Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 15.05.1950, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 15.05.1950, Blaðsíða 3
Mánudagur 15. maí 1950. MÁNUDAGSBLAÐIÐ 3 Listamannaþing og nokkur orð um Að lokum hafa fætur mín- ir stigið yfir þrepskjöld hins veglega „musteris íslenzkrar tungu“ og „andi“ minn orðið snortinn. Þjóðleikhúsið er vafalaust með fegurstu — eða réttara sagt tignarleg- ustu — byggingum hér á landi. Þessi mikla hamraborg mun ævinlega þykja glæsi- legt listaverk. Ef til vill má vera, að einhverjum finnist hún full dimm og drungaleg; en hvað um það, þegar inn í þessa hamraborg er komið, er allt líkast því sem í álfa- höll væri; það er allt fallegt og ljómandi — og smekkvís- legt. Föstudaginn 5. maí fór ég í Þjóðleikhúsið; þar var lista mannaþing. sMig langar til að segja frá för minni, skemmti atriðum og nokkrum at- hugasemdum. Auðvitað segi ég frá sem leikmaður, sem er ólærður um tónlist og danslist, sjáandi aðeins af mínum eigin sjónarhól. Allir menn hljóta að vita, hvað þeim finnst faliegt og hvað ekki. Fyrst söng karlkórinn „Fóstbræður“ undir stjórn Jóns Halldórssonar lög eftir Þórarin Jónsson. Það voru hressileg lög og fallega sung- in, enda „klappað upp“. Söng kórinn aukalega hluta af sið- asta laginu, og var það rausn arlega gert eftir því, sem síð- ar köhi 1 ljós. Flygill, sem stóð á sviðinu fyrir framan kórinn, virtist vera söng- stjóranum til óþæginda. Næst léku þeir Árni Krist- jánsson og Björn Ólafsson lög eftir Heiga Páisson fyrir fiðlu og píanó. Síðasta lagið „Stemma“, þótti mér skemmtilegt. Þeim Birni og Árna var vel fagnað, en ekki léku þeir aukaiag. Því miður féll söngur Birgis Halidó) ssonar niður vegna veikinda hans. Tvö sönglög eftir Pál ís- ólfsson söng Þuríður Páls- dóttir með undirleik Jórunn- ar Viðar. iSörígur Þuriðar vakti ákafan fögnuð áheyr- enda, en hún söng ekki auka- Iag þrátt fyrir mikið lófatak. Mér finnst Þuríður rhafa fal- lega rödd. svo lengi ’sem hpn reynir ekki að 'fara of hátt: Hún er lika auðheyrilega málhölt. Gunnar Egilsson lék són- ötu fyrir klarínettu og píanó eftir Jón Þórarinsson með undirleik Rögnvalds Sigur- jónssonar. Eflaust hefur són- atan verið rétt sett samán eftir stærðfræðiformúlum hinnar nýju tónlistar. Einsöngur Magnúsar Jóns- sonar með undirleik Fritz Weisshappels tókst vel. Þau tvö lög, sem hann söng voru eftir Björn Franzson og var hið síðara mjög fállegt við „Lystihúskvæði“ eftir Egg- ert Ólafsson. Einhver kyrk- ingur finnst mér vera í rödd Magnúsar. Að lokum söng Guðmund- ur Jónsson tvö lög eftir Hall- grím Helgason. Fritz Weiss- happel .lék undir. Guðmund- ur mun vera einn vinsælasti söngvari, sem við eigum. Þróttmikil og fögur rödd hans vinnur hylli hvers og eins, er hana heyrir, Lögin, sem hann söng, hljóta að hafa verið fádæma erfið, bví hann varð að nóturnar í höndunum og lesa, gaf sér tæplega, tíma til að líta upp. Annars voru báðir einsöngv- ararnir með.einhverja snepla í höndunum, rétt eins og Haukur Mottens, sem aldrei kvað geta lært texta utan bókar. En hvers vegna sungu söngvararnir engin aukalög? Er þð einhver ráðstöfun Þjóð leikhússtjóra, eða voru söngvararnir ekki undir það búnir? Þegar hér var komið á skemmtiskránni, varð tutt- ugu mínútna hlé. Gestir risu úr sætum sínum cg fóru á ráp um húsið. Eg ætlaði eins og fleiri reykingamenn að fá mér „smók“, en til þess að geta það, varð ég að flýja undan veggjaauglýsing- um, (sem á stóð: Reyk- ingar bannaðar) og fara nið- ur í fremra anddyrið og standa þar með minn vindl- ing einsog hver annar útskúf ,aður dóni. Þjóðleikhússtjóri hefur nefnilega sagt, að ég og mínir líkar séum svo mikl ir dónar, að okkur sé ekki treystandi til þess að vera annarsstaðar en þar með vindlingana okkar — stattu úti! En hvers vegna er ekki hægt að setja nokkra ösku- bakka eða sandker, sem kvað tíðkast erlendis, í innra and- dyrið og leyfa okkur að vera þar? Ja, það eru teppin, mað- ur! Eg spyr: til hvers eru dýraverðirnir, sem sumir é%já"að Seu sextán, ef ekkj ti-P;þess að hafa . eftirlit með því, að vindlingastúfum sé ekki fleygt á teppin? Það er vafalaust, að þegar. gestir fá að vita, að það verði ekki lát- ið viðgangast, að þeir kasti stúfunum á teppin, þá gera þeir það heldur ekki. Hver vill láta snupra ’ sig fyfir slæma umgengni í márgra ó- heyrn? Nei, þesi ráðstöfun Þjóðleikhússtjóra er óþörf. íslendingar eru ekki algjör- lega „ómóralskur“ skríll. Annað er það, að ég er .