Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.2005, Síða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.2005, Síða 17
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 29. október 2005 | 17 Flestir ættu að þekkja þá skemmtilegu til-finningu að koma í stórar tónlistarversl-anir erlendis og láta greipar sópa umhillurnar sem eru uppfullar af stórkost- legri tónlist á dásamlega lágu verði – miðað við það sem við eigum að venjast hér á landi. Maður kaupir nokkra diska með gömlum góðum vinum sem mað- ur veit að klikka aldrei, og veðjar svo á nokkra nýja tón- listarmenn, í þeirri von að þar leynist nýir góðir vinir. Þannig eignaðist ég eina af mínum allra bestu vinkonum, djasssöngkonuna og -píanistann Shirley Horn, sem ég hef átt ótelj- andi ánægjustundir með. Þegar ég rakst á hana í einni vinaleitinni vissi ég að ég ætti að þekkja hana. Til að bæta úr því keypti ég disk úr Verve Ultimate-röðinni, Ultimate Shir- ley Horn. Það er nokkurs konar „best of“-röð þar sem djassleikarar samtímans taka fyrir einn af gömlu djassrisunum, velja lögin á diskinn og skrifa stuttar hugleiðingar sínar um hann. „Það er ómögulegt að flokka Shirley Horn … hún er sexý án þess að reyna það. Ég elskaði hana um leið og ég heyrði í henni í fyrsta skipti,“ segir Diana Krall sem einmitt valdi svo vel lögin á þennan disk, en hún er undir miklum áhrifum frá þessu átrún- aðargoði sínu. Shirley lét einhvern tímann hafa eftir sér að hana langaði að fólk sæi sig sem góða söngkonu sem syngi góð lög á smekkvísan hátt. Þar hitti Shirley naglann á höfuðið, því henni gæti ekki ver- ið betur lýst, sérstaklega ekki ef maður bætir við áreynslulausum kynþokkanum sem Diana benti á. Öll hennar tónlist var sérlega smekkleg og hrífandi einlæg. Henni tókst að sameina lag og texta á svo hárfínan máta á sínu sér- lega hæga tempói, hvísl- andi textann sem hún túlk- aði til hins ýtrasta. Og þessi píanisti sem varð „óvart“ söngkona varð svo góð að sjálfur Miles Davis, sem yf- irleitt þótti nú lítið til söng- kvenna koma, bað hana ár- ið 1960 að hita upp fyrir sig á tónleikum í djass- klúbbnum heimsfræga, Vil- lage Vanguard í New York. Það var upphafið að frægð Shirleyjar sem var víst ekki mikið fyrir sviðsljósið. Ekki meira en svo að hún hvarf af sjónarsviðinu allan áttunda áratug- inn og fyrri hluta þess níunda til að ala upp dóttur sína. Árið 1987 gerði hún samning við Verve og varð á sextugsaldri vinsælli en nokkurn tímann. Shirley var fyrst og fremst þekkt fyrir löt- urhægt og agað tempó sitt, en var samt enginn eft- irbátur annarra djassara þegar kom að sveiflunni. Þótt það séu ballöðurnar hennar sem komi út á mér tárum og gæsahúð, þá eru á Ultimate- diskunum nokkur frábær sveiflulög. Þau gera það að verkum að alveg sama hversu marga diska ég kaupi með þessari vinkonu minni, þá slær enginn þessum út. Þar „swingar“ hún snilldarlega lög einsog „Hard-Hearted Hannah“, „The Vamp of Savannah“, „Get Out of Town“ eftir Cole Porter og klassíkina „Hit the Road Jack“. Allt lög með mjög harðskeyttum texta, sem henni tekst að koma til skila á sérlega óvæginn en jafnframt kynþokkafullan máta. Og auðvitað smekk- legan sem endranær. Þótt þessi töffuðu sving- lög séu mjög skemmtileg, þá finnst mér að Diana hefði mátt velja ballöðurnar bet- ur. Í stað fínni melódía, sem sumar eru næsta yfirnátt- úrulega fallegar, velur hún ballöðurnar eftir kynþokka, líkt og sveiflulögin. Eitt af þeim er lag Georges Gersh- wins „Do It Again“ sem Marilyn Monroe söng eft- irminnilega, en þegar kem- ur að túlkun skákar Shirley henni í kynþokkanum og þá er nú mikið sagt. Á þessum diski hefði ég m.a. viljað sjá lagið „I Got Lost In His Arms“ sem er eitt af uppáhaldslögunum mínum með Shirley. Hún sannar í því að hún er meistari þagnarinnar þegar hún lætur mann bíða í svo mikilli eftirvænt- ingu eftir næstu setningu, að hjartað sleppir úr slagi. Einnig lagið „This Hotel“ af disknum I Re- member Miles, sem Shirley hlaut Grammy- verðlaunin fyrir sem besti djasssöngvarinn. Shir- ley hlaut á ferlinum ótal tónlistarverðlaun, þ.