Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 15.05.1950, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 15.05.1950, Blaðsíða 6
6. MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 15. maí 1950. „Hann gengur ekki illa, finnst yður?“ spurði Paul stoltur, „nokkur ffluti vélar- innar er úr flugvélarhreyfli," Cara varð ekki undrandi. „Þykir yður gaman að fikta við vélar?“ kailaði hún, „Voðalega gaman“, kallaði hann til hennar. „Þess vegna er ég svo voðalega blankur þessa dagana.“ Hún ætlaði að spyrja hann að meiru, en einmitt þá komu þau að Berkeley-hótelinu. Þó að farartækið þeirra FRAMHALDSSAGA: Híkur maður - fátæk stúlka Eftir MAYSIE GREIG máltíð. Hann var auðsýnilega vanur því að vera á svona ! stöðum. Allir þjónarnir væri hálfskrýtið, var auðséð, þekktu hann. Hann var sýni að Paul Hayden naut mikils álits. Allir, frá dyraverðin- um til yfirþjónsins, þjónuðu honum. með lotningu og köll- uðu hann herra Hayden. Börð hafði verið tekið frá handa þeim, og Cara fylltist ánægjulegri hrifningu, er hun sá, að hjá disknunt henn- ar .var skreytt með orkidiau- blómum. „Pöntuðuð þér þessi blóm handa mér?“ spurði hún. Paul roðnaði lítið eití um leið og settist niður á móti henni. „Nei,“ sagði hann, ,.ég býst við, að Faversham hafi gert það.“ Augu Cöru tindruðu. Hún varð - undursamlega ham- ingjusöm, og tilfinningin var skrýtin og örfandi. Jafnvel þó.tt hann hefði ekki getað sótt hana. þá hafði hann samt sem áður verið að hugsa um hana. Hún leit í kmngurn sig og fegurðin og gleðin allt í kring um hana, höfðu örfandi áhrif á hana. Velklædda kvenfólkið og myndarlegu herrarnir þeirra; litlu borðin á dreif um dans- salinn og skínandi borðbún- aðurinn, jazzhljómsveitin, sem lék þýð lög með föstum takti, sem eins og seiddi fólk til þess að dansa og þjónarn- ir, sem ferðuðusí lipurlega á milli borðanna. Allt þetta jók spenninginn. Paul, sem hafði verið að ’horfa á hana, beygði sig yfir borðið og sagði: „Þykir yðpr gaman hér?“ ' „Yndislegt.“ „Vegna þess að- jietta er nýtt ,fyrir yður? „Ef til vill, en ég yrði aldrei þreytt á þessum stað, „Þér yrouð ábyggilega leiðar á þessu.“ Hann líló minnsta Ivösti ef ^tlr hé'íðnð eitthvað vit-í höfðinu.11 Cara leit snögglega -yfir borðið. Þrátt fyrir hið fallega bros og hlæjanji augun gat þessi maður verið einkar ó- viðfelldin. Hvers vegna' Henni fannst eitthvað leynd- ardómsfullt við hann. Hvers vegna var hann til dæmis í svona vel handsaumuðum kjólfötum, 'þegar hann hrein- skilnislega játaði, að hann ■ætti ekki fyrir almennilegri lega enginn viðvaningur í að panta fullkominn kvöldverð. Cara hafði aldrei bragðað svona vel til búinn mat. Þeg- ar hún hafði orð á. .því, þá hló Paul og sagði: „Maður getur alltaf sýnt, hvað maður er ágætur — þegar maður pantar mat á annars manns kostnað.“ „Haldið þér, að herra Trent komi hér bráðlega?“ spurði Cara. Hann horfði á hana spyrj- andi. „Finnst yður ég svo leiðin- legur? Flestum konum fiimst alt annað. Hún svaraði ekki. En hún sagði sjálfri sér, að hún hat- aði menn með sjálfsálit. Dá- lítill roði hljóp fram í kinn- ar henni um leið og hún sagði: „Viljið þér ekki segja mér dálítið um herra Trent? Þér skiljið“. Hún hætti að tala augnabik vandræðaleg en sagði svo: „ég kynntist hon- um ekki fyrr en í eftirmið- dag“. ,Ja, eins og ég sagði yður áðan, er hann erfingi að fjöru tíu þúsund pundum árlega“, svaraði hann eins og það væri aðalatriðið í því, sem hana langaði til að vita. Cara blóðroðnaði. Hún svar aði reiðilega. „Eruð þér ekki ónauðsyn- lega móðgangi?