Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 22.05.1950, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 22.05.1950, Blaðsíða 1
i 21. tölublað. Blaéfyri 3. árgangur. _ j# - Mánudagiir 22. maí 1950. .-y..- l|)]J|)n[!i|l ■, jjj, SPARNAÐUR RIKISSTJORNA ÖMURLEGUR SKRÍPALEIKUR Bifreiðar, heimilisvélar og aðrar ó- fáanlegar vörur streyma til gæðinga valdhafanna „þegium yfir braski hvors annars“ segja stjórnarflokkarnir Þegar gangster-styrjaldir hinar meiri geis- uðu í Chicagoborg, þá mátti að nokkru leyti , líkja þeim við styrjaldir milli tveggja stórvelda. Líkingin er sú, að þar börðust tveir valdamestu glæpamannaflokkar borgarinnar um völdin í vissum hverfum. Völd í hverju hverfi þýddu einokunarsölu á brennivíni og öli til allra knæpa og næturklúbba hvers hverfis. Fylgdu þessu svo ýmis önnur smærri hlunnindi, svo sem prósentur af tekjum vændiskvennahúsa, stjórnmála og lögreglustjórn hverfanna, aukin áhrif á fylkfeþinginu o. s. frv. Þeir aðilar, sem oftast börðust voru Southside gangsters og Northside gangsters. Leiðtogi annars flokksins var hinn nafnkunni A1 Capone, en um leiðtoga hins má fá allan fróðleik úr bók einni, sem hér er komin út og f jallar um æviferil þessa nafn- fræga glæpamanns. Á íslandi er þessu allt öðru vísi farið, og má segja að hér bregði við hagsýni manna þeirra, sem lifa á árinu 1950. Stærstu flokkarnir á ís- landi hafa í stað pólitískrar styrjaldar gert með sér vopnahlé. Þeir sjá, að ekki tjáir að berjast um svo litla nytju, sem fæst úr sognum spen- um Þjóðarinnar, sem þeir eru fulltrúar fyrir. Ef þeir berjast til þrautar, þá kann svo að fara, að báðir beri rústir úr býtum og jafnvel hætta á, að forsprakkar þeirra verði einhverntíma að lifa við kjör almennings, en slík kjör gætu orðið þeim að andlegu og líkamlegu fjörtjóni sérstaklega ef þau bæri að skyndilega. Þetta sáu bardagamennirnir í Chicago ekki fyrir, enda varð sú hörmulega raunin á að annar fór beint til Valhallar eftir skothríð í alræmdri knæpu, en hinn varð landflótta í sólríka fylk- inu Florida og lézt þar vitskertur af völdum syfilis. Þegar hinir orðheppnu og glæsilegu for- sprakkar sterkusu bardagaflokkanna á íslandi sáu fram á að, ef hvorir rifu gerðir annarra niður, þá myndi allt starf þeirra enda með skelfingu, þá léku þeir það bragð, sem hinn hrjáði og hálf stríðandi heimur umhverfis okk- ur gæti vel tekið sér til fyrirmyndar. Þeir sættust og settust að. samstarfi. Fyrir báðum vakti sama hugsunin: Við höfum barizt um rjómann — nú skulum við semja um undanrenn una. Og sjá, lesandi góður, það varð. Samning- ar gengu ekki vel í fyrstu, því sá hængur var á, að annar samningsaðilinn hafði tvö höfuð, sem stundum voru ósammála, en höfðu þó valdasýki sameiginlega, en annar þeirra var jafnframt svo sjúkur í veraldleg auðæfi að furðu þótti gegna. Hinn hugði aðeins á völdin, því ekki skorti hánn auðæfi né frændastyrk, ef svo færi að fjármuni þryti. En þó fór sem fyrr, að ekki var nóg að þessir aðilar sæju um sjálfa sig, heldur urðu þeir að taka tillit til ýmissa persónulegra hagsmfuna frlænda, ná- kominna ættingja og svo styrktarmanna, sem haldið höfðu þeim við völd. Voru þá ýmis smá- atriði, sem tillit varð að taka til, áður en handa væri hafizt um að stjórna landinu. Fyrir tví- höfðaða flokknum vakti það aðallega að sjá svo um að tekjur flokksins yrðu ekki skertar og varð því að ábyrgjast að flokksfyrirtækið sæti fyrir um öll leyfi innflutnings á vörum og að forsprakki fyrirtækisins hefði jafnan skín- andi farartæki, svo að almenningur sæi, að þar væri ekki kotungur á ferð. Var það orðið al- gengt í seinni tíð, að vegfarendur veifuðu til hans á ferðum um bæinn, rétt eins og um leigu- bílstjóra væri að ræða, þar eð farartæki hans var nær tveggja ára gamallt. Varð það að sam- komulagi, að bót á þessu fengist hið bráðasta, og kom gripurinn á göturnar skömmu áður en þingi sleit. Svo var þetta um ýmsa bitlinga handa stuðningsmönnum flokksins, sem nauð- syn þótti að fengjust. I£n þar gengu samning- ar greiðlega saman með því skilyrði, að ekki yrði fárast yfir því, þótt ýmsar nefndir og sendi- menn stjómarinnar fengju óáreittir að halda áfram störfum sínum og þiggja stjómarfé í laun. Brostu báðir í kampinn, þegar þetta at- riði var rætt og litu hvorn annan skilningsauga. En tvíhöfðaði flokkurinn hafði í mörg horn að Framhald á 7. síðu Galifoss krmssura. hná næst komandi fímmtu- clag Næstkomandi fimmtudag! fer hið glæsilega nýja far- þegaskip Eimskipafélagsins f sýningarferð kringum landið og kenTur við á tíu höfnum. Ferð þessi, sem er með við- komu á Patreksfirði, ísafirði, Sauðárkrók, Siglufirði, Akur- eyri, Húsavík, Seyðisfirði, Norðfirði, Reyðarfirði, og Vestmannaeyjum tekur sjö’ daga, en með henni fara að- eins nokkrir boðsgestir fé- lagsins. Orðrómur hefur gengið umi bæinn, að skipið fari fullt af boðsgestum, en almenn- ingi sé ekki gefinn kostur ái að taka sér ferð með því. Þessi orðrómur er á eintóm- um misskilningi byggður. Forráðamönnum Eimskipafé- lagsins er ljóst, að þetta er sýningarferð til þess fyrst ogj fremst að sýna sem flestum landsmönnum þennan glæsi- lega farkost. Af þessum á- stæðum hefur sú leið verið farin, að aðeins nokkrir stjórnarmeðlimir félagsins fara mgð skipinu. í hverrí1 höfn verður svo veizla fyrir ýmsa gesti á viðkomustöð- unum og staðarmönnum gef- inn kostur á að skoða skipið hátt og lágt.. Það hlýtur þvi! að liggja í augum uppi, að eE skipið er fullt af Reykvíking um í skemmtíisiglingu, þáí yrði ómögulegt fyrir starfs- fólkið að sinna bæði gestuml og farþegum, né nokkrip möguleikar á, að almenning- ur í hinum ýmsu höfnum gæti skoðað skiþið. Það er virðingarvert, aS forráðamenn EimskipafélagS ins vilja leggja í þann kostn- að að sýna sem flestum lands- mönnum glæsilegasta skip, sem hingað hefur siglt undir íslenzku flaggi, og Reykvík- ingar munu ekki dæma ráð- stafanir Eimskipafélagsins eftir illu orðtaki þeirral manna, sem af einhverjum ástæðum kunna ekki að metaj híð mikla starf félagsins.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.