Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 19.06.1950, Side 2

Mánudagsblaðið - 19.06.1950, Side 2
2 MÁNUDAGSÐLAÐIÐ Mánudagurinn 19. júní 1950* Helgi S.: Utanbæjarþankar um Þjóðleikhús Það er búið að skrifa og segja svo margt og mikið um Þjóðleikhúsið, starfsemi þess og framtíðarvonir, að það er vart á bætandi, þó á máske ein utanbæjarrödd nokkurn rétt, því utanbæjarmenn hafa komið talsvert við sögu, bæjarmönnum til angurs. Þessir þankar eru um hús- ið og hin þrjú viðfangsefni þess, eins og þetta allt kem- ur fyrir sjónir bæði úti og inni, svo og leikirnir, séðir frá gólfi, háa- og miðlofti menningarinnar. y Þjóðleikhúsið , Hið ytra er húsið stílhreint, með ferskum þungbúnum svip. Það lofar við fyrstu sýn .sérkennilegu umhverfi hið innra. Um hina ömurlegu -staðsetningu þess tjáir ekki að sakast, þó má syrgja þann kotungs brag. Þegar inn er komið fyllir anddyrið vonir manns, — en fyrir innan tekur sætsúpan við. Flest er þar yfirbragðs fallegt, og sýnir, að þar er ekkert af vanefnum gert — peningalega. iMjúk teppi, málning, góðviður marks- konar, gibsmyndir, krómaður málmur og gervikristall, svip að og ske mundi, ef álfakóng- urinn í Nýársnóttinni fengi ■einhvem sprenglærðan hí- býlafræðing til að tízkutaka Súlnasalinn sinn. Það er vafasamur undir- . búningur fyrir utanbæjar- mann að fá-sér matarbita, fyrir Þjóðleikhúsför, á ein- verjum af hinum nýrri veit- ingastöðum ibæjarins, þar sem allt er klætt góðviðar- plötum og krómuðum málmi — það gæti hennt, að hann fari að stanga úr tönnunum í þesum svipuðu innri forsöl- um Þjóðleikhússins. Inni í salnum eru þægileg, smekkleg og vel gerð sæti, enda þótt þröngt sé á milli þeirra á háa- og miðloftinu. Það kann að vera, að plöt- urnar, sem klæða veggi sal- -arins, séu varanlegar og hafi marga kosti og hafi kostað mikið, en þær eru ekki fall- egar í þessu húsi. Stuðla- bergið í loftinu var fallegt, meðan það var úr gráu grjóti 'Og þá í fullkomnu samræmi við húsið, en svo varð að mála það mislitt til þjónk- unnar við innri forsali húss- ins. Eitt hefur Þjóðleikhúsið fram yfir önnur leikhús, sem -ég hef komið í, það er ágætur, hljómburður, svo góður, að á . betra verður ekki kosið. Ástæðulaust virðst vera að hengja hluta af ljósabúnaði leiksviðsins utan á þessa fínu veggi, en dylja vandlega all- an annan ljósabúnað hússins, sem þó skapar næga og þægilega birtu. Að vísu er ljóskösturum oft komið þann- ig fyrir í leikhúsum — göml- um leikhúsum —, sem voru til löngu á undan þessum til- tölulega nýja ljósabúnaði og því ekki gert ráð fyrir slíku við byggingu, þessvegna er engin ástæða til þess að hengja þessi áhöld yfir og ut an í stúkurnar og skipta þannig athyglinni frá verkun ljósanna á sviðið milli þess og áhaldanna, sem fram- leiða þær. Væri nokkuð betra gert við stúkurnar en að loka þeim að mestu utanum ljósa- búnaðinn? Varla getur djúpt eða breitt svið sézt allt frá þeim stöðum, hvort eð er. Að slepptu öllu þessu hvað betur mætti fara, eða réttara, hverjum augum hver lítur á hlutina, þá er Þjóðleikhúsið glæsilegur áfangi í menning- arviðleitni þjóðarinnar og voldugt tæki til að þroska dómgreind manna, og hættu- legt