Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 15.05.1950, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 15.05.1950, Blaðsíða 8
p Nýjasta áhugamál í Holly- wood eru refaveiðar — enska aðferðin. Nokkrir leikarar þar eru búnir að mynda veiði- klúbb, og klæðast þeir sams konar veiðifötum og brezki aðallinn, hafa hesta og stóra hópa veiðihunda. Það er að- eins eitt, sem amar að, — þá yantar refi.....Ráðið við því er þó það, að klúbb-stjór- inn hefur stráð ýmsum hlut- um, sem látnir hafa verið liggja í refabúrum víðsvegar um veiðilandið — til þess að ‘hundarnir geti þefað refina uppi, en veiðimennirnir elta hundana á hestum. — Aðalmenn klúbbsins eru Ron- ald Reagan, Dan Daily, Clark Gable og leikstjórinn John Huston .... Atvinnuleysi grípur nú um :sig i Hollywood, og hefur Warner Brothers félagið sagt 50% af starfsfólki sínu upp, ■og kvikmyndun fimm mynda hefur verið frestað um óá- kveðinn tíma ....... Metro- Goldwyn Mayer félagið ætlaði að reyna að gera 40 myndir á þessu ári, en varla verður úr því .... Kvikmyndaframleið- endur segja, að ástæðan fyrir þessu sé sú að fólk vilji ekki lengur sjá kvikmyndir .... verðið sé almennt vont í heim- inum .... og svo f jarsýnis- tækin, sem eru að gera þá at- vinnulausa. .... Leikkonan Ida Lupino hefur nú lokið tveim myndum, „Not want- ed“ og „Never fear“, og hafa báðar verið sýndar um skeið við mikla aðsókn. Þykir þetta sýna, að það sé ekki fyrst og fremst nauðsyn, að auði sé sóað í kvikmyndir til þess að almenningur vilji sjá þær, því að þessar tvær voru mjög ó- dýrar .... Brezku myndirn- ar „Red Shoes“, sem hér var sýnd við skamiparlega litlar undirtektir, „Fallen Idol“ og Whisky Galore“ hafa verið sýndar í Bandaríkjunum við stórkostlega aðsókn, enda vel þess virði .... Blaðamaður í Hollýwood .spurði Gene Kelly, leikarann: „Hvenær varstu eiginlega ■ fyrst hrifinn af stúlkum“ ? „Á sama augnabliki sem ég komst að því, að þær voru stúlkur," svaraði leikarinn. Walter Huston, hinn ágæti leikari, sem við þekkjum úr f jölda mynda, t. d. Mission to Moscow, þar sem hann lék Davies, sendiherra U.S.A. í Rússlandi, og f jölda annarra anynda, sem hér hafa verið sýndar, er nýlega látinn úr hjartasjúkdómi í HollíwúddP Hann er faðir leikstjórans fræga John Huston. Dansskóii F.Í.L.D. efnir til sinnar árlegu nem- endasýningar næstkomandi sunnudag í Þjóðleikhúsinu. Sýndir verða sólódansar, dúettar, hópdansar, og að lok um verður sýndur lítill Ballett í einum þætti, er nefnist „Snowflakes“, í honum dansa 21 elztu_nemendur skólans. I vetur hafa verið í skólan- um um 300 nemendur, ein- göngu í ballett. í haust var sú nýbreytni tekin upp, að hafa úrvalsflokka, er sóttu kennslustundir á hverjum degi. Hefur það reynzt vel og árangur orðið mjög góður, enda er það fyrsta skilyrðið fyrir þá, sem ætla að ná raun- verulegum árangri í danslist- inni, að fá daglega þjálfun, og tíðkast það alls staðar í góð- um skólum erlendis. Þá hef- ur einnig verið í skólanum kennsla í hljóðfalli (rythmic), sem Páll Pálsson