Morgunblaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2005 31 Forseti Íslands verðlaunar á hverju ári þá sem fram úr skara í atvinnulífi og bókmenntum. Útflutn- ingsverðlaun forseta Íslands eru fyrirtækjum keppi- kefli og álitsauki og Íslensku bókmenntaverðlaunin viðburður í menningarlífi, árlega afhent hér á Bessa- stöðum. Menntunin er ekki síður en útflutningur og menn- ing hornsteinn í framtíðarvelferð okkar Íslendinga og mér finnst tími til kominn að hún hljóti þann heiður sem henni ber. Ég hef því ákveðið að stofna til Íslensku mennta- verðlaunanna sem verða ásamt Íslensku bókmennta- verðlaununum og Útflutningsverðlaununum helstu verðlaun úr hendi forseta Íslands. Íslensku menntaverðlaunin verða einkum bundin við grunnskólastarfið enda hvað mikilvægast að rækta þar garðinn og skapa samstöðu sem dugir um langa framtíð. Hugmyndin er að verðlaunin verði veitt í fernu lagi: Skólum sem sinnt hafa vel nýsköpun eða farsælu samhengi í fræðslustarfi. Kennurum sem skilað hafa merku ævistarfi eða á annan hátt skarað framúr. Ungu fólki sem í upphafi kennsluferils hefur sýnt alúð og hæfileika. Höfundum námsefnis sem lagt hafa grundvöll að nýjum kennsluháttum. Leitað verður víðtæks samstarfs um að gera Ís- lensku menntaverðlaunin vel úr garði og tilnefninga óskað frá foreldrum, nemendum, kennurum og öllum sem meta mikils skólastarfið. Það er von mín að Íslensku menntaverðlaunin verði eins og hin tvö þjóðarsómi, vísbending um að í vænd- um sé eining um úrvalsskóla fyrir börnin okkar, fyr- irheit um nýtt og betra hugarfar, lóð á vogarskálar til þess að kennarastarfið verði metið að verðleikum. Við getum í okkar góða landi átt glæsta framtíð ef við leggjumst öll á eitt, varðveitum samstöðuna sem löngum hefur dugað þjóðinni best, kappkostum að efla eiginleika sem reynst hafa forsenda árangurs og hagsældar Íslendinga. Liðin öld var okkur gjöful og skóp fleiri tækifæri en nokkur önnur. Börn okkar og afkomendur mega ekki búa við síðri kost í framtíðinni. Ég óska ykkur öllum fjær og nær farsældar um ókomna tíð og vona að gæfa og blessun fylgi ætíð Íslendingum.“ er á, arðsamari en virkjanir, vegir og iðjuver svo dæmi séu nefnd um aðra eftirsótta kosti. Það dugir þó skammt að mæla fagurt um gildi menntunar í hátíðaræðum; við verðum að sýna í verki að þjóðin hafi einbeittan vilja í þessum efnum. Það má aldrei aftur henda að fyrstu kynni barna af skóla- starfi séu iðjuleysi mánuðum saman vegna deilna þeirra sem ábyrgð bera. Við verðum að skapa víðtæka sátt um skólastarfið, ná, eins og Morgunblaðið vakti máls á fyrir skömmu, þjóðarsamstöðu um úrvalsskóla, skóla sem eru úrval vegna gæða, aðgangsins sem er öllum opinn, jafnrétt- isins sem þar ræður ríkjum, úrvalsskóla sem mismuna í engu vegna efnahags foreldranna. Skólinn þarf að vera heildstæður vettvangur fyrir nám og fræðslu, tómstundir, íþróttir og listaiðju, þroska og þjálfun sem býr í haginn fyrir börnin á mörgum sviðum – í reynd lifandi uppeldisstöð þar sem foreldrar og ættingjar rétta hjálparhönd. Við getum í þeim efnum margt lært af öðrum þjóðum sem tengja betur saman heimili og skóla en við höfum náð að gera. Þjóðareining um skólastarfið er eitt brýnasta verk- efni hins nýja árs og þar þurfa allir að koma að borði, ekki aðeins ríki og sveitarfélög, heldur einnig heimilin og atvinnulífið. Við megum ekki halda áfram að vísa ábyrgðinni á aðra, foreldrarnir á kennarana, skólarnir á heim- ilislífið, sveitarfélögin á ríkið og ríkið á hina. Við erum öll samábyrg og efling skólastarfsins er lífsnauðsyn fyrir okkur öll. Við þurfum að styrkja það til að geta um leið bætt heimilisbraginn, aukið ánægju fjölskyldunnar, gert unglingana sjálfstæðari og hlynntari heilbrigðu og hollu lífi, forðað þeim frá hættum sem búa í undirheimum, skuggaveröld sem ég nefndi fyrr. Forsendan verður þó ætíð sú að kennurum sé sómi sýndur, að kennsla sé metin að verðleikum og kenn- arastarfið sé keppikefli, að ánægja og stolt ríki innan stéttarinnar. Án