Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.2005, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.2005, Blaðsíða 11
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 17. september 2005 | 11 Óvænt slys sem setur lífið á hvolfer sagnabyrjun sem nú nýtur mikilla vinsælda hjá rithöfundum sem vilja hrista upp í værukærri miðstéttar til- veru. Lífið verð- ur aldrei samt eftir bílslys, nátt- úruhamfarir eða óvænta árás á götu úti. Paul Rayment, sögu- hetja nýjustu bókar nóbels- verðlaunahafans J M Coetzee Slow Man, uppgötvar þetta sjálfur er hann kastast af hjóli við að lenda í árekstri við bíl. Læknirinn sem skoðar hann álít- ur fótinn á honum of illa farinn eftir slysið og ákveður að taka hann af og þar með þarf Rayment, sem alltaf hefur kosið að sjá um allt sjálfur, að hleypa inn til sín hjúkrunarkonu og aðstoð félagsþjónustunni honum sjálfum til mikilla skaprauna.    Indverski rithöfundurinn VikramSeth, sem margir kannast efalít- ið við fyrir söguna A Suitable Boy, sendi nýlega frá sér bókina Two Li- ves – eða Tvö líf og segir þar frá lífi frænda hans og konu hans sem Seth bjó hjá er hann fyrst kom til Bret- lands. Tannlæknirinn Shanti ferðast frá Delhi á Indlandi með lest til Evrópu. Í Monte Carlo missti hann annan handlegginn eftir störf hjá læknadeild hersins í heimsstyrjöld- inni síðari en starfar engu að síður sem tannlæknir þar til hann fer á eftirlaun. Þýski gyðingurinn Henny flýr hins vegar Þýskaland 1939 áður en móðir hennar og systir eru send- ar í útrýmingarbúðir nasista. Til- finningatengsl sögupersónanna spila, að sögn gagnrýnanda Guardi- an, stórt hlutverk í bókinni og þó þær verði vissulega nánari með ár- unum halda þær þó alltaf ákveðnum hlutum útaf fyrir sig.    Nýjasta skáldsaga Zadie Smith,sem hlaut Withbread- verðlaunin fyrir sögu sína White Teeth, fær góða dóma jafnt hjá breskum sem bandarískum fjölmiðlum. Bók- in nefnist On Beauty og er virðingavottur til breska rithöf- undarins E. M. Forsters. Í sög- unni, sem til- nefnd er til Booker- verðlaunanna, segir frá Belsey fjöl- skyldunni, hvítum enskum fræði- manni og bandarískri blökkukonu sem starfar á sjúkrahúsi og börnum þeirra – dóttur sem tekur banda- rískri háskólamenningu báðum höndum og tveimur sonum sem annar er heittrúaður en hinn aðhyll- ist rappmenningu og götubrask. Að mati bæði breska dagblaðsins Gu- ardian og New York Times tekst Smith einkar vel að koma þessari fjölbreytilegu og fjölmenningarlegu fjölskyldu til skila á skemmtilegan hátt og jafnframt endurgerir hún hina vinsælu bók Forsters, How- ard’s End, á mjög svo frumlegan hátt.    Árásirnar á Bandaríkin 11. sept-ember 2001 og atburðirnir sem fylgt hafa í kjölfarið í Írak hafa beint athygli að því hve ónákvæmar upplýsingar leynuþjónustustofnana geta vanmeta hættuna sem stafaði af Írökum því danska stofnunin Forsvarets Efterretningstjeneste gerði sig einnig seka um þau mistök og bíður sérfræðingurinn Frank Grevil, sem beindi sjónum manna að þeim mistökum, nú dóms. Blaða- maðurinn Charlotte Aagaard beinir athyglinni að Grevil í bók sinni I Na- tionens tjeneste sem fær góða dóma hjá dagblaðinu Information sem segir Aagaard opna dyr að veröld sem sé flestum lukt jafnframt því sem hún dragi upp mynd af manni sem sumir telji hetju en aðrir sjálf- hverfan svikara. Erlendar bækur J M Coetzee Zadie Smith É g held að ég hafi skrifað mína síð- ustu skáldsögu. Þær verða ekki fleiri,“ segir Graeme Gibson án þess að votti fyrir tilgerð. Hann hefur fram til þessa skrifað fjór- ar skáldsögur: Five Legs (1969); Communion (1973); Perpetual Motion (1982) og Gentleman Death (1993). Hvorki há elli né heilsubrestur háir manninum, Gibson er á besta aldri (fæddur 1934) og við hestaheilsu. Hann hef- ur einfaldlega gefið nóg í þessa ákveðnu bók- menntagrein: „Bækurnar mínar eru ólíkar inn- byrðis en eru allar mjög persónulegar, þótt þær séu ekki sjálfsævisögulegar. Þær er ákafar, áleitnar. Með einni undantekningu liðu tíu ár á milli hverrar þeirra og nærri þrír áratugir úr ævi minni hafa farið í þessi skrif. Hver þeirra fjallar á sinn hátt um allt það sem mér lá á hjarta á hverjum tíma, allt – skrifin voru tilraun til að koma lagi og merkingu á reynslu mína og hug- myndir og huglægt ástand. Ekki í ævisögulegri merkingu heldur frekar hvað varðaði tilfinningar mínar, sálarlíf og hugmyndafræðileg áhyggju- efni. Bækurnar voru hver á sinn hátt nokkuð tyrfnar og í þeim öllum vomir yfir eins konar missir.