Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 05.06.1950, Qupperneq 6

Mánudagsblaðið - 05.06.1950, Qupperneq 6
MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 5. júní 1950. FRAMHALDSSAGA: Ríkur madur - fátæk stúlka Eftir MAYSIE GREIG 5. KAFLI ,,Það er ákaflega vel gert •«f þér“, sagði Faversham, .„ég skal ekki gleyma því.“ „Nei“, sagði Paul rólega, „ég ætla mér ekki heldur að láta þig gleyma því.“ Rödd hans var svo hörð, iað bæði Cara og Faversham ^ilitu ósjálfrátt upp. Þau -störðu bæði á hann, meðan hann kveikti sér rólega í sígarett uog sagði síðan. „Þessi litla lygi þín kemur til að kosta þig nákvaamlega ■ eitt þúsund pund, og ég væri þakklátur, ef þú gæfir mér .ávísun þína eins fljótt og hægt er“. „Hvað segirðu?“ Rödd Fav- ershams var hás, og svipur- inn lýsti vantrú. „Þú meinar •ekki það, sem þú segir Paul?“ Paul fékk sér annan reyk “úr sígarettunni. Hann horfði upp í loftið. „Eg fullvissa þig um, að ég meina það“, • sagði hann rólega. „Þegar á allt er litið, því ekki? Þús- ** un'd pund breyta engu hjá þér, en þau hjálpa mér úr mikíum peningavandræðum. Þar að auki ættilrðu að á- líta þetta mjög ódýrt. Að borga núna eitt þúsund punc til þess að þurfa ekki að :fórna fjörutíu þúsund á ári scinna. Engipn óbrjálaður xnáður myndi hika. Láttu mig hafa ávísunina, og þú . gctur sagt gömlu konunni, að ég hafi farið til Parísar og .gift mig þar, ef þú vilt“. Það varð önnur þögn. Fav- • ersham starði á hann undr- andi augum. „Skrattinn hafi þuð“, sagði hann, „það eru ekki þessi þúsund pund, ég hcfði látið þi| hafa þau, ef þú hefðir beðið um þau. En :að þú skyldir taka þessu á þennan hátt, það — er ......“ " hann þurrkaði sér um ennið mcð silkivasaklút. , Það er sama, sem fjárkúgun“. En Paul sat bara og brosti :róloga. „>Mér þykir leitt, að þú ert æstur“ sagði hann þurrlega, .,*ef til vill hefði ég átt að scgja þetta á annan hátt. Við skulum heldur segja, að pen- ingarnir séu lán, sem á að . greiðast, þegar mér sýnist.“ Faversham sýndist létta. Fas hans varð rólegra. „Ó — jæja“ sagði hann. „Fyrst við getum litið á það sem lán ....... ekki að þú þurfir að flýta þér að endur- gjalda það,“ flýtti hann sér að bæta við. „Það hljómar vissulega teetur“, samsinnti Paul, „og : sv0 lengí sem hlutirnir hljóma rétt, þá eru þeir rétt- -fir ffá þínu sjónarmiði, er það -ekki Faversham?“ Hið fagra andlit frænda - noðnaði dálítið. Hann • jjt-únni■; aldrei við Paul, þegar t'tra-riii var í hæðnisdcapi. Paul stóð á fætur. „Eg skil þig eftir með ung frú Reni,“ sagði hann „þrjú saman er allt of margt og aldrei jafn leiðinlegt og þegar dansinn er í fullum gangi. Auk þess hefi ég grun um, að ungfrú Reni kunni að meta það að vera ein með þér. Hún var ekkert hrifin af fylgd minni hingað í kvöld. Það ætti að óska þér til hamingju Faversham. Hún er mjög falleg stúlka, þú mpndir víst ekki,“ bætti hann vió dálítið brosleitur, „vilja láta hana fylgja þess- um þúsund pundum.“ „Cara roðnaði. Hana dauð- langaði til þess að rísa á fætur og gefa honum vel út látinn löðrung. Hún hafði nú sömu skoðun á honum og í fyrstu. Hann var ekki ein- ungis mjög ógeðfelldur mað- ur, heldur sýndi það sig, að hann var jafnframt mesti refur. Það var óþokkabragð að pína þessi þúsund pund út úr Faversham. Favers- var mjög móðgaður yfir síð- ustu orðum Pauls. „Sjáðu nú til, Paul .......