vopn gegn gervi-„list“ þeirri, sem skeggjaðir smá- karlar dreifa yfir fólkið. Fyrstu verkefni Þjóðleik- hússins sýna að mestu, hvers það er megnugt, bæði frá teknisku og listrænu sjónar- miði, þess vegna ber að minn ast á þessa þrjá fyrstu leiki, sem sýndir hafa verið, ekki þó sem dómari, heldur sem hlutlaus skoðandi þess, sem fram fór, og þess vegna ó- sammála ýmsu í dómum hinna fróðu. Eg tala um leik- ina í þeirri röð, sem ég sá þá á leiksviðinu. ísjandsklukkan íslandsklukkan er mikið ritverk. Á svíðinu kom það fyrir sjónir sem mjög sund- urlausar myndir, gjörsneydd- ar leikrænum háttum. Sá, er ókunnugur var hinu prent- aða leikriti, gat ekki hent reiður á, hvort felldar væru burtu fleiri en tvær sýning- ar, þær gátu alveg eins verið 6 eða 8. í þessu ritverki er hlaðið saman öllum ávirðingum minnar aumu þjóðar. Þar er dregin upp allur Ijótleiki mannlegra viðskipt,a, marg- földuð hver einasta. léleg hugsun og gerð að ráðandi afli. Af skiljanlegum ástæð- um eru höfðingjarnír versílr, Lögmaðurinn fégráðugur, sviksamur og undirlægja kúgaranna, dóttir hans laus- lát og marggift til auðs og valda. Bókasafnarinn og skáldið hefur frá höfundarins hendi notið stéttar og er einna venjulegastur, enda þótt hinn giftist vitgrönnum og illum krypplingi — til fjár. Presturinn safnar fé og seil- ist eftir völdum, ríki maður- inn í Bræðratungu er illa gerður drykkjuaumingi, sem „kollega“ hans drepur að lokum öllum til ánægju. Auð vitað eru þeir dönsku sið- lausir verzlunarmenn með líf og land þjóðarinnar. Aðal söguhetjan, Jón Hreggviðs- son, er sömu tegundar og hinir, nema hvað hann á að vera fórnarlamb alhliða mannvonzku, hann er í stöð- ugu uppsteiti við yfirstétt- ina, smáþjófur og marghátt- aður misindismaður, en harðn ar við hverja raun. Kona og móðir Jóns eru beygð vesal- menni og barn þeirra brjál að. Kaupinhafnar íslending- urinn, Jón Marteinsson, er sí- fullur þjófur, bölvar öllu ís- lenzku til að þóknast Dönum, bendir á glæsihallir danskra höfðingja, sem byggðar eru af svita íslendinga, til að þóknast verðskulduðu hatri íslendinganna. Aukapersóna höfundar eru sýknaður mað- ur, handarlaus þjófur, marg- hýddur flakkari, blindur glæpamaður og margskonar annar glæpalýður og fávita- lýður. Jón Grindvíkingur er svo- lítið af öðrum heimi, hann er eins og gamalt heiðarlegt al- manak í sínum bókaskáp, veit allt, sem hann á að vita og gerir allt svo sem burðir hans leyfa. Innan um allan þennan sora eru glampandi perlur, viðræður, sem hafa boðskap að flytja og vekja til um- hugsunar. Margt er eins og Valmúginn, sem breiðir út fagurlit bloð sín, til óbland- innar gleði þeim, sem á horfa, enda þótt vaxinn sé upp úr skít og beri seigdrep- andi eitur í krónu sinni. Ræða Jóns við þá dönsku er falleg, og 'margár setningar hitta leiftursnöggt í mark, en ekki er alltaf til marksins vandað og fátt er háreist af þeim. Það er skemmst frá að sogja, að leikrit þetta er bor ið uppi af afburða leik. Hver mundi endast til að horfa á það illa leikið? Brynjólfur bregzt aldrei, hann er tvímælalaust okkar bezti leikari. Lárus Pálsson skapar ógleymanlega persónu úr sínu lltla hlutverki og bætir