“ Skáldsögur Gibsons eru skrifaðar á eigin for- sendum en ekki lesandans og þarf sá síðarnefndi að leggja sig fram við lesturinn. Af þessum sök- um hefur Gibson verið kallaður „writer’s writer“ eða „höfundur höfundar“ (sem er fegrunaryrði fyrir trega sölu! segir Gibson og hlær). Fyrsta skáldsagan, Five Legs, varð þó á endanum hálf- gildings metsölubók, eftir að hafa verið hafnað af útgáfufyrirtækjum í Bretlandi, Bandaríkjunum og Kanada. Lítið „annars konar“ eða alternatíft smáforlag tók bókina loks að sér og hún kom út 1969 í fæðingu eða endurfæðingu kanadískra bókmennta en í þeirri endurreisn átti Gibson drjúgan þátt með ýmis konar skrifum, skáldskap og grasrótar-útgáfustarfsemi. Metsöluhöfundur í þrjár vikur „Þetta er erfið saga, svona vitundarflæði, og ákaflega þrungin. Útgefandinn var reyndar handviss um að hann mundi fara á hausinn við að gefa bókina út. Honum til mikillar furðu, og mér til léttis, seldist bókin afar vel; fyrstu fjóra eða fimm mánuðin voru endurprentuð þrjú upplög. Ég held að ekki allir hafi lesið bókina sem keyptu. En þetta var svona menningarfyrirbæri, einhvers konar költbók. Enginn hafði skrifað sögu í líkingu við þessa í Kanada. Hún var undir miklum áhrifum frá Malcolm Lowry, William Faulkner, höfundum sem ég hafði miklar mætur á. Ég steypti reyndar þekktum metsöluhöfundi á sjöunda áratugnum, Jaqueline Susan, úr söluhá- sæti þarna um skeið. Hún dró mig svo reyndar uppi skömmu síðar,“ segir Gibson og hlær. Annarri bók Gibson, Communion, var vel tekið af gagnrýnendum þótt salan væri heldur tregari. „Bókin stóð í býsna mörgum. Sagan var í heild sinni eins konar tilbrigði við tilvistarangist eða örvæntingu. En, hún var líka mjög fyndin, er mér sagt! Hægt er að líta á hana sem eins konar táknsögu þar sem ég gagnrýni Bandaríkin og það sem þau aðhöfðust um þær mundir. Örvænt- ingarfull söguhetjan endar ævi sína í Bandaríkj- unum, þegar hópur villuráfandi barna kveikir í honum úti á götu!“ Áratugur leið þangað til næsta skáldsaga Gib- son kom út. „Í Perpetual Motion fjalla ég um in- flytendur í Kanada en undirliggjandi spurning í verkinu er, af hverju við snerumst svona fljótt gegn náttúrunni, fórum að hata hana, eða í það minnsta sýna henni fullkomið afskiptaleysi. Næsta, nýjasta og að líkindum síðasta skáldsag- an, gefin út 10 árum síðar er Gentleman Death. Hún er skrifuð á nokkrum veruleikaplönum, ef svo má segja, og skrifin sjálf og skáldskap- artæknin að vissu marki afhjúpuð. Frjáls eins og fuglinn Þótt Gibson kunni að hafa lagt skáldsöguna á hilluna er hann ekki hætur að skrifa og gefa út bækur. Þessa dagana er að koma út eftir hann bókin The Bedside Books of Birds, en Gibson er mikill fuglavinur. Bókin er ekki venjuleg fræði- eða náttúrufegurðarbók: Hún samanstendur af fleygum setningum, textum, goðsögnum, skáld- skap og tilvísunum sem tengjast fuglum og tengsum manna við fugla í gegnum tíðina. „Í bókinni eru t.d. sögubrot eftir Gabriel Garcia Marquez, Italo Calvino o.fl. en líka atvikssögur venjulegs fólks, náttúrupplifanir, ljóð og goð- sagnir héðan og þaðan, frá hröfnum Óðins og upp úr! Í bókinni eru svo um 120 ljósmyndir í fullum intýri víðs vegar um heiminn hafa iðulega endað með ósköpum. Mér þykja Íslendingar færa stóra fórn en upp á svipað hefur maður svo sem horft í eigin heimalandi, þótt meðvitund stjórnvalda hafi aukist undanfarna áratugi.