organleikari hefur annazt. Einnig hafa verið haldnir fyrirlestrar, með skuggamyndum og ball- ettmúsík, um þróun danslist- arinnar. Eins og kunnugt er eru kennarar skólans: Sigríður Ármann, Sif Þórz, Sigrún Ól- afsdóttir og Elly Þorláksson. Dansa þær ekki með að þessu sinni, þar sem þessi sýning er aðeins helguð nemendur skól- ans. Aukin aðsókn að uppiýs- Íngaskrifsfofu Banda- ríkjanna Aðsóknin að upplýsinga- skrifstofu Bandaríkjanna er stöðugt að aukast, að því er forstöðukona skrifstofunnar, Miss Dorothea Ðaly, skýrði blaðinu frá nú í vikunni. Á þriðjudaginn voru gestir les- stofunnar 132, en vikulega koma þar milli 4 og 500 gestir. Upplýsingaskrifstofunni berast vikulega nýjar bækur, blöð og ritlingar ýmiskonar, og lánar skrifstofan þau, en margir notfæra sér hinar björtu og þægilegu lesstofur til þess að fylgjast með því, sem gerist í heiminum. Skrif- stofunni berast öll meirihátt- ar vikurita þeirra, sem gefin eru út í Bandaríkjunum t. d. Time, Life, Newsweek, ásamt mánaðarritum. Einnig geta gestir séð nýleg eintök af hinu heimsfræga . dagblaði New York Times, en það er al- mennt álitið áreiðanlegasta dagblað í heimi. Aðsókn kvenþjóðarinnar að lesstofunni fer stöðugt vax- andi, enda er þar margt, sem kvenfólki þykir fengur í t. d. nýjustu tízkublöð, Ladies’ Journal, Good Housekeeping og fleiri, sem birta bæði heim- ilistízku, fatatízku, matseðla og allskonar fróðleik um álíka efni. Fjöldi bóka, sem f jalla um tæknileg efni eru á boðstól- um auk sérstakra vikurita, sem gefin eru út um þetta efni. Lestrarstofurnar eru tvær, og eru í annarri blöð og vikurit, en bækur í hinni. Safnið er daglega opið frá kl. 9—18 og svo á þriðjudags- kvöldum til klukkan 10, og eru allir velkomnir til þess að notfæra sér það. Lárus IngélfsscHi Rússneskri „menningu“ þokar áí'rarn í Kína, þótt eitt- hvað af hinni ævagömlu og merkilegu menningu Kin- verja verði að.láta uadan. Myndin sýnir túlkun Banda- rikjablaðs á ,jmenningarútbreiðslu Stalíns“. Framh. af 4. síuðu þess leikanda, sem innst stendur á sviðinu. Eins ber að gæta þess, að ekki myndist bil milli sviðanna, þannig að fólkið í hliðarstúkum sjái auð bil milli fjalla og hamra. Þetta er kallað sjónarlínan, og þarf nákvæma athugun, áður en smíði er hafin á svið- inu. Til þess að ljúka þessum þætti starfsins, hefur leik- sviðsstjóri í samráði við leik- st jóra og leikt jaldamálara bú- ið til smá módelsvið, þar sem sviðið er allt sett upp, áður en hafizt er handa á leik- sviðinu. Þar ber að reikna út alla smáhluti, sem á sviðinu kunna að verða, hreyfingar leikara, Ijósamöguleika og ótal hluti, sem of langt er að telja. Þama þarf náið sam- starf milli þessara þriggja að- ila og lauk Lárus miklum lofs orðum á þá Indriða Waage, leikstjóra, og Yngva Thor- kelsson, leiksviðsstjóra, í þessxmi efnum. Ef þú lesandi góður, hyggur allt skemmtun og leikaraskap hjá þeim, sem starfa að tjaldabaki, þá þætti þér kannski fróðlegt að vita, að Álfahamarinn í Nýársnótt- inni er samansettur úr 20 smá stykk jum, og f jóra menn