Morgunblaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 34
34 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Skólameistari www.fas.is • fas@fas.is • Sími 470 8070 Fjarnám • 30 rúmlesta skipstjórnarréttindi, bæði vefnám og í gegnum myndfundabúnað. Skráning á vef skólans. • Þriðja og fjórða árið á stúdentsbrautum. • Allir áfangar í WebCT. • Námið kostar einungis 4.250 krónur á önn fyrir utan námsgögn. • Umsóknarfrestur um nám á stúdenstsbrautum er til 10. janúar. TILLAGA um ráðningu sameig- inlegra ferðamála- og atvinnu- málafulltrúa fyrir Vesturbyggð og Tálknafjarðarhrepp var lögð fyrir bæjarráð Vesturbyggðar fyrir stuttu. Lesa má nánar um tillög- una á Tíðís – Fréttavef, www.pat- reksfjordur.is. Undirritaður fagnar þessari til- lögu og telur að ráðning ferðamála- fulltrúa fyrir Vest- urbyggð og Tálkna- fjarðarhrepp sé löngu orðin tíma- bær. Sveitarstjórn- armenn sem og aðr- ir verða að taka greinina alvarlega því samkvæmt öllum tölum er hún vax- andi atvinnugrein sem kemur til með að skila þjóðarbúinu miklum gjaldeyri. Allt of mikið af fólki í greininni getur aðeins unnið við hana í hlutastarfi. Þessu þarf nauðsyn- lega að snúa við og það geta sveit- arstjórnir gert með ráðningu ferðamálafulltrúa. Við það væru ferðaþjónustuaðilar komnir með ákveðna lyftistöng fyrir sinn rekstur. Til að mynda aðstoð við umsóknir af ýmsu tagi, faglega rekstrarráðgjöf, markaðssetningu og fleira. En ekki nægir aðeins ráðning eins manns í ferðamálafulltrúa- stöðu til þess að bæta ástandið ef menn vænta arðs og framþróunar. Eitt af því sem þekkist í öðrum sveitarfélögum er að stefnumótun sé framkvæmd og eftir henni unn- ið. Atvinnu- og ferðamálanefndir eru einn liðurinn í því og gott er fyrir ferðamálafulltrúa að hafa þær sem bakland. Með slíku samstarfi kynnast að- ilar mun betur og eiga því auð- veldara með að vinna saman í framtíðinni. Mikill kostur liggur einnig í því að fá sem flestar hug- myndir frá sem flestu starfsfólki í ferðaþjónustunni. Betur sjá augu en auga, því er skipun slíkra nefnda nauðsyn og einnig geta þær nefndir létt á starfi sveit- arstjórna. Sameiginleg markaðssetning fyrir ferðaþjónustu í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi yrði að vera stór þáttur í starfi ferðamála- fulltrúa. Skipulegri kynningu svæðisins í heild hefur verið væg- ast sagt ábótavant, gífurlega mikl- ir möguleikar eru vannýttir og þá yfirleitt vegna skorts á fjármagni eða samstarfsvilja. Sóknarfærin leynast víða, allt frá fjölbreyttu fuglalífi Látrabjargs til sögulegra bygginga í Selárdal. Aðeins ein upplýs- ingamiðstöð er rekin á svæði Vesturbyggðar og Tálknafjarðar, hún er staðsett í Íþrótta- miðstöð Tálknafjarðar og hefur fallið undir starfsemina þar. Þar fyrir utan er upplýs- ingagjöf veitt á mörg- um öðrum stöðum á svæðinu s.s. verslunum, söfnum og fleiri stöð- um. Upplýsinga- miðstöðvar þarf að skipuleggja frá grunni í samráði við ferðamálaráð og ferðamálafulltrúa svæðisins. Upp- lýsingastöðvar gætu hæglega ver- ið reknar með góðu móti undir sama þaki og annar atvinnurekst- ur. Sem dæmi kæmi sér vel að koma upp sterkri upplýsinga- miðstöð á Brjánslæk þar sem mik- ill fjöldi ferðamanna kemur að landi með Breiðafjarðarferjunni Baldri. Á Minjasafninu á Hnjóti gæti verið öflug upplýsinga- miðstöð fyrir ferðaþjónustuaðila þar í sveit, til að mynda fyrir Látrabjarg, Breiðuvík, Hænuvík, Örlygshöfn og Rauðasand. Á Bíldudal þyrfti einnig að vera upplýsingamiðstöð sem tæki á móti þeim ferðamönnum sem koma að norðan og koma frá Tálknafirði. Undirritaður telur að með sam- starfi allra þessara upplýsinga- miðstöðva hafi sveitarstjórnir betri yfirsýn sem gæti verið þeim stoð í allri ákvörðunartöku og til hagsældar íbúa og gesta þeirra til framtíðar. Undirritaður hefur talsvert kynnt sér starf ferðamálafulltrúa á landinu. Þeir bera marga titla s.s. menningar- og ferðamála- fulltrúi, atvinnu- og ferðamála- fulltrúi og kynningar- og markaðs- fulltrúi. Sveitarstjórnir hafa nýtt ferðamálafulltrúa