Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 12.06.1950, Page 4

Mánudagsblaðið - 12.06.1950, Page 4
8 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudaguc. 12. júnrl950 ' MÁNUDAGSBLAÐIÐ! BLAD FYRIR ALLA Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason Blaðið kemur út á mánudögum. — Verð kr. 1,50 í lausa- sölu, en árgangurinn, 52 blöð, 48 krónur Afgreiðsla: Kirkjuhvoli, 2. hæð, opin á mánudögum. Sími ritstjóra: 3975. Prents ðja Þjóðviljans h.f. Stjórnmálaviðhorfíð 'Á jfirborðinu er allt með tfriði og spekt núna í íslenzka gtjórnmálaheiminum. Alþingi hefur verið slitið, og þing- mennirnir eru komnir á hak Og burt, sumir heim til sín fúti á landi, aðrir og þeir víst ekki allfáir, til útlanda, því að þingmenn fá alltaf nógan gjaldeyri til að eyða á dýr- ustu lúxushótelum erlendis, |>ó að þeir séu síkjökrandi jframan í almenning um hið alvarlega ástand í gjaldeyris- 0g fjármálunum og þreytist ekki á- að skora á obreytta borgara að bera möglunar- laust allar byrðar, sem á þá eru lagðar, og þær eru ekki svo fáar þesa dagana. Sjálf- ur formaður fjárhagsráðs var sendur á stúfana í útvarpinu íyrir skömmu, og taldi hann sjálfsagt, að menn hættu við að byggja hús, sem eru hálf- komin upp og létu þau grotna niður, því að í því (værj fólgin hinn sanni þegn- skapur gagnvart þjóðinni. íEinnig laldi hann sjálfsagt, að stór iðnfyrirtæki eins o’g Rafha í Hafnarfirði yrðu að 'hætta störfum og segja starfs tfólki sínu upp, af því að ekki íást flutt inn smástykki í vél- ör, sem annars eru fullgerð- iar. Mér er sagt, að þessi stykki muni kosta um 2000 'dollara í erlendum gjaldeyri ©g ef þau fáist, muni verk- smiðjan geta starfað áfram í sum-ar. En þetta leyfi má ekki veita, það brýtur í bág yið þjóðarhag, segir formað- ;ur fjárhagsráðs. Hins vegar Jáðist honum að geta þess, .að þetta er ósköp svipuð upp- hægt og íslenzkir ríkis- menn eyða á einu eða tveim- ur kvöldum á Hótel Angle- .terre í Kaupmannahöfn eða jöðrum erlendum lúxushótel- jum. En sú gjaldeyriseyðsla Ibrýtur ekki í bág við þjóðar- Jiag. Það er lífsnauðsynlegt, jað 'íslenxkir stórlaxar fái að ieyða' nokkrum hundruðum .Öollara í Álaborgarákavíti á Jkvöldi, en það er beinlínis þjóðhættulegt að veita Rafha Jey-fi fyrir nokkrum smá- gtykjum í vélar eða að menn JEái að ljúka við hálfsmíðuð Jiús. J>á verður formaður ffjárhagsráðs klökkur af að jtala um fórnir og þegnskap í þágu.heildarinnar. Almenn sagt, að hann færi þessar fórnir, svo að burgeisarn- ir geti spanderað nokkrum ákavítisflöskum til viðbótar á dýrum hótelum. Er það ekki þetta, sem þér skiljið við þegnskap almennings, hr. Magnús Jónsson? Það er urgur og gremja í íslenzkum almenningi þessa dagana. Gengisfellingin hef- ur síður en svo orðið til að bæta ástandið, heldur hefur það stórversnað. Allar vörur hafa hækkað stórkastlega í verði, en kaupið stendur í stað. Skattaálögur koma til að stórhækka — nema nátt- úrlega á „öreigum“ eins og Hermanni Jónassyni og Vil- hjálmi Þór. Ofan á allt annað er stórfellt at- vinnuleysi að skella á. í' fyrsta sinn í áratug býður fólk sig nú fram í stórhóp- um til kaupavinnu í sveit- um, en bændur vilja ekki sjá það, þeir hafa þýzka verka- fólkið hans Halldórs Pálsson- ar. Þeim heiðursmanni hefur tekizt að hafa atvinnu af 300—400 fátækum íslending- um þetta sumar, og þeir munu áreiðanlega senda hon um-viðeigandi kveðjur 1 hug- anum. Ef síldin bregzt í haust, verður ríkisgjaldþrot, um það ber öllum saman — og hvað þá? Hvernig hefur þetta ó- fremdarástand verkað á stjórnmálin? Ekki er nokkur vafi á því, að níu af hverjum tíu íslendingum bölvar þess- ari ríkisstjórn hátt og í hljóði, engu síður þeir, sem eru í þeim stjórnmálaflokk- um, er styðja stjórnina. Óá- nægjan og gremjan er