“ „Finnst yður það?“ spurði hann hlæjandi. „Eg býst við, að sannleikurinn sé venju- lega móðgandi.“ Hún varð fokvond. Hún sagði sjálfri sér, að hún hefði aldrei kynnzt manni, sem hún fyrirliti meira. Fyrsti grunur hennar hafði reynzt íétturs&BEana; yar óþolandi. Hún undraðist aftur yfir því, stuttlega, og.. bætí4 ; við.,. .,A,ð ^að, hann gaöti. verið frændi ' " ’ " “*Yávershkmá.á Hún var um það bil að svara honum nijög reiðilega, þegar hann ságði brosandi. „Nú er ég búinn að koma yður í illt skap, er það ekki? Mér þykir það leitt, og það get ég svarið, að þér hafið skap. En svo við snúum okk- ur aftur að Faversham: Þér hafið heyrt að Faversham skipafélaginu, sem siglir á •Suour-Ameríku, er það ekki? Félagið stofnaði móðurafi Favershams, en hann lézt nýlega. Gamla konan, eigin- kona hans, erfði allt, og þó Faversham eigi efalaust eftir að erfa það allt saman, þá gefur hún honum í skyn, að ef hann ekki hagi sér eins og hún vilji, þá fái hann ekki neitt. Hún er reglulegur harðstjóri. En, til allrar hamingju, þá hefur Favers- ham hagað sér eftir vilja hennar, þangað.til æfintýrið við Letty byrjaði. Hann vann mikið á skrifstofunni. Gamla konan bauð mér stöðu þar líka, en ég sagði henni hrein- skilnislega, að það kæmi ekki til mála að ímynda sér, að ég ynni á skrifstofu“, sagði hann hlægjandi. Cara horfði á hann hálf- gerðu fyrirlitningaraugna- ráði. Hvers vegna var hann á móti því að vinna heiðar- lega vinnu? Hún vildi ekkert eiga við iðjuleysingja saman að sælda. „En hefur hann ekki unn- ið vel upp á síðkastið?" spurði hún. Hún hallaði sér áfram og studdi hendi undir kinn. Ljósið af borðlampan- um lýsti upp svarta hárið hennar. Hann yppti öxlum. „Letty tekur upp mikinn tíma fyrir honum. Eg veit ekki, hvort Lady Faversham hefur veitt því eftirtekt ennþá, en það verður allt vitlaust, þegar hún tekur eftir því. Sannleik urin ner,“ sagði hann augna- bliki seinna, „Faversham hef- ur mjög litla reynslu um kvenfólk; þess vegna var hann mjög auðvelt fórnar- lamb Lettyar. Fólkjð hans er utan af landi, leiðin- legt og ákaflega regings- legt. Það hefur alltaf lit- ið mjög nákvæmlega eftir> legur. En, þótt skrýtið væri, þá var það ekki hugsunin um peninga Favershams, sem vakti áhuga hennar, Það var maðurinn sjálfur. Hann var svo elskulegur. Hún minntist, hversu heillandi uppburðarlaus hann hafði verið, þegar hann bauð henni í kvöldverð, alls ekki eins og hann væri að gera henni greiða. Vissulega, hafði hann gefið henni í skyn, að hún væri að gera honum greiða með því að játa boðimi. Allt, sem Paul hafði sagt henni, var honum í vil. 'Hann hafði ekki leikið sér að konum; hann hafði unnið mikið á skrifstofunni, þegar flestir ungir menn með hans efnum hefðu ekki haft fyrir því að vinna okkuð. Að hann hafði orðið að fórnarlambi Lettyar Havilant, reyndri ævintýrakonu, var ekki hon- um að kenna. Fyrirlitning Cöru á Letty óx hröðum skrefum. Henni fannst hún myndi gera allt til þess að bjarga Faversham. „Augnablik“ byrjaði Paul, ep þá hætti hann allt 1 einu og sagði hlægjandi, „en nú erum við að talá um hann, og hann er þá að koma“. Cara sneri sér við og leit til dyranna. Faversham var á leiðinni til þeirra á milli borðanna. Hann var, f-annst henni, ennþá laglegri en hann var um eftirmiðdaginn. Hár, herðabreiður með vel lagað’ höfuð og dökkhærður. Hann eins og gerði aðra gesti í salnum litla og óásjálega. Auk þess var hann sólbrúnn. Hann leit út sem hann hefði unnið undir berum himni frekar en í skrifstofu. Þegar hann kom nær, sá honurn. Það er sæmlega ríkti húi^ að.hann var þungur á sjálft, þó að það sé engan- veginn sambærilegt við Fav- ersham milljónirnar.