Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 15.05.1950, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 15.05.1950, Blaðsíða 5
Mánudagur 15i maí 1950. MÁNUDAGSBLAÐIÐ Símadella Við sátum í. rökkrinu í gærkvöld- nokkur saman og skeggræddum. Þá hringdi til mín kona nokkur, og þótt ég segði henni, að hjá mér væru gestir, hélt hún mér uppi á snakki í tíu mínútur. Er ég aftur kom inn til gesta minna, hófust í tilefni af þessu heift- arlegar umræður um hið þarfa og ómissandi áhald, símann, og misnotkun hans. Einn góðkunningi minn, sem er ungur og eftirsóttur piparsveinn, var hinn bitr- asti og æsti sig einhver ósköp »upp út af þessu. Ræðan, sem hann þrumaði, var eitthvað á þessa leið: ,,Allt 'kvenfólk er með símadellu,“ hnussaði hann. „Mér þætti gaman að sjá þann kvenmann, sem getur séð síma í friði án þess að verða gripinn einhverri óvið- ráðanlegri hvöt til þess að hringja eitthvað. Hafi hún nokkra stund af- lögu, leggst hún upp á legu- bekk eða kemur sér þægilega fyrir í hægindastól og hring- ir í Pétur eða Pál til þess að hef ja eina af þessum tilgangs lausu símtals-langlokum, sem kvenfólki eru svo eiginlegar. Oft má þá fórnarlamb henn- ar alls ekki vera að því að hlusta á hana. Hann stendur kannski upp á endann, tví- stígur af óþolinmæði og er kominn með krampa í hand- legginn af að halda á heyrn- artólinu, — en áfram og á- fram heldur hún að mala Ekki má móðga hana með því að segja, að maður megi fjandann ekki vera að þessu blaðri. Eina ráðið er líklega að segja, þegar þolinmæðin er algjörlega þrotin: „Þú verður að fyrirgefa, vinkona, en það er kviknað í hús- inu ....“ og leggja síðan síma- tólið á. Ætli myndi þá ekki sljákka í henni? Og þegar þær segja: „Bíddu augnablik ....‘'! Ja, sér eru nú hver „augnabhk- in“! Hún ætlar kannske að gá að~því snöggvast 1 Mogg- anum, hvaða myndir séu í bíó, en eftir lengd „augna- bliksins“ að dæma, má gera ráð fyrir, að hún í leiöinni nái sér í sígarettu, leiti dauðaleit að eldspýtum, púðri á sér nefið, greiði sér, lakki á sér neglurnar og rétti saumana á sokkunum sín- um! Þegar hún svo loksins kemur aftur í símann ■ að „augnablikinu“ liðnu er mað- ur orðinn svo leiður á að bíða, að maður er búinn að missa allan áhug fyrir bíó- ferðinni — og henni sjálfri líka! Og leyfir þú þér að fara úr símanum á meðan hún er að öllu þessu stússi, verður hún bálvond. Verstar eru þó þær, sem X T_H hringja til manns í vinnu.tím- anum ,einmitt þegar mest er að gera. Líklega mundi þeim aldrei detta í hug að koma labbandi inn á skrifstofuna og faðma þig framan í sam- starfsmönnum þínum. En þær hika ekki við það að umla hunangssæt ástarorð í símann við þig í vinnutíma, — og stórmóðgast, ef þú ekki drafar af ást á móti. Það er eins og sumar þeirra finni það beinlínis á sér, þegar skrifstofustjórinn er á næstu grösum eða stend- ur við skrifborðið manns. Þá hringja þær helzt! Og babla „kókett“ barnamál við þig. jafnvel þótt þær mundu aldrei dirfast að gera slíkt augliti til auglits við þig! — Oft hefi ég óskað þess undir slíkum kringumstæðum, að gólfið mundi opnast og gleypa mig með síma og öllu saman. — eða þá að einhver væri til þess að snúa hina barnamáls-bablandi dömu úr hálsliðnum! . Allar stúlkur eru meira og minna tilgerðarlegar í sím- ann. Símadellan getur náð svo hatramlegum tökum á stúlkum, sem annars eru sæmilega skynsamar, að þær af einhverjum óskiljanlegum ástæðum geta byrjað samtak með því að, segja kankvís- lega í ástleitnum tón: „Þekk- irðu mig ekki? Gettu hver þetta er!