Morgunblaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 32
32 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÉG ÓLST upp við það viðhorf að „við þeir“ afstaða væri ekki samboðin manneskju sem gengi upprétt og nyti fullra réttinda í upplýstu samfélagi. Þetta kenndi móðir mín mér og hún hafði yfirleitt rétt fyrir sér jafnvel þó ég sæi það oftar en ekki fyrr en löngu seinna. Nú á ég hins vegar í töluverðum vandræð- um og vakna iðulega upp við þann vonda draum að við búum í einhvers konar „við þeir“ samfélagi þar sem fáir kjörnir sjá um að hugsa og fram- kvæma fyrir okkur hin. Það er í fréttum að nú standi til að annars vegar eigi fulltrúar stjórn- málaflokkanna að fjalla um breyt- ingar á stjórnarskránni og að hins vegar eigi hópur sérfræðinga um stjórnskipunarmál að vera þeim til fulltingis. Ég hef alltaf talið í ein- feldni minni að ef einhverjir eiga að vera sérfræðingar í stjórn- arskrá þá er það fólkið sem hún á að þjóna. Stjórnarskráin er eign þjóðarinnar, ekki stjórnmálaflokka. Stjórnarskrá sem samin er af lög- fræðingum verður aldrei almenn- ingseign, hún verður eilíft við- fangsefni lögfræðinga. Stjórnar- skrá hlýtur að að vera plagg sem fólk skilur og er sammála, plagg sem þarf ekki að túlka og er hafið yfir vafa og útúrsnúninga. Stjórn- arskrá er ekki ætlað að tryggja réttindi stjórnmála- mann sérstaklega heldur folks almennt. Henni er jafnvel frek- ar ætlað að draga taum hins almenna borgara þegar skerst í odda við vitlausa stjórnendur. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um kosningar um stjórnarskrárbreyt- ingar, þær eru frat. Okkur er ætlað að tjá okkur um afstöðu til breytinga á stjórn- arskránni í kosningum til Alþingis, það er að segja við eigum að greiða stjórnmálaflokkunum at- kvæði í því augnamiði að tjá okkur um breytingar á grunnlögum Lýð- veldisins eftir því hvernig fulltrúar þeirra skipa sér á bak við ein- stakar greinar. Það er um leið og við kjósum um málefni aldraðra, öryrkja, áherslur í samskiptum við aðrar þjóðir og efnahagsmál í víðu samhengi eigum við að segja marktæka skoðun á nýrri eða breyttri stjórnarskrá. Ég held að fólk sem telur vinnubrögð af þessu tagi boðleg sæmilega upplýstri þjóð ætti a.m.k. að sjá sóma sinn í að halda sérstakar kosningar um breytta stjórnarskrá. Mér finnst í rauninni ekkert liggja á að breyta stjórnarskránni er samt sem áður sammála því að það þurfi að endurskoða hana en ekki til að tryggja völd þings eða ríkisstjórnar né heldur til að lengja leiðina til Bessastaða heldur til að tryggja meiri og skilvirkari áhrif þjóðarinnar. Stjórnskipulag sem sniðgengur allar tækni og samskipta breytingar síðustu 100 ára er gærdagsfyrirbrigði. Tökum ærlega umræðu um virkt og lifandi lýðræði, ræðum reglur um hlut- verk skoðanakannanna sem ráð- gefandi eða jafnvel leiðbeinandi innlegg í daglega stjórn Lýðveld- isins. Fjöllum um þjóðaratkvæða- greiðslur ekki í mikilvægustu mál- um heldur nánast sem daglegt brauð. Tölum um að binda fjölda þingmanna og ráðherra, setjum viðmiðanir um umsvif ríkisvaldsins og gerum þingmennsku að hluta- starfi. Færum ráðherrana út í þingsal, hvað eru þeir að gera á palli í sæti gamla Landshöfðingj- ans, rétt