Morgunblaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Útflutningsráð Íslands og Félag kvenna í atvinnurekstri hyggjast skipuleggja viðskiptasendinefnd til Mexíkó í tengslum við ráðstefnuna Global Summit of Women sem haldin verður 23.-25. júní n.k. í Mexíkóborg. Mexíkó er níunda stærsta hagkerfi heimsins og íbúar landsins eru yfir 100 milljónir. Mexíkó og EFTA hafa haft fríverslunarsamning frá árinu 2001. Ætlunin er a kynna íslenskt viðskiptaumhverfi á ráðstefnunni og m.a. þá þjónustu sem hér býðst fyrir ferðamenn, funda- og ráðstefnuhald. Á ráðstefnuna koma forystukonur í stjórnun og atvinnurekstri úr öllum heimsálfum og er markmið ráðstefnunnar að skapa víðtæk viðskipta- og félagstengsl. M IX A • fí t í Viðskiptatækifæri Mexíkó Kynningarfundur fyrir áhugasama verður haldinn í Borgartúni 35, Húsi atvinnulífsins, 6.-hæð fimmtudaginn 6. janúar 2005, kl. 9:00. Nánari upplýsingar veitir Svanhvít Aðalsteinsdóttir hjá Útf lutningsráði Íslands í s íma 511 4000, netfang: vur@utflutningsrad.is Upplýsingar verða einnig birtar á www.utflutningsrad.is og www.fka.is og jafnframt er bent á að skoða vef ráðstefnunnar www.globewomen.com FORSETI Íslands sæmdi sextán Íslendinga heiðursmerki Hinnar íslensku fálkaorðu við há- tíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag. Í hópnum voru tíu karlar og sex konur. Þeir sem sæmdir voru fálkaorðu voru: Ás- mundur Jónsson, framkvæmdastjóri, Reykja- vík, riddarakross, fyrir framlag til nýsköpunar á sviði tónlistar. Séra Auður Eir Vilhjálms- dóttir, prestur, Kópavogi, riddarakross, fyrir störf í þágu trúar og kirkju. Birgir D. Sveins- son, kennari, Mosfellsbæ, riddarakross, fyrir störf í þágu tónlistar. Björgólfur Guðmunds- son, athafnamaður, Reykjavík, riddarakross, fyrir framlag til viðskiptalífs og menningar. Edda Heiðrún Backman, leikkona, Reykjavík, riddarakross, fyrir störf í þágu íslenskrar leik- listar. Eiríkur Smith, listmálari, Hafnarfirði, riddarakross, fyrir myndlistarstörf. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri, Akureyri, ridd- arakross, fyrir störf í þágu sveitarstjórna og byggðamála. María Th. Jónsdóttir, formaður Félags aðstandenda Alzheimerssjúkra, Garða- bæ, riddarakross, fyrir störf í þágu velferðar og málefna minnissjúkra. Markús Sigurbjörns- son, forseti Hæstaréttar, Reykjavík, stórridd- arakross, fyrir störf í opinbera þágu. Már Sig- urðsson, ferðamálafrömuður, Haukadal, riddarakross, fyrir frumkvæði í uppbyggingu ferðaþjónustu. Ragnar Bjarnason, söngvari, Reykjavík, riddarakross, fyrir framlag til ís- lenskrar tónlistar. Sigurður Björnsson, yfir- læknir, Reykjavík, riddarakross, fyrir störf í þágu krabbameinslækninga. Sigurveig Guð- mundsdóttir, fv. kennari, Hafnarfirði, ridd- arakross, fyrir störf í þágu mennta- og félags- mála. Valgerður Sverrisdóttir, ráðherra, Eyjafirði, stórriddarakross, fyrir störf í opin- bera þágu. Dr. Þóra Ellen Þórhallsdóttir, pró- fessor, Reykjavík, riddarakross, fyrir vís- indastörf. Örlygur Kristfinnsson, safnstjóri, Siglufirði, riddarakross, fyrir framlag til upp- byggingar Síldarminjasafnsins. Ljósmynd/Gunnar G. Vigfússon Sextán Íslendingar sæmdir fálkaorðu FÉLAGSÞJÓNUSTAN í Reykja- vík, Kári Tran veitingamaður og Hólmfríður Gísladóttir, fyrrver- andi starfsmaður Rauða krossins, fengu viðurkenningu Alþjóðahúss- ins fyrir lofsverða frammistöðu í málefnum innflytjenda og fjöl- menningarlegs samfélags á Ís- landi. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti viðurkenn- inguna við hátíðlega athöfn í Al- þjóðahúsinu sl. fimmtudag. Viðurkenningin, sem var veitt í annað skiptið, þjónar þeim til- gangi að vekja athygli á því já- kvæða starfi sem unnið er hér á landi í málefnum innflytjenda. Í tilkynningu frá Alþjóðahúsinu segir að þeir sem fengu við- urkenninguna séu vel að henni komnir enda unnið frumkvöðla- starf á undanförnum árum í mál- efnum fjölmenningarlegs sam- félags. Unnið gegn fordómum og vanþekkingu „Félagsþjónustan í Reykjavík hefur á undanförnum árum unnið markvisst að fræðslu um málefni innflytjenda og verið öðrum stofn- unum og fyrirtækjum fyrirmynd á því sviði. Þetta á bæði við um fræðslu til starfsmanna Fé- lagsþjónustunnar af erlendum uppruna og útlenda notendur