“ Kannske er það ókurteisí en ég er orðinn svo hundleið- ur á öllu þessu „pjatti,“ að þegar samtalið er byrjað á þennan hátt, segi ég einfald- lega: „Nei, ég þekki þig ekki, og myndi aldrei geta getið þess, hver þú ert!“ — og svo legg ég heyrnartólið niður. Jafnvel þótt ég viti fullvel hver talar! Síminn er mesta þarfa- þing. En konur kunna bara ekki að nota síma. Mér finnst, að skammta ætti konum aðeins þrjú samtöl á dag. Kannske mundu þær þá hugsa sig tvisvar um, áður en þær eyddu’ sínum fáu símtölum 1 vitleysu! Og hvert samtal þeirra ætti ekki að mega vera lengra en þrjár mínútur. Ef þær svo ekki gætu lokið því. sem þær þurfa að segja á þrem mínútum, þá ættu þær heldur að skrifa bréf — eða skáldsögu!" Þið skuluð ekki halda, að þessi ágæti kunningi minn hafi fengið að romsa þessu öllu úr sér óáreittur! (Haha, honum er nú víst ekki held- ur svo leitt sem hann læt- ur!) Allt kvenfólk, sem þarna var viðstatt, var sí- fellt að gjamma fram í, og hver og ein gat nefnt mý- mörg dæmi um símadellu karlmanna. Að vísu skal það játað, að símadella er algengari með- al kvenna en karla. En þeir hafa hana nú samt margir líka blessaðir! Og þeirra simadella er að því leyti verri en kvennanna, að hún ásækir þá helzt seint á kvöldin eða á næturnar. Kvensurnar láta sér þó nægja að fullnægja síma- dellu sinni á daginn. Þessu til sönnunar væri hægt $ð nefna ótal dæmi. í heilan mánuð hringdi einn drjóli alltaf a. m. k. þrisvar í viku til vinstúlku mannar, — og aldrei fyrr en löngu eftir miðnætti. Aldrei vildi hann segja hver hann var, heldur þuldi upp úr sér væmið ástarblað- ur og jafnvel klám. Þetta var að gera stúlkugreyið hálfvitlausa, og jafnharðan og hún lagði heyrnartólið á, þringdi Jhann aftur. . Þessi hvimleiði símaleikur endaði alltaf á sama hátt: stúlkan tók símatólið af og lét sím- ann standa í sambandi til þess að fá svefnfrið. Hún reyndi í öngum sínum að fá að vita það í sjálfvirku mið- stöðinni, hvaða símanúmer hún stæði j sambandi við, en það var ekki nokkur leið. í vetur var það líka eih- hver spekingur, er var alltaf að hringja til mín, og þá auðvitað aldrei fyrr en eftir miðnætti. Oftast þagði hann aðeins og ANDAÐI í símann. Stundum flautaði hann, spilaði á glymskratta eða raulaði. Þótt mér þyki furðu gaman að músík(!) gat þó ekki hjá því farið, að mér færi að leiðast þófið. En það fór á sömu leið og hjá hinni stúlkunni. Jafnharðan og ég lagði símann á, var hringt aftur. Sími minn stóð því í sambandi heilu oj* hálfu sólarhringana, svo að ég gæti fengið frið. Það er annars fjandi hart. að maður skuli ekki geta fengið að vita, hvaða brjál- æðingar- þetta eru. Þar eð símstöðin neitar að segja manni, hvaða númer maður stendur í sambandi við, þá er maður í rauninni algjöiiega varnarlaus gagnvart þessum ofsóknum, — og getur orðið hálfær af svefnleysi. , . Loks eru líka þeir, sem fá stúlkunni. Jafnharða og ég eru þeir haldnir svo gífur- legri símadellu, að þeim er alveg sama, þótt þeir hafi fengið skakkt númer, en vilja bara hefja hrákasamræður við þann fyrsta, sem þeir ná í í síma! Klukkan tæplega tíu fyrrakvöld hringdi t. d. einn af þessari tegund til mín. Eg skundaði í símann, og þar eð ég var ein að rolast heima, var ég satt að segja að vona að einhver væri að hringja til mín, svo að ég gæti feng- ið mér ærlegt spjall. „Halló“, sagði ég í mínum ljúfasta róm. „Sigga?