Morgunblaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 28
28 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ ÁRAMÓT Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • 562 8501 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is BIC Atlantis penni Verð 90 kr/stk PILOT SUPER GRIP Verð 75 kt/stk Ljósritunarpappír 397 kr/pakkningin Skilblöð númeruð, lituð, stafróf eða eftir mánuðum. Gatapokar 100 stk í pakka 486 kr/pk STABILO BOSS Verð 78 kr/stk Borð leggja ndi borð mott ur TILBOÐ Á EGLA BRÉFABINDUM - VERÐ 339 KR / STK. Tilboðið gildir til 31. janúar 2005 Geisladiskar þar sem gæðin skara framúr í 10-25-50 og 100 stk einingum Guðs, og eins og aðrar gjafir hans lán sem ætlað er lífinu og náunganum til góðs og bless- unar. Við höfum verið lánsöm þjóð, Íslendingar, blessuð um- fram aðrar þjóðir, af árgæsku, auði og velsæld. Ég las það einhvers staðar, að körfuboltakappinn Michael Jord- an hefur meiri tekjur eftir að hann hætti að spila, en allir for- setar Bandaríkjanna frá upphafi til dagsins í dag hafa samanlagt haft fyrir öll kjörtímabil sín. Hann fékk meira í vasann fyrir að auglýsa ákveðna gerð af íþróttaskóm en allir malasísku verkamennirnir – einhverjir tug- ir þúsunda – sem framleiða þá fengu sam- anlagt í árslaun. Hann er áreiðanlega af- reksmaður í íþróttum og flottur á mynd og góðra gjalda verður. En er þetta ekki fárán- legt, sem og ýmis tilbrigði við þessa öfga- fullu mynd? Það er áleitið umhugsunarefni hvort ekki sé eitthvað í meira lagi öfugsnúið við tíðaranda og siðmenningu þar sem allt virðist snúast um það eitt að auðgast sem mest af þessa heims gæðum. Hið góða líf er annað. Blessun Guðs er fólgin í öðru en efn- islegum auði og farsæld. „Mín gæði eru það að vera nálægt Guði,“ segir trúin. Blaðamaður nokkur sem snúið hafði baki við sinni kristnu barnatrú, og taldi sig upp úr því vaxinn og hafa séð gegnum það allt saman, og hefði ekkert þangað að sækja, hann fór að gefa því gaum að alls staðar þar sem hörmungar voru, slys, hamfarir, far- sóttir, þar var hvarvetna í fremstu víglínu kristið fólk að finna við hjálp, líkn og hugg- un af óeigingirni og fórnfýsi. Hvaða afl kær- leika og umhyggju og fórnfýsi var þar að verki? spurði hann. Og hann fann svarið, það var í trúnni á Krist og kærleika hans. Þar er sá andi og áhrifamáttur sem hvar- vetna leysir umhyggjuna úr læðingi. Ekkert í veröldinni býr yfir viðlíka mætti að um- mynda lífið til góðs og blessunar. Engin auðlegð er meiri en sú. Lífið er lán, 100% lán skaparans, til ávöxtunar fyrir hann og þann heim sem hann elskar. „Þreytumst ekki að gjöra það sem gott er því að á sínum tíma munum vér uppskera, ef vér gefumst ekki upp. Þess vegna skulum vér meðan tími er til gjöra öllum gott...“ segir postulinn. (Gal. 6. 9–10.) „Drottinn blessi þig og varðveiti þig.“ Í hverju er varðveisla Guðs eiginlega fólgin? „Á snöggu augabragði“ dynur áfallið yfir og auðnubrigðin án manngreinarálits. Á það erum við iðulega minnt. Síðast nú er fregnir bárust af hinum skelfilegu nátt- úruhamförum í Asíu á öðrum degi jóla. Á andartaki brustu undirstöður jarðar og flóð- bylgjan æddi með ógnarafli heljar. Ráðgátur þjáningarinnar verða gjarna til að bregða fæti fyrir trúna. Ef Guð er góður, hvers vegna verða þá slíkar hörmungar? Í viðtali við sænskan ferðamann í Taílandi var hann spurður: „Hvernig er ástandið?