Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 05.06.1950, Síða 7

Mánudagsblaðið - 05.06.1950, Síða 7
Mánudagur 5. j\mí 1950. MÁNUDAGSBLAÐIÐ Gjaldeyrisnefndin Framhald af 4. síðu. þar, eins og ef hann ætlar að tala I landssímann. Eg veit ekki, hvernig stendur á því, að GIVF er hætt að láta flytja inn gamla mubludraslið frá Englandi, sem var hæst móðins hér um árið. Lík- legast eru ensku fornsal- arnir orðnir svo ríkir, að þeir séu hættir að höndla og setztir í helgan stein. En þú getur fengið nóg*af skartgripum úr silfri í skrautgripaverzlununum. En reyndu ekki að eyða tímanum í það, þótt þér bráðliggi á, að leita að teiknibólum í búðunum, eða saumavélanálum, góð- um rakblöðum, úrf jöðrum og þessháttar smádóti. — Fað er heldur ekki von, því mjög treglega gengur að fá ýmis nauðsynleg lækn- ingatæki, já, í rauninni hvað sem er. Um tíma í vet ur var ekki hægt að fá striga til þess að setja utan um saltfisk til útflutnings. Utgerðarfélögiun hafði ver ið neitað um leyf i f yrir þess um „óþarfa", sem þeir höfðu venjulega sjálfir flutt inn. Þegar þeir gátu sýnt hinum tomæmu GIVF mönnum fram á það, að striginn væri ekki alveg ó- nauðsynlegur, þá var þeim sagt, að þeir ættu að kaupa strigann hjá heildsölum, það var ekki nerna 15% dýrara fyrir þá, ef hann hefði fengizt lijá þeim, en ódýrast var, að hann var alls ekki til, enda átti út- gerðin að spara tilkostnað allan. Mitt álit er, að aldrei verði hægt að meta til pen- ingaverðs það tjón, sem GIVF hefur bakað íslenzku þjóðinni með framkomu sinni. Allir vita um þau ó- grynni af vörum, sem leg- ið hafa í vanskilum á af- greiðslum skipafélaganna mánuðum saman, aðcins fyrir handvömm GIVF. — Það hlýtur að verka illa á ( viðskiptamenn vora^iænd- . ls, að rekast £, íslenzka upp- íf dubþrtoa verzlunarbur- geisa, sem þykjast vil ja kaupa hálfan heiminn, eða kannske heldur meira, en hafa bara ekkert til þess að greiða með og ætlast til þess að vörumar séu send- ar ógreiddar í vanskilajiæl- ið Island, norður í Atlants- hafi. Það mega vera kaldir „kallar“, sem geta kinn- roðalaust heimsótt við- skiptafirmu sín eriendis eins og nú er komið málum. En íslendingar hafa þrifizt á ýmsu harðrétti og mis- rétti um ævlna og kalla ekki allt ömmu sína, svo jafnvel háttsettir menn í gjaldeyrismálunum, sem bera mikla ábyrgð á einsk isverðu innflutningsleyfa- stórútgáfunni, þeir eru meira að segja sendir út til þess að gera milliríkja viðskiptasamninga. Vorhreingemingar hafa tiðkazt innanhúss hér á landi áratugum saman, og nú á síðustu tímum er mönnum hér í höfuðstaðn- um fyrirlagt að hirða allt óþarfa rusl burt af lóðum sínum. Þetta er mjög virð- ingarvert. Af hverju ekki líka að Iosna við jafn skað legt og óþarfa fyrirtæki og GIVF fyrir sumarið, fyrir- tæki, sem er í öllum sínum myndum búið að sýna, að það er ekki starfi sínu vax- ið? Annað hvort viU GIVF ekki vinna starf sitt skyn- samlega, eða skortir vit til þess. Og er ekki nefndin líka búin að sýna það Ijós- lega, að hún virðist standa varnarlaus fyrir öllum þeim betlilýð ættingja og kunn- ingja, sem undanfarin ár hafa dundað við það, að reita gjaldeyrishænu þjóð- arinnar. Það eru ekki sízt þessir menn, sem nú gala hæst um það, að í sumar þurfi að veiðast mikið af bleissaðri síldinni og aflast gjaldeyrir. Keynsla liðinna ára sýnir, að þegar þessir menn hafa fengið sinn skammt, þá er minna en ekki neitt eftir til þess að kaupa fyrir brýnustu nauð synjar þjóðarinnar, og við verðum að þiggja sveitar- styrk frá erlendri stórþjóð til þess að geta lifað. Fyrir fáum árum var tek in sú ákvörðun, að Sjúkra- samlag Keyk javíkpr ^kyldi lagt niður 75g borgarar ættu Uo greiða iðgjöld sín á öðrum vettvangi eða með almennu tryggingunum. Tryggingarnar komust á með fullkomnum iðgjalds- innheimtum, en eftir sem áður er SR sprelllifandi enn þann dag i dag og iðgjöld þar aldrei eins há og nú. Fróðir menn fullyrða, að lífsseigla sjúkrasamlagsins stafi m. a. af því, að starfs: f ólk þess þurfi að halda