Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.2005, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.2005, Síða 12
12 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 29. október 2005 hlýju sinni og ástúð. Einnig er hún bæn- argjörð og lofsöngur til lífsins og guðdómsins. Hún fegrar ekki og er sönn hvað það varðar. Þjáningin birtist okkur í ýmsum myndum. En styrkur bókarinnar er þó sá að frammi fyrir ógninni leitast skáldið eftir að þroskast í þján- ingunni og leita eftir þeirri fegurð sem þrátt fyrir allt býr í lífinu og tilverunni. Ævinnar fugl frá Arabíu! Tylltu þér á grein í garði mínum og veittu mér ómældar auðnustundir framandi fegurð ofar skilningi og smekk Undarleg blóm úr brotinni skel vaxa þegar tíminn er á hverfanda hveli LJÓÐ lýsa upp veginn líkt og trúin. Þau gefa jafnmikið og þeim er gefið. Þau eru leið til sjálfskoðunar og huggun harmi gegn. Þau eru tæki hins glaða sem faðmar veröldina fagnandi og þau eru hald hins hug- sjúka og sorgmædda. En ljóðið er einnig sú skuggsjá sem hinn sjúki og særði skoðar sig í frammi fyrir erf- iðustu spurningum lífsins. Þannig er nýjasta ljóðabók Gylfa Gröndals, sem hann nefnir Eitt vor enn? Hún er sönn og einlæg speglun þeirra kennda sem sjúklingur ber með sér gagnvart krabbameini, því meini sem flestum stendur ógn af. Bókin er eins konar ljóðflokkur með ljóðum sem eru nafnlaus en eru númeruð. Hún ber vitni átökum og ótta við dauðann. En hún er jafn- framt full með umhyggju og ást til þeirra sem umvefja skáldið með Æðruleysi frammi fyrir ógn sjúkdóma og dauða er ekki fólgið í því að bæla niður ótt- ann, sorgina og hug- arvílið heldur takast á við veruleika þessa alls. Það gerir Gylfi Gröndal í þessari bók. Lífspeki hans einkenn- ist af lítillæti þess sem leitast við að sættast við orðinn hlut: Sá sem hefur fáar óskir mun fá þær uppfylltar en sá sem girnist margt missir af öllu. Eitt vor enn? er nærgöngul bók og einlæg. Hún speglar þjáningar frammi fyrir erfiðum sjúkdómi. En hún er jafnframt huggun, lítillát von og sáttargjörð við lífið og tilveruna. Ljóð lýsa upp veginn BÆKUR Ljóð eftir Gylfa Gröndal. 46 bls. JPV útgáfa. 2005 EITT VOR ENN? Skafti Þ. Halldórsson Gylfi Gröndal Í NAFNI kærleikans er þriðja skáld- saga breska rithöfundarins James Meek (1963). Meek var tilnefndur til Booker-verðlaunanna fyrir söguna en hreppti þau ekki frekar en Ishiguro sem kunnugt er. Sagan gerist í Síberíu á dögum rússnesku byltingarinnar og hefst hjá Samarín sem segist vera strokumaður úr síberskum fangabúð- um. Búðirnar liggja algerlega utan marka hins byggilega heims, í óend- anlegri víðáttu freðmýrartúndrunnar, og sagt er að ekki sé hægt að flýja það- an nema hafa félaga sinn með sér – til átu. Á flóttanum rekst Samarín á Ba- lashov nokkurn, húsara og fyrrum liðsforingja, og hnuplar m.a. af honum ljósmynd áður en hann kemst til Ja- zyk, afskekkts smábæjar þar sem öfgasinnaður sértrúarhópur geldinga hefur hreiðrað um sig. Þar hefur tékk- nesk herdeild einangrast við fall aust- urríska keisaradæmisins og veit ekki sitt rjúkandi ráð. Josef Mutz, lautinant í herdeildinni, er af gyðingaættum og þjakaður af sektarkennd vegna stríðs- glæpa sem herdeildin framdi. Hann leitar huggunar í örmum Önnu Pet- rovnu, sem reyndar er konan á ljós- myndinni. Örlög Samaríns, Balashovs, Mutz og Önnu fléttast saman um leið og skapadægur Rússlands rennur upp. Ekki er auðvelt að lýsa fléttu bók- arinnar án þess að gefa of mikið upp um leyndardóma hennar en sagan er erfið og flókin og pæl- ingin oft harðsótt. En hægt er að lofa árangri sem erfiði og hverjum manni hollt að lesa krefj- andi sögur. Persónurnar eru stór- brotnar og minna um margt á persónur Dostojevskís; fyrst og fremst karlmenn sem lifa og hrærast á ystu nöf í