Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 12.06.1950, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 12.06.1950, Blaðsíða 2
B MÁNUDAGSBLAÐIÐ 'Mánudagur 12. júní 1950! Burt með höftin á byggingu smáíbúðarhúsa Um leið og ég ýti frá mér hér á borðinu, teikningum, hugmyndum og verðáætlun- um okkar hjónanna, að smíði á litlu timburhúsi, þar sem við höfum gert okkur vonir um, að geta eignast framtíð- arheimili í eigin íbúðarhúsi, þá rifjast upp minningar sárar og hvimleiðar, um öll hin stóru og endanlegu NEI, sem við hófum fengið hjá því opinbera og öll vonbrigðin, sem við höfum orðið fyrir í fjögurra ára árangurlausri viðleitni til að mega byggja lítið íbúðarhús. Frá því Fjár- hagsráð var stofnað, hefi ég verið umsækjandi um bygg- ingarleyf i og altaf verið neit- að. 1 fjögur ár. hefi ég verið að nauða í bæjaryfirvöldun- um af og til um lóð undir lít- ið hús, en árangurslaust. Eg verð því eins og hundruð og þúsundir annara, að sætta mig við að mega ekki byggja, að sætta mig við að njóta •ekki þeirra mannréttinda ákvæða, sem stjórnarskráin þó segir afdráttarlaust, að hver og einn einasti þegn þjóðéflagsins eigi að njóta, athafnafrelsis. Föstudaginn 12. maí-1950, réttum fjórum árum eftir að ég fyrst fór að leita eftir lóð undijr - lítAð jlbúðarhúís, hjá Reykjavíkurbæ, var mér gef- in von um lóð undir 50 fer- metra timburhús, án fjár- festingarleyfis. Fulltrúi sá, er ég ræddi við, sagði mér, að til tals hefði komið að veita allt að hundrað lóðir undir svokölluð bráðabirgða- hús, þ. e. 50 ferm. timburhús. Átti að verða fundur í bæj- arráði þennan sama dag og þar yrði tekin ákvörðun í málinu. Það var ekki laust við til- hlökkun í brjósti mínu, er ég skundaði á fund yfirvalds ins daginn eftir. Skyldu nú hinir óbreyttustu og lítiðþæg ustu borgarar hafa fundið náð fyrir augum hinna háu herra í bæjarráði? Eg rölti heim vonsvikinn af þessum fundi við yfirvald- ið. Mér var sagt að koma imeð fjárfestingarleyfi, þá fengi ég lóð. Ástæðan fyrir því að bæjarráð sá sér ekki fært að veita leyfin, var sú er hér skal greina. Bæjarráð hafði gefið nokkrum mönnum, er voru á götunni, leyfi til að byggja yfir sig 50 ferm. timburhús á lóðum inn við Herskóla- kamp, við Suðurlandsbraut. Einhverjir þeirra höfðu byggt hús sín 5 eða 6 fer- metrum síærri en þéssir herramenn tilskyldu og þar af leiðandi gæti farið svo, að í hinni brýnu húsnæðisþörf fólksins, myndu jafnvel- fleiri en ein fjölskyda troð- ast inn í húsin. Af fyrr- greindri ástæðu sá bæjarráð sér ekki fært að gefa fleir- um, er líkt stóð á fyrir, að- stöðu til að koma sér upp þaki yfir höfuð sér. En þeta sama bæjarráð telur alveg sjálfsagt að láta lóðir undir Mxusvillur hinna betur efnuðu, þeirra sem geta flakkað með fjár- festingarleyfi, þeirra sem hafa aðstöðuna til að ná í slík leyfi* en til þess er mér sagt ,að þurfi kunningsskap við valdamikla aðila. Sem sagt, mér var vísað til háttvirts Fjárhagsráðs. Eg.