Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 05.06.1950, Síða 4

Mánudagsblaðið - 05.06.1950, Síða 4
4 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 5; júní 1950. - MÁNUDAGSBLAÐIÐ BLAÐ FYRIR ALLA Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason Blaðið kemur út á mánudögum. — Verð kr. 1,50 í lausa- sölu, en árgangurina, 52 blöð, 48 krónur Afgreiðsla: Kirkjuhvoli, 2. hæð, opin á mánudögum. Sími ritstjóra: 3975. Prentsi ðja Þjóðviljans h.f. Cjaldeyrisnefndin f Framhald af 1. síðu. | að minnsta kosti ef þeir [ nenna ekki að. áfrýja til | liæstaréttar, og verðum | við því að álykta, að nefnd- [ armennirnir vinni strang- heiðarlega eftir settum reglum!! En hvernig skyldu þá þessar furðulegu reglur vera, fyrst dómurinn féll á þessa leið? Eg veit það ekki, og ég hugsa, að flest- ir lesendur mínir viti það efcki heldur. Við verðum því að gera okkur í hugar- lund, hvernig þær líti út. Mín persónulega skoðun er sú, að þessar „settu regl- ur“ séu einhver dæmalaus vanskapnaður og saman- setningur, og það sé hunda heppni, ef þær hafa ekki í gáleysi verið gripnar upp úr okkar ágæta blaði „Speglinum“. Eg ætla að minnsta kosti að bregða upp nokkrum spegilmynd- um af störfum GIVF, eins og þau hafa komið mér fyr- ir' sjónir í sambandi við þau viðskipti, sem ég hef neyðzt til þess að eiga við GIVF undanfarin ár. Eg efast ekki um, að flestir lesend- ur þessa blaðs eigi margar furðulegar minningar um sín viðskipti við nefndina, og getur því hver og eiun reynt að gera sér hug- myndir um reglur þessar, sem GIVF á að starfa eftir, og hefur gert, eftir því sem rétturinn segir. Við verðum að sætta okk ur við fógetadóminn um GIVF/4, en marga menn vissi ég hlæja mikinn, er þeir lásu hann, og ýmsum þótti. hann fyndnasta skrýtlan, sem komið hafði í Morgunblaðinu árum sam an. Maður neyðist stund- um til þess að finna skop- ið í alvarlegustu atburðum, þótt sú iðja virðist nokkuð kaldhæðnisleg. Fyrir um tveim árum tók GIVF þá ákvörðun að setja verk sín á meta- skálar. Með auglýsingum í dagblöðum og út varpi kall- aði mefiulia inn öll þau leyfi, sem væru í umferð. Það var þegar orðið Ijóst, að of mikið hafði verið gef- ið út af þeim bláu sneplum. Enda kom í Ijós, þegar far- ið var að telja saman, að GIVF var búin að gefa út gjaldeyrisleyfi fyrir tug- um milljóna króna fram yf- ir það, sem til var af er- lendum innstæðum. — Fá- fróðir og embættislausir fuglar eins og ég, spyrja í einfeldni: Hafði GIVF með öUu sínu fjölmenna skrif- stof uliði ekkert bókhald haft yfir það, hvað eyddist af gjaldeyri þjóðarinnar? Var það þá satt, sem allir fuUyrtu, að sérhver nefnd- armaður og ýmsir fulltrú- ar GIVF sætu kófsveittir við skriftir, við að gefa út leyfi upp á eigin spýtur til vina, ættingja og kunn- ingja, og án þess að það kæmi fyrir nefndarfundi? Hvaða skýring er önnur til á svona vinnubrögðum ? Eg trúi því varla, að þeir hafi verið SVO kærulausir og heimskir, (við öUu er ]>ó að búast), að þeir hafi gefið út leyfin á síldarpeninga, á meðan sUdin var enn ó- veidd einhversstaðar úti í hafi. Það þætti líklega ekki gáfulegt af embættislaus- um almúgamanni, sem spil- aði til dæmis í háskólahapp drættinu, ef hann tæki upp á þeim skratta að fara að •eyða og sóa háum vinningi áður en búið væri að draga og áður en hann vissi hvort vinningurinn félU í hans lilut. Það