hugsjónum sínum, hafa sterkar skoðanir á stríði, ást, trú og dauða fyrir málstaðinn. Anna Petrovna er fulltrúi annarra gilda og myndar skýra andstæðu bæði við eld- heitar hugsjónir byltingarmannanna sem vilja koma á nýju fyrirmyndarríki og blóðugar fórnir geldinganna sem gerast englar í sínu eigin himnaríki: Hún vill lifa og elska og koma syni sín- um á legg. Samarín er dularfyllsta persóna sögunnar, bæði morðingi og mannæta. Lesandi sér ekki inn í hálf- brjálaðan huga hans en hrífst af orð- um hans. Sjálfur segist hann vera „vilji fólksins. Hann er þær hundrað þús- und bölbænir sem það fer með á hverj- um degi gegn þrældómi sínum. Það væri einkennilegt að leggja sömu mælikvarða á slíkan mann og venju- lega menn, eins og að færa úlfa fyrir rétt fyrir að drepa elg eða reyna að skjóta vindinn.“ (254) Í byrjun sög- unnar les hann upp úr áróðursbækl- ingi þessa lýsingu fyrir vinkonu sína: „Byltingarmaðurinn gengur inn í heim ríkis, stéttar og svokallaðrar menning- ar og lifir í honum aðeins vegna þess að hann hefur trú á skjótri og algerri eyðileggingu hans… Hann er ekki bylting- armaður ef hann finnur til vorkunnar með ein- hverju í þessum heimi. Ef hann getur verður hann að horfast í augu við gjöreyðingu ástands, sambands eða hverrar þeirrar manneskju sem tilheyrir heiminum – allt og allir verða að vekja honum jafn mikla and- styggð.“ (14) Persóna Samaríns er ekki fortíð- ardraugur þótt hann sé níhílisti, ofurmenni og tortímandi. Hann er sú manngerð sem Vest- urlöndum stendur mest ógn af núna, hryðjuverkamaður sem er tilbúinn að fórna lífi sínu fyrir málstaðinn og skeytir engu um afleiðingarnar. Bygging sögunnar er mjög í anda 19. aldar skáldsagna, raunsæisleg frá- sögn, langar einræður, háfleyg samtöl, ljóðasöngur og sendibréf. Lýsingar á umhverfi og persónum eru frumlegar og grípandi, sbr. t.d. lýsinguna á Ma- tula, geðveikum kókaínfíkli sem stjórnar tékknesku herdeildinni: „Dökk augu Matula sátu djúpt í andlit- inu. Hörundið kringum augun var hrukkótt og holdið gróft og flagnað af hita og kulda og hitasóttum og gulu og skyrbjúg sem hafði herjað á það. Hann var með hlykkjótt, krosslagað ör eftir illa saumað sár skáhallt yfir hök- una. Aðeins munnurinn á honum hafði verið ónæmur fyrir öllum frostum og blóðsúthellingum fimm ára hernaðar. Varir hans voru mjúkar og þykkar, rauðar eins og á dreng, eins og hann hefði geymt þær á öruggum stað þeg- ar hann hélt í orrustu eða á veturna, eins og þær hefðu aldrei verið klemmdar eða bitnar þegar tunga hans hafði skipað mönnum að drepa fanga, eins og hann hefði geymt þær fyrir veislur, leiki og kossa. Augu hans höfðu séð þetta allt. Hann var 24 ára gamall.“ (157) Atburðir sögunnar gerast í fortíð- inni en hafa víða skírskotun til sam- tímans. Einn kafli sögunnar, Her- sveitin, lýsir því hvernig tékknesku hersveitinni sem samanstóð af 171 hermanni fækkaði smám saman niður í 100 manns (224–229) og allir sem féllu eru nafngreindir. Það fer ekki hjá því að lesandinn íhugi í leiðinni til- gangslausan dauða allra þessara manna og stríðsreksturinn í heiminum yfirleitt. Og ljóst er að við sem búum á Vesturlöndum erum að sökkva í neyslubull, efnis- og einstaklings- hyggju, við höfum gleymt hugsjónum og kærleika. En hvers virði eru fórn- irnar fyrir hugsjónirnar, trúna og mál- staðinn þegar að er gáð? Í hverju felst kærleikurinn og hvaða verk vinnum við í nafni hans? Hver þekkir kærleik- ann, er það Balashov sem er hvorki karlmaður né engill eða Samarín sem er tilbúinn að fórna öllu fyrir bylting- una? Er það kannski Anna Petrovna sem þekkir hann þegar hún æpir: „Mér er sama, skilurðu það? Mér er sama um himnaríki og helvíti og guði og djöfla og keisara og stórveldi og kommúnista og alþýðuna þetta og al- þýðuna hitt. Ekki segja