til margra verka og sem dæmi er atvinnu- og ferða- málafulltrúi í Rangárþingi og Mýrdal, Eymundur Gunnarsson sem undirritaður hefur verið í sambandi við. Eftir því sem hann segir þá hafa sveitarstjórnir, ferðaþjón- ustuaðilar sem og aðrir fyrir- tækjarekendur nýtt sér starfs- krafta hans. Hann segir það hafa verið löngu tímabært að slíkur starfsmaður kæmi fram til að marka sameiginlega stefnu í þess- um málaflokkum. Hann segir sveitarstjórnarmenn framsýna í þessu sameiginlega verkefni Ása- hrepps, Rangárþings ytra, Rang- árþings eystra og Mýrdalshrepps og á því svæði nýtist þessi sam- vinna mjög vel. Eitt af því sem hann setti á oddinn var að stefnumóta þyrfti fyrir svæðið og nú fljótlega eftir áramót verði sú stefna kynnt en þátt í þeirri vinnu tóku sveitar- stjórnarmenn, fyrirtækjaeigendur, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, ferða- þjónustuaðilar, listamenn o.fl. Framtíðarstefnan í þessum mál- um verður ávallt að byggjast á samstarfi. Samstarfi einstaklinga, fyrirtækja og sveitarfélaga. Um leið og farið er að líta á svæðið sem eina heild en ekki sem lítil ríki, þá erum við á réttri leið. Mikilvægi ferðamálafulltrúa og upplýsingamiðstöðva Ólafur Sveinn Jóhannesson fjallar um ferðamál í Vest- urbyggð ’En ekki nægir aðeinsráðning eins manns í ferðamálafulltrúastöðu til þess að bæta ástandið ef menn vænta arðs og framþróunar.‘ Ólafur Sveinn Jóhannesson Höfundur er forstöðumaður Íþrótta- miðstöðvar Tálknafjarðar. ÞAÐ eru miklir hamingjudagar hjá Pétri Blöndal núna. Allir eru að græða vegna skattalækkana. Hinir ríku mest. Ekki nóg með að allir verði ríkir. Skúringakerlingin, hún Gunna, sér sína sæng uppreidda. Hún á sér stóra drauma, ætlar að hætta að skúra, verða verkstjóri og vinna ennþá meira, því að skattalækkunin er einmitt hvati til þess. Gunna ætlar líka að læra á tölvu. Það er svo örvandi fyrir fólk með litla menntun. Að sjálfsögðu græðir Gunna óskaplega á skattalækkununum, eða hvað? Hún á engar eignir, svo að eigna- skattur er enginn. Hún er búin að koma öllum sínum krakkaskara upp með sínum heitt- elskaða Jóni svo að barnabætur eru engar. Saman hafa þau í laun rétt yfir 200 þús. á mánuði. Þau eru að spá í að fara til Kanarí fyrir gróðann. Og þau byrja að reikna. Skattleysismörkin eru um 72 þúsund krónur. Þau borga þá í dag 38,5% í skatt af 28 þúsund krónum, þ.e.a.s. 10.780 krónur á mánuði. Með 1% lækkun greiða þau 10.500. Sem sagt skattalækkun á 100 þúsund krónur gerir heilar 280 krónur. Segi og skrifa. Þar fauk draumurinn um Kanarí. Framundan vaxandi verð- bólga og hækkun á öllum hlutum. Minna en ekkert eftir. Rétt eins og hjá eldri borgurum, sem eru 8% af þjóðinni. Það eru 24.000 sálir. Fleiri eru þar fátækir en ríkir. En Pétur Blöndal segir lýðinn reykja og drekka of mikið. Sennilega er það þess vegna sem svona fólk má alls ekki fá meira fé á milli handanna. Lifa í draumaveröld En Jón og Gunna lifa sig inn í draumaveröld og halda áfram að spekúlera. Lýstu bara frati í skatta- lækkun. Ef skattleysismörkin hefðu fylgt verðlags- hækkun frá árinu 1988 væru þau 100 þús. krón- ur og ef þau hefðu fylgt launhækkunum væru þau 115 þús. Um að gera að vinna aðeins meira og fá þessi 115 þús. Engir skattar á 100 þúsund kallinn. Þá koma tæpar 11 þúsund í budd- una á mánuði svo ekki sé talað um 115 þús. þá koma rúmar 16 þús. krónur. Ja hérna. Þau komast til Kanarí eftir allt sam- an. 700 kall á dag En svo kom babb í bát- inn. Hún amma var nefnilega farin að heilsu og þurfti að fara á elli- heimili. Nú og hvað með það? Jú þá fær amma rúmar 22 þús. krónur í vasapeninga eða um 700 krónur á dag. Jón og Gunna eru því alveg hætt við að spandera og ætla að leggja fyr- ir til elliáranna. Gaman að eiga heima í mesta vel- ferðarríki í heimi og vera hamingju- samasta þjóðin. 11–16 þúsund í budduna, nei 270 Erna V. Ingólfsdóttir fjallar um skattalækkanir Erna V. Ingólfsdóttir ’Gaman að eigaheima í mesta velferðarríki í heimi og vera hamingjusam- asta þjóðin.