Morgunblaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 1
AP Searle-hjónin með syni sína tvo við heimkomuna um áramótin. JILLIAN Searle frá Perth í Ástr- alíu þurfti að velja á broti úr sek- úndu milli afarkosta en hún lenti í flóðinu á Phuket í Taílandi fyrir viku. Hún hélt í tvo syni sína, hinn fimm ára gamla Lachie og tveggja ára gamla Blake en áttaði sig á því að hana myndi skorta afl til að halda báðum. ?Ég fann að hann hélt í mig dauðahaldi og heyrði hann segja: Mamma, ekki sleppa mér,? sagði móðirin í sjónvarpsviðtali. En Searle ákvað að meiri líkur væru á að Lachie kæmist af þar sem hann væri eldri. Hún losaði því takið sem Lachie hafði á hönd hennar og lét hann í hendur konu sem var rétt hjá henni og hélt sér fast í ljósastaur. En konan missti barnið. Eiginmaðurinn Bradley Searle var uppi á svölum hótelsins en gat ekkert gert þar sem vatnsvegg- urinn var svo hár að hann komst ekki út. Hjónin og yngri sonurinn hittust fljótlega aftur en sálarang- ist móðurinnar var ægileg næstu tvær stundirnar meðan þau leit- uðu að Lachie. Þau fundu hann loksins hjá taílenskum lögreglu- manni, óskaddaðan. Hann hafði lifað af með því að halda sér í hurð á hótelinu. ?Ég kallaði lengi á mömmu en svo þagði ég,? sagði drengurinn. Valið milli barnanna Sydney. AP. STOFNAÐ 1913 1. TBL. 93. ÁRG. MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Poppari fer í pylsur Birgir Nielsen trommari opnar pylsuvagn Daglegt líf Óliver Twist á Akureyri Umsögn um uppfærslu LA á söngleiknum Óliver! Menning Óbreytt staða á toppi ensku deild- arinnar L50776 Gylfi lék fyrsta leikinn með Leeds L50776 Nýárssundmót TEKIÐ gæti nokkur ár fyrir sam- félögin við Indlandshaf sem verst urðu úti í flóðunum að ná sér, að sögn Kofi Annans, framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna. Hann hyggst fara til Indónesíu til að taka þar þátt í leiðtogafundi á fimmtudag sem mun ræða framhald hjálpar- starfsins. Colin Powell, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, hélt af stað í ferð til Asíulanda í gær til að kanna ástandið, fyrsti viðkomustað- urinn verður Taíland. Staðfest hefur verið að minnst 127.000 fórust í hamförunum fyrir rúmri viku en margra þúsunda manna er enn saknað. Telja SÞ að allt að 150.000 hafi farist en segja jafnframt líklegt að aldrei verði hægt að slá neinu föstu um mann- tjónið. Meirihluti hinna látnu bjó á mjög fátækum svæðum þar sem manntal er óáreiðanlegt og fjöldi ólöglegra innflytjenda, meðal ann- ars frá Búrma, býr í Taílandi. ?Mun bjartsýnni núna? Alþjóðlegt hjálparstarf er nú orð- ið mun umfangsmeira og betur skipulagt en fyrstu dagana. ?Við sjáum nú að aðstoðin er farin að bera stöðugt meiri árangur í öllum löndunum,? sagði Norðmaðurinn Jan Egeland í gær en hann stýrir mannúðaraðstoð af hálfu SÞ. ?Ég er almennt mun bjartsýnni núna en ég var í gær á að alþjóðasamfélagið muni verða fært um að takast á við þetta risastóra verkefni.? Egeland sagði að um 1,8 milljónir manna á flóðasvæðunum myndu þurfa mat- vælaaðstoð og talan gæti hækkað. Tekið gæti allt að þrjá daga að koma mat til allra nauðstaddra á Sri Lanka en mun lengri tíma gæti þurft til að hjálpa fólkinu á Súmötru í Indónesíu. Egeland sagði mjög erfitt vegna staðhátta að ná til allra í Aceh-hér- aði á Súmötru þar sem manntjónið var mest. Samgöngur og aðrir inn- viðir eru þar víða í rúst og meðal annars lítið um nothæfa flugvelli. Herskip hafa hins vegar siglt með birgðir til íbúa á Andaman- og Nicobar-eyjum sem eru skammt frá upptökum jarðskjálftans. Bandaríkjamenn hafa sent 1.500 hermenn og þyrlur til Sri Lanka til að veita þar aðstoð, einnig hafa flug- vélar og þyrlur frá flugmóðurskip- inu Abraham Lincoln flogið með birgðir til nauðstaddra á Súmötru. Hafa þyrlurnar einnig flutt fólk frá svæðum þar sem lítið er um