Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 19.06.1950, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 19.06.1950, Blaðsíða 1
Blaéjyrir alla 3. árgarigur. Mánudagurinn 19. júní 1950. 24. tölublað. INNBROTID MIKLA í LANDSINS Neyðaróp Landsbankans HAGSKERFI Þó að innbroí hefði verið framið í Landsbankann og stolið einum eða tveimur tugum milljóna króna, þá hefði það verið lítið mál og enda ekki haft eins skaðleg áhrif á efnahag einstaklinga og allrar þjóðarinnar á móts við þá nauðuhg, sem framin hefur verið við bankann og um ræðir í þessari grein. Það eru nú allmargir mán- uðir síðan út kom frá banka- stjórum Landsbankans rit með þessum meinlausa titli: „Greinargerð um lánveitingar bankanna og verðþensluna." Raunverulega er þetta neyð aróp bankans út af árás, sem pólitíska valdið hefur gert á hann og neytt hann til að veita út meðal almennings svo hundruðum milljóna kr. skiptir af fölsku fé — fé, sem bankinn raunverulega alls ekkr átti til. Þetta hefur haft samskon- ar áhrif til útþynningar á f jár eign almennings í sparifé, skuldabréfum, sjóðum og tryggingum, eins og þegar mjólk er svikin með því að blanda hana með vatni. — Auðséð er, að það þarf ekki neitt smáræðis innbrot til að jafnast á við þessa „löglegu" atför flokkavaldsins, sem vit- anlega er þó gerð þvert ofan í þau lög og reglur bankanna, sem áttu að tryggja að þeim væri trúandi fyrir fjár- geymslu og að hægt væri að taka seðla þeirra gilda. Sú þögn,*sem ríkt hefur um þessa merkilegu greinargerð er einkennandi fyrir það, hversu rækilega flokkunum hefur tekizt að brjóta niður heilbrigt almenningsálit í landinu. Flokksblöðin haf a þá heldur ekki gert tíðrætt um hana, enda ber þar enginn flokkur hreinan sk jöld. Því miður er ekki hægt að birta hér nema smákafla úr umræddu riti. En af þeim má sjá, að orsakir þessarar ó- heillastef nu má rek ja til stór- felldra mistaka í sambandi við „nýsköpunina" — þegar hundruðum milljóna króna í erlendum inneignum var kippt undan íslenzka gjaldeyr- inum, án þess að inndregin væri þar samsvarandi f jár- hæð. Sú skelfing, sem greip íslenzka inneigendur við þessa verðskerðingu peninganna, hleypti af stað hinu æðis- gengna fjárfestingarkapp- hlaupi — menn vildu fá eitt- hvað fyrir peningana „áður en þeir yrðu að engu." Og svo magnaðist líka við þetta kapp hlaupið milli kaupgjalds og verðlags, sem annars hófst 1940, þegar straumi af virki- legu f é vár veitt inn í atvinnu- lífið. — Nú er það falsfé, sem hefur gert sjúkdóminn ban- vænan fyrir fjárhagskerfi, traust og sjálfstæði landsins, ef ekki er leitað læknis tafar- laust! Seg ja mætti, að svona geysi legt fjárhagsslys og álitsspjöll í góðæri, geti ekki verið öðru að kenna en þekkingarleysi á f jármálasviðinu. Og er mikið til í því. En úr þekkingarleysi er alltaf hægt að bæta, ef ábyrg stjórn væri til í land- inu, sem gæti rétt út hendina eftir allri þeirri gnægð þekk- ingar, sem allstaðar er á boð- stólum. En hér liggur einmitt aðal- meinið. — Þjóðina skortir ábyrgt ríkisvald, sem eigi að- eins á að stjórna, heldur einn- ig er gert mögulegt að stjórna. Okkur skortir m. ö. o. stjórnskipun! — Og það er bókstaflega rétt, sem éin- hver hefur sagt, að í sjálf- stæðisölæðinu hafi þjóðin „gleymt að stofna sjálfstætt (ábyrgt) ríki í landinu, en af- hent ríkisvaldið fjórum á- byrgðarlausum og andstæð- um einkafyrirtækjum." — Úr greínargerð bankans: „Það hefur verið sýnt fram á, að útlánaaukningin síðustu 5 árin er aðallega vegna f jár- festingar og hallarekstrar, og liggur þá ljóat fyrir, hvern þátt hún á í hagþróun