“ „Eins og í helvíti,“ svaraði hann. „Skelfing og dauði alls staðar.“ Við játum trú á Drottin og Guð sem steig niður til heljar. Líka þar er hann, í þeim að- stæðum þar sem svo virðist sem Guð hafi yfirgefið okkur fyrir fullt og allt. „Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig!“ hrópaði Drottinn í dauðastríði kross- ins. „Yfirgefur því aldrei mig eilífur Guð hans vegna,“ játar harmkvælamaðurinn „GUÐ gefi oss öllum gleðilegt ár! Við áramót horfum við um öxl yfir það sem gamla árið gaf og tók. Sumum okkar var það gæfuár og farsældar, hamingju og heilla. Öðrum reynsluár, vonbrigða og sorga. Nú er það „liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka“ – sungum við með trega í nótt. En hvað geymir nýja árið í fangi sér? Við skyggn- umst fram á veg, án þess að sjá. Sum okkar þakka reyndar Guði að hafa ekki vitað hvað árið liðna reyndist bera með sér. Sem betur fer vitum við ekki hvað komandi stund ber að höndum. Nema eitt, það sem þessi stund í helgidóm- inum tjáir og staðhæfir: Guð kemur á móti þér, gæfan og gleðin sem hann er og gefur, kemur á móti þér þar sem þú fetar þinn lífsins veg. Og það sem hann ætlar þér er blessun, eilíf blessun og náð. Helen Keller, hin daufblinda merkiskona, sem með lífsstarfi sínu lauk upp augum manna og athygli fyrir svo mörgu sem mestu varðar í lífinu, sagði: „Þrennt þakka ég Guði á hverjum degi: ég þakka honum að hann hefur veitt mér þekkingu á verkum sínum, af heilu hjarta þakka ég að Guð hef- ur tendrað í myrkri mínu ljós trúarinnar, allra mest þakka ég honum að ég á annað líf að hlakka til – líf í gleði, með birtu og blóm- um og himneskum söng.“ Svo mörg voru þau orð. Við skulum láta þakklætið vera okkur efst í huga er við horfum fram! Leit- umst jafnan við að leggja á minnið eitthvað sem hefur glatt okkur. Augu okkar og sjón batna til muna við það. „Þakklætið er bestu augndroparnir,“ sagði einhver. Það lýkur upp augunum fyrir því góða sem lífið gefur þrátt fyrir allt. Þakklætið ummyndar og læknar, það sefar sorgmætt geð, hýrgar þreytt augu, svalar særðri sál. Lexían úr Gamla testamentinu, sem hér var lesin frá altari, er blessunarorðin: „Drottinn blessi þig og varðveiti þig. Drott- inn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé þér náðugur. Drottinn upplyfti sínu augliti yfir þig og gefi þér frið. Þannig skulu þeir leggja nafn mitt yfir Ísraelsmenn og ég mun blessa þá.“ Ísraelsmenn er í þessu sambandi það fólk sem trúir á þann Guð sem birtir nafn sitt, vilja og veru í þeirri sögu sem Biblían segir. Þessi orð hafa fylgt Guðs lýð síðan, allt til þessa dags. Með þessum orðum er nafn Guðs lagt yfir þig á morgni ársins nýja og hann blessar þig og útgöngu þína og inngöngu héðan í frá og að eilífu. Kveðjan okkar íslenska, góða, „komdu blessaður,“ „vertu sæl,“ „komdu blessuð og sæl,“ er þessi bæn, ósk um að blessun Guðs veitist þeim sem ávarpaður er. Er ekki dýr- mætt að við skulum eiga á okkar tungu slíka kveðju sem ber himneska blessun frá manni til manns? Gætum þess að týna henni ekki, látum hana ekki hverfa fyrir innihaldslausum upphrópunum, „hæ!“ og „bæ!“ „Drottinn blessi þig...“ Blessun Guðs hefur oft verið álitin birtast í farsæld og velgengni þessa heims. Sú hugsun hefur iðulega verið hvati til að leggja sig fram sér og öðrum til góðs. En hún getur líka leitt til skeytingarleysis um annarra hag. Auður og völd eru góðar gjafir Hallgrímur er hann íhugar það angistaróp. „Hvar var Drottinn?