“ byrjaði hann. „Eg ætlaði ekki að móðga þig“ sagði Paul léttilega. „Það er ekki eins og að biðja um tunglið og stjörn- urnar, finnst þér? Auk þess, veit ég ekki, hvað ég hefði átt við hana að gera, ef hún hefði fylgt þessum þúsund pundum. Hún virðist ung stúlka með ákveðnar skoðan- ir, og þær skoðanir virðast ekki samrýmast mínum þessa stundina. Þakka fyrir kvöldverðinn, Faversham. Þetta er * bezti kvöldverður, sem ég hefi fengið svo mán- uðum skiptir“. Hann sneri sér^að C-öru, hneigði sig og dætti við með stríðnisglotti. ,iQg þakka yður, ungfrú Reni, fyrir að leyfa mér að sjá dökkrauða sloppinn yðar í kvöld. Það var sannarlega meira spennandi\en að verða að bíða frammi á ganginum, þar sem allt lyktaði af steyktum fiski. Eg vona, að þér leyfið mér að heimsækja yður einhverntíma í framtíð- inni; En ......“ bætti hann við, þegar hann sá, að hún var um það vil að svara hon- um reiðilega, „verið þér ekki of fljótar að bjóða mér heim. Maðurinn er alltaf hrifnari af því, sem hann verður að hafa eitthvað fyrir “ Faversham og Cara störðu á eftir honum. Þau roðnuðu bæði og reiðin tindraði í augum þeirra. Brúnu augun hennar Cöru skutu neistum. Hún var að velta því fyrir sér hvort henni hefði nokk- urn tíma verið eins illa við mann eins og henni var við frænda Favershams. Það var Faversham, sem að lokum rauf þögnina. Þetta hafði verið óróaleg þögn. Hann strauk hendinni uip. hárið og sagði? ,,‘Satt að segja datt mér aldrei í hug, að Paul gæti lagst svona lágt. Eg veit að hann hefur verið sama sem félaus í nokkurn tíma, en fjandinn hafi það, það er honum sjálfum að kenna. Hann vill ekki taka nokkra heiðarlega vinnu. Hann er alltaf að fikta við vélar. Öll fjölskyldan er orðin á móti honum. sérstaklega gamla konan. Eg verð að segja það, að ég hef alltaf reynt að verja hann, en núna ....“ Hann hreyfði höndina eins og hann væri að af- saka eitthvað. „Það er erfitt að ganga framhjá þessu at- riði“. Cara kinkaði kolli alvar- leg á svipinn. „Það er satt“ sagði hún. „Eg veit“ hélt Faversham áfram, „að ég hefði ekki — hefði ekki átt að segja ömmu að það væri vegna Pauls, að ég væri að heim- sækja Letty. En þegar á allt er litið þá getur það ekki gert honum neitt illt. Hún vill ekkert hafa með hann að gera, hvort sem er ...... Og svo, þegar ég hafði beðið hann afsökunar þá fer hann svona að ráði sínu. Ekki“, bætti hann við í flýti, „svo að skilja að mér standi ekki á sama um þessi þúsund pund, það er aðferðin.“ Cara kinkaði kolli hátíð- lega til samþykkis. Hegðun Pauls hafði alveg hvítþvegið Faversham í augum hennar. Hún hefði ekki getað skýrt, hvernig þetta skeði, en það skeði samt. Hann var aftur kominn í hið mikla álit, sem hann hafði næstum hrapað úr um kvöldið. Meðan á þögninni stóð leit Faversham yfir borðið og hreifst aftur af æsku og fegurð. hennar. Honum hafði í hattabúðinni, að hún væri, sem grísk gyðja, klædd holdi og blóði, og nú vaknaði sama tilfinningin hjá hon- um aftur. Hún var svo sér- staklega beinvaxin og mátu- lega grönn og vöxturinn gjörsamlega fullkominn; hárið ú henni, tinnusvart, var vafið í grískan hnút í hnakkann. Pául hafði sagt að hún væri lagleg, en honum fannst hún meira en lagleg; hún var fögur. Hann studdi báðum olnbogunum á borð- ið, hallaði sér að Cöru og sagði: • „Eg er hræddur um að þér hafið ekki fengið gott álit á mér eftir þetta atvik?“ „Eg skil“ sagði Cara hægt, „að minnsta kosti held ég að ég geri það. Þegar menn lenda í vandræðum, þá segja þeir oft það fyrsta, sem þeim dettur í hug.