er margt, sem bend- ir til þess, að vinnubrögð GIVF hafi fyrr og síðar verið með þeim endemum, að slíkt og þvílíkt sé ó þekkt á nokkurri annarri 0 opinberri skrifstofu hér á landi, og er þá mikið sagt. Mín reynsla er að minnsta kosti sú, að ég hef aldrei kynnzt annarri eins upp lausn, ókurteisi og ósann sögU. Þetta stafar eflaust ekki af lélegu innræti eða eðU starfsfólksins, því sumir hver^r eru alúðin sjálf ofan í tær, en það virð ist enginn vita neitt og eng- inn vera skyldugur tU þess að taka tilUt til þess, að tími viðskiptamanna nefndarinnar sé einhvers virði. Eg efast ekki um, að margt af starfsfólkinu vinni eins og fyrir það er lagt, og Uka þegar það skrökvar því að okkur, að þeir menn séu ekki við, sem spurt er eftir. Ekki veit ég, hver réð því, að aldrei þurfti ég að búast við því, að ég fengi svar við um- sókn, sem ég sendi inn til GIVF á þeirra eigin eyðu- blöðum. Maður varð að fara aftur og aftur í bið- raðir, til þess að fá að tala við þá háu herra, sem „tóku á móti“, og ef þeir fengust til viðtals, þá varð að knékrjúpa fyrir þeim, og helzt að kyssa þá á stóru tána og bið ja þá náðarsam- legast að svara umsóknun- um. I hverri ferð varð ég að leggja inn afrit af um- sókninni, því auðvitað kom það ekki til mála, að hægt væri að finna þær umsókn- ir, sem áður var búið að leggja inn. Nefndarmenn- irnir, sem voru útblásnir af elskulegheitum, lofuðu að TAKA UMSÓKNINA FYK IR Á FUNDI, því þetta var stórt útflutningsfyrirtæki, sem ég sótti um fyrir. Ekki var hægt að afgreiða MIG á stundinni, því ég var ekki í neinum f jölskyldutengsl- um við neinn þeirra og hafði sóma míns vegna forðazt að komast I kunn- ing -iskap við meðlimi GIVF. Þessar ferðir var maður neyddur til þess að END- URTAKA nokkrum sinn- um, því auðvitað kom ekk- ert svar, þrátt fyrir gefin loforð. Stundum stríddu þeir mér með þvl í nokkrar vik- ur að segja, að umsóknin lægi hjá Fjárhagsráði til umsagnar, en þegar ég fór þangað ,sagði Fjárhagsráð, að mnsóknin væri hjá GIVF. Það var innilega leiðinlegt að rölta á miUi þessara herra og láta hafa sig þannig að fífli, þar sem ég vissi, að hvorugur aðil- inn treysti sér til þess að finna umsóknina eða nennti því ekki, og þótti því þægilegra að taka ó- sannindin í þjónustu sína. Það var heldur ekki heigl- um hent að ná tali af „æðstu prestunum“, því t. d. í Fjárhagsráði þurfti maður fyrst að snúa sér til láglegrar stúlku, sem sat inni í afgirtum krók, og hafði það hlutverk áð vtsa váðskiptavinum ’ inn til manns, sem var í öðru her- bergl og hafði þann starfa að vísa okkur viðskiptavin- unum inn til fulltrúans, sem ekki var við, eða þá upp- tekinn á fundi úti í bæ. Lokasennan stóð svo um það; nefndarmenn sögðu leyfið vera afgreitt, en af- greiðslustúlkurnar sóru og sárt við lögðu, að það hefði ekki komið fyrir augu þeirra. Það var oft erfitt að fá þessa tvo aðila til þess að syngja sömu rödd, en ég er helzt á því, að stúlkurnar hafi haft rétt- ara fyrir sér, nema hvað þær leituðu stundum mjög kæruleysislega í tugum eða hundruðum leyfa, sem ekki virtist raðað eftir stafrófs röð. En ég gerði mér í hug- arlund, að þeim leiddist innilega þessi sísuðandi mannskapur fyrir framan borðið, og mér fannst það nærri því eðlilegt, því þeir voru oft fram úr hófi þrá- ir. Oftast fékkst þó leyfið tveim til f jórum mánuðum síðar en bráðnauðsynlegt