Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 19.06.1950, Blaðsíða 7

Mánudagsblaðið - 19.06.1950, Blaðsíða 7
Mánudagurinn 19. júní 1950. MÁNUDAGSBLAÐIÐ Dálítið skoplegf hefur skeð Sunnudaginn 11. júní flutti Þjóðviljinn einskonar grobb- grein, sem kalla mætti ,,Um daginn og veginn“. Tilefni greinar þessarar var mastal, er einhver J. B. átti við Aðal- , bjöm Pétursson gullsmið, í' sambandi við 30 ára starfsaf- mæli hans í gullsmíðinni. — Grein þessi var hin athyglis- verðasta, því hún kom víða við, og ber það með sér. að hér talaði reyndur maður og greindur. Maður, sem fleiru hafði gefið gaum á lífsleið sinni en því einu, er laut að starfsgrein hans. Og sagði kost og löst á ýmsu því, sem fram hefur farið í þjóðfélagi voni á þessu áður umgetna tímabili ævi hans. En dálítið skoplegt hefur skeð út af grein þessari, og það er fátið, sem kom á „Moggann“. Meðal annars get ur Aðalbjöm þess í rabbi sínu, að hann hafi lagt gjörva hönd á fleira en það, sem laut að fagi hans, eins og áður getur; þar á meðal gjört líkan af fósturjörðinni, og selt þetta líkan. Það er út af ummælum þeim, sem Aðalbjöm hefur í sambandi við þetta líkan, sem Morgunblaðið rekur upp þetta voða óp, og setur í ramma á 2. síðu blaðsins, sem út kom næst á eftir að þessi Þjóðvilja- grein birtist, og setur yfir rammann geysistóra fyrir- sögn ásamt mynd af Aðal- bimi. Það, sem Morgunblaðið er mest hneykslað yfir, em þessi ummæli Aðalbjöms, orðrétt tekin upp úr greininni: „Hati ég nokkra menn .... — Eg hef þó nokkuð unnið við það að grafa steypumót og stálmót. Auðvitað er slíkt ætl- að til fjöldaframleiðslu, og reyndar hef ég selt líkan af fósturjörðinni, nokkum veg in eins nákvæmt og ég gat. — Hati ég nokkra menn, þá eru það þeir, sem hafa reynt að selja fósturjörðina sjálfa, og mundi ég gráta þurrum tár- um þann dag, sem þeir fengju krabbamein.“ Það er út af þessum ummæl um Aðalbjörns, sem Morgun- blaðið verður samstundis hel- sjúkt af krabbameini, og æpir og stynur þimgan, og hefur þegar fengið háskalegt óráð Kallar blaðið þetta vitfirrta ofstæki og óhæfu að óska því fólki ills, sem sé á annarri skoðun í stjómmálum en kommúnistar. Svo mörg era þau orð blaðsins og upphróp- unarmerki mörg, og spyr að síðustu, hvað Islendingar segi um þá „ættjarðarást", sem birtist í þessum ummælum Það em þessi ummæli Morg Þ JOÐLEIKHUSIÐ Framhald af 2. síðu. skilji Arnes, hartn er ekki ribbaldi eða slæmur maður, hann er sveinhugi og skáld, sem ekki nennir að vinna, og þess vegna útilegumaður og smáþjófur, sem ílækist um og segir sögur. Hverng stend- ur á því, að leikstjórinn levf- ir sér að láta fella burtu nokkuð af hinum fögru ævin- týrum Arnesar? Önnur hlutverk voru slétt og vd af hendi leyst, en í heildar- svipinn vantaði eitthvað — má vera, að maður hafi Im izt við öðru og meira en sýnt var í gömlu Iðnó, en þarna var um enga framför að ræða, nema síður sé. — Nýársnóttin Álfasögur verður alilaf að skoða sem slíkar, þær eru svona í okkar gömlu’ þjóðtrú, léttar fyrir hug- ann og fallegar, svo sem ímyndunaraflið leggur til litauðugar myndir af hug- arfóstrum náttúruunnenda, sem sáu líf í hverjum hól unblaðsins, sem hafa gert fólk undrandi. Fyrst það: Blaðið tekur ummæli Aðal- björns til sín. Annað er það: Blaðið viðurkennir það, að til séu menn (sjálfsagt flokks- menn), sem reynt hafi eða vilji selja fósturjörð sína og þjóðarinnar. I þriðja lagi spyr blaðið, hvað Islendingar segi um þá ættjarðarást, sem óski refsingar yfir þá menn, sem reyni að fremja landráð. Það, sem menn undrast mest, er hugarfarsspilling sú, sem Mbl. lætur í ljósi yfir sjálfu sér og sínu