Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 26.06.1950, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 26.06.1950, Blaðsíða 8
ENNÞÁ LIFIR GJALD EYRISNEFNDIN Mánudagsblaðið 1 Geysilega athygli Framhald af 1. sífto og öllum hinurn mörgu arð- lausu stofnunum og hús- byggingum, sem lirúgað hafði verið upp. Hefur nokkur velmeg- andi þjóð verið svo fljót að setja sig á höfuðið á sama tíma sem útpíndar stríðs- þjóðir voru önnum kafnar og vel á vegi með að rétta við? I>ar kom hljóð úr horni, og birtist í 38. tölublaði i Lögbirtingablaðsins, svohljóðandi: „Hér eftir er bannað að flytja til landsins hvers konar vörur, nema þær hafi verið greiddar seljanda eða gjaldeyrir til greiðslunnar li afi v erið tryggður gegnum banka, áður en varan er send til landsins. Gild- ir þetta jafnt þótt innflutnings- og gjaldeyrisleyfi hafi þegar verið veitt fyrir vörunum.“ f>egar við Islendingar erum að mestu leyti búnir að glata öllu okkar trausti og virðingu hjá hinum fjölmörgu gömlu og nýju erlendu \aðskiptamönnum vegna vanskila og reiðileysis, þá fyrst liugkvæmist ríkisstjórninni, að stemma stigu fyrir ósómanum. Það er eins og ríkisstjómin haldi, að hún geti með þessari nýju auglýsingu sinni breitt yfir þá skömm, sem okkur hefur hent, að eriendir viðskiptamenn eru hættir að taka mark á bláu sneplimum, sem kallaðir eru inn- flutningsleyfi, og útgefnir voru af fulltrúum ríkis- stjórnarinnar. Þessir erlendu viðskiptamenn vom sem óðast famir hjálparlaust að taka sjálfir þá ákvörðun, að senda hingað ekki vömr nema að greiðsla væri trjggð fyrirfram. Maður þorir ekki að vona, að ríkisstjórnin sé að byrja að hugsa af viti. Þó er ekki útilokað, að neyðin kenni enn einu sinni naktri konu að spinna og þessi ákvörðun sé upphafið á einhverjum viturlegum ráð- stöfunum, sem ríkisstjómin NEYÐIST til þess að gera, þrí að á annan hátt er þeirra víst ekki að vænta. Það, sem mér þykir vera ljós punktur í þessari reglugerð er, að bankamir skuli eiga að taka ákvörðun um innflutning til landsins, því að óreyndu vil ég ekki vantreysta þeim mönnum, sem verða settir til þess að ráða þar málum; ég trúi því ekki, að fyrrverandi með- limir GIVF verði látnir koma þar nærri. \ „mtanlega verða bankamir vel á verði gegn alls- kyns kla kjabrögðum og ólieilindum þeirra manna, sem lengst hafa getað teymt GIVF út í vitleysuna og botn- leysuna á liðnum ámm. Ef gjaldeyrisdeild fjárhagsráðs á að starfa áfram eftir þessari nýju auglýsingu ríkisstjómarinnar, get ég ekki séð, að hún hafi annað fyrir stafni en að ákvarða, Iivaða hópur manna það skuli vera, sem eigi að bítast við bankana um yfirfærslu. En er ekki miklu nær, að bankinn skipi sjálfur nefnd manna til þess að gefa út gjaldeyrisleyfi, og þá aðeins fyrir þeim upphæðum, sem hægt er að yfirfæra? Önnur einskisverð leyfi eiga ekkert erindi inn í til- veruna og þurfa alls ekki að fæðast með ærnum til- kostnaði og fyrirhöfn f jölda kvenna og manna í víðum og dýram sölum uppi á Skólavörðustíg 12. íslenzka þjóðin er fyrir löngu búin að fá skömm á allri nefndasamsteypunni og veit, að liún er aðeins til stórtjóns og óhagræðis fyrir I)jóðarbúskapinn. Það er ótrúlegt, að ríkisstjórnin sé elílii líka farin að sjá, að viðskipti okkar eru komin út í það öngþveiti undir stjóm og með aðstoð nefndasamsteypunnar, að dýpra verður ekki sokkið. Krafa þjóðarinnar er, að þessu fargani verði af- létt nú þegar, og ef ríkisstjómin treystir sér ekki til þess, þá krefst almenningur þess, að fá opinberlega birt svör við eftirfarandi spurningum, ef vera kynni, að menn að fengnum þeim upplýsingum litu nefnda- samsteypuna mildari augum. Eg er eins og viðskipfafreisið uppmáfað. 