er til sú smán og niður læging, sem íslendingar láta ekki bjóða sér, ef út- lendingar eiga í hlut. Nokkrir Þjóðverjanna hafa reynzt vel til vinnu, en miklu algengara er hitt, að þeir hafi reynzt liðlétt- ingar og sumir til einskis nýtir. Bóndi á Suðurlandi, sem hafði þýzkan vinnu- manii, sagði mér, að því hefði farið víðs fjarri, að liann væri matviimungur. Ábyrgðin af þessu hlýtur einnig að miklu leyti að falla á Búnaðarfélag ís- lánds. Því bar" sjálfsögð skylda til að tryggja það, að þýzka verkafóllíið kynni eitthvað til verka, eða að minnsta kosti, að það væri ekki óhæft til allra starfa sökum ódugnaðar eða leti. Auk þeirra Þjóðverja, sem ráðnir voru til land- búnðarvinnu hér á Iandi, eru í landinu hundruð af þýzku veykaíólki, sem lief- ur verið ráðið eftir öðrum leiðum. Þýzkar vinnukon- ur eru á fjölda heimila í Reykjavífí, og við sumar stofnanir liér í bænum, t. d. sjúkraliúsin, er þýzkt starfsfólk að verða í meiri hluta. Orðið, sem fer af þessu fólki, er miðlungi gott. Sumar af vinnukon- unum þyjkja að vísu dug- legar, en oft eru þær svo frekar og ráðríkar, að úr liófi keyrir. Eru þess dæmi, að þær hafi lagt íslenzk heimili svo gersamlega und ir sig, að húsráðendur verði að hlýða boði þeirra og banni. Auk þess þykir mat- græðgi þeirra undrum sæta. Sú saga gengur, að hver þýzk vinnukona éti á við þrjá íslenzka karlmenn, sem stunda erfiðisvinnu, og eru þó fslendingar tals- verðir matmenn. Framhald á 5. síðu. Hneykslanieg framkoma heilbrígðlsmálastjérnar- Innar gagnvart Loftleiðum í) Heilbrigðismálaráðuneytið gerði okkur að athlægi í síðustu viku. Þeir, sem að okkur hlógu í betta sinn, voru Bretar. Svo er mál með vexti, að Geysir, millilandavél Loft- leiða, var að flytja lióp amerískra kvenna frá Chicago til London, en konur bessar eru eiginkonur brezkra her- manna. Flugvélin kom hingað á mánudag kl. 2 e. h. og lagði af stað áleiðis til London klukkan sex samdæguis. Rétt áður en vélin fór, hringdi fulltrúi heilbrigðiseftir- litsins og lagði blátt bar.n við, að flugvélin fengi að lenda í London eða nágrenni, sökum þess að bólusóttarfaraldur geisaði þar. Ekki var á það litið, þótt bæði farþegar og flugmenn væru bólusettir, og loforð félagsins um að flytia vélina tóma heim höfðu ekki áhrif. Skeyti frá umboðsmanni félagsins um, að bólusóttar- faraldur þessi væri ekki meirj en syo, að 2 eða 3 tilfelli hefðu átt sér stað í milljónaborginni og að þessi tiIfeUi væru ekki annað ei. grunur voru virt að vettugi af land- lækni, en til hans var sótt um að fá liinni upprunalegu ráðstöfun breytt. Svo fór, að Geysir varð að lenda í Prestwick og senda konurnar með jámbraut til London þrátt fyrir öflug og réttmæt mótmæU þeirra og áhafnar vélarinnar. í London biðu svo blaðamenn og ljósmyndarar, sent ætluðu að mynda athöfnina, þegar þessar stúlkur stigju á land. Spuimust svo ýmsar sögur af þessu í brezkum blöðum t. d. að allan barnamat vantaði í vélarnar, en um 40 böm vom meðferðis. Reyndist sá orðrómur auðvitað tóm vitleysa, eins og allar sögur sem um vélamar spunn- ust. Þess ber að gæta, að við Nortliolfc flugvöllinn í London voru þennan dag alveg eðlilegar samgöngur frá ölluin löndurn nenia íslandi. Loftleiðir liafa sanming um að flytja annan hóp vestur eftir mánaðartíma, að því er blaðið hefur fregnað, en ekki er vitað, hvort gengið verði að samningum, ef liinir aðilarnir geta búizt við öðrum eins fljótfæmisafglöpum heilbrigðismálastjórnariunar og Iandlæknis og raun varð á núna. Þessi ferð var því alvarlegur álitslmekkirifyrir flugmálaþjónustu þjóðar- innar og þessu fhvgfélagi því miður til stórskammar. Vonandi fást einhverjar sltýringar frá landlækni, ef þær eru þá fyrir liendi. En ólíkt væri heilbrigðisstjórninni lientara að starfa meira að matareftirlitinu en að að reyna að starfa í mál- um eins og þessum — þvi að þótt virðingarvert sé, að hún reyni að verja landið gegn sjúkdómsfaraldri, þá vom þó þessa daga og dagana á undan fullar samgöngur við Keflavíkurflúgvöllinn — frá London' Eða er Keflavík ekki lengur íslenzkur staður?

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.