Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 05.06.1950, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 05.06.1950, Blaðsíða 1
 SÍaSfyrír alla 8. árgangur. Mánudagur 5. júní 1950. 22. tölublað. BURT MEÐ GJALDEYRISNEFNDINA Skyldu ekki allir lands- ménn vera sammála um það, að nú megi það ekki bregðast að þessu sinni, að blessuð sumarsíldin bjargi þjóðarskútunni frá strandi og tortímingu? Nú er það bráðnauðsynlegt, að þessi silfurlitaði smáfiskur gefi okkur ógrynni af erlendum gjaldeyri, því við erum komin í þrot og mikið meira en það. Bétt er að minna strax á það, sem öllum er ljóst, að Iiðinn áratug hefur ís- lenzka þjóðin aflað þau fá- dæmi af erlendum gjald- eyri, að við ekkert er að miða eða jafna í viðskipta- sögu landsins frá byggingu þess. 1 upphafi þessara vel- gengnisára var hlaðinn upp dimmur, djúpur og botn- laus brunnur, sem lögum samkvæmt skyldi taka á móti öllum auðæfunum og ávaxta þau, þjóðinni til heilla og hagsbóta. Ýmis nöfn hefur þessi skugga- lega hít hlotið, og er ég ekki viss um að muna þau öll, og þó: Gjaldeyris- og innflutningsnefnd — Við- skiptaráð — Viðskipta- nefnd — Fjárhagsráð, gjaldeyris- og innf lutnings- deild, og ef til vill fleira, en það skiptir ekki svo miklu máli, því gripurinn er alltaf sá hinn sami, að því er virð- ist óumbreytanlegur, nema hvað ellin hlýtur alltaf að rista runir tímans á fórn- ardýr sín, hvort sem þeim eru gefin ný nöfn eða stáss- Ieg kíæði. , Þessi gjaldeyrishít er ennþá við líði, og það er lifsspursmál fyrir íslenzku þjóðina að byrgja brunn- inn ,áður en við kunnum að eignast tugmilljónir í erlendum gjaldeyri á kom- andi síldarvertíð, ef skap- arinn lítur enn einu sinni til okkar í náð. Það þarf sem fyrst að loka og inn- sigla eina eða tvær hæðir í húsi Kron við Skólavörðu stíg 12, þar sém Fjárhags- ráð, gjaldeyris- og inn- flutningsdeild hefur skrif- stofu. (Ef ekki er búið að breyta um nafn?). Ef það er talið nauðsyn- legt, að við höldum áfram að haga okkur eins og fífl í gjaldeyrismálunum, þá ætti slíkl að vera fram- kvæmanlegt, án þess að gera það eftir settum regl- um eða lögum. Það ætti ekki áð vera nauðsynlegt að géra það undir yfir- stjórn einhverra ákveðinna nefnda. En þannig hefur það verið undanf arin ár, og árangurinn þekkjum við. Væri ekki skynsamara, að við fengjum að nota brjóst- vit okkar sem frjálsir menn ? Getum við ekki gert ráð fyrir, að íslenzka verzl- unarstéttin sé starfi sínu vaxin? Er ekki bönkunum trej standi til þess að hafa stjórn hins erlenda gjald- eyris á hendi? Er ekki nefndafargan og höft lið- inna ára nægilega búið að leiða islenzka verzlun og viðskipti niður í aumustu niðurlægingu og skitbuxna hátt? Þar sem mig langar til þess að ræða lítillcga um nefcdir þessar og störf þeirra, eins og þær hafa komið mér fyrir sjónir, en það mun vera leyfilegt sam- kvæmt íslenzkum lögum, þá ætla ég að hafa einn samnefnara í grein minni fyrir öll nefndanöfnin, sem ég gat um áðan, lesendum og mér til þæginda, og get- um við hér ef tir nef nt g jald eyrishítina t. d. GIVF. Við verðum fyrst og fremst að gera okkur Ijóst, að flest íslenzk lög eru á- kaflega hulin rökkri og þokusúld, svo að sauðsvart ur almúginn á mjög erfitt með að henda reiður á þeim, en lögspekingar geta aftur á móti oft fengið það út úr þeim, sem þeir óska í það og það skiptið og þeim hentar í hvert sinn. Enda er það vitað, að sjaldnast þýðir óbreyttum borgara eða félögum að fara að