verulega við sig sem leikstjóri, þótt ég finni enga ástæðu til að hafa nokkrar sýningar fyrir framan tjald og væri öllum skaðalítið að fella þær allar burtu. Mikið má höfundur vera leikurunum þakklátur fyrir, hve vel þeir leysa störf sín af hendi, en sú mun raunin erða, að medalían er hengd á skipstjórann, þó það sé skipshöfnin, sem björgunar afrekið vinnur. Sviðsbúnaður var að mestu góður og sá eini, sem hæfði svo sundur lausu verki. Þessi tjaldagerð er ekki ný hér á landi, svip- að hefur oft og mörgum sinn- um verið notað á litlum, fá- tæklegum leiksviðum. Það var vel til fallið að hafa Þingvelli ólíka sjálfum sér o g láta þá hverfa í myrkri, þó á miðjum degi væri — það átti vel við efnið og fólkið. — Fjalla Eyvíndur Það var hressandi að heyra næst á eftir íslandsklukk- unni inn mikla ástaróð Jó- hanns Sigurjóssonar, með undirleik íslenzkra öræfa, hitta þar fólk með sál, skynja það yndi og hrikaleik lífsins ofið í eilífa fegurð þessa lands. Æ Fjalla Eyvindi eru líka þjófar og eigingjörn yf- irstétt, en þar er líka fólk, sem ekki bugast fyrr eiS sultur og byljir öræfanna' ræna líkamann þrótti. Jóhann Sigurjónsson gekk yfir öræfin þver, frá Akur- eyri til Reykjavíkur, á með- an hann var að skrifa Fjalla Eyvind og hver, sem gistir öræfin kemur betri til! byggða. Þess vegna er ekkert lágkúrulegt í því leikriti'* heldur samofin ást til fegurð- arinnar, fólksins og landsins, Jóhann var skáld, sem unni þrótti og tign, en fyrirleit smámunalega skítmennsku, Sviðsetning Fjalla-Eyvindaí, er ekki góð, ekkert betri en’ hún var í Iðnó nema síður sé, að því fráskildu, að nu! var hrossakjötshneykslið ekki með. Baðstofan var ekkí góð. Staðsetningar yfirleitf mjög erfiðar leikurunum og sumar óhæfar. Sviðið í öðr- um þætti var að mörgu leyti gott, en hvaða uppátæki vaií að hafa þennan fanngræna, kantaða trépall á miðjú! gólfi? Ef á að stæla náttúr- una og sýna útisvið, þá verð- ur að gera það vel, — ef ekkí þá má hafa trépall í miðju og kassa fyrir fjall. Sviðið í 3. þætti var götótt, Það er víðsýnt á öræfunumc við Eyvindarbæli, þar er jök- ullinn í miklum fjarska og ekki samanlímdur á þrent stöðum. Þar er hraun og það er dökkt. Betra er að hafá engan foss en þessa ómynd, sem var. Vafalaust hefur Eyvindur stolið öðru þarfara verkfæri en hornmáli, til að nota við byggingu kofa síns< ■Útilegukofinn í 4. þætti var of stór, og ótrúlegt er, að þaii hafi haft eldstæðið fyrir miðjum hliðardyrum, og ó- trúlegt er, að svo hátt hafij verið þar til lofts, ^ð dyí hafi yfirleitt komizt fyrir á hlið. Má ske, að það hafi verið hinni nýju tækni Þjóðleik- hússins ofviða að láta einnig sjást hríðina fyrir utan, —• en ofviða var ekki að hafa] dyr á gafli. ★ Kári er of erfitt hlutverlð fyrir Róbert Arnfinnsson, enda skorti oft mikið á, að hann réði við það. Halla vaí góð, enda þótt í huga rnínum’ væri erfiður samanburður við Önnu Borg. Eg held, að Haraldur mis- Framhald ð 7, síðn. Eg verð enga stund, ég Ó, hjálpaður mér með Hættu, hnepptu ekki Eg held, að ég fari í þarf ekki annars en að hneppa hnöppunum. fleiri. annan kjól. hafa kjólaskipti.

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.