þjónustunnar. Félagsþjónustan hafi sett sér metnaðarfulla starfs- mannastefnu, sem meðal annars felur í sér að auka færni erlendra starfsmanna í íslensku máli, efla menningarlæsi starfsmanna á báða bóga og vinna gegn for- dómum og vanþekkingu. Hólmfríður Gísladóttir, fyrrver- andi starfsmaður Rauða kross Ís- lands, hefur um áratugaskeið unn- ið fórnfúst starf í þágu innflytjenda á Íslandi. Hún var í hópi þeirra sem undirbjuggu komu fyrsta flóttamannahópsins frá Víetnam á sínum tíma og hef- ur æ síðan gegnt lykilhlutverki í móttöku flóttamanna hingað til lands. Hólmfríður lét af störfum hjá Rauða krossinum á þessu ári en hefur síðan tekið að sér ýmis verkefni í þágu innflytjenda að eigin frumkvæði í sjálfboðnu starfi. Kári Tran veitingamaður var í fyrsta flóttamannahópnum frá Víetnam sem kom hingað til lands árið 1979. Hann hóf snemma sjálf- stæðan veitingarekstur eftir kom- una til Íslands og er ótvítrætt brautryðjandi í því að kynna aust- urlenska matargerð fyrir Íslend- ingum. Kári á þannig stóran þátt í þeirri byltingu sem orðið hefur á íslenskri matarmenningu und- anfarna áratugi. Hann rekur í dag veitingahúsið Asíu við Laugaveg og hefur gert það undanfarinn áratug,“ segir í tilkynningu frá Alþjóðahúsinu. Kári kveðst vera mjög þakk- látur yfir því að fá viðurkenn- inguna. Hann bendir þó á að margir standi við bakið á sér og þeir eigi því alveg eins mikið í viðurkenningunni og hann. Hólmfríður segist líta á það sem forréttindi að fá að hafa unnið að málefnum flóttamanna í gegnum tíðina. Hún segir flóttamenn vera fólk sem hefur verið rekið að heiman og ekki kosið sín örlög. „Ég vona að svona viðurkenning dragi athyglina að málefnum flóttamanna og að þeim verði ekki gleymt,“ segir Hólmfríður. „Við erum afskaplega stolt og ánægð með að fá þessa viðurkenn- ingu,“ segir Ellý Alda Þorsteins- dóttir, staðgengill félagsmála- stjóra, og hún bætir því við að viðurkenningin hvetji starfsfólk Félagsþjónustunnar til frekari dáða. Morgunblaðið/Þorkell Ellý Alda Þorsteinsdóttir, staðgengill félagsmálastjóra fyrir hönd Fé- lagsþjónustunnar, Kári Tran veitingamaður og Hólmfríður Gísladóttir, fyrrv. starfsmaður RKÍ, tóku við viðurkenningum frá Alþjóðahúsinu. Frumkvöðlar að fjölmenn- ingarlegu samfélagiTRYGGVI Þór Haraldsson, raf- veitustjóri RARIK, segir að eftir breytingar á gjaldskrá RARIK hækki raforkuverð til dæmigerðs notanda rafhitunar í dreifbýli um rúmlega 40 þúsund krónur á ári. Hækkunin er á bilinu 15–20%. Tryggvi Þór segir að dæmigerður rafhitanotandi sem notar 34.000 kWh í hita og 6.000 kWh í almenna notkun hafi á síðasta ári verið að borga um 190 þúsund krónur með virðisaukaskatti, eftir að búið er að taka tillit til niðurgreiðslna ríkisins. Eftir gjaldskrárbreytinguna væri hann að greiða um 218 þúsund krón- ur ef hann býr í þéttbýli, en 232 þús- und krónur ef hann býr í dreifbýli. Orkureikningurinn hækkar um 40 þúsund MIKIÐ tjón varð í eldsvoða á bænum Ásólfsstöðum í Þjórsárdal í gær. Ekki urðu slys á fólki. Slökkvilið Gnúpverja og Hrunamanna var kallað út eftir til- kynningu sem barst um kl. 14 og tókst að ráða niðurlögum eldsins á tveimur og hálfum klukkutíma. Á tímabili læsti eldurinn sig í fjós sem er áfast skemmu við bæinn en slökkviliðsmönnum tókst að bjarga fjósinu. Var það mikil mildi því á fjórða tug nautgripa var inni í fjósinu, að sögn lögreglunnar á Selfossi. Skemman brann hins vegar og er ónýt. Er ljóst að um mikið tjón er að ræða en inni í skemmunni voru m.a. vinnuvélar, vélsleðar og verkfæri. Tildrög eldsins eru í rannsókn hjá lögreglunni á Selfossi. Skemma ónýt eftir eldsvoða ♦♦♦ 50 milljónir til að mæta kennslumissi BORGARRÁÐ hefur samþykkt að hækka framlög fræðslumála um allt að 50 milljónir króna til að standa straum af kostnaði við kennslu nem- enda vegna verkfalls kennara. Lagt er til að fénu verði varið til að bjóða nemendum í 10. bekk að und- irbúa samræmd próf og nám í fram- haldsskóla og nemendur í 9. bekk fái aðstoð í völdum greinum, auk þess sem veita á aðstoð nemendum sem hafa skráð sig til að taka framhalds- skólaeiningar í grunnskólum og hafa misst úr námi. Komið verður til móts við nemendur sem taldir eru þurfa á sérstakri aðstoð að halda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.