Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 22.05.1950, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 22.05.1950, Blaðsíða 5
Mánudagur 22. maí 1950. MÁNUDAG9BLAÐIÐ , Jón Jónsson skrifar méí á þess'a leið: „Clio mín góð! Eg er nú í svipinn að velta því fyrir mér hvort heldur sé, að af- greiðsludömur í aðgöngu- miðasölu Þjóðleikhússins séu eitthvað sérlega heyrnarsljó- ar eða hvort ég sé að missa röddina! Það hefur nú orðið mitt hlutskipti tvisvar á undan- förnum vikum, að sækja mína „föstu“ aðgöngumiða til þeirra, blessaðra, og í bæði skiptin hefi ég komið bál- vondur þaðan. Og nú skal ég segja þér frá því hvernig þetta gengur fyrir sig, ef vera skyldi að þú vissir það ekki af eigin reynd. Eg skrapp úr vinnutíma upp í Þjóðleikhús til þess að sækja þessa pöntuðu að- göngumiða mina, og hélt satt að segja að allur túrinn rnundi ekki taka mig nema um 15—20 mín. Eg stillti mér upp í biðröð hinn rólegasti og hélt að allt myndi ganga 1 hvelli. En það var öðru nær. Hver einasta sála stóð og argaði fyrir framan af- greiðslu-„gatið“ í 10—15 mín- útur þar til hún loks fékk sína aðgöngumiða! Eins og nærri má geta var biðröðin að ærast af óþolinmæði. Nú skyldi maður ætla, að þar eð aðgöngumiðar þessir voru fyrirfram fráteknir hefði það ekki verið augna- blik að afhenda hverjum sitt uihslag, þar eð nöfnin voru skrifuð utan á þau. En fyr- irkomulagið var þannig, að áfgreiðslustúlkurnar voru nieð eina þrjá pappakassa fyrir framan sig og voru þeir fullir af aðgöngumiðum í um slögum. En áð þeim hafi dott- ið í hug, að hafá miða með stafrófinu á, standandi upp ur umsiagabúnkunum í köss- unum og raða þeim eftir því! Nei, svo langt náði vizkan ekki, enda urðu þær að marg- blaða í gegn um öll umslögin í hvert skipti sem þær af- greiddu einhvern. En ekki nóg með þetta. Og nú kem ég að heyrnar- leysinu, — eða raddleysinu: Þegar ég loksins eftir langa mæðu kom öskuvondur að afgreiðslugatinu, eftir rúma klukkutíma bið, spyr konan bvað ég heiti, og ég tjái henni mitt æruverðuga nafn: Jón Jónsson. Síðan líða 3—4 mín. meðan hún blaðar og blaðar í umslagakössunum. Að því loknu segir hún: „Hér eru engir miðar fyrir Jónas Jóhannsson.1' Eg brýni raust- ina og æpi inn um gatið, '(með gleri fyrir), sem manni er ætlað að tala í gegn um: „Eg heiti JÓ.N JÓNSSON, en ekki Jónas Jóhannsson!!“ Mér sýndist á svip stúlk- unnar að hún háfi skilið mig, því að enn tekur hún að .blaða í umslagakössunum í ca. 3—4 mín. Að því loknu lítur hún mig aftur og segir: „Nei, hér eru engir miðar fyrir Jóhann Jóhannsson“. Nú var mér heldur betur farið að leiðast þófið, svo að ég beygði mig niður að gati því, sem manni er ætlað að borga inn um, og orga: „Eg heiti JÓN JÓNSSON og á heima á Hundateigi 10, og VÍST á ég miða hér! Konan hrökk í kút, leit stórmóðguð á mig og sagði: „Nú, hvað er þetta maður því gátuð þér ekki sagt það strax, að þér hetuð JÓN JÓNSSON!“ Eg þurrkaði af mér svit- ann, en stúlkan hóf leitina á nýjan leik í kössunum góðu, og í þetta skipti með þeim árangri að þeir fupdust eftir 3—4 mínútna leit. En þá var ég líka búinn að hanga þarna í einar 10—15 mínútur við afgreiðslugatið og konan með græna hattinn fyrir aftan mig var alveg að sleppa sér. Þegar ég reikaði út úr anddyri („reykinga- sal“!) Þjóðleikhússins úttaug aður eftir þennan taugaæsing heyrði ég konuna með græna hattinn skrækja geðvonzku- lega: „Nei SIGÞRÚÐUR en ekki SIGRÍÐUR, mann- eskja ....