Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 22.05.1950, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 22.05.1950, Blaðsíða 4
f* MÁNUDAGSBLAÐIÐ . , . .-í Mánudagur 22. . maí.. 1950. SKARTGRIPIR OG NOKKUR 0R0 UM ALLSKYNS BRASK ÍÞjóð sem riðar á barrni gjaldþrots og óbotnandi skuldadýpis, klæðist skarti *>g eyðir milljónum í glys og ýmislegt fánýti þessa heims. Eitt dagblaðanna hér í Œteykjavík komst að þeirri niðurstöðu að kvenfólkið, sem væri fastir frumsýning- •ar gestir, í Þjóðleikhúsinu, kæmi til með að eyða c. a. 2 milljónum króna í kjóla,[ ikeipa og skartgripi; var það ‘.aðeins lausleg ágizkun og síst of há. Svo er gasprað Ihástöfum um, að þjóðin verði •að leggja meira á sig og therða betur sultarólina. Á sama tíma eru fluttir inn íbílar frá U.S.A. og Englandi í tugum eða jafnvel hundruð- um. Allt verðlag hækkar, 'tollar og skattar aukast; svo er haldin grávöru- og skart- gripasýning í Þjóðleikhúsinu J)ar sem auðmennirnir sýna iveldi sitt og auð sinn. En ég fipyr: Hvenær ætlar fólki að verða það ljóst, að þetta er ekki tímabært? Þær verzlanir hér í bæ — ieg kannski víðar — sem virð- »ast einna ibezt byrgar af (varningi, eru skartgripaverzl tanir. 1 gluggum þessara (verzlana glitrar á demant i»g brilliant, gullið glóir og jsilfrið er skínandi fágað. Þar leru til hringar, nælur, eyrna- Œokkar, armbönd, hálsfestar |eg hálsmen, já allt sem nöfn /um tjáir að nefna. Og svo (Verða feður og mæður að standa í margar klukkusíund (ir ,í biðröðum til að fá skó 'á sig og börnin sín. Þessir skartgripasalar hafa jaldrei kvartað undan því að /þeir hafi ekki fengið inn- fflutningsleyfi fynr eins cmiklu af vörum og þeir íkæra sig um. En á sama tíma ikvarta aðrir verzlunarmenn íundan því, að þeir fái ékki Œéyfi fyrir allra nauðsynleg- asta varningi. Allt virðist jVanta nema gimsteina, gull og silfur. Það er að vísu ekk- ert við því að segja þó eitt- hvað sé flutt inn af skart- gripum, en er ekki of mikið gert af því? Er nokkuð á móti því að hafa það svo mikið minna, að fólk þurfi heldur að standa í biðröðum til að ná sér í hring eða nælu ,heldur en til að fá sér skó á fæturna. Annars held ég að nokkur hluti þeirra skartgripa, sem skartgripaverzl. hafa á boð- stólum geti varla verið flutt- ur inn í landið á löglegan hátt, það er of mikið til þess að það geti átt sér stað. Sér- staklega er mikið af ýmsu amerísku skrani. Eg get ekki ímyndað mér að enn sé svona mikið óselt frá stríðs- árunum og mér þykir ekki trúlegt að yfirvöldin leyfi innflutning á -skrani frá Ameríku nú á síðustu og verstu tímum. En hvaðan kemur það þá? Margur spyr að því og fær ekkert svar. Ef þú kemur inn í skart- gripaverzl. geturðu keypt næstum allt sem þér kemur í hug; þar er allt á boðstól- um. Þar fást ótal gerðir af nælum með og án steina og verðið er frá 50—200 krónur. Eyrnalokkar kosta frá 20— 150 krónur. Hvorttveggja er hræbillegt amerískt glans- skran, sem kostar þar frá nokkrum sentum upp í einn dollar ,aldrei meira en einn dollar. Þar fást perlufestar við fremur vægu verði (inn- an við 250 kr.). Eg veit með nokkurri vissu að þær festar eru verðlagðar hjá verðlags- stjóra, svo ekki virðist yfir- völdunum vera mjög ókunn- ugt um innflutning á þeim. En með nælurnar og eyrna- lokkana'skiptir öðru máli, og ég þori að fullyrða að hvort tveggja er SMYGLAÐ. Og svona er það á öllum sviðum. Eg held að almenn- ingur geri -sér ekki greini- lega ljóst, sem ekki er held- ur von, hve mikið er gert að því að smygla og selja á svörtum markaði. Það' eru svo margir sem lifa á svarta- markaðs braski, að fáir munu geta trúað þv.