Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 19.06.1950, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 19.06.1950, Blaðsíða 3
Mánudagurinn 19. júní 1950. MÁNUDAGSBLAÐIÐ MÁHUDAGSÞANKAR ! Jóns Reykvikings Eldur í Reykevig Fyrstu árin eftir miklar styrjaldir eru venjulega tímar mik- illa öfga og umbrota. Eins og gefur að skilja, hafa árin eftir heims- styrjöldina síðari verið þessu marki brennd á margan hátt, en ef við lítum til landanna í kringum okkur og okkur sjálfra, er það einkennandi hve iátt nýtt kemur fram. Þær ófgar í þjóðmálum og listgreinum, sem vaðið hafa uppi eftir styrj- öldina, svo þeir þættir séu nefndir, eru allar gamalkunnar, og það er í rauninni hæpið að segja, að nokkrar öfga stefnur hafi sérstak lega vaðið uppi nú á síðustu árum, því þau EXTREMA, sem um er að ræða, hafa ekki hlotið neitt nýtt líf við styrjaldarrótið. Það má jafnvel með mikl- um rétti segja að sum- ar öfgar í listum, sem urðu fyrst áberandi á árunum eftir 1918 séu nú stórlega fölnandi. Þær hafa ekki hlotið neina endurnýjun sjálfar og ekkert nýtt bætzt við. Sumir mundu þó vilja telja SARTRE nýjan post- ula, og sjálfsagt er það rétt að nokkru leyti, en hann er fylgislítill, myndar engan nýjan „skóla", sem unnt er að segja, að marki nokkur tímamót. Ef við litum til okk- ar sjálfra, er enginn vafi, að við erum í bezta jafnvægi, hvað snertir tízku í bók- menntum og listum. Það lítið, sem við eign- umst af nýjum skáld skap á þessum árum er yfirleitt ákaflega ófrumlegt og bragð- laust. Það er helzt, að gæti einhvers hugar- flugs í sjálfum nöfn- um höfundanna, eins og til dæmis, þegar ungt ljóðskáld, sem yrkir eins og allir aðr- ir, finnur upp á því að kenna sig við sólinaí Hvað málaralistinni viðvíkur, er það at- hyglisvert, að almenn- ingur kaupir í stórum stíl dreymandi lands- lagsmyndir eftir frí- stundamálara, sem eru svo heilir á geði að jafnvel slyngasti lækn- ir gæti ekki gert þá vitlausa! Svona mætti halda áfram. Þegar komið er í Þjóðleik- húsið, dáist fólk mest að því, hve vel takist áð sýna náttúrlegan eld. Menn taka andkof, þegar eldurinn í Kaup- inhafn gýs upp, og það er ekki um annað tal- að á eftir en þennan makalausa eld. Leik- sviðsstjórunum kemur vitaskuld ekki til hug- ar að sýna eldinn með einhverju surrealist- um táknum, láta menn aðeins GRUNA eld og ætla áhorfendum að fylla eyðurnar með heimafengnu hugar- flug.i Nei — hér er reglulegur eldur, sem kætir hjarta hvers ær- legs slökkviliðsmanns, svo honum verður hugsað til sprautunn- ar. Allt þetta og margt, margt fleira er ljós vottur þess, hve við erum andlega heil- brigð, ef svo má segja, rétt eins og Johansen eftir að hafa baðað sig 3 ár samfleytt í Sund- höllinni. Ef til vill kemur sú tíð, að við biðjum um eitthvað, sem hægt er að hneykslast á, eitt- hvað, sem rótar við okkur. „Hvenær skyldi Hekla annars fara að gjósa?" spurði Pálmi Hannesson forðum daga. Ef til vill verður ekki langt þangað til að okkur fer að Ieiðast og spyrjum méð hlökk- unarhreim eftir tíðind- um af nýrri tízku og sveium þegar við sjá- um náttúrlegan eld. ARÐUR TIL HLUTHAFA Á aðalfundi H.f. Eimskipafélags íslands 10. júní 1950, var samþykkt að greiða 4% — fjóra af hundraði —í arð til hluthafa fyrir árið 1949. !j Arðmiðar verða innleystir' í aðalskrifstofu fé- j lagsins í Reykjavík, og hjá afgreiðslumönnum félagsins um allt land. Athygli skal vakin á því, að samkvæmt 5. gr. samþykkta félagsins er arðmiði ógildur, hafi ekki verið krafizt greiðslu á honum áður en 4 ár eru lið in frá gjalddaga hans. Skal hluthöfum því bent á, að draga ekki að innleysa arðmiða af hlutabréfum sínum, svo lengi að hætta sé á, að þeir verði ógild- ir. Nú eru í gildi arðmiðar fyrir árin 1945—1949 að báðum árum meðtöldum, en eldri arðmiðar eru ógildir. Þá skal" ennfremur vakin athygli á því, að enn eiga allmargir hluthafar eftir að sækja nýj- ar arðmiðaarkir, sem afhendar eru 'gegn stofni þeim, sem festur er við hlutabréfin. Eru þeir hlut hafar, sem enn eiga eftir að skipta á stofninum og nýrri arðmiðaörk, beðnir að gera það sem fyrst. Afgreiðslumenn félagsins um land allt, svo og að- alskrifstofan í Reykjavík, veita stofnunum við- töku. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS >FILMPH0T0 < Ajonast allar algengar Ijósmyndatökur í heimahúsum og samkvœmum, einnig fyrir söí'u, skóla, iðnað og veralanir. Fréttamyndir og íleira, — Félagið annast Kka kvikmynðatökur eftir pöntun. öll vinna verður framkvæmd með beztu, nýtizku tækjum og áherzla lögð á vandaða, áreið- ánlega og fljóta afgreiðshi. ^ I^ósmyndarar: Friðrik Clausen og' Pétur Thomsen. » « Blómvallagötu 10 A, Keyk javík. rý *'.' "'¦'.„' ' —;

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.