1. Hve mikill var starfsmannafjöldi, laun, húsa- leiga og annar kostnaður eftirtalinna nefnda á árinu 1949? Greinið hvem lið út af fyrir sig. Fjárhagsráð. Viðskiptanefnd. Verðlagsnefnd. Skömmtunarskrifstofan. 2. Hefur nokkur breyting orðið á tilkostnaði þess- ara nefnda á árinu 1950, og þá hver? 3. Er hægt að fá birta nákvæma skýrslu yfir út- gáfu gjaldeyris- og innflutningsleyfa á árinu 1950, þar sem greint er, hverjir fái leyfin og um Iivers konar greiðslu sé að ræða? 4. Hafa bankarnir fengið ákveðin fyrirmæli um, cftir hvaða reglum þeir eigi að yfirfæra, sam- kvæmt nýju tilskipnninni? 5. Stcndur til, að ríkisstjórnin flytji inn marga lúxusbíla enr.þá í forboði Magnúsar Jónsson- ar, formanns f járhagsráðs? Ísíenzka þjóðin treystir því, að hæstvirt ríkisstjórn sjtií einhverja viöleitni á þessum alvörutímum til þess að spara — spara — spara! íslenzka þjóðin minnir alla embættismenn sína á það, að þeir em ÞJÓNAR en eltki HERRAR (þetta \ ill oft glejrmast), og [æim hefur ekki verið falið í hendur f jöregg þjóðarinnar til þess að éta það upp til agna. En það komu tímar, og það komu ráð! — Þegar búið var að ausa út gilda gjaldeyrinum, þá var að grípa til hins ógilda — AÐ BÚA TIL PENINGA, sem ekkert stóð á bak við, ekki einu sinni vinnuafl! Þannig gátu flokkarnir sett upp stofnlánasjóðinn og Iánað sjálfum sér tugi milljóna til að fylla upp í óefnd kosningaloforð, auk ógrynni annars f jár, sem Land'sbankinn kvartar um að hafa verið neyddur til að lána út um efni frarn. í hvílíkt óskaplegt fen íslenzk f jármál hafa verið komin þegar á árinu 1947, sést bczt á því, að eftir það bárust okkur þrjú óvænt og óútreiknuð stórhöpp, er færðu okkur fleiri hundruð milljónir króna: — HvaJ- fjarðarsíldin, fisksalan til Þýzkalands og Marshall- hjálpin, — en það er engu líkara en að þetta fé hafi horfið í botnlausa hít! Og þó að síldin kæmi nú í sumar — yrði hún til ann- ars en að tef ja fyrir því, að hægt verði að koma vitinu fyrir þjóðina? — Kannske þangað til allar bjargir væru bannaðar! Það era ekki stór átök, sem þarf til að koma sjálf- stæði okkar fyrir kattar- nef. Og nú koma ofan á allt saman 10 nj'sköpunartog- arar fjrir 100 milljónir 1 ERLENDU LÁNSFÉ! — Hverjir mundu vilja kaupa þá aðrir en þeir, sem ekk- ert hafa fjrir að láta og ekkert að missa? Þessar hugleiðiúgar brjótast nú um í mönnum, og flestir vita hvorki upp né niður né livað skal segja. Eitt er þó víst, að eins og bent var á í síðasta blaði, þarf liér skjót hand- tök. Annað er jafn víst — að flokkarnir treysta ekki hver öðram, og cnginn treystir þeim í heild sinni eftir það, sem gerzt hef- ur. Spurningin er nú aðeins sú, hovrt við erum menn til að ráða okkur umboðs- lega neyðarstjórn eða hvort við viljum lieldur bíða eftir þeirri, sem kem- ur óboðin.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.