“ Ísland er sögn Gibson liggur annars ekki á hrifningu sinni á landinu og náttúru þess. „Við fengum tækifæri til þess að fara í vikulanga skoðunarferð um landið, og þá aðallega með ströndinni. Ég hef komist að því að Ísland er meira sögn en nafnorð: landið er á stöðugri hreyfingu, í sífelldri mótun. Það hefur veitt mér ónælda ánægju að skoða þessa ein- stæðu náttúru. Þekktur jarðfræðingur hefur haldið því fram að jarðfræðin/jarðlögin sýni ómeðvitund náttúrunnar. Á Íslandi fær maður nasasjón af ómeðvitaðri vitund eða lífi Íslands. Við Margaret [Atwood] erum þegar farin að gæla við þá hugmynd að koma aftur.“ Gibson hrósar aðstandendum Bókmenntahá- tíðar í Reykjavík fyrir gott skipulag og skemmti- lega hátíð. „Allir þeir sem við höfum átt sam- skipti við hafa hrifið okkur með hreinskilni en einnig ákveðnu kæruleysi, sem ég kann vel við, og íróníu, húmor. Ég var sérstaklega hrifin af ræðu borgarstjórans ykkar á opnunarhátíð: þið eruð heppin að eiga svona menningarlegan stjórnmálamann! Það hefur verið gaman að hitta aðra rithöfunda og einkar ljúft var að hitta Thor Vilhjálmsson aftur en við hittumst á annarri bók- menntahátíð fyrir mörgum árum. Það er svo margt gott við svona hátíðir. Við fórum t.d. að lesa Halldór Laxness til að undirbúa komu okkar hingað. Ungir íslenskir höfundar hljóta að hafa gott af því að hitta aðra höfunda héðan og þaðan úr heiminum. Þetta er gott framtak og vel rekið.“ lit en bókin sjálf losar 380 síður. Fuglar hafa frá öndverðu verið tengdir ímyndunarflugi og hinum mannlega anda – það eru engir fuglar í helvíti. Fuglar tengjast nefnilega því besta í okkur.“ Gibson fer á flug þegar hann ræðir um bókina sína. Hann er mikill fuglaskoðandi en setti sér þá reglu snemma að halda ekki tölu yfir „séða fugla“, með því væri komin einhver samkeppni í spilið sem gæti skemmt nautnina... „Ég held að vísu skrá yfir þá fugla sem ég sé úr húsinu heima í Toronto, það er allt í lagi, en fuglaskoðun er í mínum huga ekki keppnissport, heldur leið til að tengjast og fara inn í náttúruna.“ Umhverfismál mikilvægari en allt Gibson bendir á að áhugi á fuglum hafi aukist til muna síðustu áratugi. Þannig ku um 80 milljónir manna í Bandaríkjunum skoða fugla. „Fjöldinn hefur þrefaldast á tíu árum. Veistu að í Toronto- borg hefur sést til 385 tegunda. Talan er svipuð í New York og London! Ég veit það auðvitað ekki fyrir víst hverju þessi aukni áhugi á fuglum sætir en ég held að þetta tengist því að við vitum að náttúran, dýrin eru að líða undir lok, að hverfa. Sinnuleysi okkar í umhverfismálum er glæp- samlegt. Umhverfismálin eru mikilvægari en allt, þar með talið heilbrigðiskerfið og hryðjuverka- varnir. Fuglarnir tengjast mannssálinni en hana megum við ekki selja.“ Fuglavinurinn lætur ekki sitja við orðin tóm en hluti af hagnaði bókarinnar fer til að styðja ný- stofnaða fuglarannsóknastofnun í Kanada en sonur hans vinnur hjá fyrirtækinu. Sjálfur sat hann í The World Wild Life Fund í Kanada. Sem náttúrverndarsinni furðar hann sig á fram- kvæmdum við Kárahnjúka og áherslu íslenskra stjórnvalda á þungaiðnað. „Þetta hljómar eins og stórkostlegur umhverfisglæpur. Á sama tíma er landið kynnt sem ósnert og hreint. Svona æv- Það eru engir fuglar í helvíti Graeme Gibson, gestur Bókmenntahátíðar í Reykjavík 2005, er einn þekktasti rithöfundur Kanadamanna. Hann er baráttumaður, ekki bara í bókmennta- og menningarmálum heldur einnig á sviði dýra- og náttúruverndar. Eftir Geir Svansson geirsv@internet.is Höfundur er bókmenntafræðingur. Morgunblaðið/Jim Smart Graeme Gibson Nýjasta bók Gibsons fjallar um fugla. ’Sinnuleysi okkar í umhverfismálum er glæpsamlegt. Um-hverfismálin eru mikilvægari en allt, þar með talið heil- brigðiskerfið og hryðjuverkavarnir. Fuglarnir tengjast mannssálinni en hana megum við ekki selja.‘

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.