Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 12.06.1950, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 12.06.1950, Blaðsíða 5
JÆánudagur 12. júní 1950 MÁNUDAGSBLAÐIÐ óþolandi „gæjastæll" í straetisvagni .... iEg sát í strætisvagninum þegjandi og- annars hugar. iMér fannst sem allar áhyggj- ur heimsins hvíldu á herðum mér og ég starði eins og dá- leidd hæna út um gluggann. Bíllinn var fullur af ungling- um og utan að mér heyrði ég glefsur úr samtali þeirra. Skyldi „gæja-stæls"-tungu- málið alltaf vera að aukast? Börnin virðast eiga bágt með að koma út úr sér heilli setn- ingu án þess að minnast á gæja og stæl. Nokkuð ein- hliða og hugmyndasnauður og vægast sagt ........ púka- stæll. Glannastæll, svakastæll, frat stæll. Vilt geim, glommu- geim, ná-geim. Gæja-þetta og gæja-hitt. iNóg til þess að gera mann hálf-vitlausan. Tveir 13—14 ára „gæjar" sitja beint á móti mér. Þeir eru með hálfpott af brilli- antíni í hárinu og hvor með sorgarrendur undir nöglun- Um.......... „Og þegar pabbi hans kom frá Ameríku gaf hann honum rauðköf lótta gæja-blússu, ÞRJÚ stæl- bindi og 12 pakka af „böbbil- gömm", mar!" sagði annar í lotningarfullum öfundar- róm. ÍFyrir framan mig eru fjór- ar stúlkur með blautt hár og handklæði undir hendinni. Sund-stæll. Ein teygir tyggigúmmíið stanz- laust útur sér í langa tauma, en japlar því jafnharðan aft- ur upp í sig. Hún* er svo upptekin af þessum starfa, að hún leggur ekkert til mál- anna. Hinar flissa og masa og láta sér nægja að smjatta og smella tyggigúmmíinu þess á milli. „........ og að s'já svona hallærisgæ eins og Jonna mæta í sund í stæl- skýlu með myndum á ........" „........ og ég sagði honum, að ég léti ekki hafa mig út í svoleiðis fylli-geim innan um svona pokalega.gæja ..." 1—' „........ og mamma hennar igaf henni þá svakalekkrustu þykksóla-stælskó, sem ég á ævi minni hefi séð og hún ætlar að vera í þeirn við bláa kjólinn og í þeim æðisgengn- ustu nælon sem hægt er að hugsa sér ........" o. s. frv. Er ég orðin vitlaus, þar éð þessir „gæjar" og þessi „stæll" hljómar hvarvetna fyrir. eyrum mér, æ ofan í æ, eins og hjakkað sé á bil- aðri grammófónplötu? Eða eru unglingarnir eitthvað miður sín? Gæjar og stæll. Stæll og gæjar. Við skulum aðeins vona,- að þessi ófögn- uður hætti sem fyrst að vera „móðins" (ja, sér er nú hver „móðurinn"!), svo að þessi Hrylliíegu. orð verði ekki föst í íslenzkurini. Þvi að mundi ;» ftkkar- fagra móðurmál ekkj missa talsvert af fegurðsinni þá? „Gæjum" eins og Snorra Sturlusyni hefði eflaust fund izt það hálfgerður „ná-stæll" að skrifa Eddu sína á gæja- máli, — og ég held að okkur hinum ætti fyrirhafnarlítið að geta orðið það ljóst, að þegar allt kemur til alls var Snorra „stæll" betri en „gæja-stællinn". Og þessvegna: Burt með alla gæja-mennsku og allt gæja-tal sem allra-allra fyrst. Hringrásin gamla Sonurinn segir: Éllefu ára: „Foreldrar mín ir eru dásamlegir. Þau vita blátt áfram allt." Sextán ára: „í sannleika sagt, þá eru foreldrar mínir nú ekki eins. dásamlegir og ég einusinni hélt. Þau vita vissulega ekki allt." Nítján ára: „Þó að