þarf ekki að hafa fleiri orð um þetta. Annarhver bæj arbúa þekkir sömu eða svip- aða sögu af eigin reynd. Þær eru orðnar margar vuinustundirnar sem kastað hefur verið á glæ, farið í vonlaust ráp milli opinberra stofnana, þar sem fólk eyðir dýrmætum tíma í vonlitla bið eftir úrlausn mála sinna. Undir núverandi afstjórnar- skipulagi sem stöðugt svæl- ir fleiri og fleiri atvinnuvegi landsmanna undir sig og fær ist jafnt og þétt í áttina til skrifstofu alræðis eða einræð is, þar sem skrifstofuþjónar hins opinbera og ráð þess, taka með valdi athafnafrelsið af einstaklingunum, þá er framangreind saga hversdags legur viðburður. Ráðamenn byggingarmál- anna hafa hælzt mjög um af afrekum sínum í þróun bygg ingarmálanna. Og víst hafa þeir margt vel unnið og miklu afrekað. En er ekki eitthvað bogið við þá þróun, að leyfa eingöngu byggingu svo kostnaðarsamra lúxus- bygginga, að allur almenn- ingur hefur engin tök á að byggja slík hús og heldur ekki að leigja í slíkum hús- um. Og eitthvað er bogið við þá þróun, sem veldur því, að ekki neitt nálægt því hefst undan húsnæðis- þörfinni. Sígur frekar á ó- gæfuhliðina í þeim efnum, enda þótt mikið hafi verið byggt af stórum og flottum villubyggingum undanfarin ár. Þá þróun köllum við öf- ugþróun, þegar sívaxandi fjöldi fólks hefst við í brögg- um og kartöfluskúrum og ekki verður annað séð, en að við þau húsnæðisskilyrði verði það að búa um alllang- anitíma''ehn, og það enda^ þótt það hafi löngun oig . .. .*,•>.-.•. . , . ». ..v v*^..„V«^fjs^SíWi^ - '.'AVWW möguleika til að koma sér upp litlum húsum, aðeinsaf því að fulltrúar þess hjá því opinbera banna það. Enda munu þeir sjálfir ekki hýrast í kartöfluskúrum eftir því sem ég bezt veit. Það er alvarlegt íhugunar- efni, að stöðugt bætist við hóp þeirra, er við algjörlega óhæft húsnæði búa, én að æskufólk verði í framtíðinni eins og nú, að neita sér um að stofna heimili vegna hús- næðisleysis. Sú stefna ráðandi manna í byggingarmálum, að leyfa eingöngu byggingu stein- steyptra lúxusíbúða sem kosta frá 150—400 þús. kr., í stærðarflokkunum frá tvö til fimm herbergi, er algjör óhæfa, vegna þess hve hún er kostnaðarsöm og seinvirk. í einni slíkri íbúð er bundið f jármagn til að byggja tvær til þrjár jafn stórar íbúðir úr timbri og það á sama eða styttri tíma. Það á ekki að banna fólkinu að koma sér upp smáíbúðarhúsum, held- ur ber ráðandi mönnum í byggingarmálum skylda til að greiða fyrir þeim samborg urum sínum sem það vilja gera, en ekki ávallt að bregðafæti fyrir slíka við- leitni ,aðeins vegna kalkaðra og úreltra hugmynda um að leyfa eingöngu ákveðna gerð húsa í landinu, sem sé hiha stóru einkakumbalda. Bær- inn þarf að ætla slíkum smá- húsum lóðir á hentugum stað í bæjarlandinu, þar sem ekki þarf að grafa svo mikið, að það verði að vera kjallari undir þeim. Til dæmis væri jafnvel athugandi, að teikna nokkrar gerðir af laglegum litlum húsum er fólkinu svo byðist að bygja eftir, ef það það þá ekki skaffaði teikn- ingar sjálft, sem bærinn sam þykkti. Hefði þá bæjarráð eða byggingarnefnd fullkom Uega í/sínum höndum útlit og gerð hverfisins, sem ætti að geta orðið fullkomlega sóma samlegt fyrir höfuðstaðinn. Einnig gæti