öflugra kennara getum við aldrei gert grunn- skólann að úrvalsskóla. Við sem eldri erum munum kennara sem gerðu okkur námið gjöfult og lögðu þannig grundvöll að lífsins göngu. Við þurfum að tryggja æskunni sams konar tækifæri og í þeim efn- um kemur margt til greina. ast allt sem oftast er til auðlinda talið hafa náð í fremstu röð með því að setja skóla og menntakerfi í fyrsta sæti. Reynslan sýnir að auðlindir í hafi eða jörðu, fossar og fallvötn, námur og olíu- lindir eru lítils virði ef ekki er á vettvangi vel menntuð sveit sem skapar arð úr slík- um tækifærum. Við höfum líka að undanförnu séð það glöggt Íslendingar að öflug útrás athafna- fólks úr okkar röðum, efling viðskipta á heimsvísu og vöxtur íslenskra fyrirtækja sem nú eru í fremstu röð á Norðurlöndum, í Evrópu og þótt víðar væri leitað, er eink- um að þakka hinni menntuðu og hæfi- leikaríku sveit sem ávaxtað hefur skóla- göngu sína á svo glæstan hátt. Já, skólarnir eru svo sannarlega orku- ver framtíðarinnar, uppspretta hagsældar um ókomin ár. Og lengi býr að fyrstu gerð. Í grunn- skólum ráðast farsæld og framfarir þjóðarinnar. Án öflugrar fræðslu innan þeirra kann okkur að reynast erfitt að halda til jafns við aðrar þjóðir. Efling grunnskólans er því ekki bara menntamál í hefðbundnum skilningi Stjórnarráðsins; hún er einnig atvinnumál, viðskiptamál, iðnaðarmál, orkumál; í reynd undirstaða árangurs og framfara á öllum svið- um. Framtíð grunnskólans er ekki aðeins verkefni ríkis og sveitarstjórna. Hér er einnig mikið í húfi fyrir at- vinnulífið, fyrirtækin, alla sem í rekstri standa. Oft er talað um samstarf heimilis og skóla og vissulega sinna þau í sameiningu uppeldinu, en þó má ekki gleyma því að atvinnulífið á einnig ríkra hagsmuna að gæta og því eðlilegt að það leggi sitt af mörkum til að efla og styrkja skólastarfið. Börnin eru sannarlega dýrasta djásnið, uppspretta gleði og hamingju foreldranna, auður sem aldrei verð- ur metinn til fjár. En börnin eru líka lykill að fram- tíðarheill samfélagsins, að hagsæld og velferð á nýrri öld. Það skiptir sköpum að við spillum ekki slíkri auð- lind heldur ræktum hana og eflum á alla lund. Aðeins á þann hátt getum við tryggt efnahagslega framtíð Ís- lendinga, sýnt að við höfum skilið til hlítar sannindin um að menntunin sé arðsamasta fjárfestingin sem völ - a il óð yrr ja g ér r s- na okkar, fram- n í því fólgin að m ung. rið sterkur endinga, allt rðspor fóstru og u, voru að starfi a“, sagði Snorri fur það jafnan erðafólki. skyldunnar en nútíminn breytti andið allt, voru áskóla Íslands eppikefli. ngar sér skýra fjölhæf kenn- enda árangurs, um og öflugum arð ásamt Há- eim hafa nú sýnt festingin, að æðslu og upp- drifkraft hag- m skortir nán- ímssonar skólastarfið er kefni hins nýja árs Ólafur Ragnar Grímsson lenskum stjórnmálum. Þessir atburðir hafa fært okkur heim sanninn um nauðsyn þess að fram fari umræða um stjórnskipan landsins af víðsýni án tengsla við ein- stök deilumál. Fyrr í þessum mánuði óskaði ég eftir tilnefningum þeirra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi í nefnd sem hafi það hlutverk að undirbúa breytingar á stjórnarskránni. Ég hvet til þess að við fjöllum um þetta stóra og mikilvæga verkefni af gætni og virðingu. Með nútíma samskiptatækni og fjölbreytni í fjölmiðlun er hægt að tryggja að sem flestir landsmenn geti lagt hönd á plóg- inn auk þess sem haldnir verði fundir og ráðstefnur um einstaka þætti stjórnarskrárinnar. Þetta er sameig- inlegt verkefni okkar allra og niðurstaðan á að end- urspegla þjóðarvilja. Því er brýnt að sjónarmið sem flestra komist að við þessa mikilvægu vinnu. Í alþing- iskosningum 2007, þegar kosið verður um stjórnar- skrárbreytingarnar, eiga sem flestir að geta sagt: Ég hef tekið þátt í að ræða og móta stjórnarskrána. VIII. „Framtíðar þjóð, yfir ókomna öld með alþjóð að vin láttu mannrétt þinn styrkjast. Vort norræna mál gefur svip vorri sál; það setur oss vé í lýðanna fjöld. Í krafti og frelsi guðs veraldir virkjast. Til vaxandi Íslands vor hjartaljóð yrkjast.