“ „Þetta er fallega sagt af yður“ sagði hann dálítið hás, og um augnablik, mættust augu þeirra í þægilegu ljós- inu. Það var heillandi augna- blik, augnablik sem þau skiptust á einhverju — ein- hverju sem er næstum of dýrmætt til þess að segja í orðum; þegár spurninga er spurt og svarað, ósjálfráðra spurninga, sem hvorki fylgir skynsemi né rökfræði. „Eigum við að dansa?“ spurði hann allt í einu. Þó hann væri ekki dansari af guðs náð, þá voru hreyf- ingar hans virðulegar og takt vissar. Hann var líka fall- egur á gólfinu og hélt Clöru eins og stúlkur vilja að þeim sé haldið — innilega en þó ekki of innilega, jafnframt því sem hann eins og gæfi í skyn að hann væri ekki að- eins að verja hana fyrir öðr- um dansgestum á gólfinu heldur einnig fyrir öllu illu í heiminum. . Þau töluðu fátt meðan þau dönsuðu. Cara var alltof sæl til þes$ að tala. „Þetta var mjög gaman“ sagði Faversham þegar þau settust niður. Yndislegt“ sagði Cara hljóðlátlega. „Við verðum,“ hélt hann ófram, „að fara oft út og dansa saman.“ Hún brosti. „Eg hef ekkert á móti því.“ „Segið mér“ og það var nýr ákafi í rödd hans, „allt um sjálfa. yður; Eg veit að Thersea, en hvað gerið þér annað? Búið þér hjá foreldr- um yðar, eða einar?“ „Eg bý“ sagði Cara alvar- lega „með herra Tidworth.“ „Herra Tidworth?“ spurði hann hálf ókvæða. „Með herra Tidworth?“ endurtók hann. Cöru langaði til þess að hlæja. Hafið þér nokkuð við það að athuga þó ég búi með herra Tidworth?“ spurði hún. Svipur hans var auðlesinn. Hann hafði óteljandi hluti við það að athuga að hún skyldi búa með herra Tid- worth, hver sem hann kynni að vera. Henni varð skyndi- lega ljóst að hann var af- brýðisamur og henni fannst hún verða óumræðilega ham- ingjusöm. „Er hann“ spurði hann dá- lítið loðmæltur „ekki ætt- ingi yðar eða eitthvað slíkt?“ Hún hristi höfuðið. Glettn- in skein úr augunum á henni. „Nei, ekkert skyldur. Við bara búum saman okkur til ánægju“ Hann fékk andköf. „En héfur hann ekkert við það að athuga að þér — að þér skuluð fara út með mér?“ spurði hann. Henni var erfitt um að halda niðri í sér hlátrinum, en henni tókst það þó með áreynslu, og svaraði alvar- lega: „Honum er aldrei um að ég fari út á kvöldin. Honum leiðist að vera skilinn eftir einn.“ Nú varð aftur þögn. Hún var um það bil að gefa skýr- ingu, þegar hann spurði: „Hvað ætlizt þér fyrir með hann núna?“ Hann lagði á- herzlu á orðið núna og var væéi ákafur og ákveðinn, þegar hann sagði. Einhver hvíslaði að henni að spyrja: „Hvað ætlið þér yður með Letty núna?“ Hann varð enn reiðilegri á svipinn. Æðarnar þrútnuðu á enni hans. „Letty er úr sögunni núna“ sagði hann loðmæltur. „Mér er nú ljóst að hún hefur engu máli skipt í nokkurn tíma. Eg var í hæsta Lagi snortinn af henni ok skamm- ast mín nú hjartanlega fyrir það. Hún hefur farið geypi- lega í taugarnar á mér upp á síðkastið. Þér hljótið að hafa tekið eftir því í búðinni í dag?“ Hún kinkaði kolli. ,Já, víst tók ég eftir bví. Eg sá, að yður var illa við að vera kallaður Tótó. Hún vissi að þetta var illgirnislegt, en allt er leyfilegt í stríði og ástum, sérstaklega ef keppi- nauturinn er stúlka eins og Letty Havilant.“ „Illa við það“ hreytti hann út úr sér. „Eg gæti snúið fundizt um eftirmiðdaginn þér vínnið hjá. tMadame

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.