neitt meira. Ég vil fá eitthvað á sár sonar míns…“ (339) Í klisjulegri hnotskurn er Í nafni kærleikans mögnuð skáldsaga, skrið- þung og djúp, spennandi, áhrifamikil og ögrandi – hvers getur maður frekar óskað sér? BÆKUR Skáldsaga eftir James Meek. 384 bls. Árni Ósk- arsson þýddi. Bjartur 2005. Í nafni kærleikans Steinunn Inga Óttarsdóttir James Meek Ást og dauði í freðmýrinni EYRÚN Ingadóttir er sagnfræðingur að mennt en bókin um Ríkeyju ráða- góðu er hennar fyrsta barnabók. Ey- rún hefur ritað sögu Húsmæðraskóla Reykjavíkur sem var BA-verkefni hennar og sögu Húsmæðraskóla Suð- urlands. Einnig ritaði hún ævisögu Eyjólfs R. Eyjólfssonar, „Gengið á brattann“ og var einn af ritstjórum bókarinnar „Konur með einn í útvíkk- un fá enga samúð“. Af ofantöldu má sjá áhuga Eyrúnar á margvíslegum hliðum mannlífsins að fornu og nýju en þessi áhugi skilar sér í bókinni um Ríkeyju ráðagóðu þar sem lögð er áhersla á að skapa sögupersónur á öll- um aldri og af ýmsum toga með ólík áhugasvið. Ríkey er ellefu ára stelpa á Hvammstanga og segir bókin af einu sumri í lífi hennar. Frásögnin er við- burðarík, í hverjum kafla gerist eitt- hvað sem heldur les- andanum við efnið. Helsti kostur sög- unnar er persónugall- eríið en um leið má þó segja að persónur séu ef til vill nokkuð klisjukenndar; gamli afinn, bankapabbinn, klikkaði kallinn og kennaramamman, og fyrirsjáanlegar í svart-hvítum við- horfum sínum til til- verunnar. Andstæð- urnar sem þær standa fyrir verða þó til þess að skapa tog- streitu innan sög- unnar og ljá henni aukna dýpt. Eins og svo oft þegar um barnabækur er að ræða finnur Eyrún hjá sér hvöt til þess að fræða. Fræðslan felst helst í orðaleikjum og útskýringum á orðum sem Ríkey skilur ekki, hér fer útskýr- ing á kvótakerfinu ef til að- eins yfir strikið! Þetta eru þó minni háttar atriði sem án efa fara framhjá börn- um. Getið var um svart- hvítar persónur og í bók- inni eru skilin milli sam- tímans og liðins tíma einnig nokkuð skörp. For- tíðin helst í hendur við kjötsúpu og skort á tækni- nýjungum en nútíminn lýsir sér í tölvum og golf- spili. Að mínu mati er upp- stilling á liðnum tíma og samtímanum sem nokkurs konar andstæðum ekki endilega jákvæð og gerir liðna tímann enn óaðgengi- legri fyrir vikið, sama má segja um tal um „fornmál“ þegar um eðlilega ís- lensku er að ræða og orðaskýringar mætti e.t.v. setja fram með öðrum hætti. Þetta eru að mínu mati helstu annmarkar bókarinnar sem að öðru leyti er lipurlega skrifuð og fátt sting- ur í augun, talmál og tilsvör eru eðli- leg miðað við aldur og karaktera per- sóna. Ríkey er mátulega löt og sjálfselsk rétt eins og ellefu ára stelpu er eðlilegt og persóna hennar er bæði geðþekk og trúverðug. Bókin hefði að mínu mati notið þess ef höfundur hefði slakað á fræðsluákefð sinni og falið uppeldisgildin, en viðburðarík saga, margar og ólíkar persónur, dramatísk, húmorísk og trúverðug at- burðarás ná að taka völdin svo þessir annmarkar falla í skuggann. Eyrún sýnir ótvíræða hæfileika á þessu sviði og hún á fullt erindi inn á ritvöll barnabókahöfunda. Átta ára lesandi gaf Ríkeyju umsögnina „mjög skemmtileg“ – hvað er hægt að biðja um meira? Litskrúðugir dagar á Hvammstanga BÆKUR Barnabækur Eyrún Ingadóttir JPV útgáfa 2005 Ríkey ráðagóða Ragna Sigurðardóttir Eyrún Ingadóttir JPV ÚTGÁFA hefur sent frá sér skáldsöguna Lífið er annars staðar eftir Milan Kun- dera í þýðingu Friðriks Rafns- sonar. Jaromil er af- burðabarn að mati móður sinnar, fæddur ljóðskáld og fimur teiknari. Hún gerir allt sem í hennar valdi stendur til að örva hæfi- leika hans. Smátt og smátt áttar Jaro- mil sig á því að ákveðið áhrifavald felst í hæfileikum hans, að hann getur haft áhrif á líf annarra, jafnvel þjóðfélagið. Það eru ólgutímar í sögu