verið athugandi fyrir bæinn að ráða jafnvel einn til tvo húsasmiði, er leiðbeindu fólki og aðstoð- uðu við byggingarnar og mætti einnig á þeirri ráð- stöfun stórgræða í vinnu- sparnaði og efni. í staðinn mætti sjálfsagt segja upp einum til tveimur skrif- stofumönnum og útvega þeim í staðinn vinnu við sjálfa framleiðsuna, t. d. salt- fisksverkun. En fyrsta skilyrðið er vit- anlegagað tak.marka valdsvið Fjárhagsráðs í þyggingar- málum, enda skömmtun á efni til bygginga óþörf, végna þes, að það skammtar sig sjálft, því aldrei er hægt að kyggja úr meiru efni en til er í landinu hverju sinni. Það er orðin mjög aðkall- andi nauðsyn að aflétta sem flestum hömlum á framtaki einstaklinganna og þá ekki sízt á byggingum smáíbúðar- húsa, að leyfa einstakling- unum að koma sér upp ódýr- um smáhúsum, sem hjá flestum yrði að einhverju eða öllu leyti frístundavinna. Einnig myndi til slíkra húsa notast mikið af allskonar tímbri og öðru efni, sem anri* ars færi í súginn. Fjárhags^ ráð er orðið dragbítur á öllm atvinnulíf i landsmanna o$ fyrsta skrefið til að leysai vandamál atvinnulífsins, f?) að aflétta hengingaróól alli? framtaks, sem Fjárhagsráðl ér. Skilyrðið fyrir bættuml efnahag þjóðarinnar er ekkí sízt, að framtak einstakling-* anna, eljusemi, afköst og úti sjónarsemi, fái að njóta sín, Það er lífsnauðsyn að far^ að aflétta einhverju af höffr f-1 Framhald á 8. síðu. Ufbreiðið Hánudagsblaðlð HVA0 ER STEF! fi Framh. af 1. síðu. ' þremenninganiir hafa farið geyst af stað, og vilja verniSI SIG VIÐ „ELDA ANNABRA". £f íslendingar ættu tónskáld á borð við t. d. SDBELIUS eða GRIEG, þá væri öðru máli að gegna, þá myndu streymai inn útlendvalúta frá hinum stóru músiklöndum, fyrir þeirrai frægu verk. Þá væri einnig hægt að gjalda í sömu mynt, og borga hinum útlendu tónskáldum fyrir verk þeirra, sem hér eru uppfærð. | Tónskáldin þýzku, Richard Strauss og Franz Lehar, voru ekki meðlimir í hinu þýzka „Stefi" (Stagma). — En þejr höfðu sína lögfræðinga, sem sömdu fyrir hönd þeirra, bæði í Þýzkalandi og útlöndum, um uppfærslu-prósetnuí verka þeirra. Á sama hátt gætu einnig bíó, kaf f ihús, þ jóð- leikhús, útvarp og kabarettar hér heima „direkti" samíÖ! við þau útlendu tónskáld, sem fengur væri í að uppíæra. Fyrst ekki einu sinni Stefs-þremenninga-tónskáldin era samkeppnisfær. ÍSLKNZK STJÓRNARVÖLD ÆTTU AÐ ATHUGA, HVAÐ HER ER AÐ GERAST A ÞESSU STEFS-SVI»I, OG FYRIRBJÖÐA ALLAN STEFS-OKUR-BISSNESS TAFARLAUST. } j MÁNUDAGSBLAÐID fæst á eftirtöldum stöðum úti á landi: Akureyri: Verzlun Axels Kristjánssonar, Bókabúð Pálma H. Jónssonar. Akranes: Andrés Nielsson, bókaverzlun. Kefíavík: Verzlun Helga S. Jónssonar. Hafnarfirði: Verzlun Jóns Matthiesen, Selfossi: S. Ó. Ölafsson & Co. Hveragerði: Verzlunin Reykjafoss. Vestmannaeyjum: Verzlun Björns Guðmundssonar. Isafirði. Jónas Tómasson, bóksali. Siglufirði: Hannes Jónsson, bókaverzlun. Auk þes er blaðið selt í helztu bókabúðum Reykjavíkur — greiðasölustöðum og öðrum blað- sölustöðum. os -SA Vi gUB ';"«2lírsi

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.