á m. sjö Grammy-verðlaun. Shirley Horn lést fyrir rúmri viku í heimaborg sinni Washington. Hún var 71 árs að aldri og hafði átt við veikindi að stríða í nokkur ár. Margir vilja halda því fram að þar sé farin sú seinasta af stóru djassdívunum. En Shirley fer aldrei langt frá mér. Hjartað sleppir úr slagi Poppklassík Eftir Hildi Loftsdóttur hil2@hi.is Í slendingar eru miklir þungarokkarar í sér og fáum rokksveitum hefur verið jafn vel tekið og þýsku nöglunum í Rammstein. Þessi eldfima rokksveit fyllti Laugardalshöllina tvisvar í júní- mánuði árið 2001. Áhorfendur voru vel með á nótunum á þessari myndrænu skemmtun, sprengingar og eldglæringar juku við skemmt- unina. Vel við hæfi er að fyrsta smáskífa af nýrri plötu austur-þýsku sveitarinnar er „Benzin“, fyrsta lag plötunnar Rosenrot, sem kom út í gær. Rosenrot merkir rósrauð- ur en þó er allt útlit nýju plöt- unnar blátt og ískalt. Þetta er fimmta hljóðversplata sveitarinnar en áður hafa komið út plötunar Herzeleid (1995), Sehnsucht (1997), Mutter (2001) og Reise, Reise (2004). Eins og sést hafa yfirleitt liðið einhver ár milli platna hjá sveitinni nema í þessu tilfelli. Skýringin er sú að stór hluti laganna á Rosenrot var tekinn upp í hljóðveri á Malaga á Spáni meðan á upptökum stóð fyrir Reise, Reise. Hljómsveitin var í stuði og var komin með meira efni en ein plata leyfði. Meðlimir vildu þó alls ekki gefa út tvöfalda plötu og ákváðu að geyma einhver lög, sem reyndar sum voru ókláruð. Mariachi-metal Rammstein-menn ítreka að lögin sem fóru ekki á Reise, Reise séu eitthvað lélegri og að Rosenrot sé ekki B-hliðaplata eða bónusplata. Lögin sem um ræðir eru „Spring“, „Mann Gegen Mann“, „Zerstören“, „Hilf Mir“, „Feuer & Wasser“ auk „Benzin“. Einhverjir gætu farið flatt á því að bíða með lög með þessum hætti en Rammstein er samkvæm sjálfri sér. Nýja platan hljómar ekta Rammstein, þýskukennarar geta haldið áfram að gleðjast því sveitin syngur enn á þýsku, reyndar með einni undantekningu. „Te Quiero Puta“ er á spænsku og er lýst í texta frá útgáfufyrirtækinu sem „fyrsta mariachi-metal-laginu sem til sé fyrir utan ímyndaðan glymskratta Quentins Tarantinos“. Sænski upptökustjórinn Jacob Hellner vinnur með Rammstein á plötunni ásamt Stefan Glaum- an sem hljóðblandar. Afgangurinn af lögunum var tekinn upp í Berlín en sveitin er ekki vön að vinna svo nálægt heimahögunum. Þrátt fyrir ískalt yf- irborð sveitarinnar hefur hún yfirleitt tekið upp plötur á sólríkum stöðum á borð við Möltu, Frakk- land og Spán. Þannig komust félagarnir í burtu frá hversdagsleikanum og öðrum skyldum. Ekkert leyndarmál er að við gerð Mutter kom meðlimum Rammstein illa saman. Þeir voru fastir í ákveðnu fari og spennan byggðist upp. Á Reise, Reise voru vinnubrögðin afslappaðari og fleiri nýjar hugmyndir fengu hljómgrunn. Á nýju plöt- unni er haldið áfram með þessar hugmyndir, bæði með aðgengilegri lögum og þeim þyngri eins og „Zerstören“ og „Mann Gegen Mann“. Sungið um samkynhneigða Hugmyndin að síðarnefnda laginu hefur lengi ver- ið í vinnslu hjá sveitinni. Rammstein ræddi þetta umdeilda lag við sænska blaðið Close-Up. Í viðtal- inu er orðið „schwule“ eða hommi notað mikið og spyr söngvarinn Till Lindemann blaðamanninn hvort honum þyki lagið fjandsamlegt samkyn- hneigðum. Auðvelt er að draga þá ályktun en Lin- demann á svar við þessu: „Það er auðvelt að skilja lagið þannig, en þetta er bara lag. Það fjallar um samkynhneigða menn og að þeir séu að hluta til heppnir. Þeir þurfa ekki að sýna sig fyrir stelpum og færa þeim fáránlegar gjafir eða bjóða þeim út að borða. Þeir bara horfa hver á annan og ákveða að