flokksfólki, sumu að minnsta kosti. Það kallar það aðeins að vera á annarri skoðun, að vilja selja og svíkja land sitt og þjóð í hendur annarrar þjóðar. Það er eins og blaðið viti ekki, að slíkur verknaður er á meðal siðaðra þjóða talinn sá mesti landráðaglæpur, sem hægt er að fremja á þessari jörð. — Allar þjóðir refsa fyrir slikan glæp eftir sakargiftum, með fangelsun eða dauðadómi, sem oftast er niðurstaðan, því að sakarefni þessi þykja hin ó- hæfustu, sem fyrirkoma með- al þjóða. Veit blaðið ekki, að þessi refsilöggjöf er gömul orðin og beitt með hörku á öllum timum, og líklega þó ^.Idrei eins harkalega og á þeim tímum, sem nú standa yfir. Það myndi því þykja heldur væg og slæleg refsing meðal annarra þjóða, að ein- hver maður segði við annan mann, að hpnum væri -það mátulegt að verða veikur fyr- ir það að hafa .framið land- ráðaglæp af verstu tegund. Islendingur. og steini. Boðskapuv álfa- sagnanna er einn og ein- íaldur, baráttan mi'li góðs og ills, og það gcða sigrar alltaf. Það er mikils viiði að mega sjá leik eins og Nýársnóttina, til að hvíla hugann við á erfiðum tím- um. í Nýársnóttinni sást einna bezt, hvað hægt er að gera með sviðtækni Þjóð- leikhússins, og var þar allt vel gert og fallegt. Hljóm- sveitin gjæti þó yfirgnæft tómahljóðið, sem heyrist, þegar hamarinn opnast. Sviðsetning öll hefur sýni- lega verið unnin af alúð og vapdvirkni. Indriði Wöage var góður Álfakóngur, laus við garg og hávaða eins og margir halda, að þeirri stétt tilheyri. Þóru Borg hlýtur að þykja vænt um Áslaugu ájlíkonu, arfhars gæti hún ekki leikið hana svona inni- leíga. Mjöll konungsdóttir þarf ekki að vera gróf, þó hún sé köld, kann að vera, að meira hafi borið á hrjúf- leika Mjallar við hliðina á Heiðbláin, sem var bæði mild og fáguð í framkomu. Af mennska fólkinu virt- ist mér Hildur Kalman og Bryndís Pétursdóttir bera af Alfreð hefur oft verið betri. Annars var meðferð leikaranna skemmtilega lýtalaus og gerði sitt til að skilja eftir góðar minningar um þetta litauðga leikkvöld. Dansarnir voru til mikillar ánægju, þeir voru vel æfðir og fallegir, þó. hefðu þeir orðið ennþá fallegri, ef allir álfarnir hefðu verið eins innilega dansandi glaðir eins og dökkhærða stúlkan í grænlitaða kjólnum og búningar álfasveinanna verið léttari og fallegri. — Hvað voru þeir með á höfð- inu? Músikk Árna Björnssonar lét vel í eyrum, en hljóm- sveitin má ekki stela at- hygli frá sviðinu, hjá þeim. sem eru á miðloftinu og of- ar, með ólistrænum athöfn- um, þarna niður í skons- unni. Að öllu samanlögðu fpr Þjóðleikhúsið vel af stað, ef svo verður haldið fram sem hafið er. ÍByrjiunariörðugleika og smávægileg mistök má ekki dæma. Eins og allir eru nú reiðu- búnir að taka höndum sam- an um húsið og starfsemi þess — eins mun verða snú- izt gegn því, ef bað ofur- selur sig klíkuhætti eða lætur hópa „útvaldra“ eða einhæfar skoðanir ná tök- um á sér. Á meðan Þjóðleikhúsið vill vera spegill og halda fleti sínum hreinum, þá skoðar þjóðin sig í honum. Helgi S. ______________ íslandsmótið Víkingur vann Akranes 4:3 Ekki er hægt að segja ann- að en að Skagamenn séu alveg sérstaklega óheppnir á þessu móti. í leiknum gegn Víking urðu þrír þeirra beztu menn óvirkir. Þeirra snjalli markmaður Helgi varð að yfirgefa völlinn og Dagbjart- ur miðframv. að fara í mark. Menn geta ímyndað sér hve slíkt hefur veikt vörnina hjá þeim. Hinn ágæti útherji Jón Jónsson var semsagt úr leik allan seinni hálfleik. Þórður Þórðarson miðframh. varð fyrir árekstri síðla í leiknum og varð mjög óvirkur eftir það. Þrátt fyrir þennan geysiliðsmun gátu Víkingar rétt marið sigur með einu marki