“ Af þessu má auðvitað ráða það, að það eru fleiri radd- lausir en ég! Ferðalagið hafði tekið mig tæpar 2 klst. — enda fékk ég skammir er ég kom aftur á vinnustað! En til afsökunar heyrnar- leysi afgreiðslustúlknanna má taka fram tvennt: í fyrsta lagi hringir síminn stanz- laust á meðan þær eru að afgreiða, og að'mínum dómi er það til þess að æra óstöð- ugan, sérstaklega þar eð þær aldrei svara í hann. í öðru lagi er gler fyrir gati því. sem fólki er ætlað að tala í gegnum. Hvort gler þetta er þarna sett til þess að tilvon- andi leikhúsgestir spýti eða hræki ekki framan í af- greiðslustúlkurnar (!!!) veit ég ekki! Líklegast er þetta til þess að verja þær smit hættu (mislingar, hettusótt. o.s.frv.). þar eð leikhússtjórn telur hættu á að eitthvað af þessum óþverra úðist fram úr kaupendum aðgöngumiða og á saklausar afgreiðslu- stúlkurnar. En ég hefi aldrei séð þetta fyrirkomulag (og sóttvörn) neinstaðar annars- staðar, hvorki innanlands né utan. Og hvernig fóru af- greiðslustiilkurnar ’í gömlu Iðnó að lifa það af, að láta allskonar hyski anda á sig er þær seldu miðana án hins verjandi glers? Og því fá þeir sem standa í biðröð í Þjóðleikhúsinu ekki glerbás í kringum sig? Þar andar og blæs þó hver á annan eins og hann hefur mátt til. En kannske eru stúlkurnar í af- greiðslu Þjóðleikhússins meiri „drifhús“-plöntur en almennt gerist þar eð hafa þarf þær undir gleri! Og þar eð heyrn þeirra virðist ekki betri en ofan- greind frásögn gefur tilefni til að ætla, er þetta gler al- veg ófært. Stúlkan heyrði líka fyrst til mín þegar ég æpti inn um gatið sem ætlað er til þess að skiptast á pen- ingum og aðgöngumiðum í gegnum, svo að það eitt sann- ar mál mitt. (En Guð rná má vita hvort ég hef ekki úðað einhverjum bakteríum á blessaða stúlkuna meðan ég var að því, því að fyrir þessu gati er að sjálfsögðu ekkert heilsuverndandi gler!) Með beztu kveðjum, Clio mín góð. Jón Jónsson“. Ekki eí mér kunnugt um þetta mál, svo að ekki get ég dæmt um það, hvort Jón Jónsson er raddlaus eða stúlk urnar heyrnarsljóar. En skilj- anlegt er að Jón sé illur út í þetta fyrirkomulag, ef frá sögn hans er rétt. inni, rifið út úr öðrum vasr anum og kraginn þakinn af hárum og flösu. Allt þetta er auðvitað af eintómum slóða skáp, því að ekki vantar hann ,,gæjaslifsin“! Það er eins og hann haldi að hann sé smart, bara ef hann er með nógu æpandi silkislipsi, — en slíkt er auðvitað hlægi- legt! Flestar almennilegar stúlk ur reyna að vera þokkalega til fara þegar þær fara á stefnumót eða eru boðnar út. Þær pressa eða strauja fötin sín, bursta skóna sína, sjá um að vera hreinar og vel hirt- ar. A. m. k. geri ég það. En það er eins og karlmenn hafi enga tilfinningu fyrir því að vera snyrtilegir til fara. Eg skal segja þér það, Clio mín, að næst þegar hann mætir á! ste^niunyót. svona sóðalega til fara, þá ætla ég að benda honum kurteislega á það, að klæðaburður hans sé mér og honum til skamm- ar, að virðingu minni sé mis- boðið með slóðaskap hans — og ég ætla ekki að fara út með honum fyrr en hann bætir ráð sitt!“ Eg skil það vel, að Stellu þurfa ef maður reynir alltaf ,að halda þeim í horfinu. Og hér eru þá nokkrar einfald- ar reglur. sem herrarnir gætu farið eftir. — Og ef þeir gerðu það muhdu þeir kom- ast að raun um, að föt þeirra héidust lengur snyrtileg, ef þeir fara eftir þeim: 1) Hengið jakkann á herða ■ tré á hverju kvöldi og gætið þess að herðatréð sé mátu- lega stórt til þess að fylgja breidd axlanna. 