Morgunblaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR †mis starfsmanna- og stéttarfélög veita styrki vegna dansnámskei›a. Mambó Tjútt Freestyle Salsa Brú›arvals Barnadansar Samkvæmisdansar Sérnámskei› fyrir hópa N‡justu tískudansarnir Börn – Unglingar – Fullor›nir Dansrá› Íslands | Faglær›ir danskennarar Bolholti 8 | 105 Reykjavík | sími 553 6645 | fax 568 3545 | dans@danskoli.is | www.dansskoli.is VI‹ BJÓ‹UM UPP Í DANS Á N†JU ÁRI Innritun og uppl‡singar alla daga kl. 12–19 í síma 553 6645 e›a me› tölvupósti til dans@dansskoli.is Gleðilegt stórgrósseraár. Á vegum Umhverfis-stofu Reykjavík-ur, Umhverfis- stofnunar og umhverfis- ráðuneytisins er verið að vinna að rannsókn á loft- mengun í Reykjavík. Sjálf- virkar mælingar á mengun í Reykjavík gefa til kynna að mengunin hafi minnkað í kringum árið 2000 þrátt fyrir að bílaeign borgar- búa hafi aukist. Lúðvík Gústafsson, deildarstjóri umhverfisvarna hjá Um- hverfisstofu, segir erfitt að átta sig á hvaða skýring sé á þessu. Ein hugsanleg skýring gæti verið breyt- ingar á veðurfari. Kerfisbundnar mælingar á mengun í Reykjavík hafa verið stundaðar frá árinu 1990. Lúðvík sagði að nú sé verið að vinna úr þessum gögnum með það að mark- miði að menn átti sig betur á hvernig þróun hefur verið og til hvaða aðgerða sé hægt að grípa til að draga úr mengun. Bílum fjölgaði um 27% á sex árum Um síðustu áramót voru um 190 þúsund ökutæki skráð á landinu öllu og hafði þeim fjölgað um 27% á sex árum. Þetta eitt og sér ætti að leiða til meiri loftmengunar, en mælingar Umhverfisstofu benda til þess að það séu fleiri þættir en bílafjöldinn sem hafi áhrif. „Mælingar benda til þess að eft- ir árið 2000 hafi orðið einhver lækkun á styrk loftmengandi efna þrátt fyrir að bílum hafi fjölgað. Þetta viljum við skoða nánar. Það er ekkert eitt sem blasir við manni sem gæti skýrt þetta, en við viljum m.a. skoða þátt veðurfarsins,“ seg- ir Lúðvík. Á seinni árum hafa komið fram sparneytnari bílar og bílar með hvarfakúta. Lúðvík segir að þetta geti skipt einhverju máli, en bend- ir jafnframt á að í froststillum á veturna rjúki mælitölur upp sem fyrr. Þetta veki upp þá spurningu hvort meiri vindur eða aðrar vind- áttir geti átt þátt í því að ársmeð- altöl síðustu ár séu lægri en árið 2000 þegar mengun í borginni virðist hafa náð vissu hámarki. Lúðvík tók fram að þó að dregið hafi úr mengun eftir 2000 hafi hún aukist aftur tvö síðustu ár þó að hún hafi ekki enn náð því stigi sem hún var árið 2000. Sjálfvirkar mengunarmælingar Umhverfisstofu sýna vel hvernig umferðin í borginni er. Mengunin eykst hratt á morgnana þegar fólk er á leið til vinnu. Síðan dregur heldur úr henni um miðjan daginn en eykst svo aftur síðdegis þegar fólk er á leið heim úr vinnu. Erum nálægt mengunarmörkum Evrópusambandið hefur sett reglur um leyfileg mörk mengun- arefna, en reglurnar eru settar á grundvelli heilsufarsrannsókna. Mörkin eru bæði miðuð við dags- gildi og eins lengri tíma. Ísland hefur skuldbundið sig til að fylgja þessum reglum, en það felur m.a. í sér að ef mengun fer upp fyrir þessi mörk eru stjórnvöld skuld- bundin til að grípa til ráðstafana eins og að setja fram aðgerðaáætl- un. Í erlendum stórborgum hafa aðgerðirnar m.a. falið í sér tak- mörkun á umferð. Lúðvík segir að við séum ekki langt fyrir neðan þessi mörk. „Sá flokkur mengunarefna sem ég hef mestar áhyggjur af fyrir utan svif- rykið er köfnunarefnisoxíð. Það er hægt að sjá þetta efni í froststill- um sem gulbrúna slikju. Ég er ekki búinn að skoða nægilega vel tölur fyrir árið 2004 en það gæti verið að við séum komnir að mörk- um fyrir köfnunarefnisoxíð á þessu ári. Staðan gæti verið svipuð varð- andi svifrykið. Mörkin fyrir svif- rykið eru að lækka ár frá ári til ársins 2010. Þar gætu skapast vandræði,“ segir Lúðvík. Hann bendir á að svifryk komi ekki nema að hluta til frá bílaum- ferð. Jarðvegsagnir og saltagnir bætist við það sem komi frá bílum og við getum því ekki haft stjórn á þessu nema að hluta til. Mikil mengun er jafnan um áramót Gamlársdagur er að jafnaði einn mengaðasti dagur ársins á höfuð- borgarsvæðinu, en mjög mikil mengun kemur frá flugeldum. Mengunin er mest milli kl. 23.30 og kl. 1 eftir miðnætti, en þá er hún margföld á við það sem gerist á venjulegum degi. Lúðvík segir að ekki hafi verið gerðar vísinda- legar rannsóknir á mengun frá flugeldum en ljóst sé að það sé ekki beinlínis hollt að anda að sér þessari mengun. Í flugeldunum séu einhverjir þungmálmar sem séu notaðir til að búa til litbrigðin sem verið er að sækjast eftir. Hann segir að fólk með öndunar- færasjúkdóma ætti ekki að vera lengi úti á gamlárskvöldi þegar mengunin er sem mest. Mengun í höfuðborginni frá flugeldum fer hins vegar eins og önnur loftmengun mikið eftir veðri. Ef hvasst er í veðri blæs mengunarefnunum fljótlega í burtu, en þau vara lengur ef stillt er í veðri. Stillt var í veðri í höfuð- borginni um miðnættið þegar flestir skutu upp flugeldum. Fréttaskýring | Loftmengun í Reykjavík mælist minni nú en árið 2000 Erum nálægt mörkunum Mælingar sem sýna minni mengun gætu skýrst af breytingum á veðurfari Mesta loftmengunin kemur frá bílaumferð. Mesta loftmengunin er jafnan á gamlársdag  Mjög mikil loftmengun fylgir skoteldum sem sprengdir eru á höfuðborgarsvæðinu um áramót. Mengun í u.þ.b. tvær klukku- stundir í kringum miðnætti er margföld við það sem gerist á venjulegum degi. Langstærsti hluti mengunar, sem rekja má til athafna mannsins, kemur hins vegar frá bílaumferð. Mælingar sýna hins vegar að mengun í Reykjavík hefur ekki aukist í takt við aukna umferð. egol@mbl.is Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.