Morgunblaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Munið Mastercard ferðaávísunina Skíðaveisla í Austurríki frá aðeins kr. 29.990 Verð kr. 29.990 Flugsæti til Salzburg, 29. janúar. Netverð. Verð kr. 59.990 Flug og hótel án nafns, Zell am See/Schuttdorf, með morgunverði. 29. janúar. Vikuferð. Netverð. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is • 29. jan. • 5. feb. • 12. feb. • 19. feb. • 26. feb. Beint flug til Salzburg Heimsferðir bjóða til skíðaveislu í einum vinsælasta skíðabæ Austur- rísku alpanna, Zell am See. Í boði eru góð þriggja og fjögurra stjörnu hótel í hjarta Zell, rétt við skíðalyfturnar, veitingastaði, verslanir og kvöldlífið. Frábær aðstaða fyrir skíðamenn. 56 lyftur og allar tegundir af brekkum, eftir óskum og getu hvers og eins, snjóbretti og gönguskíði ekki undanskilin. MAGNÚS Blöndal Jó- hannsson píanóleikari og tónskáld lést á Landspítalanum í Fossvogi að kvöldi 1. janúar. Magnús var 79 ára gamall, fæddur 8. september 1925 að Skálum á Langanesi. Foreldrar hans voru Jóhann Metúsalem Kristjánsson, kaup- maður, og Þorgerður Magnúsdóttir, húsmóð- ir. Magnús nam við Juilliard-tónlistarskólann í New York 1947–54. Að námi loknu fluttist hann aftur til Íslands. Hann varð tónlistargagnrýnandi á dagblaðinu Vísi frá 1954–57; píanóleikari og að- stoðarkórstjóri við Þjóðleikhúsið 1956–61, og starfsmaður tónlistar- deildar Ríkisútvarpsins frá árinu 1955–72. Jafnframt var Magnús af- kastamikið tónskáld. Eftir Magnús liggja hátt í hundr- að verk, sönglög, kvikmyndatónlist, leikhústónlist, hljómsveitar- og kammertónlist. Framan af samdi hann aðallega sönglög og einnig ein- staka hljóðfæraverk, en um 1950 fór hann að gera tilraunir með 20. aldar tón- smíðatækni. Sem dæmi um nýja hluti í tónlist hans má nefna að Magnús mun hafa ver- ið fyrstur Íslendinga til að yrkja undir af- ströktum tólftónahætti Schönbergs, en það er verkið 4 Abstraktsjónir frá árinu 1950. Magnús var einnig fyrstur hér- lendis til að semja raf- tónlist með verki sínu Elektrónísk stúdía frá árinu 1959, og fyrstur til að tileinka sér módernisma í íslenskri tónlist. Meðal þekktustu verka Magnúsar á sviði kvikmyndatónlistar er tónlist hans við kvikmynd Ósvaldar Knud- sen Surtur fer sunnan og samnefnt lag hans úr myndinni Sveitin milli sanda. Magnús var þríkvæntur og er eft- irlifandi eiginkona hans Hulda Sassoon. Með fyrstu eiginkonu sinni, Bryndísi Sigurjónsdóttur, eignaðist hann tvo syni, Jóhann Magnús og Þorgeir, og með annarri eiginkonu sinni, Kristínu Sveinbjörnsdóttur, eignaðist hann einn son, Marinó Má. Andlát MAGNÚS BLÖNDAL JÓHANNSSON RÍKISSKATTSTJÓRI sendi for- svarsmönnum Baugs Group bréf að morgni gamlársdags um endur- álagningu opinberra gjalda fyrir árið 1998 að því er fram kom í fréttum Ríkissjónvarpsins sama dag. Var það gert svo málið myndi ekki fyrn- ast um áramótin. Ekki kom fram um hversu háa upphæð er að ræða. Skattrannsóknarstjóri lauk rann- sókn sinni á Baugi og fjárfestinga- félaginu Gaumi og tengdum félögum um miðjan nóvember á síðasta ári og vísaði þá ákveðnum þáttum málsins til embættis ríkislögreglustjóra en öðrum til ríkisskattstjóra til hugsan- legrar endurákvörðunar. Jóhannes Jónsson, stjórnarmaður í Fjárfari, sagði í gær að honum hefði ekki borist bréf frá skattayfirvöldum á gamlársdag. Ekki náðist í Hrein Loftsson, stjórnarformann Baugs, Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóra eða Kristínu Jóhannesdóttur, framkvæmdastjóra Gaums, í gær vegna málsins. Endur- álagning á Baug ÁHORFENDABEKKIR Sund- miðstöðvar Laugardals voru þétt- setnir þegar fyrsta 50 metra inn- anhúss keppnissundlaugin á Íslandi var vígð í gær. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri, sagði í ávarpi að vígsludagurinn væri í hugum margra stór dagur, enda margir sem beðið hafa eftir laug á borð við þessa árum og jafnvel áratugum saman. Aðspurð sagðist Steinunn Val- dís, í samtali við Morgunblaðið, telja að þetta nýja mannvirki kæmi til með að hafa mjög mikla þýðingu fyrir sundíþróttina í landinu. „Það hefur lengi verið um það rætt að laug á borð við þessa væri einmitt það sem vant- aði, ekki bara fyrir sundíþróttina í Reykjavík heldur fyrir landið allt. Ég held að þetta mannvirki hafi einnig líka mikla þýðingu fyrir Laugardalinn og rímar mjög vel við það sem við höfum verið að gera hér í Laugardalnum að öðru leyti. Má þar nefna bygg- ingu heilsumiðstöðvarinnar Lauga, stækkun Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, sem miðar allt að því gera Laugardalinn að miðju útivistar og heilsuræktar og rímar mjög vel við áherslu borgaryfirvalda um heilsuborgina Reykjavík.