mikil og almenn. En ég er ekki viss um, að stjórnarandstað- an græði á þessari óánægju, og má hún sjálfri sér um kenna. Komn^únistar haga sér þannig, að líkast er því, að próvókatörar stjórni gerð- sem yilja auka. flokknum fyígi. blaði flokksins er lítið annað en lofsöngur um ein- hverja kvislinga í Balkanl. og húrrahróp út af henging- um í Ungverjalandi og Tékk- óslóvakíu. Meðan flokkurinn lætur algerlega stjórnast af erlendum sjónarmiðum, get- ur hann ekkf vænzt þess, að Iþigur fær ekki föt, ekkj skó, fá aukið fylgi :hér á landi, ftkki kaffi, en. það er sjálf-.| hversu óánægðir, sem menn eru með ríkisstjórnina. Það er þó skömminni skárra að ganga hálfber og hálfsoltinn og mega svala sér á að skamma stjórnina fyrir það, en að ganga hálfber og solt- inn og verða að hrópa, að þetta sé paradísarástand, en verða hengd ella, eins og yrði, ef kommúnistar fengju völdin. Stjórnarandstaða Al- þýðuflokksins hefur verið ósköp máttlaus og aumingja- leg. Manni finnst einhvern veginn, að hún stafi frekar af gremju kratabroddanna yfir að fá ekki sjálfir að sitja í ráðherrastólunum en af un, hyggju fyrir velferð almenn- ings. Það er alveg óvíst, að Alþýðuflokkurinn auki fylgi sitt neitt að ráði með svona lagaðri andstöðu. Alltaf eru að heyrast raddir um, að í undirbúningi sé að stofna nöja flokka, en aldrei verður neitt úr þessu, enda mundi ástandið líklega heldur versna en batna, ef við ætt- um að fá nýja flokka til viðbótar, á borð við þessa fjóra þokkalegu, sem við nú höfum. Nú er helzt rætt um flokksstofnun úr tveimur ólík um áttum. Sumir segja, að óánægðir hægri kommar og vinstri-kratar ætli að stofna nýjan flokk með stuðningi einhverra Þjóðvarnarmanna og vinstri Framsóknar- manna. Er talað um Jónas Haralz, Berg Sigurbjörnsson, Hannibal Valdimarsson og fleiri í þessu sambandi. Lík- lega renna þessi plön, ef ein- hver eru, út í sandinn. Alveg er óvíst, að slíkur flokkur kæmi nokkrum manni á þing, þrátt fyrir hina al- mennu óánægju með ríkis- stjórnina. Meira vit væri í hinu, sem líka hefur heyrzt, að hagsmunasamtök laun- þega byðu fram ópólitískán lista til að gæta hagsmuna sirina, sem allir stjórnmála- flokkarnir hafa ^vikið að meira eða minna leyti. En líklega eru ítök flokkanna í þesum samtökum svo sterk, að þetta tekst ekki. — Þá er alltaf verið. að tala um það, að óánægðir íhaldsmenn úr Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum ætli að stofna nýjan flokk. Að lík- indum mundu fylgismenn Jónasar frá Hriflu ganga í slíkan flokk, hvort sem gamli maðurinn yrði hafður á odd- inum eða ekki. Það er til talsvert af fólki, sem mundi fylla svona flokk. Einkanlega yrðu það íhaldssamir bænd- ur, bæði úr Framsóknar- flokknum og Sjálfstæðis- flokknum. Þaírna yrðu menn eins og Jón á Yzta- felli, Baldur á Lundar- brekku, séra Sveinbjörn Högnason, Sigurður í Birt- ingaholti, Bjarni á Laug- arvatni, Egill í Sigtúnum og Páll Hallgrímsson. Kannske gætu þeir fengið í. lið með sér ýmsa óánægða Sjálf- stæðismenn éins og Stein- þór á Hæli, Harald á Völlum eða pólitísk viðrini eins og Stefán á Borg. Hérna í Reykjavík er líka talsvert af fólki, sem mundi hafa samúð með svona samtök- um. í svona flokki ætti Stefán Thorarensen, Guð- rún Guðlaugsdóttir, Vil- hjálmur - Þór og Sigurður Kristinsson heima. Það er hreint ekki ómögulegt, að svona afturhaldsflokkur gæti fengið eitthvert fylgi og komið mönnum á þing. Að líkindum yrði séra Svein- björn hafður á oddinum, enda er hann frambærileg- asti maður í þessu liði. En þetta yrði ákaflega aftur- haldssamur flokkur og mundi tæplega starfa á þingræðis- grundvelli. Þetta eru sömu mennirnir, sem heirrita ein- ræðisvald handa forsetaskip- aðri stjórn, sem enga ábyrgð á að bera fyrir Alþingi. Þetta yrði sém