og þrátt fyrir þessa liðsfæð voru Skagamenn í mikilli sókn seinustu mínút- ur leiksins. Það sannaðist áþreyfan- leg a þessum leik, að Skaga- menn hafa allt nema skot- menn. Þeir fengu óteljandi góð tækifæri til að skora sérstaklega í fyrri hálfleik, en enginn í framlínu þeirra virðist geta skotið. Er þetta mjög mikill veikleiki fyrir þetta ágæta lið. Fyrri hálfleikur endaði 1:0 Akranesi í vil og spiluðu þeir talsvert betur en Víkngar í þeim hálfleik. í seinni hálfleik voru Vík- ingar í sókn framan af og sýndu góðan samleik á köfl- um og átti Gunnlaugur sinn þátt í því. Bjarni Guðna gerði fyrsta mark þeirra. Annað markið kom úr horni sem I Baldur tók. Þriðja markið gerði Gunnlaugur með góðu skoti og fjórða markið skor- aði Baldur eftir að markm. hafði misst knöttinn. Eftir þetta mark varð markmaður- inn að yfirgefa völlinn. Sin- ustu mínúturnar gerðu Skaga menn mörg hættuleg upp- hiaup og voru dæmdar tvær vítaspyrnur á Víkinga, sem Sveinn Teitsson skoraði auð- veldlega úr. Beztu menn Skagamanna voru þeir, Helgi markmaður og Sveinn Teitsson, sem sýndi nú sinn bezta leik á mótinu. Dagbjartur og Þórð- ur voru einnig mjög góðir. Hjá Víkingum bar mest á Helga Eysteins, Kjartani og Gunnlaugi. Dómari var Victor Ra^ og dæmdi hann mjög vel. Stoðv- aði hann aldrei leikinn að ó- þörfu eins og oft vill brenna við hjá okkar dómurum K.R. Akranes 1:1 Skagamenn léku sinn sein- asta leik síðastliðið þriðju- dagskvöld við KR. Var leik- urinn mjög jafn og mátt'B vart milli sjá, hvor væri) sterkari. Leikurinn var xnjög fjörugur á köflum. Bæði li&- in misnotuðu mjög góð tæki- færi sem gáfust. Skagamenn mætt með sinxí varamarkmann Magnús Kristi jánsson (f. Framari) og varai ' maður var einnig í stað Jóns Jónssonar útherja. Bæði) mörkin voru sett í fyrri hálG leik. -Þórður Þórðarson miðfrairj herji var bezti maður Skaga- manna og lék hann oft) skemmtilega á vörn KR. I KR-liðinu bar mest ál Steinari og Ólafi Hannesar. Dómari var Hrólfur Bencr diktsson. Fram vann Val 4:1 Fram sigraði Val síðast-i liðið mónudagskvöld með talsverðum yfirburðum. Leilð urinn var frekar rólegur og) sýndu bæði liðin góðan leikr. Valsmenn nota þó ennþá of-t mikið af. háum og ónákvæmV um sendingum, sem eyði-i leggja mikið þeirra lcik. Framarar lögðu aftur á móti* áherzlu á stutt en hratt sam- spil, sem er ólíkt áhri-fa-i meira. Fyrri hálfleikur var noklc- uð jafn. Liðin skiptust á upp- hlaupum, sem flest ströpd-i uðu á hinum sterku vörnuml liðanna. Fyrsta markið gerði) Lárus fyrir Fram og hefðj markmaður Vals átt að geíal bjargað því marki með réttu úthlaupi. Valur kvittaði* augnabliki síðar, eftir leiít- ursnöggt upphlaup, sem Hall-i dór skoraði úr. Adam á sinn' þátt í þessu marki með rnjög röngu úthlaupi. Hálfleikurinní endaði 1:1. í seinni hálfleik sýndu' Framarar enn sem fyrr að þeirra úthald er ótakmarkað og léku þeir miklu betur og( kröftugar en Valur. Samspil* hjá framlínu Vals var alvegi í molum og skiptingar Ell- erts eintóm vitleysa, semi spillti mjög fyrir. Varnarleikmenn Framai’a) notuðu mjög „offside taktik" á Valsmenn sem reyndisi) vel. Fyrsta markið í seinni hálfi leik skoraði Rikharð úr vítá- spyrnu sem tekin var fyriri það að tveir Valsmenni ,.blockeruðu“ Láms. Annað* markið skoraði Rikharð einnig. Var það einn af þess- um ómögulegu boltum sem' enginn nema Ríkharð geturj skorað úr. Sigurður Ólaissori, var msð boltann rétt fyrir, utan vítateig, þegar Rikharð sá hik á vörn Vals, tók hanni boltann leiftur snöggt af Sig- urði og lék innfyrir vítateig og skaut mjög föstu jarðar? Framhald á 8. síöu.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.