Þjóðleikhússtjóra alveg sam- mála um að hafa engar veit-, ingar í hinum svoríefnda Kristalssal (mér finnst það nafn mjög undarlega tilkom- ið, næstum hlægilegt). Eg vissi ekkert um köldu veitingarnar niðri í kjallar- anum, svo ég keypti mér bara lítinn 8 krónu súkku- laðipakka af fallegri kassa- stúlku og reykti einn v-ind- ling frammi i kuldanum inn- an um nokkra aðra reykinga- dóna og úrhök. Að hléinu loknu hófst síð- ari hluti skemmtunarinnar. Var það listdans (ballett). Um tvo fyrstu ballettana get ég ekkert sagt annað en það, að mér íánnst þeir bæði skemmtilegir og fallegir. Sá fyrri var kannski ekki nógu vel æfður. í þeim síðari var mjög skemmtilegt að sjá litlu b(5rnin. Annars gæti ég trúað því, að einhverjum hafi þótt það fremur ósmekk legt að láta smábarnahóp sýna á Listamannaþingi; það hefði átt betur við á nem- endasýningu. Það er ekki hægt að ætlast til þess, að smábörnum fatist ekki eitt- hvað. Þriðji og síðasti ballettinn sarninn eftir Sigríði Ármann við tónlist eftir Jórunni Við- ar hreif mig 9érstaklega, og svo ætla ég, að hafi verið um flesta — ef ekki alla. Sig- ríður Ármann og Sigríður Ólafsdóttir dönsuðu sólódans af mikilli leikni og kunnáttu. Þetta atriði fannst mér glæsi legasta skemmtiskráratriðið, enda þótti mér það heyrast á undirtektum áhorfenda. '( Þar með lauk Listamanna- kvöldinu í Þjóðleikhúsinu föstudaginn 5. maí -1950. Það var eitt, sem ég undr- • aði mig á í Þjóðleikhúsinu. Eg sat á neðri völum i sæti, sem kostar þrjátíu krónur á leiksýningarkvöldumí en það er svo þröngt á milli bekkja þar, að maður verður að standa upp, ef einhver ætlar að komast fram hjá honum. Með öðrum orðum: þetta eru dýrustu sætin í húsinu, en eru samt ekki betur úr garði gerð en svo, að þeir, sem sitja þar, verða fyrir óþæg- indum. vegna þess, hve mjótt bilið er á milli. bekkjanna. Finnst Þjóðleikhússtjóra fkki þörf á því að hafa vörð á salerninu til þess að líta eftir hinum óþrifalegu lönd- um sínum? Annars er það eitt, sem hinn góði Þjóðleikhússtjóri ætti að gera. Hann ætti að láta sérprenta lítinn leiðbein ingarpésa fyrir leikhúsgesti. Þar ætti líka að vera teikn- ing af þeim hluta hússins, sem fyrir gesti er. Þá gæti hver, sem vildi, fengið sér einn slíkan ,pésa og lesið hann í ró og næði. heima hjá sér og komið útlærður í Þjóðleikhúsið, rétt eins og hann hefði aldrei alið mann- . inn,, annars staðar. í hádegisútvarpinu í. dag (sunnudag) auglýsti Þjóð- leikhússtj., að enginn myndi fá fleiri en sex miða á leik- sýningu keyp.ta í einu. Þetta er vægast sagt mjög undar- leg ráðstöfun, og væri gaman að fá skýringu á henni. Ert það er ekki nóg að fá þá' skýringu. Það verður líka að kom skýring á því, hvers- vegna kunningi minn, semi fór .í biðröðina í dag og var 50. í röðinni, gat ekki fengið. miða nema á öftustu bekkj- unum á efri svölum á þriðju- dagssýningu íslandsklukk- unnar. Hvað hafði orðið umi c. a. 300 miða, sem eftir áttui að vera, þegar 50 manns hafði keypt þá 300 miða, serm þeir gátu fengið, (ef alir hafa keypt sex mlða, sem er mjög. hæpið)? Hefur Þjóðleikhús- stjóri ekki lofað því, að engir miðar skuli seldir kunningj- um fyrirfram? Framfylgir hann þessu loforði sínu. Eðai eru það leikararnir og annað starfsfólk hússins, sem kaupa fyrirfram beztu sætin? Kunn' ingi minn var kominn að miðasölunni fyrir þann tímay sem byrjað er að svara í síma. Nei, þetta er nokkuð, sem Þjóðleikhússtjóri ætti- að taka til athugunar strax. Ef það er satt, að starfsfólk' Þjóðleikhússins sé hátt. ál annað hundrað og allir fáí tvo miða á sýningu, þá eru 300 miðar ekki lengi að fara! Svo að lokum þetta: hvers vegna hafa stúkusætin ekkí verið auglýst? Eru þau kannski ekki seld , almenn- ingi? Mér er sagt, að nýlega' hafi maður nokkur verið í stúku með frú sína og son. Kannski eru stúkurnar fyrir hinn íslenzka peningaaðal. Nei, einkunnarorð Þjóðleik- hússtjóra ættu að vera: eng- in klíka, aldrei klika, og þá mun vel fara og allir verðal ánægðir. En eins og þar segir: Mál: er að linni. H. T. Á myndinni sést Harry S. Truman, Bandaríkjaforseti, áisamt nánum kunningjvjm. — { miðið Albin W. Barkley, varaforseti.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.