eins og bergmál aftan úr hinni öldinni? Svisslendingar búa við makalaust skemmtilegt lýð- ræði, tökum þá til fyrirmyndar, greiðum atkvæði um skattahækk- anir, látum fólkið ráða hvort mála eigi skólann, innleiðum lýðræði á öllum stigum. Losum okkur að mestu við pólitíska yfirbygginu sveitarfélaga, nýtum nútíma tækni og stjórnum okkur sjálf. Ég get ekki fellt mig við að stjórnmálaflokkar, nauðsynlegir sem þeir eru, ætli eina ferðina enn að tryggja hagsmuni sína í stjórn- arskránni. Árum saman starfaði virðuleg Stjórnarskrárnefnd til- nefnd af Alþingi, árum saman ræddi þessi nefnd ekkert nema at- kvæðavægið og hvernig mætti teygja á kjördæmum og fjölga þingmönnum á grundvelli úrslita síðustu kosninga á undan til að tryggja óbreytt hlutföll í þingsöl- um. Þar voru hvorki flutt erindi um mannréttindi né hlutverk rík- isvaldsins eða yfirleitt aðra eða annarra hagsmuni en stjórn- málaflokkanna. Ef þessi nefnd hefði unnið vinnuna sína væru til útfærslur á þeim greinum stjórn- arskrárinnar sem þeirra þarfnast. Sá fátæklegi fyrirsláttur að þjóð- aratkvæði geti ekki farið fram vegna þess að útfærslan sé ekki til hefði gufað upp. Það væri aldeilis huggulegt ef við fengjum að kjósa okkur stjórn- laga þing eða boða til þjóðfundar þar sem þjóðin fengi að vera. Við gætum þá haft einhver áhrif á hvaða skoðanir yrðu viðraðar á þeim vettvangi. Nú hljótum við að trúa því að stjórnmálaflokkarnir sem hafa mikinn minnihluta þjóð- arinnar innanborðs sjái lýðræð- islega skyldu sína í að reyna að ná til sem flestra, opna raðir sína og bjóða þjóðinni til umræðna áður en breytingarnar eru ákveðnar en ekki eftir á. Ég hef óþægilega á tilfinning- unni að þessar stjórnarskrárbreyt- ingar séu einhverskonar framhald af farsanum um fjölmiðlalög. Eru einhverjar líkur á því að þing- meirihluti sem neitaði þjóðinni um rétt sinn í sumar færi henni aukin réttindi í breyttri stjórnarskrá? Það vitlausasta sem hægt er að gera er að láta síbrotamenn í um- ferðinni endurskoða umferðarlögin. Nú ætla þeir að breyta stjórnarskránni Kristófer Már Kristinsson fjallar um breytingar á stjórnarskránni ’Eru einhverjar líkur áþví að þingmeirihluti sem neitaði þjóðinni um rétt sinn í sumar færi henni aukin réttindi í breyttri stjórnarskrá?‘ Kristófer Már Kristinsson Höfundur er fv. meðlimur í stjórnarskrárnefnd. EIÐUR Smári Guðjohnsen hefur verið valinn íþrótta- maður ársins 2004. Hann er í senn glæsi- legur fulltrúi Íslands á erlendri grund og minn uppáhalds íþróttamaður. Til hamingju Eiður. Hjarta mitt slær aftur á móti fyrir Kristínu Rós Há- konardóttur. Hún er minn íþróttamaður ársins 2004. Íþróttamaður, sem hefði unnið til sinna sjöttu gullverðlauna á Ólympíuleikunum þremur vikum fyrr (ég tek ekki með silf- ur og brons), hefði örugglega verið valinn íþróttamað- ur ársins 2004. Eru þá líkamlega fatlaðir íþróttamenn ekki inni í myndinni hjá íþróttafréttamönn- um? Svar: „Já.