“ sagði einhver maður. ,jNei, hér er engin Sigga. Þér hafið fengið skakkt núm- er,“ sagði ég vonsvikin. „Jœja, skítt með Siggu,“ sagði maðurinn. „Sæl vert þú. Þetta er ég. Er ég leyfði mér að spyrja: „Hvaða ég?j‘, svaraði' hann hinn rólegasti: „Það skiptir nú heldur litlu máli. Mér leiðist og mig varitar einhvern til þess áð tala við. Vilt þú tala við' mig.“ Eg lét mér að sjálf- sögðu fátt um finnast^ en hann lét sig það engu. skipta, heldur tók að rabba um alla heima og geima. Og' þar eð þetta var allra skemmtilegasti málrómur og maðurinn hinn kurteisasti, tókust með okkur fjörugustu samræður, — því að mér leiddist líka. Við enduðum samtalið svo, að hvorugt vissi nokkur deili á hinu. ( Þessi frásögn sannar auð- viðað það, að ég er sjálf hald in arvítugri símadellu þar eð ég spjallaði þannig við ókunnugan mann, — enda skal ég ekki bera á móti því. En hún sannar líka, að karl- menn geta verið með engu minni símadellu en kvenfólk, þar eð þeir eiga,það til að hringja bara eitthvað út í blá inn til þess að ná í einhvern til að masa við. Og það efast Framhald á 8. síðu. Þýzka verkafólkið Framhald af 1. uðu. Svipaðar sögur eru sagð- ar af spítulunum. Þar ætla þýzkar unglingsstelpur, sem ekkert kunna til verka, sums staðar að taka öll völd í sínar hendur og skipa þrautreyndu íslenzku starfsfólki fyrir verkum og umgangast það yfirleitt eins og hunda. Það er liast- arlegt, ef það er satt, sem heyrzt liefur, að yfirvöldin á sunium spítalanna dragi í einu og öllu taum þessa útlenda vandræðalýðs gagn vart íslenzka starfsfólkinu, þó að það liafi varla frið í starfi sínu fyrir þessu freka úrhrakshyski, sem hvorki kann einföldusíu störf né einföldustu mannr siði. Það ætti að vera sjálf- sögð skylda landlælmis o~ annarra yfir\akla í h.ell brigðismálum að skerací Iiér í i leikinn. Almenningur heimtar af- dráttarlaus ’svör viö því hvers ’vc'gna það hefúr ver- ið látið viðgángast, að mik ill hiuti þýzka landbúnað- arverkafólksins hefur rof- ið alla samninga, án þess að neitt væri að gert. Og það er sjálfsögð krafa ís- lenzks verkalýðs, að .mörg hundruð útlendingar séu elfki látnir taka atvinr.tt frá íslenzkum verkamönn- um, svo að þeir verði að ganga atvinnulausir. Verka lýffssamtökin gætu sannar- Iega úýnt meiri rögg af sér í þessu máli en þau hafa gert til þessa. íslenzkir verkamenni munu ekki sætta sig viðþað að ganga atvinnulausir og þola skort, meðan útlendur óþjóðalýður veltir sér í pen ingum og tekur frá þeim brauðið. Krafa íslendinga er: Burt með útlent verka- fólk úr Iandinu." - • A jax. * Leiðréffing 1 síðasta tölublaði hefur c.ottið úr lína í greininni ,. Cr ætis vagnar nir ‘ ‘: ..... hafa þau (innflutn- iirgyfirvöldin) leyft innflutn- ing á lúxusbílum í hundraða. eða þúsundátali, handa sömu fjölskyldu.“ Þetta átti að vera: ,,.... hafa þau leyft.inn- flutning á lúxusbílum í hundr- aða eða þúsundatali, jafnvel tveimur éðá þremuí handa sömu fjölskyldu. - t r. . ■ ■ ■-:. ■

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.