2) hengið buxurnar upp á uppslögunum, og þá munu þær líta vel út morguninn eftir, því að þyngd efnisins sléttir úr krumpum og skerp- ir brotin. Slík buxnatré fást alltaf við og við, — annars má nota klemmur. 3) hafið ekki of þröngt um fötin í fataskápnum, og gang ið ekki alltaf í sömu fötun- um dag eftir dag. Þau endast betur með því móti, og svo slétta þau líka úr sér, ef þau fá að hanga nokkra daga. 4) Tæmið alla vasa á kvöldin, og troðið þá ekki út um of á daginn. 5) Með því að hreinsa bletti jafnóðum úr fötunum, getið þér sparað yður tals- verða peninga, sem annars hefðu farið fyrir hreinsun. Flestum blettum er hægt að ná úr karlmannsfötum með volgu sápuvatni, ef það er gert strax. Þurrkið yfir með hreinni þurri tusku. Og að endingu: Gleymið aldrei að bursta fötin vel áð- ur en þér farið út, og að fá sárni að pilturinn hennar vill ekki reyna að ganga sóma-| tu‘þWYursta samlega til fara, sérstaklega ðuf rækilega á bakinu. þar eð hún sjálf segist alltafj Hugsað gott til glóðarinnar Þetta var á stríðstímum, þegar hermennirnir í Banda- ríkjunum fengu afslátt ,af ýmsum skemmtunum. Miðaldra, „sjanslaus" pip- armey kom að kvikmynda- húsi einu, en við dyr þess hékk skilti hvar á stóð: „Her- menn, aðeins 25 cent.“ Sú var ekki lengi að rvðj- ast að aðgöngumiðaafgreiðsl- unni, skellti þar heilum doll- ar á borðið og sagði hróðug og óðamála: „Fjóra sjóliða, takk!“ Subbuskapur piltanna Hér er líka enn eitt bréf og er frá „Stellu“. Bréfið er langt og fjalar um hirðu- leysi karlmanna í klæðaburði. „Stella* segir meðal ann- ars: „Þegar við förum út sam- an (hún og pilturinn henn ar) mætir hann oftast nær í óhreinum, ópressuðum bux- um, 1 sama gamla jakkanum með blekklessúnni. ó erm- reyna að vera snyrtileg. Ekki er þó hægt að segja að allir karlmenn séu hirðulausir með útlit sitt (sem betur fer!), en hitt er satt, að það er alltof algengt að sjá karl- menn og unglinga hér í bæn- um í óburstuðum skóm, ó- hreinum og ópressuðum föt- um og með skítugar neglur, — en svo með hið óhjákvæmi lega „gæjaslifsi“, eins og skrattann úr sauðarleggnum, ofan á alt saman. Við þessu er þó harla lítið að gera, ef viðkomandi heið- ursmenn finna það ekki sjálf ir að þeim beri að hirða sjálfa sig og föt sín og viljr heldur ekki hlíta ráðum ann- arra í þeim efnum. Eg get reynt. hér að gef- ungum mönnum nokkur góð ráð til þess að halda sér snyrtilegum, en hvort nokkur vill fara effir þeim ar allt annað mál. Það er sannarlega ekki nóg að senda föt sín í hreinsur og pressun einusinni eða tvisvar á ári, eða láta pressa buxurnar sínar einu sinni í mánuði. Þó vita allir, að það er dýrt að vera alltaf að senda föt sín í hreinsun, — ■ en bess-t á- heldurí ekki - að 1. fl. sölumennska. Klæðskerinn var að reyna að- selja bezta vini sínum föt. „Eg segi þér það satt, Harrysagði hann, „að þessi föt klæða big svo vel, að bezti vinur þinn mundi jafn- vel ekki þekkja þig í þeim. Farðu út að ganga 1 þeim spölkorn og gáðu bara hvort þú kannt ekki Vel við þig í þeim.“ Harry fór út að ganga í fötunum og kom að vörmu spori aftur. Klæðskerinn kom þjótandi á móti honum með blíðubros á vör. „Góðan daginn, ókunni herrá’,“ sagði hann. ..Hvað þóknast yður?“ Harry keypti fötin eins og skot! CLIO. Auglýsið í Mánudagsbjaðinu

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.