Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 05.06.1950, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 05.06.1950, Blaðsíða 3
Mánudagur 5. júní 1950. MANUDAGSBLAÐIÐ Eg las ritstjórnargrein „Vísis“ um þessa „skuld“ í tölublaðinu frá 16. maí, og er Dönum þar með réttu álasað fyrir dónalega framkomu í okkar garð, þegar semja átti um viðskipti okkar og þeirra nú á dögunum. Hins vegar fundust mér þær á- lyktanir, sem dregnar voru af þessu atviki, ekki að öllu réttar. Það er að vísu rétt, að vilji þjóð, ekki sízt smá- þjóð einsog íslendingar, kom ast hjá því að láta auðmýkja sig í viðskrptum við sumar aðrar stærri þjóðir, þá er nauðsynlegt að vera skuld- laus og óháður fjárhagslega. Þetta er gullsatt bæði um ríki og einstaklinga. Því er bætt við, að jafnvel „norræn samvinna“ geti ekki komið í staðinn fyrir efnalegt sjálf- stæði. Það er alveg rétt, því hún getur ekki komið í stað- inn fyrir neitt, svo er það orðið augljóst, að hún er ekkert nema kampavínsskála skvaldur og miðdegisveizlna- kjaftæði. Og ef út í það fer er okkur óhætt að muna eftir því, að skyldleiki okkar við norrænu þjóðirnar er svo lít- ill, að hann er varla nefn- andi, því að við erum Keltar — það er marg- og nýsannað. Kitstjórnargreininni lýkur með þessum orðum: „Sem ibetur fer er skuldin við Dani ekki mikil, enda verður að krefjast þess af gjaldeyris- yfjrvöldunum, að hún verði greidd án tafar, svo auðmýkj andi sem hún er.“ Þetta nær bókstaflega engri átt! Það á ekki að borga rauðan eyri af þessu að sinni. Ástæðan er aug- Ijós. í fyrra gerðu íslend- jingar samning við Dani um gagnkvæm jafnvirðiskaup að upphæð 22 milljónir króna. iVið keyptum þá fyrir 44 milljónir hjá Dönum, og er þar af ógreitt eitthvað á aðra milljón. En Danir keyptu hér ekki fyrir nema 7 millj. kr. Danir hafa því vanefnt þennan verzlunarsamning við okkur, og eiga eftir að kaupa fyrir 15 milljónir króna. Það er þess vegna alveg ástæðu- Jaust fyrir okkur að horfa í gaupni út úr. þessari skuld, því ef Danir hefðu efnt sarnn inginn, þá væri skuldin ekki ítU, og við ættum 13 millj- 'ónir króna inni hjá þeim. [Það er því og heldur engin ástæða til þess að skora á gjaldeyrisyfirvöldin að fara að hlaupa til og reyna að láta borga þessa skuld. Þvert á móti! En það ér ástæða til þess að skora á þá, sem ptjórna verzlunarmálum jlandsins, að biðja utanríkis- J-áðuneyti vort að krefast þess mjög éindregið af stjórn Dana, að hún sjái til þess, að þeir efni við okkur við- skiptasamninginn frá í fyrra og kaupi hið bráðasta fýrir GuSbrandur Jónsson prófessor: »SKULDIN« VIÐ DANI 15 milljónir hér. einsog þeir eru skyldir fil. Ritstjórnargreinin bendir réttilega á hið ósæmilega framferði hinnar dönsku nefndar í okkar garð, að birta einhliða yfirlýsingu um það, að samningarnir hafi strandað. Þetta getur orðið til þess að rýra erlendis það fjárhagslega traust, sem við eigum skilið þar. Slíkan ut- anríkispólitískan skepnuskap eigum við ekki að líða Dön- um. Utanríkisráðuneyti vort á að bera sig mjög harkalega upp undan þessu við utanrík- isstjórn Dana og krefjast þess, að beðizt sé eindregið afsökunar á þessu athæfi. Þá er það athugunarmál, hvort okkur sé nokkur akk- ur í því að gera viðskipta- samninga við þjóð, sem ekki er fær um, eða ekki vill standa við það, sem hún gengst undir. Eftir að sambandinu við Dani var slitið, hafa fslend- ingar verið óeridanlega um- burðarlyndir við þá, svo um- burðarlyndir, að maður skyldi ætla, að okkur fyndist við hafa gert á hluta þeirra með því að skilja við þá. iMeðan sigurvíman var á Dönum, rétt eftir ófriðinn, drápu þeir af okkur menn, og gáfu svör við fyrirspurn- um um þau mál, sem engvir hefðu látið sér lynda af þeim, nema við. Við reyndum að sýna þeim