“ Þannig orti Einar Benediktsson skáld fyrir tæpum áttatíu árum en þetta á ekki síður við í dag. Megi kom- andi ár verða hverjum og einum og þjóð okkar til gæfu og farsældar. Ég þakka ykkur sameiginlega vegferð á liðnu ári, vináttu og góðan hug í minn garð og óska ykkur hverju og einu gleðilegs nýs árs með þökk fyrir árið sem er að líða.“ Við Íslendingar höfum lengi verið eftirbátar annarra vestrænna þjóða í þessum efnum. Nú höfum við hins vegar tekið okkur verulega á með þreföldu framlagi til þróunarmála og aukinni þátttöku í friðargæslu. Eitt þeirra landa sem við Íslendingar höfum tekið upp samvinnu við er Sri Lanka. Þar, eins og víðar í Suður-Asíu, dvelur nú hugur og samúð heimsbyggð- arinnar eftir skelfilegar náttúruhamfarir fyrir nokkr- um dögum sem kostuðu tugi þúsunda mannslífa og leiddu af sér gríðarlega eyðileggingu. Eitt af því sem gerir okkur að þjóð meðal þjóða er að láta okkur varða framtíð og farsæld annarra. Ef við látum sára neyð annarra okkur litlu skipta verður gleðin yfir eigin velsæld bæði hol og innantóm. VI. Á þessari stundu er hugur okkar hjá fjölskyldu og ástvinum. Flestir hafa yfir miklu að gleðjast, aðrir hafa mætt andstreymi og sorg. Öllum hafa orðið á mistök á liðnu ári, það fylgir okkur í gegnum lífið. Mikilvægast af öllu er að læra af þeim. „Þekktu sjálfan þig“ er gamalt boðorð. Besta leiðin til að gera betur er að þekkja sjálfan sig. Við eigum það öll sameiginlegt að elska fjölskyldu okkar og við eigum það líka sameig- inlegt að elska landið okkar. Þótt við höfum ólíkar skoðanir á mörgu er enn fleira sem sameinar. Það er mikil gæfa að vera Íslendingur og það er mikil auðna að hafa tækifæri til að auðga arf forfeðra okkar og for- mæðra. Við höfum haft það að leiðarljósi að þegnum landsins séu búin þau skilyrði að allir geti notið sín og þroskast í umhverfi sínu. VII. Árið sem nú er að líða var tíðindasamt. Á sama tíma og við fögnuðum sextíu ára afmæli lýðveldisins og ald- arafmæli heimastjórnar voru óvenju mikil átök í ís- svo fyrir börnum og fullorðnum að heima- nám, elskulegur agi og uppeldi líði fyrir? Er ástæða til að sjá fjölskyldugerð fyrri tíma í hillingum? Hefur stórfjölskyldan gef- ið um of eftir? Látum við aðra um uppeldi barna okkar – dýrmætustu eignina í lífinu? Það er bjargföst trú mín að samheldin og ástrík fjölskylda sé kjarninn í hverju þjóð- félagi. Þann kjarna þarf að styrkja og treysta og við höfum komið til móts við breyttar kröfur með fæðingarorlofi fyrir báða foreldra, sem var mikið jafnréttismál. Að sama skapi höfum við lagt áherslu á að allir geti eignast sitt eigið húsnæði. En bet- ur má ef duga skal. Ég hef því ákveðið að setja af stað vinnu við að meta stöðu ís- lensku fjölskyldunnar. V. Við Íslendingar búum við betri afkomu en almennt gerist og eitt öflugasta velferðarkerfi heims. Við sjáum fleiri stoðir styrkja innviði þjóðlífsins. Fjármála- starfsemi, ferðaþjónusta, þekkingariðnaður og stóriðja skipa vaxandi sess í efnahagsstarfseminni. Við verðum að halda áfram á þessari braut. Á næstu árum verða framlög til vísinda- og tæknirannsókna tvöfölduð og verður þannig einum milljarði bætt við þennan mikil- væga málaflokk sem leiðir okkur inn í framtíðina. Ekkert lát er á hagvexti sem eykur bjartsýni um það sem koma skal. Það er frumskylda okkar að takast á við bágindi í eigin landi, en það leysir okkur ekki frá þeirri skyldu að hjálpa öðrum sem ekki búa við sömu tekjur og þann frið sem við njótum. Við getum lagt mikið af mörkum með þróunarhjálp, friðargæslu, mannúðarstarfsemi og þátttöku í starfi Sameinuðu þjóðanna. ku r í a a r óð ð ur an nað um r með heim- ta og hækka um eytingum er lögð ð er ekki að um að gömul og með óæskilegum ðist minni. Við dra sinna og ðfélagið hefur samverustundir nudagur margra ga ekki eina afþreying tefji sráðherra apast þegar farið er ð er til of mikilla skulda Halldór Ásgrímsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.