tékknesku þjóðarinnar, hann langar að leggja sitt af mörkum og beita skáldagáfunni í baráttunni fyrir betri heimi, en áður er varir er skáldið gengið í lið með böðlunum og farið að klæða hrylling- inn í skrautbúning ljóðrænunnar. Leiftrandi frásagnargleði einkennir þessa sögu, hún er full af ísmeygi- legum húmor en um leið er hér glímt við sígildar og áleitnar spurningar um hlutverk listamanna í þjóðfélaginu, samband móður og sonar, skáld- skapar og veruleika, réttlætis og rang- lætis. Lífið er annars staðar er önnur skáldsaga eins virtasta skáldsagna- höfundar samtímans, Milans Kun- dera. Hún hefur notið gríðarlegra vin- sælda frá því hún kom fyrst út í Frakklandi árið 1973, verið margverð- launuð, þýdd á ein fimmtíu tungumál og telst nú meðal merkustu skáld- sagna sem út hafa komið í Evrópu á síðustu áratugum. Milan Kundera fæddist í Tékkó- slóvakíu. Árið 1975 settist hann að í Frakklandi. Þetta er níunda bók Kun- dera sem kemur út á íslensku, en þær hafa notið fádæma vinsælda meðal lesenda hérlendis. Hinar bækur hans sem þýddar hafa verið eru skáldsög- urnar Kveðjuvalsinn, Bókin um hlátur og gleymsku, Óbærilegur léttleiki til- verunnar, Ódauðleikinn, Með hægð, Óljós mörk og Fáfræðin, auk ritgerða- safnsins List skáldsögunnar. JPV ÚTGÁFA hefur gefið út Flugdrekahlaup- arann eftir afg- anska rithöfund- inn Khaled Hosseini í þýð- ingu Önnu Maríu Hilmarsdóttur. Flugdreka- hlauparinn er heillandi skáldsaga um vináttu og svik, ástir og örlög, sakleysi og sekt. Hún er allt í senn: pólitísk og persónuleg, grimm og hlý, harmræn og fyndin. Khaled Hosseini sýnir okkur mannlíf, menningu og sögusvið sem flest okkar þekkja ekki nema af afspurn. Við lifum okkur inn í frásögn aðal- persónunnar og sögumannsins Am- irs sem tekst á hendur för heim til Afganistan til að gera upp gamlar syndir. Ferðalagið gæti kostað hann lífið, en Amir sem segir sjálfur að hann sé hvorki göfugmenni né hetja, verður að bæta fyrir brot sem hann framdi þegar hann var strákur, brot sem hefur hundelt samvisku hans alla daga síðan. Sagan um vinina, Amir og Hass- an, bregður upp leiftrandi myndum af daglegu lífi í Afganistan frá átt- unda áratugnum til dagsins í dag. Við kynnumst fólki af öllum stéttum, sorgum þess og gleði, draumum og þrám; fólki sem þrátt fyrir stríð, hörmungar og ótrúlega grimmd yf- irvalda á hverjum tíma hefur ekki gefið upp vonina um betra líf. Khaled Hosseini fæddist í Kabul í Afganistan 1965 og er elstur fimm systkina. Hann fluttist með fjölskyldu sinni til Parísar 1976 þar sem faðir hans starfaði í fjögur ár við afganska sendiráðið. Þegar kom að því að flytja aftur heim höfðu Rússar tekið völdin í Afganistan og þess vegna ákvað fjölskyldan að sækja um póli- tískan griðastað í Bandaríkjunum. Leyfið var veitt og þangað flutti hún 1980. Hosseini hefur búið þar síðan og er starfandi læknir í Kaliforníu. Flugdrekahlauparinn er hans fyrsta skáldsaga og hún hefur hvarvetna fengið lofsamlega dóma. Nýjar bækur Nýjar bækur JPV ÚTGÁFA hefur sent frá sér ljóðabókina Eitt vor enn? eftir Gylfa Gröndal. Í nærgöngulli og einlægri bók sýnir skáldið okkur í huga sinn, hann ferðast með okkur á vit drauma, óska, vona og tilfinninga; hann veltir fyrir sér lífi sínu andspænis dauðanum sem sífellt færist nær; hann þráteflir skák gleði og sorgar í ljóðum þar sem á furðulegan hátt fara saman dauða- geigur og sigurvissa. Bók Gylfa Gröndal Eitt vor enn? er nautn þeim sem unna fegurð lífs- ins og skáldskaparins. Þú stendur þig vel segja menn og eflaust mun einhver skrifa þegar þar að kemur: Hann glímdi við illvígan sjúkdóm en kvartaði ekki og var æðrulaus til síðasta dags Þeir ættu að vita hve hræddur ég var Eitt vor enn eftir Gylfa Gröndal

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.