þarf til að opna hann í atriðinu, þegar álfarnir hverfa inn í hamarinn. Hvert þessara stykkja er nákvæmlega mælt út og skorðað á sinn stað eftir vissum reglum. Að þessu loknu getur leik- tjaldamálarinn loksins farið að mála tjöldin, og þegar leik- tjöldin fara frá í byrjun sýn ingarinnar sjá áhorfendur að- eins þennan lokaþátt í hinu mikla starfi, sem leiktjalda- málarinn vinnur. Lárus hefur hlotið mikla viðurkenningu fyrir starf sitt, bæði hér heima og er- lendis. Hann er stöðugt að mennta sig, því að honum er ljóst, að hans starf sem önnur taka oft miklum breytingum á skömmum tíma. Auk f jölda bóka og tímarita um leiktjöld og búninga notar Lárus öll tækifæri til þess að sigla og sjá nýjungar í fagi sínu á erlendum sviðum. Honum hef- ur tekizt að sigla á eigin efn- um nær þvi árlega, og í þeim ferðum hefur hann safnað ferskuni fróðleik í starfi sínu. Árið 1940 sigldi hann í boði British Council til Englands, til þess að kynna sér leiktjalda störf þar og heimsótti þá Ox- ford og Stratford, fæðingar- bæ Shakespeares, og í sömu erindum sigldi hann aftur 1946. Voru ferðir þessar hin- ar ánægjuríkustu, og lauk Lárus miklu lofsorði á bjóð- cndur. Lárus heimsótti einnig Rússland, þegar rússneska leikhátíðin var í Moskva, en þar voru allar hliðar rúss- nesks ■ leikhússlífs ' sýndar. Auk þess hefúr Lárus farið óteljandi fcrðir til Norður- landa og heimsótt leikhús þár. Nú síðast fór hann til Firin- lands með leikflokknum, sem lék Cullna hliðið þar. Lárus fór þangað mánuði á undan flokknum, til þess að hafa yfirumsjón með sviðsstarf- inu þar. Luku finnsk blöð á hann ' ásamt leikflokknum miklu lofsorði. Nú að lokum er Lárus kom- inn „í örugga höfn“, eins og hann sjálfur orðar það. Erfið- leikarnir eru um garð gengn- ir, vinnuskilyrðin hin ákjós- anlegustu og ekkert til þess að takmarka listahæfileika hans. I stofu sinni er hann „heima“ eins og leikarinn á leiksviði og skipstjórinn á stjórnpalli. Og ekkert okkar, sem sækjum leikhús, skyldum halda, að í þessum „make- believe“-heimi sé tómt gaman. Þessi þáttur bak við tjöldin krefst engu síður en aðrir þættir mikillar vinnu, þolin- mæði, nákvæmni og umfrarn allt sannra listhæfileika. A. B. C L l O Framhald af 5. síðu. ég um, að margar konur mundu gera! ■Hvernig væri að banna karlmönnum að nota síma eftir kl. 9 á kvöldin? Barnamál! Mamma hafði farið inn í verzlun og skilið barnavagn- inn með kornungu afkvæmi sínu í eftir fyrir utan. Að vörmu spori kom ung kona að vagninum, potaði með ein- um fingri undir hökuna á krakkanum og sagði: „Diggi- diggidigg, hver á dæda, dæda lilla dákinn?“ .... Barnið starði á hana og lét sér fátt um finnast. Konan kleip í kinnina á því og sagði: „Tsjuggutsjuggutsjugg, kuj á dona kjútipæs dædan, dæd- an lillan drákaling?" ... Þá stóðst stráksi ekki mát- ið lengur og hreytti út úr sér: „Hvern ertu að spyrja, kerling! Hvernig í fjandan- um ætlastu til þess, að ég geti svarað, — ég, sem er ekki nema 'þriggja mánaða!“ CLIO.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.