agneitast við hið opinbera, því málið er venjulega fyrirfram tapað. Þanrág er það með lög um ráðstöfun á íslenzkum gjaldeyri, að almenningur veit ekki, hve stjórnarvöld eða aðrir aðilar en GTVFi hafa að meiru eða minnaí leyti haft þar hönd í bagga* GIVF verður því að teljas* fulltrúi fyrir alla opinbera afskiptasemi af gjaldeyris- málunum. Fyrir nokkrum árum var í einu dagblaði borgarinnar ráðizt allharkalega að eio- um anganum af GIVF, sv» að nefndarmenn þykktust við. Opinber réttarrann- sókn fór fram, og var lög- vís maður með f ógetahúfu látinn f jaila um málið og kryf ja það til mergjar. —¦ Endalok þessarar rannsókm. ar urðu þau, eftir því sena dagblöð tilkynntu í vetur* að nefndin hefði á árino! 1947 (að mig minniir)) UNNH) EFTIR SETTUM EEGLUM og væri því árás in og-ummælin dæmd dauíí og ómerk. Löghlýðnir ís- Iendingar beygja sig auð- vitað undir fógetaúrskurð* Fjramh. á 4. síðu. »MATSEÐILL MÁNADARINS« Yerðiaunasamkeppni um, hvað alntenningur á að éfa í dag efnir Mánudagsblaðið til samkeppni. Samkeppni um það mál, sem snertir okkur öll, þ. e. a. s. spurningnna um, hvernig við getum lifað á því kaupi, sem nú er. * Dæinið, sem keppt er tím, er ofur einfalt. Það er um mann á bezta aldri, sem ekki er bundinn nokkrum pólitískum stjórnmála- flokki, hefur í mánaðarlaun sautján hundruð (1700,00) og á tvö börn. Þú átt, lesandi góður, að semja fyrir þessa fjölskyldu „matseðil mánaðarins" og sá ykkar, sem beztan matseðil getur samið, fær að verð- launum eitt hundrað krónur. Þér er frjálst að setja á lista þennan alla fáanlega matvöru, en þá verður að gera ráð fyrir eftirfarandi: húsa- leigu, klæðnaði, opinberum gjöldum, sköttum, sjúkrasamlagi, Ijósi og hita o. s. frv. Öllu öðru, svo sem skemmtunum, (bió, leik- hús, kaffihús) ferðalögum, (ferðalögum með áætlunarferðum til t. d. Þingvalla einu sinni á ári), vínföngum (t. d. vinflösku með kunn- ingja hálfsmánaðarlega) máttu sleppa, því rík- isstjórnin er ekkert hrifin af slikum „lúxus" mitt á sparnaðaröldinni, fyrir almenning. Ekkert tillit skaltu taka til þess að börn burfi að búa út í sveit eða skóla. Slíkt er óhóf. Þú verður hinsvcgar að hafa í huga, að ís- land græddi mest allra landa Evrópu á stríðs-*, árunum, og kröfur þeirra sem lifa árið 195® til þess að lifa mannsæmandi lífi. Þessi samkeppni snertir bæði þig og mig lesandi góður. Dæmið er tekið úr daglega lífiira og margir búa við verri ástæður en þessi hjón. Maður sá, sem um er rætt kom á fund rit* stjórnarinnar og lagði ífram kvittanir fyrirl laun sín og jafnframt heimilisútgjöldum. Hantt' hafði að vísu leyft sér nokkuð óhóf, sem hefðl komið sparnaðarmönnum ríkisstjórnarinnar tH þess að umhverfast af heilagri. vandlætingu.. Hann hafði gefið konu sinni kápu (800 krónur)! á fimm ára giftingarafmæli þeirra 5. maí og> keypt sjálfum sér í tilefni dagsins splunku-* nýjan sexpensara. Hér er dæmið, lesandi — einfalt, en satt. Þa# eina sem þú þarft að gera er að semja matseð-* ilinn og senda Mánudagsblaðinu hið bráðasta, Bezti seðillinn verður svo birtur í blaðinu tfll þess að almenningur geti, sem bezt áttað sig á) hvernig ríkisstjórnin ætlast til þess að við lif-» um. Með seðlinum óskast fullt nafn og heini-» ilisfang, og verður því haldið leyndu, ef þil óskar þess. Ritstj. Utanaskrift: MÁNUDAGSBLAÐH>, Keykjavík. VJS. Ríkisstjórninni í heiW eða einstökunQ meðlimum hennar er heímil, þátttaka. 1

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.