“ Hefði farið fram al- menn kosning meðal almennings um hver af fjórum efstu í kjörinu nú ætti að hljóta sæmdarheitið íþrótta- maður ársins 2004, er ég nokkuð viss um að Kristín Rós hefði hlot- ið 90% atkvæða. Hún heillaði mig. Það er ekki á hverjum degi, sem „Guð vors lands“ hljómar á Ólympíu- leikvangi. Myndi rithöfundur með níu fingur vera óhlutgengur til bók- menntaverðlauna Hall- dórs Laxness? Svar óskast. Kristín Rós Hákonardóttir er minn íþrótta- maður ársins 2004 Hreggviður Jónsson fjallar um kjör íþrótta- manns ársins Hreggviður Jónsson ’Eru þá lík-amlega fatlaðir íþróttamenn ekki inni í myndinni hjá íþróttafrétta- mönnum?‘ Höfundur er fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. FYRIR nokkrum dögum benti leiðarahöfundur Morgunblaðsins réttilega á að það gæti verið til að bæta góða þjónustu sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva að auka fjar- lækningar. Nútíma samskiptatækni hefur tekið þeim framförum á stuttum tíma að nýjar gáttir hafa opn- ast í þessu efni og reyndar á mun fleiri sviðum. Ástæða er til að taka undir orð Morgunblaðsins varð- andi þetta efni um leið og nokkur orð verða hér lögð í belg varðandi grundvöll þess að unnt sé að stíga framfaraskref hvað þetta varðar. Upplýsingaveitur þurfa líka vegi Akraneskaupstaður hefur, fyrst sveitarfélaga, gert samning við Orkuveitu Reykjavíkur um lagn- ingu opins ljósleiðaranets um allan kaupstaðinn. Þetta er liður í því verkefni OR að ljósleiðaravæða höfuðborgina og þjónustusvæði OR næst borginni. Akraneskaup- staður er af heppilegri stærð til að byrja á þar sem fjölbreytt starf- semi einstaklinga, opinberra aðila og fyrirtækja getur gefið skýra mynd af þeim urmul tækifæra sem opnast við þessa framkvæmd. Vitað er af áhuga annarra sveitar- félaga og nú nýlega hefur Sel- tjarnarnes ákveðið að hefja við- ræður við OR um sams konar verkefni og sveitarfélagið Álftanes hefur óskað eftir viðræðum við OR um sama efni. Sveitarstjórnir og íbúar sveitarfélaga eru sífellt betur að gera sér grein fyrir nauðsyn þess að greiður flutn- ingur gagna og upplýsinga er ekki síður mikilvægur þáttur í sam- félaginu en góðar vegasamgöngur, örugg afhending rafmagns, vatns og hita. Það er því óhætt að full- yrða að nýir upplýsingavegir verða lagðir í sveitarfélög landsins á komandi árum, enda eru þær gáttir forsenda þess að unnt verði að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf og þjónustu. Orkuveitan á réttri braut Það er afar ánægjulegt að Orku- veita Reykjavíkur skuli hasla sér völl með lagningu opins ljósleið- arakerfis þar sem allir hafa að- gang með svipuðum hætti og vegfarendur um vegi landsins. Það þarf framsýni og dug til að hrinda verkefni sem þessu af stokk- unum og stjórnendur og starfsmenn OR eiga heiður skilið fyr- ir sitt framlag. Hing- að til hefur það verið hið góða fyrirtæki Síminn sem hefur haldið um flesta tauma upplýsingaveit- unnar, en með fram- taki OR þá er orðin til raunhæf samkeppni á þessum markaði, sem á eftir að koma almenningi til góða með lægri afnota- og þjón- ustugjöldum og nýjum tækifærum. Það verður því spennandi að sjá hver þróun mála verður í þessu efni, en bæði fyrirtækin búa yfir afbragðs þekkingu og hugviti til að gera Ísland og Íslendinga leið- andi á sviði upplýsingatækni og þar með samkeppnishæfari við önnur lönd á ýmsum sviðum. Dagar nýrra tækifæra og framfara á Akranesi Áætlað er að innan tveggja ára verði sérhver íbúð og öll fyrirtæki á Akranesi