Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 26.06.1950, Blaðsíða 7

Mánudagsblaðið - 26.06.1950, Blaðsíða 7
Mánudaguritffi 26. júni 1950. MÁNUDAGSBLAÐIÐ Marga langaði á baðströndina í sólskininu sl. viku. — Hér sjást ein af nýjustu strandfötunum, sem eru úr nylon. Upplesfur SteingerSar GuSmundsdöttur Ofsjaldan er minnzt á það, sem vel er gert í útvarpinu. Á þriðjudaginn 13. þ. m. las Steingérður Guðmundsdóttir upp þrjú kvæði: Gunnars- hólma, Berðu mig til blóm- anna og Spunakonuna. Stein- gerður er meðal okkar Iærð- ustu upplesara, a. m. k. á ljóð. Hún hefur yfirleitt góða tækni, forðast tilfinningasemi, en getur lagt tilfinningu í þá staði, sem henni finnst við þurfa. Svið hennar í túlkun geð- hrifa er breiðara en menn eiga að venjast af leikurum vor- um, þó hefur Einar Pálsson ef til vill stærra svið í túlkun ljóðrænna kvæða. Skýrleikinn er að sjálfsögðu óaðfinnanleg ur. Bezt tókst henni ljóðið Berðu mig til blómanna, eftir Pál Árdal. Þar naut upplesar- inn sín, enda á bezt við hana að túlka skiptileg geðhrif, eins og eru í þessu kvæði, þar sem enginn sérstakur og sterkur blær hvílir yfir kvæð- inu. Hún endurvarpaði jafn- óðum þeim geðhrifiun, sem bárust henni og lögð eru í munn mismunandi persónu- gervingum náttúrunnar. Síð- ur tókst henni með hinkvæðin. Þau eiga skyldara við sagna- ljóð og eru þyngri í vöfun- um. Deilt hefur verið um, hvort slík Ijóð væru konu meðfæri. Túlkun Gunnarshólma þarf að sníða að þeim örlögum, er kvæðið f jallar um. Þessi örlög hvíla í kvæðinu öllu, tíka í um- gerðinni, því að vitanlega orti Jónas umgerðina (náttúrulýs- inguna) vegna sögunnar. — Túlkunin verðin- því að vera samfelld heild. Hana er ekki hægt að búta niður í kafla. Tæknilega galla mátti líka finna, galla, sem hver lærður upplesari á að forðast, en þeir voru, að Steingerður „tengdi" of oft milli ljóðtína. Upplesar- inn má aldrei gleyma, að hann er að lesa ljóð, en ekki sögu. Tengingamar heyra því ekki ljóðatúlkun til, heldur á hver lína að njóta sín. Hér á ég auðvitað ekki við, að nema eigi endilega staðar eða lajkka róminn við kommu eða pimkt. Spunakonan, eftir Guð- mund Kamban, var heldur ekki samfelld í túlkuninni, og á það vitanlega rót sína að rekja til skilnings listakon- unnar á kvæðinu. Þar voru mikil stökk úr einum geðblæ í annan. Ótrúlegt þykir mér, að kennarar Steingerðar í upplestri hafi ekki bent henni á, að slík stökk má ekki gera, ef yfir öllu kvæðinu hvílir sterkur geðblær, eins og flest- ir munu finna, sem lesa kvæð- ið. Spunakonan lifir aftur dap urlega ævi sína í huga sér. Þessi heildarblær ræður „tón“ kvæðisins, svo að geðhrifin í smáköflum inni í kvæðinu verða að samlagast heildar- svipnum. Sé tóninum eða heildarsvipnum á slíku kvæði eklci náð, verður túlkun kvæð- isins í molum. Áhrifin af upp- lestrinum verða veikari en ella. Þetta, sem hér er fram sett, eru aðeins einfaldar reglur, sem þykja nauðsynleg undirstöðuatriði í upplestri. Mestur vandi lærðs upplesara liggur í að leggja hinn rétta skilning í kvæðið, sem hann flytur, en þar hefur oft beztu mönnum skjátlazt. Þessar fáu línur eru aðeins stutt umsögn og tilgangurinn með þeim er að örva listakon- una til áframhaldandi þjálfun ar, en ekki gagnstætt. Hver upplesari ætti að minnast þess, að kvæði er aldrei of vel unnið og heildarsvipurinn má aldrei glatast. Sveinn Bergsv>einsson. RADDIR LESENDANNA „Fiskimjölsveiðarnar ganga veirrr sagði Morgunblaðið 21. þ. m. Mikil tíðindi eru þetta. Við, sem stundað höfum sjó árum saman á togurum, höf- um aldrei heyrt þessara miða getið, þótt undarlegt sé. — Okkur væri því þökk á, ef Morgunblaðið vildi skýra frá því, hvar þessi uppgripa fiski- mjölsmið eru, og hvemig að því er farið að veiða þetta fiskimjöl. Gamall togaraskipstjóri. Bifreiðastjórar kvarfa yfir ökuníðingum Nokkur bréf hafa borizt varðandi akstur þeirra bif- reiðastjóra, sem stjórna vöru bifreiðum, áætlunarbifreiðum og sérstaklega þá, sem lieyra olíubílana svonefndu. Kvart- anirnar eru allar mjög á einn veg og er hér eftirfarandi kafli úr einu af bréfunum: ,,.....ekki er svo veJ, að þessir bílstjórar hlýði almenn um ökureglum. Flestir þeirra (olíubifreiðarstjórar) þjösn- ast áfram eins og naut í flagi og taka ekkert tillit til okkar, sem eigum þó að vera jafn- réttháir á vegunum. I innan- bæjarakstri þarf títt að var- ast þá, því hér hræðast þeir lögregluna og passa nokkurn veginn umferðarreglurnar. En þegar á þjóðvegina kemur, haga þeir sér eins og óvita börn — keyra hratt á miðjum vegunum og víkja ekki af miðri akbrautinni, þó þeir sjái aðrar smærri bifreiðar koma á móti þeim. Hefur þetta gengið svo langt, að nokkrir bifreiða- stjórar hafa orðið beinlínis að fara út af brautinni til þess að stofna ekki lífi farþega eða bifreiðinni í hættu. Dæmi eru til þess, að smærri bifreiðar hafa beinlínis keyrt út af og hvolft til þess að varast á- rekstur við þessa vegadjöfla. Eg vildi fyrir mitt leyti leggja til, að bæði atvinnu- bifreiðastjórar, sem og aðrir, tækju farþega til vitnis, þar sem slíkir atburðir ske, og kæri þá svo umsvifalaust til lögreglunnar og félagsins, sem þeir vinna fyrir. Svona ruddaskapur af hálfu þeirra er óþolandi og stórhættuleg' ur. Eftir tuttugu ára reynslu sem atvinnubifreiðastjóri, þá vil ég, herra ritstjóri, mælast til þess, að þér birtið þennan bréfstúf, því ég er viss um, að, aðrir í minni stétt séu mér, sammála. i Afcvinnubif reiðastj'óri. j (Nafn ekki birt, samkvæmt beiðni). Kírkjukór SauðáÉróks 1 hélt söngskemmtun í sam- komuhúsinu í Borgainesi laugardaginn 10. júní s, 1. Á1 söngskránni voru 14 lög, — og tvö þeirra eftjr söngstjór- ann, Eyþór Stefánsson. Söng- skráin var smekklega valin lögum eftir þekkta ágæta höf- unda. Söngskemmtunin var hin ánægjulegasta, og sýndi na- kvæmt val söngstjórans á fólki í kórinn, sem leggur sig fram um að hlýða stjóm' meistarans. Hin gamalkunnu íslenzkúi alþýðulög: Björt mey og hrein' — og Undir bláum sólai-sali, voru skemmtilega sungin —• með þjóðlegum blæ. Lagið: í rökkursölum, eftir Möhríng — einsöngvari Sigurður P. Jónsson, bassi, — var með afbrigðum vel sungið. Værí athugandi að fá það á plötu. Bára Jónsdóttir og Svafah Þorvaldsson skiluðu mætavel tvísöngshlutverki sínu „Ljúf- lingslag“ eftir Björgvin Guð- ' mundsson. w Kórnum var óspait klapp- að lof í lófa af áheyrendum, og varð að endurtaka rnörg lögin; og að lokum söng hann! nokkur aukalög, þar á meðal Skín við sólu Skagafjörðui’. •> Það er viðburður og söntí óblandin ánægja að fá hcim- sókn slíkra gesta. ) Jónas Krist jáosson. | Gjörið svo vel, forstjór- inn er tilbúinn. Hvaða menntun hafið þér? Hraðritun, vélritun og tungumál ? Nei, en ég kann swing, rumbu og tangó. Hvenær getið þér býrj- að? . t C5 C

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.