‘ Höfundur er hjúkrunarfræðingur og á sæti í miðstjórn Frjálslynda flokksins. FORSÆTISRÁÐHERRA, Hall- dór Ásgrímsson, hefur greint frá stefnu íslenskra stjórnvalda í samn- ingaviðræðum fyrir næsta skuldbinding- artímabil Kyotobók- unarinnar. Stefnt er að því að halda í og bæta við þær rúmu heimildir sem Ísland hefur til losunar gróð- urhúsalofttegunda á fyrsta skuldbinding- artímabili 2008 til 2012. Ef ekki fást áfram rúmar heimildir til að auka losun er hætta á að Ísland rek- ist upp í þak og fari yfir heimildir. Allar slíkar takmark- anir telja íslensk stjórnvöld óvið- unandi. Markmið Kyotobókunarinnar er að takmarka losun gróðurhúsa- lofttegunda. Því liggur í hlutarins eðli að ef einstök ríki gera ekkert í því að takmarka losun munu þau væntanlega reka sig upp í það þak sem bókunin setur varðandi los- unarheimildir. Ef íslensk stjórnvöld gætu sýnt fram á metnaðarfulla stefnumörkun í loftslagsmálum, sem fylgt væri eftir af krafti, væri hugsanlega hægt að taka trúanlega þá fullyrðingu að ósk þeirra um undanþágu væri ekki til þess eins að skjóta sér undan ábyrgð af þátt- töku í því vandasama verkefni að draga úr losun gróðurhúsaloftteg- unda á heimsvísu. Ef slík stefna væri fyrir hendi gætu stjórnvöld vísað á fjölda aðgerða sem miðuðust að því að draga úr losun. Slíkt er því miður ekki raunin. Ríkisstjórn Íslands samþykkti stefnumörk- un í loftslagsmálum í mars 2002. Þar eru tal- in upp sjö atriði. Eitt þessara atriða er að leggja á olíugjald í stað þungaskatts og er þetta eina beina að- gerðin í loftslagsmálum sem íslensk stjórnvöld geta bent á að gripið hafi verið til sérstaklega í framhaldi af samþykkt þessarar stefnumörk- unar. Annað atriði í stefnumörk- uninni er fræðsluátak til almenn- ings. Fræðsla er ekki síst nauðsynleg í ljósi þess að sú losun sem hefur aukist hvað mest síðustu ár er frá samgöngum á landi, sem er einmitt sá þáttur sem almenn- ingur hefur mest áhrif á. Lítið hefur hins vegar farið fyrir fræðsluátaki stjórnvalda. Hægt er að finna ein- hverjar upplýsingar um loftslags- breytingar, tölur um losun og fleira á heimasíðu Umhverfisstofnunar og umhverfisráðuneytis en slíkt getur tæplega flokkast sem fræðsluátak á jafn flóknu og umfangsmiklu mál- efni og hér um ræðir. Á sama tíma og íslensk stjórnvöld leita leiða til að komast hjá því að taka á málum eru aðrar þjóðir Evr- ópu önnum kafnar við að leita lausna. Í Svíþjóð hefur t.d. miklum fjárhæðum verið varið til fræðslu- mála og þar hefur einnig verið kom- ið á fót sjóðum sem hægt er að sækja í fyrir verkefni sem miðast að því að draga úr losun gróðurhúsa- lofttegunda. Þá vinna öll ríki Evr- ópusambandsins, sem og Noregur, að því að búa til innanlandsmarkað fyrir kolefniskvóta svo fyrirtæki geti séð sér hag í að draga úr losun. Ekkert fer fyrir slíkum þreifingum hér á landi. Tækifæri til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eru fjölmörg á Íslandi. Þegar eru komin í gang áhugaverð verkefni sem tengjast hugsanlegri vetnisvæðingu sam- gönguflotans. Möguleikar á bind- ingu kolefnis eru meiri hér en víða erlendis og talsverðir möguleikar ættu að vera til að draga úr losun frá samgöngum með aðlögun skatt- kerfisins og fræðslu til almennings. Þá eru ótalin þau tækifæri sem kunna að liggja í því að notfæra sér svokölluð sveigjanleikaákvæði Kyotobókunarinnar. Þessi ákvæði eru þrjú: þátttaka í sameiginlegum framkvæmdum með öðrum iðn- þjóðum, þátttaka í verkefnum í þró- unarlöndum þar sem notast er við hreina framleiðslutækni og verslun með losunarkvóta milli landa. Til að nýta sér þessi ákvæði þarf íslenska ríkið að skapa hér umhverfi sem gerir fyrirtækjum og lögaðilum kleift að taka þátt í verkefnum, vinna sér inn heimildir og versla með kvóta. Er undanþága eina leiðin? Auður H. Ingólfsdóttir fjallar um umhverfismál ’Tækifæri til að dragaúr losun gróðurhúsa- lofttegunda eru fjölmörg á Íslandi.‘ Auður H. Ingólfsdóttir Höfundur er verkefnisstjóri loftslagsverkefnis Landverndar. Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.