Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 22.05.1950, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 22.05.1950, Blaðsíða 3
3 '«** •■'*» NYI TlMINN MATVÆLAEFTIRUTIÐ Nýlega skeði sá atburð- nr hér í Reykjavík, að næst um þrjátíu manns veiktust mjög alvarlega af matar- eitrun. Hafði þetta fólk borðað eitraða kæfu, sem seld var í matarverzíun hér í bænum. Talið er, að sumt af þessu fólki hafi verið í lífshættu um hríð, þó að læknum tækist að bjarga lífi þess. Maður getur auð- sjáanlega átt von á því að vera drepinn \vaða dag, sem vera skal, á eitri, sem selt er hér i matarverzlim- um með fullu samþykki yf- irvaldanna. Og eitursalarn- ir að sleppa við refsingu, eins og næstum allir aðrir afbrotamenn í þessu landi. I»að er ekki einu sinni svo, að lögreglan og blöðin birti nafn þessa eitursala, sem næstum varð þrjátíu manns að bana. Fólk má næð engu móti vita, hver þetta er, því að það gæti dregið úr eitur- sölubisnessinum fyrir hon- um. Þeir matvöruíramleið- endur, semselja óskemmda vöru, eiga þó heimtingu á, að þetta sé birt, svo að þeir séu ekki allir undir sömu sökina seldir í augum al- mennings. Og maður hlýt- ur að spyrja, hvernig farið hefði, ef þessir þrjátiu menn hefðu látizt af eitr- inu. Ef að vanda ketur um íslenzkt réttarfar og með- höndlun glæpamanna hér á landi, hefði eitursalinn fengið 500—1000 króna sekt, og síðan haldið ó- trauður áfram eitursöiu sinni. Gann hefði gengið brosandi um göturnar með þrjátíu mannslíf á sam- vizkunni. Svona er nú einu 'sinni ástandið í -því þjóð- félagi, sem verðlaunar ó- bótamenn. Isiendingar eru orðnir því svo vanir að sjá manndrápara og annan stórglæpalýð ganga lausa og liðuga, að þeir kippa sér eliki upp við slíkt. Hitt hefur vakið ugg og ótta meðal almennings, að sjá það svart á hvítu, að matvælaef tiriitið skuh vera svo lélegt, sem þessi at- burður sýnir, eða réttara sagt, að hér skuli ekki vera neifct matvæiaeftirht, sem ver&skuldar það nafn. Það er auðséð, að hér er hægt að ósek ju að sel ja sem mat, hvaða eitur og óþverra, sem er. Við getum átt von á því, þú og ég, að okkur verði á morgun selt ban- vænt eitur til matar í búð- um í Reykjavík, svo að við liggjum dauð eftir fáar klukkustundir. Á dauða- stundinni getum við svo haft það í huga, að þeir, sem byrluðu okkur eitrið, muni ganga um bæinn kát- ir, feitir og pattaralegir og njóta óskertrar virðingar, eins og ekkert hefði ískor- izt. Ástandið í matvæla- f ramleiðsiu og matvæiasölu hér á landi virðist enn vera á svipuðu stigi og var í kringum 1920, en þá gerð- t'3t tveir atburðir í þeim efnum, sem vöktu mikla at- hygli. Fólk, sem keypti kæfubelg hér í Reykjavík, fann kattarklær í kæfunni. Eæfuframleiðandinn hafði lógað kisu sinni gömlu, og búið til úr henni kæf u, sem hann síðan seidi. — Hann hafði eliki einu sinni sýnt viðskiptavininum þá hugul semi að skera klærnar af, heldur kryddað kæfuna með þeim. Látlu síðar skeði það, að bóndi einn á Suð- vesturlandi varð uppvís að því, að drýgja kæfu, sem hann seldi til Reykjavíkur, með kúahildum. — Taldi hann það fullgott í skrílinn í Reykjavík. Þetta vakti taisverðan hlátur og dró kannshi úr lyst manna á kæfu í bili, en auðvitað fékk hixm hagsýni bóndi enga refsingu. — Það er hreint ekki ósennilegt, að þessu líkir atburðir séu enn að gerast, og kannski borð- uin við kattakæfu eða kúa- hildakæfu með brauðinu okkar í dag. Það væri svo sem ekki það versta. Við megum þakka fyrir, ef kæf an er ekki baneitruð. Auðvitað er það svo, að til eru hér í bænum fyrsta ' flokks matvöruverzlanir, sem selja aðeins ágæta vöru, svo 'jem Matardeild Sliturfélagsins og ýmsar fleiri. En samhliða þessum verziunum starfa hér mat- vömverzlanir, sem búast má við öllu af, og eftirlitið með vörum er ekki neitt. Það er sjálfsögð krafa al- mennings, að mjög verði hert á eftirlitinu í þessum efnum. Þeim, sem selja skemmdar eða eitraðar matvömr, á að refsa Invrö- lega og birta nöfn þeirra. Það er kannski sök sér, þó maður borði hunda, ketti og kúaliiídir annað „veifið, en maður vill síður, að öll f jölsliylda sín sé einn góð- an veðurdag drépin á eitri, sem manni er selt fyrir ok- urverð í búðinni á næsta götuhorni. Ajax. Auglýsið í MÁNUDAGSBLAÐINU Þinghöll Bandaríkjanna í Washington D.C. varð 150 ára þ«nn 15. aprfl, og voru mikil hátíðahöld í sambandi við það. Aðalræðumaðurinn var Alben W. Barkley, en flugvélar hersins íhigu sýningarflug yfir höfuðborginni ......... »1 í •1 Mánudagsblaðið ■ \ • ’ . \' - fæst á eftirtöldum stöðum Bókaverzlunum: Bókabúð Austurbæjar Sigfús Eymundsson ísafoldar Lárusar Blöndal Bókabúð Laugarness Bókastöð Emreiðarinnar Bókabúð Laugav. 15 Baga Brynjólfssonar Verzl. Helgafell, Bergstaðastr. Bækur og ritföng G rei ðasöl ustöð um: Fjólu Florida West End » Tóbaksbúðinni Kolasundi Gosa Öðinsgötu 5 Vöggur Hressingarskálinn Stjarnan (Laugaveg S6) Skeifan ísbúðin, Bankastræti Bjargi Verzlunum: Skálholt Axelsbúð, Barmahlíð 8 Söluturni Austurbæjar Sigfús Guðfinnsson, Nönnug. 5 Árni Kristjánsson, Langh.v. Rangá, Skipasundi Drífandi, (Samtúni 12) Leifangag., Laugaveg 45 ; Drífandi, Kaplaskjólsv. Nesbúð Þorsteinsbúð Verzlunin Ás Júlíusar Evert, Lækjargötu Hverfisgötu 71 Árna Pálssonar, Miklubr. Krónan, Mávahlíð Fossvogsbúðin Kópavogsbúðin

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.