bjargir. Einkum óttast menn að farsóttir breiðist út vegna mengaðs drykkjarvatns, ónýtra holræsa og lélegrar hreinlætisaðstöðu. Er því víða lögð áhersla á að útvega vatns- hreinsitæki og færanleg salerni en að sögn Aftenposten hefur komið upp kólera í Galle á Sri Lanka. Án vatns og matar í viku Staðfest dauðsföll í Aceh eru rúmlega 80.000 og um 29.000 á Sri Lanka en færri í öðrum löndum á flóðasvæðinu. Enn finnst fólk á lífi í brakinu, ungum karlmanni í Banda Aceh var bjargað á gamlársdag og hafði hann hvorki fengið mat né vatn síðan flóðbylgjan skall á borg- inni fyrir viku. Sjómanni á Súmötru var síðan bjargað í gær en hann hafði skorðast undir bát sínum í fjörunni. Safnast hafa nú þegar rúmlega tveir milljarðar dollara til aðstoðar við fólk á hamfarasvæðinu eða rúm- lega 120 milljarðar ísl. króna. Jap- anar hafa lagt fram 500 milljónir dollara og Bandaríkjamenn 350 milljónir, einnig hafa Svíar og Bret- ar verið rausnarlegir. SÞ segja hjálparstarf farið að bera árangur Morgunblaðið/Sverrir Hugað að uppbyggingu EFNI í steypu til viðgerða sótt á ströndina við Phuket í Taílandi en þar er nú hafin uppbygging eftir flóðbylgj- una fyrir rúmri viku. Allir íbúar á lítilli eyju, Si-re, þar sem svonefndir sjávar-sígaunar búa, náðu að flýja upp á fjall áður en flóðbylgjan skall á svæðinu. Eyjan Si-re er tengd ferðamannastaðnum Phuket með mjórri brú. Spá erfiðleikum sums staðar í mörg ár L50098 Leiðtogafundur um ástandið á fimmtudag L50098 Brýnast að útvega drykkjarvatn og hreinlætisaðstöðu L52159 Enn er/16 SÞ, Banda Aceh, Colombo, Washington, London. AFP, AP. SEX íslenskir læknar og tólf hjúkrunarfræðingar fóru til Taílands í gær á vegum Landspítala ? há- skólasjúkrahúss til þess að sækja slasaða sænska ferðamenn á hamfara- svæðunum í Asíu. Sænsk stjórnvöld þáðu í fyrradag aðstoð sem Halldór Ásgrímsson for- sætisráðherra bauð starfsbróður sínum Göran Persson og var ákveðið að íslenski hópurinn færi til Taí- lands í gær. Að sögn Friðriks Sigurbergssonar lækn- is, sem er leiðangursstjóri LSH auk Guð- bjargar Pálsdóttur hjúkrunarfræðings, er um að ræða 18 sænska sjúklinga, þar af 1?2 sem eru það alvarlega slasaðir að þeir þurfa gjörgæslumeðferð. Ekki er vitað nákvæm- lega hvaða sjúklingar verða teknir en það skýrist þegar út er komið. Flytja rúmlega sextíu sjúklinga ?Þeir sjúklingar verða teknir sem mest liggur á að flytja á þeim tíma sem við verð- um tilbúin til brottfarar,? sagði Friðrik. ?Við erum ekki komin með lista yfir sjúk- linga eða mein þeirra. Það verður að vinn- ast eftir því hvernig mál þróast þarna úti. Við munum taka 18 sjúklinga sem eru það veikir að þeir þurfa að liggja og ég reikna með því að tveir þeirra séu verulega veikir og þurfi jafnvel gjörgæslumeðferð. Síðan flytjum við allt að 45 sjúklinga eða fleiri, sem geta setið. Í þeim hópi geta líka verið aðstandendur. Við reiknum fastlega með því að meðal sjúklinga séu börn, þótt við vitum það ekki. Við höfum mikinn búnað meðferðis, allan þann búnað sem við teljum okkur þurfa að nota í ljósi kunnáttu hópsins við aðhlynningu slasaðra.? Á heimasíðu Landspítalans segir að sænsku sjúklingarnir séu margir alvarlega slasaðir og aðrir með beinbrot, sýkingar, sár og drep. Einnig er eitthvað um hryggj- arskaða og iðrasýkingar. Andlegt ástand slasaðra og aðstandenda er mjög slæmt og er sérstök áhersla lögð á að sinna þeim þætti vel, segir á heimasíðunni. Farið var með Boeing 757-200 flugvél Icelandair til Taílands og var gert ráð fyrir að sjúklingarnir kæmu til Stokkhólms á morgun. Sænskir ferðamenn bíða íslenskra lækna Þjáðir af beinbrot- um, sýking- um og drepi Víkurfréttir/Páll Ketilsson Flugstjóri hjálparflugsins, Þorgeir Har- aldsson, ræddi við hópinn fyrir brottför. Friðrik Sigurbergsson Íþróttir í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60