alúð, þegar þeir áttu bágt eftir ófriðinn, en þeir þökkuðu það með úlfúð og durtshætti. Þeir halda fyr ir okkur handritum vorum og forngripum, en segja ast nú innan skamms munu birta nefndarálit frá sjálfum sér um það mál. Ýmsir íslendingar hafa ver- ið að leika sér að því, að fara að þeim bónarveg í þessu máli, í stað þess að krefjast svikklaust hins skýlausa réttar okkar. Þessir menn hafa bví verið að stæla strákinn upp í Dönum, og við en ekki mennirnir, mun- um að sjálfsögðu taka það út á okkur. Það mun nefnd- arálitið sýna, þegar það kemur, ef það kemur nokk- urntíma. Svona er allt hátta- lag Dana, og við ættum að vita það af reynslunni — margfenginni reynslu — að við höfum aldrei nokkurn tíma fengið rétt okkar hjá þeim, nema með illu, — því miður. Danir þurfa ekki að setja á sig greppitrýn vegna þess, að ísland skildi við Dan- mörku. Það kom þeim ekki við, það var einkamál íslend inga. Sumir, örfáir, þeirra á meðal ég, voru á móti að gera þetta í bráð, en allur þorri íslendinga taldi rétt að gera það tafarlaust, og þess vegna var það rétt. Danir verða nú að skilja, að þeir eru hættir að vera -herraþjóð hér, þeir eru hér ekki nema aðkomumenn og útlendingar. Við erum ekkert uppá Dani komnir. Við þurfum ekkert að kaupa hjá þeim; allt, sem þeir hafa á boðstól- um, getum við keypt annars- staðar. Við þurfum heldur ekki að selja þeim neitt, það raknar einhvern veginn fram úr sölu afurða okkar, án þess að við förum að gera okkur að hundum fyrir Dönum. Danir þrástagast á því, að við eigum að gleyma því, sem þeir hafa afbrotið við okkur á umliðnum öldum, og það er skylt, en þó því að- eins að þeir ekki haldi hin- um forna hætti við okkur, því þá á að muna. Danir skulu og muna það, að Færeyingar hafa fram að þessu, í skjóli Dana, notið sérstakra hlunninda hér. Eg vorkenni Færeyingum að vera í sambandi við Dani, en þeir um það. En það er á- stæðulaust fyrir okkur að veita Dönum hlunnindi hér á landi, sem þeir síðan geta notað til reksturskostnaðar við undirokun sína á Fær- eyingum. En þetta ríður ekki við einteyming. Síðan Danir sýndu okkur þetta tillæti, er skip okkar komið að landi. Hinn nýi „Gullfoss“ er kom- inn, og landsmenn fagna hon um. Hann hefur kostað milli 20 og 30 milljónir króna; er það lagleg fúlga, og hefur hún verið greidd að fullu. Viðtakendur greiðslunnar eru Danir, og er ekkert við því að að segja, að þeim sé greitt rétt kaup fyrir góða smíð. Danskar skipasmíða- stö^var mega líta glöðum erkiengilsaugum til Eim- skipafélags íslands, því að þær hafa fengið að smíða öll þau skip, er félagið hef- ur látið gera. Það eru því milljónir á milljónir ofan, sem ísland hefur mokað í Dani fyrir smíðina á skipum þessum, og þarf þó enginn að gera sér í hugarlund, að við hefðum ekki getað keypt þessi skip jafngóð og með jafngóðu verði hjá öðrum sem hjá þeim. Frakkar, Bret- ar og ekki sízt ítalir eru á- gaetir skipasmiðir, og hefðu þessar þjóðir sumar hverjar vel getað keypt af okkur ýmsar þær vörur okkar, sem Danir vilja ekki sjá og hafa reynzt torseldar, og keypt það magn, sem um munaði. Eg geri ráð fyrir því, að danska skipasmíðastöðin hafi ábatazt af smíðinni á „Gullfossi“, eins og sjálf- sagt er í eðlilegum við- skiptum. Þar með sýnist allt vera í lófann komið og jafnt. En einhverjum hefur litizt á annan veg, því nokkrum dögum eftir að Danir sýndu okkur þessa alveg óheyrðu móðgun 1 viðskiptasamning- unum, þá eru tveir Danir, starfsmenn skipasmíðastöðv- ar þeirrar, er gerði „Gull- foss“, sæmdir Fálkaorðunni, annar stórriddarakrossi, en hinn riddarakrossi. í viðlög- um er það kallað svo, að Eimskipafélagið sé eign allra íslendinga, þótt Guð einn viti, hvar hlutabréfin eru nið ur komin, enda er það einka- mál eigendanna — og skattayfirvaldanna. Það sem nú mun sagt er ekki talað til þess að blanda beizkju í gleðikaleik þessara tveggja Dana, ef þeir hafa nokkra á- nægju af krossum sínum, því þeir eru vafalaust meinlaus- ir skikkelsismenn og bera að sjálfsögðu ekki sína krossa lakar en urmull annarra Dana, sem fengið hafa Fálka orðuna, án þess að nokkur maður hér hafi getað rennt grun í, fyrir hvað væri verið að þakka þeim. Það er t. d. mörgum minnisstætt, þegar svo til heil skipshöfn á einni af lekabyttum danska flot- ans var sæmd íslenzkum heiðursmerkjufn — hvort skipskötturinn fékk nokkuð, man ég ekki. Hitt man ég, að það var látið heita svo, að það væri gert í þakklætis- skyni fyrir störf danskra varðskipa til varnar íslenzkri landhelgi. Það stökk sumum bros, þegar þeir heyrðu þetta, en flestir skelltu upp úr. Það vissu sem sé allir, að ís lendingar'‘höfðu ' síðan 1918 viljáð vera lausir við þessa dörisku þjónustu, en Danir höfðu hins vegar viljað halda í hana dauðahaldi, til þess að út á við gæti sýnzt svo, sem þ^ir hefðu enn einhver yfir- ráð hér. Hitt vissu allir, að sú þjónusta var blindónýt, því að varðskipin dönsku héldu laldrei lengta úr íslenzkri höfn en það, að hægt væri að snúa þangað aftur, áður en kaffirjómi skipherrans næði að súrna. Það er sannast að segja rétt einsog íslend- ingar væru að bæta einhvern Höskuld Hvítanesgoða við Dani, þegar þeir borga þeim 20—30 milljónir fyrir „Gull- foss“, og að hinn spaki Njáll legði silkislæður og bóta á hrúguna. Flosi var viðtak- andinn þegar Njáll gerði þetta, og hafði Njáll lítið til hans að segja, nema illt eitt; hann hefði því átt að vita, við hverju var af Flosa að búast. Það brauzt og þegar á eftir út kauðaeðli Flosa, því að hann fór háðulegum og illmannlegum orðum um Njál upp yfir alla fyrir vik- ið. Skarphéðinn þreif til sín slæðurnar og sletti bláum brókum í Flosa í staðinn. Þar fór Skarphéðni óvitur- lega, því að hann átti að glotta, þegja og strjúka í laumi eggjarnar á Rimmu- gýgi. En óviturlegast fór hin- um spaka Njáli, því að hann átti að láta það duga að greidd væri fúlgan vel og heiðarlega, en reyna fyrsfc Flosa að drengskap, áður en' hann legði silkislæður og bóta á fúlguna. Oss er vitan- lega hagur, að landið hafi eignazt gott skip, og það hefði mátt fá allsstaðar, en Dönum var meiri hagur af að fá verkið og hljóta ábatann af því, en oss að eiga þessi' kaup við þá frekar en aðra. Þeim hefði því verið nær að leggja drengskap ofan ál skipið, en okkur að leggja silkislæður ofan á ábata þeirra. En það var öðru nær en að þeir gerðu slíkt; þakk- læti þeirra hefur ekki einu sinni birzt í hnappagötum forstöðu'manna Eimskipafé- lags íslands, sem var útiláta- lítið, og er þó bættur skað- inn. Hið góða, fallega skip „Gullfoss“ á nú að hefja ferð- ir um Leith til Kaupmanna- hafnar. En hvaða erindi á það þangað? Danir viljæ. ekkert af okkur kaupa ogr við getum því ekkert af þeim keypt, enda þurfum við þess ekki. Skipið hlýtur því að renna galtómt milli Dan- merkur og íslands, og það*- hlýtur að verða eintómt tap á ferðunum. Væri ekki jafn- gott að lofa Sameinaða gufu- skipafélaginu að sitja einu að því tapi og láta „Gullfoss“ ekki fara lengra en til Leith.. Einhver kann að benda: á farþegaflutninginn, en úr því' viðskipti eru engin landannai á milli, þá er óljóst, hverfc erindi Danir eiga hingað, og~ enn síður hvaða erindi ís- lendingar eiga til Danmerk- ur, nema ef það skyldi véra að glugga í handritin okkar og skoða forngripina okkar, sem Danir halda fyrir okkur með röngu. En ef landarr vilja skoða heiminn, skulit þeir íara til þeirra landar sem eru menningarmiðstöðv— ar hans, til Frakklands, ítaÞ* Framhald á 8. síðu

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.