“ Í ávarpi Steinunnar kom fram að nýja sundlaugin væri ekki bara sundlaug Reykvíkinga heldur ætti að líta á hana sem þjóðarleikvang í sundi fyrir landsmenn alla. „Ég sé ekki fyrir mér að það verði byggð önnur 50 metra yfirbyggð sundlaug á Íslandi á næstunni. Við viljum líta svo á að þetta sé þjóðarleikvangur í sundi líkt og Laugardalsvöllurinn er þjóðar- leikvangur í knattspyrnu. Í ljósi þessa finnst okkur eðlilegt að rík- ið komi hugsanlega að fjár- mögnun og höfum við verið í bréfaskriftum við mennta- málaráðherra um það að mennta- málaráðuneytið komi með sama hætti að þessari laug og rekstri Laugardalsvallar,“ segir Steinunn og tekur fram að enn hafi ekki borist formleg svör frá ráðuneyt- inu. Við vígsluna blessaði sr. Bjarni Karlsson, sóknarprestur Laug- arneskirkju, nýju laugina. Í máli Bjarna kom fram að sundferðir virðast hafa þann eiginleika að fylla sundiðkendur bjartsýni, enda hreinsi sundferðir menn oft af vondum hugsunum. Vígslunni lauk með því að tíu sundkappar úr félögunum Ármanni, Ægi, Fjölni, KR, Ösp og Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík stungu sér til sunds í nýju lauginni. Líkt og áður hefur komið fram uppfyllir nýja laugin alþjóðlega staðla og verður fyrsta fjöl- þjóðlega sundmótið sem haldið hefur verið á Íslandi í langan tíma haldið í þessari laug í des- ember 2005. Að vígsluathöfn lok- inni hófst nýárssundmót Íþrótta- sambands fatlaðra, en í því tóku þátt áttatíu börn og unglingar frá fimm félögum og er það mesti fjöldi þátttakenda í rúmlega tveggja áratuga sögu mótsins. Ný 50 metra innisundlaug var formlega tekin í notkun í Laugardalnum í gær Steinunn V. Óskarsdóttir borgarstjóri við vígslu laug- arinnar. Í baksýn má sjá Bjarna Karlsson, prest Laug- arneskirkju, og Önnu Kristinsdóttur, formann ÍTR. Morgunblaðið/Jim Smart Við vígslu innisundlaugarinnar stungu tíu kappar úr fé- lögunum Ármanni, Ægi, Fjölni, KR, Ösp og Íþrótta- félagi fatlaðra í Reykjavík sér til sunds fyrstir allra. Margir búnir að bíða lengi eftir þessari laug RÍKISRÁÐ Íslands kom saman til fundar á Bessastöðum á gamlárs- dag, en hefðbundið er að halda slík- an fund á þeim degi. Ráðherrarnir allir skipa ríkisráð en forseti Íslands er forseti ríkisráðsins. Á ríkisráðs- fundinum voru meðal annars stað- fest frumvörp sem samþykkt hafa verið á Alþingi í vetur. Ríkisráð Íslands fundar á Bessastöðum Morgunblaðið/Jim Smart BIRGIR Ármannsson, Geir H. Haarde og Þorsteinn Pálsson eru tilnefndir af Sjálfstæðisflokknum í nefnd sem hefur það hlutverk að endurskoða stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Fyrir Samfylkinguna eru þau Össur Skarphéðinsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir til- nefnd en Guðjón Arnar Kristjánsson fyrir Frjálslyndaflokkinn og Stein- grímur J. Sigfússon fyrir Vinstri- hreyfinguna – grænt framboð. Ekki fengust upplýsingar um hvaða tveir einstaklingar muni sitja í nefndinni fyrir hönd Framsóknarflokksins. Forsætisráðherra skipar formann úr hópi níu nefndarmanna. Að auki mun fjögurra manna sér- fræðinganefnd starfa náið með stjórnarskrárnefndinni, en formað- ur hennar verður Eiríkur Tómasson lagaprófessor. Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra hefur sagt að báðum nefndum sé ætlað að hefja starf sitt nú í upp- hafi árs og ljúka störfum ekki síðar en í byrjun árs 2007, enda verði stefnt að því að kjósa um stjórn- arskrárbreytingar í alþingiskosn- ingum það ár. „Ég hvet til þess að við fjöllum um þetta stóra og mikilvæga verk- efni af gætni og virðingu. Með nú- tíma samskiptatækni og fjölbreytni í fjölmiðlun er hægt að tryggja að sem flestir landsmenn geti lagt hönd á plóginn auk þess sem haldnir verði fundir og ráðstefnur um einstaka þætti stjórnarskrárinnar. Þetta er sameiginlegt verkefni okkar allra og niðurstaðan á að endurspegla þjóð- arvilja. Því er brýnt að sjónarmið sem flestra komist að við þessa mik- ilvægu vinnu. Í alþingiskosningum 2007, þegar kosið verður um stjórn- arskrárbreytingarnar, eiga sem flestir að geta sagt: Ég hef tekið þátt í að ræða og móta stjórnar- skrána,“ sagði Halldór í sjónvarps- ávarpi á gamlársdag. Þingflokkar tilnefna í stjórnarskrárnefnd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.