var. Eitt vorið, þegar ég var að eltast við stúlkumar hjá GIVF og néfndina sjálfa, varð ég þess vís, að mikil og óhugguleg pest geisaði um höfuðstaðinn. Ekki vissi ég, hvernig hún verk- aði á sjúklingana, en bólu- setningar og súlfatöflur dugðu víst ekki til þess að lækna. Hið eina, sem virtist duga, var að senda sjúkl- ingana til útlanda sér til heilsubótar. — Hundruð manna stormuðu upp í skrifstofur GIVF og veif- uðu læknisvottorði framan í starfsfólkið og kröfðust þess að fá erlendan gjald- eyri út á þessi plögg, svo þeir mættu lífi og limum halda. Auðvitað urðu svona alvarleg tilfelli!! að ganga fyrir öðrum ónauðsynlegri greiðslum. Allir aðrir en meðlimir GIVF vissu upp á sína tíu fingur, að hér voru óheiðarleg vottorð á ferðinni. GIVTF jós pening- um á báða bóga I þessar heilsubótarferðir. Eg er ekki að fárast yfir því, að Islendingar fái tækifæri til þess að fara utan og skoða sig um, því að það er hollt og nauðsynlegt hverjum manni; é g er aðeins að benda á það furðulega fyr- irbæri, að eltki var hægt að fá til þess leyfi nefndarinn ar nema með blekkingum. Og furðulegt var það, að læknar skyldu fást til þess að misnota ábyrgðarstöðu sína í þjóðfélaginu og mis- bjóða virðingu sinni með slíkum ritstörfum. Þegar svo GIVF fór að skammast sín fyrir þetta, sneri hún blaðinu svo hreinlega við, að oft var erfitt að fá g jald eyri til lækninga í lífsnauð- syn, nema með ærinni fyr- irhöfn. En það þarf ekki vottorð tU þess að blekkja GIVF, því enn þann dag í dag fer fólk út um allar álf ur í lúx- usflakk með bíla sína, fólk, sem gerir sér það að reglu að FARA ÁRLEGA til út- landa að gamni sínu. Það má vel vera, að sumir þess- ir flækingar biðji ekki imi neinn gjaldeyri og geti far- ið án þess. En ég hef aldrei heyrt þess getið, að gjald- eyriseftirlitið spyrji þá við heimkomuna fyrir hvaða fé þeir hafi lifað og leikið sér. Það er víst engum, sem kemur það við, og ef til viU hefur gleymzt að setja ákvæði um það í lagabók- stafinn. Þess ber og að gæta, að gjaldeyrisþjófarn- ir eru meira og minna úr öUum stjórnmálaflokkun- um og þessi „smáatriði“ eru því dregpn út úr deilu- málunum, af því að þau eru kaup-kaups, eins og svo margt annað, sem sam- komulag næst um að þegja yfir í öUum stjórnmála- flokkunum. GIVF á líka mikia sök á þessu, þar sem ýmsir telja það ekld saknæmt að draga erlendan gjaldeyri undan handarjaðri þeirra, vegna þess að nefndin noti hann hvort sem er aðeins á rang- látan og fyrirlitlegan hátt handa vinum sínum og kunningjum, án tiUits til þess, hvar þörfin sé brýn- ust. Innflutningur á liðnum árum hefur verið furðuleg- ur. Það er oft búið að skrifa um það, að GIVF virðist aldrei liafa gert sér það Ijóst, hvað okkur Islending um væri liollt að flytja inn margar bifreiðar. Enn þann dag í dag er verið að flytja inn nýjar lúxusbif- reiðar. Það er víst ekki nærri komið nóg. En liverj- ir fá að flytja inn þessa vöru? Vinir og kunningjar? Það er að minnsta kosti þýðingarlaust fyrir hvern óbreyttan borgara að sækja um leyfi til þess. Ef umsækjandi er ókunnur, heiðarlegur og hrekklaus, og vill ekki fara neinar krókaleiðir, þá fær hann að eins blátt eg kalt N(EI, og það er jafnvel hlegið að barnaskap hans. Nei, það er jafn nauðsynlegt fyrir hann að.fágott „samband“ Framhald 4 7. siðu.

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.