fara heim saman. Þeir eru í skrýtinni stöðu en það er mjög auðvelt fyrir þá að sofa hjá. Ég skrifa um þetta á ljóðrænni hátt. Ef orðið [schwule] heyrist úr samhengi er það ögrandi en ef þú virkilega hlustar á þetta alls ekki að vera niðurlægjandi,“ sagði Lindemann í viðtalinu og verður hver að dæma fyrir sig. Gestasöngkona kemur við sögu á plötunni í lag- inu „Stirb Nicht Vor Mir“ en þá hefur upp raust sína söngkona Texas, Sharleen Spiteri. Sýnir lag- ið að hluta til hlýlegri hlið á Rammstein. Rammstein á ábyggilega eftir að vera meira áberandi á árinu. Sveitin er tilnefnd í flokknum „Besta þýska hljómsveitin“ og „Besta mynd- bandið“ fyrir „Keine Lust“ á Tónlistarverð- launahátíð MTV í Evrópu, sem fram fer hinn 3. nóvember í Lissabon í Portúgal. Fyrir þýskukennara og þungarokkara Fyrir helgi kom út ný plata með þýsku sveitinni Rammstein. Þetta er fimmta hljóðversskífa eld- kláru rokkaranna og ber hún nafnið Rosenrot. Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is Þeir eru mikið fyrir eld en þó ískaldir: Þýska rokksveitin Rammstein. New York-rapparinn DMX á yfirhöfði sér sextíu daga fangels- isvist eftir að hann gerðist sekur um að rjúfa skilorð sem hann var dæmdur í eftir umferðar- óhapp á John F. Kennedy- flugvelli í júní á síðasta ári. Hinn þrjátíu og fjögurra ára rappari, sem í raun heitir Earl Simmons, var ásamt vitorðsmanni sakaður um að hafa reynt að stela bíl á bílastæði flugvallarins þegar lögreglan skarst í leikinn á milli rapparans og eig- anda bílsins. Engan sak- aði í átökunum og engin vopn fundust. Sam- kvæmt vitnum reyndi DMX að telja eiganda bílsins trú um að hann væri alríkislögreglumaður. Í desember á síðasta ári játaði rapparinn á sig vítavert gáleysi, var sektaður og skipað að láta af hendi Ford Expedition-bíl sinn. Síðan þá hefur hann gerst sekur um tvö um- ferðalagabrot; hraðakstur og árekst- ur við ómerktan lögreglubíl. Í bæði skiptin var ökuskírteini hans ógilt.    Söngkonan Janet Jackson sendifrá sér tilkynningu á miðviku- daginn þar sem hún segir að ekkert sé til í þeim orðrómi að hún eigi átján ára laun- dóttur. Nokkr- um dögum áð- ur hafði fyrrum mágur hennar, Young DeB- arge, sagt í út- sendingu hip hop-út- varpsstöðvar í New York að Janet Jackson hefði eignast barn með bróður hans, James DeB- arge. Stúlkan héti Renee og hefði al- ist upp hjá eldri systur Janet, Reb- bie. Það sem ekki hefur komið fram áður er að Young DeBarge þessi er einmitt um þessar mundir að aug- lýsa væntanlega plötu sína.    Peningavitið verður seint tekið afþeim félögum í Rolling Stones. Undanfarið hafa þeir selt lög af nýj- ustu plötu sinni til notkunar á við- burðum á borð við ruðningsleiki í sjónvarpi og sápuóperur og nú síðast fóru þeir í samstarf við Starbucks- kaffihúsakeðjuna og Virgin- plötufyrirtækið. Samstarfið gengur út á að selja, á völdum sölustöðum, fágætar upptökur af lögum sveit- arinnar. Platan sem kemur út í næsta mánuði mun heita Rarities 1971–2003 og innihalda sextán lög sem hafa að vísu verið gefin út áður en eru illfáanleg. Má þar nefna tón- leikaútgáfur af „Tumbling Dice“ og „Beast of Burden“, dansútgáfur af „Miss You“ og „Harlem Shuffle“ og útgáfu sveitarinnar af Chuck Berry- laginu „Let It Rock“. Með þessu eru Rolling Stones að fylgja í kjölfar listamanna á borð við Bob Dylan, Alanis Morissette, She- ryl Crow og Antigone sem öll hafa gert svipaða samninga við Starbucks en kaffihúsakeðjan státar af rúm- lega 33 milljónum gesta í viku hverri. Á síðasta ári seldi keðjan um 700 þúsund eintök af svanasöng Ray Charles, Genius Loves Company, og Rolling Stones, sem hafa einungis selt um 300 þúsund eintök af A Big- ger Bang á ellefu vikum, vonast svo sannarlega til að Starbucks geti að- eins ýtt við sölunni. Erlend tónlist DMX Rolling Stones Janet Jackson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.