sagt flokkur, sem að mörgu leyti yrði ákaflega svipaður þýzka nazistaflokkn um, þó að ekki sé þar með sagt, að hann gripi til sömu aðferða gagnvart andstæð- ingum sínum. Þetta er fólk, sem er orðið svo starblint af hatri á kommúnistum, að kommúnistahatrið er búið að gera það sjálft að andlegum kommúnistum. Hvernig er svo ástandið í stjórnarherbúðunum? Á yfir- borðinu er allt í himna lagi. Tíminn og Morgunblaðið eru eins og nýtrúlofað kærustu- par. Það er líka svo margt, sem valdhafarnir þurfa að dylja fyrir almenningi, að það er vissara að fara ekki að hnakkrífast, því að þá gætu hrokkið upp úr þeim einhyer óþægilegur sannleik- ur, sem alþýða manna má ekki. vita, t. d. um svarta- markaðsbrask eða leynilega bitlinga. Reyndar dettur mér ekki í hug að halda, að stjórnarandstæðingar séu ekki líka sekir í þessu efni, og líklega vita valdhafarnir svo margt um þá, marga hverja, að það gerir þa hálf- volga í stjórnarandstöðunni. Þó heyrist sagt, að einhver urgur sé í stjórnai'herbúðun- um. Hjá Sjálfstæðisflokkn- um ber mest á. óánægjunni hjá Jónf forseta Pálmasyni, sem hatar Framsókn heitt og innilega, en ber að sama skapi hlýjan hug til komm- únista. En.forsetaembættið er Jóni kært, og hann fer tæp- lega að fyrirgera því með neinum brekum. í vinstra armi Framsókniar ber líka á einhverri óánægju. Eg er hér ekki að meina Pál Zó.p- hóníasson, því að ég tel hann með kommúnistum, en ekki Framsóknarmönnum. En Skúli Guðmundsson kv^ð vera ákaflega óánægður, jafn vel - svo að kólnað hafi- vin,- átta hans .og Hermanns. Ás- geir Bjarnason og Rannveig kváðu vera á líkri línu og Skúli, fúl út í stjórnarsam- vinnuna og . styðja stjórnina með hangandi hendi. En stjórnin er sterk í þing- inu, og líklega situr hún til ársins 1953. En hamingjan hjálpi íslendingum, ef kjör þeirra halda allan þann tíma áfram að rýrna jafnmikið og þau hafa gert þessa fáu mán- uði, sem stjórnin er búin að sitja við völd. Eg held, að með þessu áframhaldi verði allir íslendingar dauðir úr hungri árið 1953 — nema auðvitað alþingismennirnir sjálfir. AJAX. Gifting Figaros Ópera Buffa í 4 þáttum Eftir W.A. Mozart Var fyrst uppfærð í Vínar National leikhúsinu þann 1. maí 1786. Eins og allar þeirra tíma óperur var Figaro sung- in á ítölsku, af ítölskum söngvurum í höfuð-hlutverk- um. Jósef II. keisari var ekki ánægður með Figaró, hann vildi fá þjóðlega alvarlega (Opera seriaj.samda og upp- færða, og honum þótti lítið til þess koma að efni óper- unnar var tekið úr spanskri sögu, eftir Leorenzo de Ponta,, færð í „libretto“ af Beaumarchais. Hin fyrsta uppfærsla „Figaros“ í Vín varaði í margar klukkustund ir, því söngvararnir urðu að marg endurtaka dúettana og aríurnar. Engin ópera hefur verið uppfærð eins oft og Figaró, öll leikhús veraldar- innar hafa uppfært hana mörgum sinnum. Mozart samdi óperuna í aprílmánuði, og hinn yndislega Finale til annars þáttar samdi hann á tveimur nóttum og hálfum degi. Aldrei hefur nein ópera hlotið jafnmikið lof, og hin stórkostlega hrifning áheyr- enda við hina fyrstu' upp- færslu, hafði þau áhrif, að allar- a'ðrar fræga'r gaman- óperur, sem um þetta leyti voru uppfærðar í Vín, sem auglýstar voru til uppfærslu urðu að víkja fyrir hinni á- hrifamiklu gleði Óperu Figaró. Þrátt fyrir .það þó texti óperunnar væri saminn á ítölsku máli, þá var hér um að ræða há-klassiska þýzka gleðisöngs .óperu, ©g í hinu óviðjafnanlega FOR- SPILI felst í raun og veru öll óperan. Persónur „Figarós“ 'eru þessar: Greifafrú Almavifa, Sus- anna, Cheroiþino, Marcellina, Barbarina, Greifi Almavifa, Figaro (rakari), Bartoli, Basilio, Don Cu'rzip, Antonio. (Lauslega þýtt úr „Kultur- geschichte der Oper“). , .. .. ‘ S: SK. .

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.