foreldr- ar mínir haldi, að þau hafi alltaf á réttu að standa, þá vita þau í rauninni mjög lítið 1 samanburði við það sem ég þegar veit ........" Tuttugu og tveggja ára: „Foreldrar mínir skilja alls ekki ungt fólk; þau eiga ekk- ert sameiginlegt með ungu kynslóðinni". Þrjátíu ára: „Nu get ég séð það, að foreldrar míhir höfðu oftast nær rétt fyrir sér . Fimmtíu ára: ,íForeldrar mínir voru dásamlegt fólk, Alltaf voru þau ráðhBllust og gátu bent mér á réttu leið- ina, hefði ég aðéins haft vit á að fara að ráðum þeirra. Blessaðir foreldrar mín- ir heimskulegt , ábyrgðarleysi. Af æfintýraþrá og hugsun- arleysi segja krakkarnir stundum: „Hraðar! Hraðar!", en þegar fullvaxið fólk stofn- ar sjálfu sér og öðrum í bráð- an lífsháska með of hröðum og ógætlegum akstri, þá er það varla barnaskapur held- ur annað .meira og miklu verra. Eftirfarandi frásögn sýnir það ljóslega að í rauninni er ekkert unnið við of hraðan akstur annað en það, að ^tofna lífi og limum í hættu. Lögreglan í Detroit Bandaríkjunum lét tvo bdla af sömu gerð fara í reynslu- ákstur tólf mílna leið gegn um Iborgina. Öðrum öku- manninum var sagt að aka eins hratt og hann mögulega gæti, jafnvel aka ógætilega og tefla í tvísýnu. Hinum var sagt að aka skynsamlega og gætilega. Og nú átti að fullreyna það, hve mikinn tíma menn spöruðu sér sem ækju hratt og ógætilega. Það kom upp úr kafinu, að sá sem ók eins og vitlaus maður, var þrem mínútum fljótari að aka þess ar tólf mílur. Hann sparaði sér því ekki nema 15 sek úndur á hverri mílu. Spurningin sem allir bif- reiðastjórar geta því spurt sjálfa sig, er þessi: Liggur mér svo lífið á, að ég geti talið það forsvaranlegt að stofna lífi og . limum sjálfs mín og annarra í hættu með því að aka -eins og vitlaus maður, — og hafa svo ekki annað upp úr því en .það að spara mér nokrar sekúndur á hverri mílu, — ef ég slepp lifandi? Tilgangslaús glannaskapur Nú þegar sumarið er komið fara Reykvíkingar að flykkj- ast úr bænum um helgar og í sumarfrí sín til þess að hrista af sér borgarrykið. Það versta er þó það, að oft liggur þeim, svo mikið.á að komast út í guðsgræna náttúruna, að þeir eru eins og beljur, sem hleypt er út í fyrsta skipti á vorin, og þeir aka eins og skrattinn sjálfur sé á hælunum á þeim. Og af þessu stafar auðvitað það, að slysum á þjóðvegunum fjölg- ar að rnun. Nú er það svo, að að mín- um dómi ber of hraður og ógaetileguc . ákstur<; beinlíriis ; viott.' ¦¦* juppi h -s^aíferoska; ¦ ..¦•. og.: Klippt eða skorið, sítt eða stutt? og eru þeir-þá margir hverjir orðnir það úr sér gengnir eftir einn eða fleiri vetur, að þeir þola ekki að þeir séu bornjr í ;dagsbirtu á shmar- ballí. Eru því ótal mjargar, er. segjast beinlínis ekki hafa neinn almennilegan síðan kjól til þess að fara" í. Og 2) Þær sem eiga nýja og fallega ballkjóla ¦< sem kannske eru hlíralausir og með tíu metra tyll-pilsi, þyk- ir það hálf-kjánalegt að spóka sig í þeim fyrsta sinn á balli, þar sem allverulegur hluti af dömunum er í- klæddur drögtum og húfum, — hversu vel sem þær ann- 'ars kunna að fara nýju, litlu stúdínunum! Hve vel ertu að