í. Það er vafa- laust — eftir því sem ég hef komizt næst — einn eða tveir stórir smyglhringar, sem hafa ótal bækistöðvar og þar að auki nokkur stór fyrir- tæki, sem helzt standa að smyglinu. Þessir hringar og fyrirtæki, smygla í stórum stíl. Ef þú ferð inn í eitt fyrirtækið með 80 þúsund krónur geturðu fengið keypt an þar nýjan amerískan bíl. en gefur 35—36 þúsund upp til skatts. Hjá einu fyrirtæk- inu geturðu fengið keyptan erlendan gjaldeyri til að kaupa ísskáp, þvottavél o. fl. — sem þú auðvitað færð hjá þessu sama fyrirtæki. Svo slungnir eru þessir stórsmygl arar að það er ekki nokkur einasta leið að „hanka“ þá. Þeir eru varir um sig einsog rándýr. Smyglararnir hafa ótal umboðsmenn og sölu- menn í kringum sig, eða rétt- ara sagt: útfrá sér, en •til þeirra sjálfra næst aldrei. Fjöldi af bílstjórum á stöðvunum kvað selja ýmis- legt smygl, svo sem nælon- sokka, karlmannasokka,- tyggigúmmí og m .fl. Ef þú ferð ínn í ýmsar verzlanir hér í bæ geturðu fengið alls- kyns smyglvörur á bakvið, en allar hillur eru tómar frammi í verzluninni. Og svo kvarta verzlunarmennirn ir undan því að þeir fái ekki innflutningsleyfi fyrir nauð- synlígum vörum, svosem eðlilegt er. Þeir vilja heldur selja löglegar vörur en ólög- legar, því þeim ólöglegu fylg- ir svo-mikil áhætta að selja. í' „MÁNUDAGSBLAÐ- INU“ (19. tbl. þessa árs) var spurt um hvað hafi orðið og hvað verði um alla ísskápa, sem SÍS fær innflutta. Hef- ur SÍS fengið innflutnings- leyfi fyrir ísskápum? Það er sagt að SÍS flytji inn í landið mikið af smyglvörum með skipum sínum. Fari skipin þá fyrst til smáhafna útá landi, þar sem ekki er nema einn tollvörður, og skipi þar inn hinum smygluðu vörum á landi. Svo séu vörurnar keyfðar hingað til bæjarins á bílum fyrirtækisins og dreyft Út til þeirra sem hafa efni á því að borga, — til þeirra. sem eiga peninga. Þetta er ljót saga ef hún er sönn. í sumum þeim bílum, sem fara um Keflavíkurflugvöll, er leitað og ef einhver grun- ur liggur á bílnum er leitað mjög vel og gaumgæfilega. En samt er hægt að fá nóg af amerískum sigarettum og tyggigúmmíi, sem er vafa- laust smyglað af vellinum, en þó kannski ekki öllu. Þeg- ar Tröllafoss kemur frá Ame- ríku er leitað mjög vandlega í honum, en síðan eru settir tveir tollverðir við landgang- inn og þeir látnir standa þar dag og nótt. En samt er eng- inn vafi á því að talsvert af smyglinu, sem selt er í land- inu, hefur verið flutt inn með Tröllafossi. Þeir, sem á ann- að borð fara útí það að smygla og braska á svörtum markaði, eru svo slungnir, að yfirvöldin fá þar enga rönd við reist, því miður. Sannleikurinn er nefnilega sá, að þessir braskarar eða glæpamenn myndu ekki geta þrifizt hér á landi ef alpnenn- ingur hefði ekki einhverja samúð með þeim. Á meðan fólk ka.upir af þeim þrífast þeir — og það vel. En strax og fólk hættir að hafa samúð með þeim og vill held- ur láta sig vanta hlutina en kaupa hann með okurverði, þá hverfa þessar afætur, rétt einsog lúsin hverfur úr hár- inu ef það er þvegið vand- lega.