“ spurði maður nokk- ur hér í kirkjunni fyrir miðja öldina sem leið, er hann stóð yfir moldum eiginkonu sinnar og tveggja dætra. Hvar var Drottinn, þegar slysið varð og bíllinn steyptist ofan í flauminn? „Drottinn var í djúpinu,“ svaraði hann. Drottinn var í djúpinu. Sú kristna trú sem við vorum skírð til og signt hefur lífs- skrefin okkar er trú á Guð í djúpinu, í neyð- inni, í sorginni. Vatn skírnarinnar sem ausið var yfir kollinn þinn, þá nafn Guðs var lagt yfir þig, minnir á að í bylgjum dauðans er höndin hans hlýja og milda, og lyftir þér inn til ljóss og birtu upprisudagsins. „Í hendi Guðs er hver ein tíð, í hendi Guðs er allt vort stríð, hið minnsta happ, hið mesta fár, hið mikla djúp, hið litla tár“ – syngjum við hér á eftir með þjóðskáldinu. Við römmum rúnum þjáningar og dauða fást oft engin svör, nema tárin og gráturinn, handtak og faðmur samúðar og samstöðu. Saga, boðskapur og fordæmi Jesú Krists, frelsarans krossfesta og upprisna, er slíkt svar. Þar sjáum við Guð sem er nálægur í ósigrunum og sorginni. Guð sem er kær- leikur. Það svar er jafnframt áeggjan til okkar að sýna umhyggju, og bera hvert annars byrðar í von og trú og kærleika. Ég þakka góð viðbrögð við ákalli Hjálp- arstofnunar kirkjunnar og annarra líkn- arsamtaka á nýliðinni jólaföstu. Nú er enn kallað á hjálp til að bregðast við einhverjum hrikalegustu náttúruhamförum og tjóni í manna minnum. Hvarvetna um land allt drúpa fánar í hálfa stöng til marks um harm og hluttekning. Við getum með engu móti ímyndað okkur þau reginöfl sem þarna voru að verki né þá skelfingu, sorg og eyði- leggingu sem þarna ríkir. Milljónir manna eru heimilislausar og bjargarlausar. Heilu samfélögin í rúst. Alþjóðasamfélagið hefur brugðist skjótt við og nú þegar er umfangs- mesta neyðarhjálp sögunnar hafin. Ég hvet landsmenn til öflugrar liðveislu við að koma hjálp þangað sem neyðin er og stuðla að uppbyggingu þar. Eins skulum við minnast í samhug og bæn nágrannaþjóða okkar í þjóðarsorg þeirra, sem og þeirra meðal okk- ar hér sem eru sérstaklega tengd þeim löndum sem illa hafa orðið úti. Við réttum þeim hugi og hendur samstöðu og kærleika. „Þannig skulu þeir leggja nafn mitt yfir Ísraelsmenn og ég mun blessa þá.“ Nafn Guðs, það er allt sem Guð er og stendur fyrir. Eitt hið undursamlegasta sem Biblían kennir okkur um Guð er að hann er ekki aðeins hinn æðsti máttur, ekki aðeins vald, máttur og dýrð, heldur faðir. Jesús kallar Guð föður sinn og kennir okkur að kalla hann föður okkar. „Faðir vor,“ þannig megum við ávarpa sjálfan Guð. Og í dæmi- sögu lýsir Jesús Guði sem föður sem faðmar týndan son í fyrirgefningu og gleði, þótt sonurinn hafi valdið honum ómældri sorg og raun. Móður- og föðurást á jörðu er skuggi ástar og umhyggju Guðs. Nú á dögum erum við mitt í stórfenglegri tilraun sem á sér enga hliðstæðu í sögu mannkyns. Það er heimur þar sem skuld- bindingar hjúskapar og foreldrahlutverksins virðast álitnar valkvæðar, og þar sem æ fleiri ábyrgðarsvið foreldra gagnvart börn- um sínum eru fengin öðrum – „átsorsað“ – eins og það heitir á viðskiptamálinu! Upp- eldi og agi, menntun og fræðsla og um- hyggja er falin dagmæðrum, leikskólum og skólum og sérfræðingum. Ég ber mikla virðingu fyrir þeim mikilvægu stofnunum og því góða fólki