þér? Sérhvert af nöfnum þeim sem hér birtast á eftir eru alltaf sett í samband v'ið ann að nafn. Spreyttu þig á því að revna að muna hvér þau eru. (Og líttu ekki á svörin sem birtast fyrir neðan á hvolfi, fyrr en þú hefur full- reynt þig!): 1. Adam og 2. Romeo og 3. Laurel og 4. Antonius bg 5. Heloise og 6. Romulus og ^ 7. Castor og 8. Harlequin og 9. Kain og 10. Samson og ': 11. Pierrot og 12. Venus og 13. Hans og 14. Tristan og 15. Sacco og 16. Palleas og 17. Scylla og 18. Ferdinand 19. Dante og 20. Abbott og kvenþjóðinni orðið tíðrætt um það, hvernig klæðaburð- urinn eigi að vera á þessú balli: Á fyrsta ballinu 1946 var það þannig, að dömurnar voru allar í stuttum kjólum og stúdínurnar nýju voru drögtunum sem þær höfðu útskrifazt í. Þetta þótti á- gætt og skemmtu menn sér konunglega þá þótt ekki væru dragsíðir kjólar. En í fyrra t. d. var það svo, að stúdínurnar voru í sínu „úni- formi" sem fyrr, svörtum drögtum, hvítum blússum og með hvítu húfurnar, en aðrar dömur á balliriu voru í „grand toilet"; dragsíðum og jafnvel flegnum eða baklaus- um 'kjóluni. Þótti mörgum sem vonlegt var að nokkurt ósamræmi væri i þessu fyrir- komulagi, og fannst að betur hefði við átt, að allar dörriur væru í stuttum kjólum, — eða þá allar í síðum. Auðvitað var það glæsilegt ef allar nýju stúdínurnar gætu verið í hvítum síðum kjólum á þess balli á heiðursdegi sínum, en varla er hægt að ætlast til þess, að þeim sé öllum fært að koma sér upp slíkum flíkum nú é okkar dýrtíðar- og efnisleysistím- um. Lausnin besta yrði þyí að sjálfsögðu sú, að allar dömur á ballinu væru í stuttum eða hálfsíðum kjólum eins og 1946, og mundi það„ þá ekki stinga neitt í stúf við hin klæðilegu „uniform" nýju stúdínanna. Og ástæðurnar, 'Onaisoo "05; sem flestar konur gefa fyrir 'xiJt?.is3a '61 'vwaqiesi -gx 'st því að þær kjósi heldur að -pqiAjnqQ •£,! 'apuESTjaiA! "91 mæta í stuttum kjólum en «i^asuBA -g\ 'sppsj 'fi 'b;3J{) síðum á balli þessu eru aðal- -gi; 'siuopv "21 'a^ðJjSTjj lega tvær: | 'n 'qBmaa 'OT 'l9ClV '6 '3XITq 1) Flestar konur fá sér -umTOQ -g 'xnnod 'L 'snuiay; nýja ballkjóla á haustin (ef -9 'pjBpqy \q 'BJ^udoara' 'f þær yfirleitt fá sér nokkra), 'ÁpiBH 'g <BH^f 'Z 'BA3 'I og Nú eru sjöttu-bekkingar Menntaskólans að verða bún ir eða eru þe'gar búnir að ljúka stúdentsprófunum og bíða með eftirvæntingu eftir 'einkunnunum og hvítu húf- unum. Að öllum líkindum munu þeir fá prófskírteini og pottlokin sextánda júní eins og verið hefur alltaf síðan 1946, þegar Menntaskólinn varð 100 ára. Að kvöldi hins sextánda verður svo hið mikla stúd- entaball ársins; þar sem mæta fulltrúar frá flestum árgöngum, þó að sjálfsögðu mæti enginn ¦. árgangur- með tölu nema nýju stúdentarnir .1950. : Undanfarúar.r vikur. hefur, Ég undirrit.....óslsa eftir að gerast áskrifandi að Mánudagsblaðinu. Nafn...........................................• • Heimili..... .................. ...............•..... StaSur........................................* • • Utanáskrift: MánudagsblaSiS Reykjavík íff^**"*^*" ', . ?i» ,¦ i

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.