komin með þann möguleika að tengjast inn á opið ljósleiðaranet þar sem ýmsir að- ilar geta selt þjónustu sína. Hvort heldur er afþreying eða fræðsla um sjónvarpssendingar eða þjón- usta myndbandaleiga, þjónusta ör- yggisfyrirtækja, flutningur gagna eða miðlun upplýsinga þá verða þær gáttir opnaðar sem eiga eftir að hafa veruleg áhrif á skilyrði til búsetu á Akranesi – og eru þau skilyrði góð fyrir. Áhugi Akranes- kaupstaðar beinist m.a. að því að skapa þær aðstæður í samvinnu við OR að stofnanir eins og Sjúkrahús og Heilsugæslustöð Akraness, Landmælingar Íslands og fleiri aðilar geti nýtt sér þessa öflugu tækni til nýrra landvinn- inga. Landmælingar geta með þessu öfluga flutningsneti sent loftmyndir og kort hvert á land sem er eða til útlanda og sama á við varðandi sjúkrahúsið og heilsugæsluna. Þar verður mögu- legt að taka á móti eða senda skannamyndir eða röntgenmyndir en slíkt krefst mikillar band- breiddar. Sjúkrahúsið getur sent myndirnar til Reykjavíkur, Hong Kong eða New York og þannig fengið álit færustu sérfræðinga án þess að kosta miklu til. Að auki opnast nýir möguleikar til fjar- lækninga, sem er án vafa mjög spennandi kostur, sérstaklega fyr- ir hinar dreifðu byggðir. Þá er það áhugaefni Akraneskaupstaðar að nýta ljósleiðarakerfið til að efla íbúalýðræði með aukinni upplýs- ingu og gagnvirkum skilaboðum um ýmis málefni. Möguleiki opn- ast til að sjónvarpa með einföldum hætti staðbundnu dagskrárefni t.d. úr leikskólum, grunnskólum eða frá íþróttaviðburðum yngra íþróttafólks. Hér takmarkast möguleikar á notkun aðeins af því hugmyndaflugi sem íbúarnir hafa. Allt er þetta efni sem Morgun- blaðið hefur verið að leggja áherslu á í gegnum tíðina. Virka samkeppni, aukið aðgengi almenn- ings að upplýsingasamfélaginu, nýja möguleika í fjarlækningum og virkara íbúalýðræði. Það væri því ef til vill ástæða til að gefa þessari þróun í sveitarfélögum eins og Akranesi meiri gaum. Ljósleiðaravæðing Akraneskaupstaðar Gísli Gíslason fjallar um nýja samskiptatækni ’Áætlað er að innantveggja ára verði sér- hver íbúð og öll fyrir- tæki á Akranesi komin með þann möguleika að tengjast inn á opið ljós- leiðaranet þar sem ýms- ir aðilar geta selt þjón- ustu sína.‘ Gísli Gíslason Höfundur er bæjarstjóri á Akranesi. Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Guðrún Lilja Hólmfríðardóttir: „Ég vil hér með votta okkur mína dýpstu samúð vegna þeirr- ar stöðu sem komin er upp í ís- lensku þjóðfélagi með skipan Jóns Steinars Gunnlaugssonar í stöðu hæstaréttardómara. Ég segi okkur af því að ég er þol- andinn í „Prófessorsmálinu“.“ Ólafur F. Magnússon: „Ljóst er að án þeirrar hörðu rimmu og víðtæku umræðu í þjóðfélag- inu sem varð kringum undir- skriftasöfnun Umhverfisvina hefði Eyjabökkum verið sökkt.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Viljum við að áherslan sé á „gömlu og góðu“ kennsluaðferð- irnar? Eða viljum við að námið reyni á og þjálfi sjálfstæð vinnu- brögð og sjálfstæða hugsun?“ Bergþór Gunnlaugsson: „Ég hvet alla sjómenn og útgerð- armenn til að lesa sjómannalög- in, vinnulöggjöfina og kjara- samningana.“ Á mbl.is Aðsendar greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.