“ Cara sat grafkyrr, þegar hann hafði lokið máli sínu. Hún tók ekki einu sinni eftir því, að þjónninn hafði sett syip, oga'iugun lýstu áhyggj- um. Hvað gat verið að?_ Var hann ekki ánægður með að koma til þeirra? Hvað hafði skeð? Sá hann eftir áð hafa boðið henni? ' ■ ' ‘‘ Hann heilsaði þeim kurt-- nýjan rétt fyrir framaii| eislega með handabandi, en hana. Hún var hálfringluð, Cara v-ar viss urn, að hann af öllu því, sem hann sagði horfði ekki á hana. Ekki eins henni. Svo Faversham var erfingi skipafélags. Hann mundi erfa milljónir. En hvað þau voru úr úlíkum heimi. Hún hugsaði um 35 shillingana, sem hún fékk 1 kaup hjá IMadame Thersea. Mismunurinn var stórkost- og hann hafði horft á hana um eftirmiðdaginn í búðinni. Þá höfðu gráu augun hans lýst hrifningu; röddin hafði skolfið lítilsháttar, þegar hann hafði ávarpað; hana. Nú sýndist hann viðutan. eins • og hahn hefði varla tekið eft- ir, að hún var' þar viðstödd. Cöru fannst vægast sagt sem hún hefði kuldahroll. Hún var hálfvejk af von- brigðum. „Mér þótti afleitt að geta ekki sótt yður sjálfur, ungfrú Reni“ sagði hann al- varlega. „Eg vona að þér fyr- irgefið mér.“ !fAuðvitað“ sagði hún lágt. „Paul hefur skemmt yður vel?“ „Já, ágætlega“. „Þér gætuð“, greip Paul fram í brosandi „verið dá- lítið glaðlegri, begar þér seg- ið þetta“. Hvorugt þeirra svaraði. honum. Faversham hafði setzt niður og gaf þjóninum merki um að koma. „Setjið þér aðra Kampa- vínsflösku í ís“, skipaði hann stuttlega. Hann brosti lítið eitt til þeirra við borðið og bætti við, „mér finnst ég þarfnast þess.“ „Kom nokkuð fyrir“ spurði Paul. „Nokkuð?“ Faversham hló stuttum, beizkum hlátri og spennti greipar. Hann sat þannig nokkur augnablik og starði þunglega fram undan sér. „Allt hefur skeð, hvað mig snertir,“ hreytti hann út úr sér eins og hann gæti ekki orða bundizt lengur. „Gamla konan hefur komizt'að sam- bandi okkar Letty. Það get- ur orðið anzi kostnaðarsamt“. 4. KAFLI Paul stakk höndunum niður 1 vasana, ýtti stólnum aftur á bak og blístraði langt og lágt. „Ekki gera þetta“, sagði Faversham taugaóstyrkur, „allir í salnum fara að glápa á okkur“. „Heldurðu ekki, að það séu allir þegar farnir að glápa á okkur,“ Sagði Paul létti- lega. „Að minnsta kosti á þig. Fyrir utan það, að þú ert erfingi Faversham- milljón- anna og fólk horfir á þig, hvar sem þú ferð af þeim ástæðum, þá gekkst þú í salinn á mjög dramatískan hátt. Þú leizt út eins og öll- um skipum félagsins þíns hefði verið sökkt niður í höf- in blá.‘ „Leit ég svoleiðis. út?“ spurði Faversham. ,,Eg get sagt þér það, að mér hefur liðíð bölvanlega í allt kvöld. Gamla kohán gaf"éina'Pf sín- um könunglegu fýrírdkipun- um. Eg fór þangað í kvöld- verð og hafði ekki minnstu hugmynd um tilefnið. Ef. ég. hefði vitað það, þá hefði ég ekki farið. „Þú hefðir ekki sloppið við að fara, ef ég þekki gömlu konuna rétt“, sagði Paul brosandi. „Ef hún hefði vilj- að sjá þig, þá -hefði hún náð í þig jafnvel þótt þú hefðir legið fyrir dauðanum."

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.