at- vinnu sinni. Raddir eru uppi um það, að svipaða sögu sé að segja um þá tugi eða hundruð manna, sem eru á kaupi hjá „nefndasamsteypunni", sem samanstendur af gjald eyrisnefnd, verðlagsnefnd, f járhagsráði og skömmtun- arskrifstofunni. Það er ekki hægt að reka þetta blessað fólk út á Guð og gaddinn, jafnvel þótt eng- inn gjaldeyrir sé til þess að úthluta og skömmtun falli niður. Kaup þessa fólks er því beinn framfærslustyrk- ur------til æviloka? Þar sem nú er hart í ári, finnst mér þörf á gagn gerðri breytingu á þessu fyrirkomulagi. Fólkið verð ur að lifa, það er vitað mál. Eg vil koma með tillögu um það, að GIVF verði ásamt öllu sínu málaliði flutt á góðan stað uppi í sveit og látið rækta þar kartöflur og rófur til manneldis. — Með þessu myndi GIVF í fyrsta sinn á ævinni fá tækifæri til þess að spara íslenzku þjóðinni erlendan gjaldeyri. Þetta starfsfólk er svo margt, að ég hygg að það gæti ræktað megnið af þeim kartöflum, sem við þurfum að flytja inn, sér- staklega ef þeir háu herrar yrðu oftar við störf sín á venjulegum vinnutíma, heldur en hingað til, ef marka má það, þegar starf s fólkið hefur sagt, að þeir væru ekki við. Til þess að örva vinnuáhugann, væri sjálfsagt að greiða þeim aðeins tímakaup við störf sín, en ég vona, að sólskins dagar og gott veður muni gefa þeim nokkra vinnu- gleði, þegar þeir fara að venjast starfinu og hætta að vera á flótta undan þeim viðskiptavimim, sem eiga óafgreiddar leyfisum- sóknir hjá þeim. Eflaust kann ýmsum að þykja þetta hnútukast mitt ómaklegt og ósanngjamt, en ég hygg, að þeir séu þó fleiri,. sem gætu sagt við- bótarsögur um það ófremd arástand, sem þeir hafa kynnzt í gjaldeyrismálun- um. Kíkjandi ástand talar og sínu máli. Það væri óneitanlega skemmtilegt, ef GFVF gæti hrakið ámæli þau, sem á henni liggja og t. d. geíið út sanna og rétta skýrslu um úthlutun gjaWeyiis- leyfa á undanförnum ár- um, eða falið lögspekingn- um, sem kvað upp dóminn að gera það. En því miður munu engin nægjanlcg plögg vera til, sem hægt væri að vinna úr, og það væri á einskis mamns færi að útbúa slíka skýrslu. — Jafnvcl Guði almáttugum, sem hefur séð um að telja öll okkar höfuðhár, myndi vart endast eilífðin til þess að komast að réttri niður- stöðu um raunverulega út- gáfustarfsemi GIVF. Essg. MÁNUDAGSBLAÐIÐ fæst á eftirtöldum stöðum úti á landi: Akureyri: Verzlun Axels Kristjánssonar, Bókabúð Pálma H., Jónssonar. Akranes: Andrés Nielsson, bókaverzlun. Keflavík: Verzlun Helga S. Jónssonar. Hafnarfirði: Verzlun Jóns Matthíesen. Selfossi: S. Ó. Ólafsson & Co. Hveragerði: Verzlunin Reykjafoss. Vestmannaeyjum: Verzlun Björns Guðmundssonar. Isafirði. Jónas Tómasson, bóksali. Siglufirði: Hannes Jónsson, bókaverzlun. Auk þes er blaðið selt í helztu bókabúðum Reykjavíkur — greiðasölustöðum og öðrum biað- sölustöðum. Skotlandssiglingar m.s. Heklu sumarið 1950 Frá Rvík: Til Glasgow: Frá Glasgow: Til Rvikur. 1. ferð 10/6 13/6 1. ferð 16/6 19/6 2. ferð 23/6 26/6 2. ferð 29/6 2/7 3. ferð 6/7 9/7 3. ferð 12/7 15/7 4. ferð 19/7 22/7 4. ferð 25/7 28/7 5. ferð 1/8 4/8 5. ferð 7/8 10/8 6. ferð 14/8 17/8 6. ferð 20/8 23/8 7. ferð 27/8 30/8 7. ferð 2/9 5/9 F a r g j öld Innifalin fæðis- og þjónustugjöld Fram og til baJka Aðra leiðina f 2ja manna klefum miðskjps kr. 1510.00 kr. 825.00 1 4ra manna klefum miðskips — 1260.00 — 685.00 f 4ra mamia klefum afturá — 1015.00 — 550.00 Því miður er það enn óákveðið, hvort Skipaútgerðin eða Ferðaskrifstofan -fær einhverja úrlausn gjaldeyris líkt og í fyrra, til þess að skipuleggja fraeðsluferðir fyrir þá farþega héðan, sem taka sér far með skipinu fram og til b&ka, en það er ákveðið, að þessir farþegar gcta fengið að búa um borð í skipinu þá daga.sem því er sam- kvæmt áætlun ætlað að standa við i Glasgow, fyrir 150 kr. gjald til viðbótar far- gjaldi samkvæmt ofangreindu, Væntanlegir íarþegar geta latið skrá sig í skriístoíu voni írá og með deginum í dag UVVVU’VWWV*! ■•4 £

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.