sem mannar þær. En án at- beina og þátttöku foreldra dugar jafnvel hinn besti skóli og frábærasti kennari skammt. Æ fleiri foreldrar finna sig van- máttuga í foreldrahlutverkinu og finnst sem þeir ráði ekki við verkefnið. Sjónvarpið og vídeóið og tölvan verða sífellt mikilvægari gæslu- og uppeldisaðilar á heimilum, samtöl milli foreldra og barna verða æ fátíðari. Aldrei nokkru sinni hefur foreldra- hlutverkið verið í meira uppnámi en einmitt nú, og aldrei hefur uppeldishlutverk for- eldra verið minna metið en nú. Aldrei fyrr hafa eins margir foreldrar yfirgefið börn sín og nú, á mesta velmegunarskeiði Íslands- sögunnar. Ég er óumræðilega þakklátur fyrir þá gæfu að hafa átt móður sem alltaf hafði nógan tíma fyrir mig og hin börnin sín sjö. Hún naut aldrei neinnar umbunar af hálfu þjóðfélagsins fyrir það, sá tími var hvergi talinn og aflaði henni engra réttinda. Hún hefur satt best að segja verið metin sem hver annar ómagi á okkar þjóðfélagi, heima- vinnandi húsmóðir. En hvaða verðmætum hefur hún og hennar líkar í raun aflað okk- ar landi? Og faðir minn, í annasömum verkahring embættis og fræðistarfa, hafði alltaf tíma fyrir okkur systkinin. Hvernig var það annars, voru fleiri klukkustundir í sólarhringnum þá? Hvers vegna höfum við nú yfirleitt engan tíma til eins eða neins, þrátt fyrir öll tækin og tæknina og ráðin sem nú eru til að létta lífið, spara tíma, drepa tíma? Hvað hefur gerst? Höfum við ekki misst af því sem mestu máli skiptir? Ætli það sé ekki satt sem kona nokkur sagði: „Við leiðarlok munum við ekki sjá eftir því að hafa ekki tekið enn eitt prófið, sett enn eitt metið, eða náð enn betri ár- angri í starfi. Við munum iðrast þess að hafa ekki eytt meiri tíma með maka, barni, vini eða foreldri.“ Minnumst þess að öllu er afmörkuð stund. Þar kemur að tíminn er á þrotum, lífsglasið útrunnið er. Streita og stress dag- anna og kapphlaupið við tímann er eftirsókn eftir vindi. Því allt er náð. „Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé þér náðugur. Drottinn upplyfti sínu aug- liti yfir þig og gefi þér frið.“ Það fyrsta sem augu þín sáu var auglit sem brosti við þér, ásjóna ástar og um- hyggju. „Þú ert minn!“ sagði það auglit í gleði og feginleik. Það er náð. Ekkert sem neinn getur hrifsað til sín eða krafið eða unnið fyrir. Fátt skelfir óvitann meir en byrgt andlit. Af því að hann á sér grun um hið andlits- lausa skeytingarleysi sem segir: „Þú skalt ekki halda að þú komir neinum við!“ Guð er ekki hið ópersónulega, andlitslausa ómæl- isdjúp. Hann er föðurfaðmur, móðurmund, umhyggja, náð. Auglit sem brosir við þér og segir: Þú ert minn! Árin líða, kynslóðir koma, kynslóðir fara. Þar kemur að árin okkar eru á enda. Þá, segir trúin, fáum við Guð að sjá, augliti til auglitis og birta þess auglitis brosir við okk- ur í dýrð. Uns þar að kemur skulum við lifa í þeirri birtu blessunar hans, vera öðrum blessun í þeirri vissu að auglit Guðs skín við okkur, brosandi auglit umhyggjunnar. Var- lega, blíðlega vill Guð laða fram ljósið í aug- liti okkar og sál og allt hið besta sem við eigum og erum sem börn hans sem hann læknar og leysir, blessar og reisir. Amen. Í Jesú nafni. Amen.“ Nýársávarp biskups Íslands, Karls Sigurbjörnssonar Foreldrahlutverkið hefur aldrei verið í meira uppnámi en nú Karl Sigurbjörnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.