undan- farinna ára, og í núverandi efnahagsástandi. Er hér uni að ræða mikla lánsf járþenslu, sem hef ur haf t í f ör með sér stórfellda röskun á atvinnu- og viðskiptakerfi landsins. Annars vegar hefur lánsf jár- þenslan átt meginþátt í að skapa það mikla jafnvægis- leysi í greiðsluviðskiptununi út á við, sem kemið hefur landinu í þá sjálfheldu á sviði gjaldeyrismála, sem raun ber vitnL Hins vegar hef ur Iáns- f jarþenslan stóraukið verð- þensluna, og eru hinir miklu örðugleikar, sem að steðja á sviði verðlagsmála, vörudreif- ingar, fjárfestingarmála, kaupgjaldsmála og á vinnu- markaðinum yfirleitt, bein af- leiðing lánsfjárþenslunnar. Að vísu er hún ekki ein orsök þais, sem miður fer í þessum málum, enda er verðþenslan margþættara f yrirbæri en svo að hún verði rakin til emnar orsakar.- En lánsf járþenslan hef ur þá sérstöðu í þessu sam bandi, að hún er virkast þeirra afla, sem hér eru að verki, og auk þess er það al- gerlega á valdi innlendra stjórnarvalda að stöðva láns- f járþensluna, þannig að eldt- ert á að vera því til f yrirstöðu, að þíng og stjórn snúi við blaði og taki nýja stefnu í þessum málum. Lánsfjárþensla þarf ekki ávallt að leiða til þess, sem raun hef ur orðið á hér á landi síðustu árin. Sé vinnuaflið ekki -aftt til fullnustu og ó- notaðir framleiðslumöguleik- ar fyrir hendi að öðru leyti, þá geta bankarnir aukið út- lán sín til fjárfestingar að vissu marki, án þess að koma þurfi til verðþenslu. En eins og á'jtandið var á vinnumark- aðinum og í efnahagsmálun- AHir voru sammála um, að Thorolf Smith, blaðamaður Vísis, væri bezti maður í liði blaðamanna í leiknum um síðustu helgi. — Á myndinni sést eitt Smith-special út- spark og virðist ekki af lakari íegundinni. um yfirleitt við lok stríðsin% og hefur verið óslitíð síðan« gat ekki hjá því farið, að lán- veitingar bankanna til f jár- festingar hefðu áhrif til aukn- ingar verðþenshmni. Nú hef- ur reyndin orðið sú, að útlán: bankanna liaía, fyrst og f remst vegna hóf lausrar f jár- festingarstarfsemi, þanizt útí yfir öll skynsamleg mörk,. með þeim afleiðingum, aði gjaldeyriseign landsins viðt lok striðsins gekk miklu fyrr; til þurrðar en ella, og inn ál við komst verðþenslan í ?.l- gleyming. Telja má, að breyt- ingar, sem verða á spariinn- lánum í bönkunum, séu a$ jafnaði nothæfur mælikvarðl' áþað, hve niikið bankarnix; geta lánað út, án þess að hætta sé á verðþenslu. Sv<í sem íekið var fram í byrjutt' greinargerðarinnar, Iiaf a' spariinniánin í bönkunum vax' ið mjög litið síðan í úrslok: 1944, EN HTNS VEGAB HAFA tlTLAN ÞEIBBA AUKIZT HVOBKI MEEBA' NE MINNA EN UM 63«. MHJLJ. KB. Á SAMA TlMA- BHJL Er þetta eitt af mörgti,, sem ber þess órækan vott, aði útlán bankanna eru komin Iangt fram úr þvi, sem þau' hefðu mátt verða mest, án, þess að úr yrði lánsfjár- þensla. i A árunum 1945 og 1916; náðist sá jöfnuður, sem slvallti hlýtur að verða milli f járf est- ingar og sparnaðar, aS, nokkru með verðlagshækkuit! og vöruþurrð, en þó aðallega' með stórfelldum halla ál greiðsluviðskiptum við úfc< lönd. Var hér um að ræða nei- kvæða f járfestingu, sem hef- ur slagað talsvert upp í þá' fjárfestingu, sem samtíiuis- átti 'áér stað innanlands í f ram leiðslutækjum, byggingum o„ m. fl. Snemma á árinu 194T voru erlendu inneignirnar að? mestu gengnar til þurrðar, og siðan heíur ekki nema að litliv leyti verið hægt að draga úr, misræminu milli kaupgetunn- ar og vöruframboðsins meðí innfmtningi. Afleiðingin hef- ur orðið síhækkandi verðlagfi Framhald á 4. siðtí.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.