-Og þegar þeir geta ekki notað gjaldeyrinn til að græða á honum, þá er eng- inn vafi á því að gjaldeyris- eign ckkar vex og verzlun okkar verður eðlileg, og þú getur fengið þessa hluti, sem þig vantar á eðlilegu verði í verzlunum. Annars er það ekki ein- leikið hve mikið er flutt irin af nýjum bílum, allstaðar blasa þeir v-ið augum manns, rennilegir og gljáfægðir. Og annað: svo til hver einasti kvenmaður á eitt eða fleiri pör af nælonsokkum, flestir karlmenn eiga stælbindi og þú sérð á götunni, er klætt þú sérð á götunni, er glætt í nýjar amerískar kápur í amerískum skóm með ame- rísk veski og amerískt skran hangandi utan á sér. Hvernig víkur þessu við? Jú það er smyglað. Sumt er keypt hér á svörtum markaði, en hitt er keypt í útlöndum fyrir pen- inga, sem eru keyptir á svört- um markaði hér á landi. All- ir vita að það er ekki nema einstaka kona eða stúlka, sem er svo heppin að ná í eitthvað af þeim efnum, er flutt eru inní landið á lögleg- an hátt og selt útum bakdyrn ar á verzlununum, það eru bara þær heppnu, sem eru í kunningsskap við verzlunar- eigandann. Aðrar verða að fara og kaupa okurverðs- kjóla í kjólaverzlununum. Það er sagt að stjórnarsam- vinnan hafi orðið til þess að koma í veg fyrir að reynt væri að fletta ofan af sum- um svarta markaðsbröskur- unum og þar á meðal þeim stærstu. Það er dálagleg stjórn að .tarna, segi ég nú bara. Þetta er hinn sterki „móralP1, sem tíðkast hjá ó- nafngreindum stjórnmála- flokki. En þessu á almenningur í landinu að svara með því að ganga sjálfur til verks og svelta þessa svarta markaðs braskara og hætta að kaupa varning þeirra. Fólk verður að gera sér ljósa grein fyrir því, að við erum fátæk þjóð og höfum ekki efni á því að stríðala fjölda glæpamanna. Þeir verða að hverfa. Með því einu móti getum við rétt við verzlun okkar og hún orðið eðlileg á. ný. Fólk verð- ur að hætta að hugsa á þá leið, að fyrst ég á þessa pen- inga þá vil ég alveg eins eyða þeim í einn ísskáp, sem mig vantar, í stað þess að láta þá liggja á banka eða eyða þeim í einhvern óþarfa. Svona hugsunarháttur og allur annar líkur honum verð ur að hverfa og þá mun vel fara. En ef við höldum áfram að kaupa smyglaðar vörur endar það á því, að þeir, sem hafa 'grætt og græða tugi eða j^fnvel hundruð þúsunda á þeim, fá svo mikið fjármagn og völd með fjár- magninu, að þeir geta neytt okkur til að verzla nær ein- göngu á svörtum markaði og þar með sogið síðustu aur- ana útúr okkur og hámað þá í sig eins og leðurblökur blóð. Yfirvöldin verða að láta til skarar skríða. Það er ekki nóg að taka þessa veslinga, sem eru aðeins umboðsmenn eða sölumenn fyrir eigend- urna, það verður að taka for- sprakkana og fletta misk- unnarlaust ofanaf þeim. Þar má engin pálitík koma nærri, i Framhald á 7.- síðu. aimiiumraiiinnmtoi MÁNUDÁGSBLAÐIÐ BLAÐ FYRIR ALLA Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason Blaðið kemur út á mánudögum. — Verð 1 króna í lausa- sölu, en árgangurinn, 52 blöð, 48 krónur Afgreiðsla: Kirkjuhvoli, 2. hæð, opin á mánudögum. Sími ritstjóra: 3975. Prentsr ðja Þjóðviljans h.f.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.