Morgunblaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2005 39 MINNINGAR Amma er látin. Dísa amma eða Dísa kandís eins og krakkarnir í Stórholtinu kölluðu hana því hún átti alltaf kandís handa börnunum. Amma var yndisleg kona. Mjúk innan sem utan. Þegar við systkinin rifjum upp góðar stundir þá koma í hugann heimsóknirnar í Stórholtið. Þá var afi yfirleitt sendur í næsta herbergi svo við gætum sofið í hans holu. Svo sat amma hjá okkur og las fyrir okkur gamlar bækur, strauk okkur um vangann og fór með bænirnar með okkur. Hún kenndi okkur margt gott um lífið og tilveruna og sagði okkur hvað henni þætti menntun mikilvæg. Við erum betri manneskjur af því að hafa átt hana ömmu að. Nú þegar jólin eru gengin í garð er hennar sárt saknað. Jólaboðið á jóladag er ekki samt án hennar. Hveitikökurn- ar verða aldrei eins og enginn eftir að reyna að belgja mann út af mat þrátt fyrir að maður sé pakksadd- ur. Elsku hjartans amma okkar. Við munum alltaf elska þig og biðj- um Guð að styrkja okkur öll í sorg- inni. Með þessum orðum Vatns- enda-Rósu og bæninni sem þú kenndir okkur sendum við þér hina hinstu kveðju. En minningin um þig mun lifa áfram í hjörtum okkar og í sögunum sem við munum segja börnum okkar í framtíðinni. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Úr vísum Vatnsenda-Rósu.) Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þín barnabörn, Ásta María og Sigurvin. Elsku amma mín. Ekki hvarflaði að mér að ég myndi skrifa minning- argrein um þig svona mörgum ár- um of snemma, en því miður verður því ekki breytt. En núna ertu flutt í burtu frá okkur á nýjan og miklu friðsam- legri stað. Þar sem alltaf er nóg til af öllu, kærleik og hlýju, bara akkúrat eins og þú vildir hafa þennan örlagaríka heim. Ég veit það fyrir víst að þú munt hjálpa Guði af sálarkrafti að reyna að ná sáttum í öllum þessum stríðum sem geisa í dag, vegna þess að það var alveg sama hvaðan fólkið var, þá vildir þú allt gott gera fyrir það. Ég á margar ógleymanlegar minningar af þér amma mín; allar heimsóknirnar, mjúku lófana þína, varmasokkana svo mér yrði ekki kalt á fótunum uppi á Kárahnjúk- um, hláturinn þinn sem lengi lifir í minningu allra sem heyrðu hann, brosið sem þú gekkst með á móti manni með opinn og hlýjan faðminn þinn og síðast en ekki síst góðvild- ina og kærleikann sem þú sýndir mér á þessum tæplega 3 árum sem ég fékk að kalla þig ömmu mína. Guð geymi þig. GUÐDÍS JÓNA GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Guðdís JónaGuðmundsdóttir fæddist á Brekku á Ingjaldssandi 1. jan- úar 1924. Hún lést á Landspítala við Hringbraut 18. des- ember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Ísafjarðar- kirkju 28. desember. Ég kveð þig að sinni, ljúfa amma, og takk fyrir allt. Birgir Fannar. Þegar sól var sem lægst á lofti lagði hún Dísa frænka í sína hinstu för. Dísa var föðursystir okkar, næstyngst 17 barna þeirra Guðmundar og Guðrúnar á Brekku á Ingjaldssandi. Þegar best lét voru afkomendur þeirra afa og ömmu á fimm bæjum af þeim sjö sem voru í byggð á Ingjaldssandi fyrir 1970. Það má því segja að samskiptin í dalnum hafi verið eins og hjá stórri fjölskyldu og átti það við alla íbúa. Það þurfti að standa saman í lífsbaráttunni, bæði í gleði og sorg og í baráttunni um brauðið. Þótt að hversdagurinn hafi tekið stóran skerf af árshringunum, var alltaf tími á Sandi fyrir menningar- legar umræður, gamansemi og ann- að það sem leiðir mannsálina til þroska og fyllingar. Dísa átti stóran hluti í því, Hún var vel gefin, fé- lagslega sinnuð og „fróðleg og skemmtileg“ eins og Helgi frændi hefði komist að orði. Hún var mikill fagurkeri, sjálf myndarleg og snyrtipinni fram í fingurgóma. Allt var þvegið og strokið í kringum hana jafn úti sem inni. Þegar hún eignaðist garð í kringum húsið hjá sér, reis með undraverðum hætti blómaskrúð og runnar, á bakkanum þar sem sjávarseltan og óhindraður norðangarrinn lék sér við menn og mannvirki rétt úti við opnar bæj- ardyr Atlantshafsins. Hún hafði líka auga og áhuga fyrir náttúrunni og bar virðingu fyrir henni. Oft gat maður undrað sig á því hversu oft kom upp í um- ræðunni milli þeirra systkinanna, pabba og hennar, veðurfarið og hversu fallegt sólarlagið hefði verið þennan daginn eða hinn. Sjálfsagt hafa umræður þeirra læðst inn í undirmeðvitundina og spretta nú síðar fram þegar við horfum með hrifningu á sólarlagið á Sandi og skiljum nú hvað vakti undrun þeirra. Pabbi og Dísa áttu margt sam- eiginlegt enda kom þeim ætíð vel saman. Bæði höfðu gaman af því að ferðast um landið og upplifa náttúr- una. Oft gátu augnlokin orðin þung á litlum hnokkum og hnátum á eld- húsbekknum á Grund meðan beðið var eftir því að þau töluðu út um sameiginleg hugðarefni. Þá rann maður ósjálfrátt inn í draumheim- inn með suð af ótrúlega löngum lýs- ingum á fallegu landslagi eða fyndnum sögum úr mannlífinu í far- teskinu. Nú stöndum við bljúg og horfum á með virðingu og þakklæti þegar sól Dísu frænku hnígur til viðar. Við minnumst umhyggju hennar fyrir okkur frændsystkinunum hvort heldur það var að gera at- hugasemd við hvort við værum nú nægilega vel klædd, biðja okkur að fara varlega á ferðalögum okkar eða að gefa okkur falleg orð í nesti fyrir lífið. Hún átti líka alltaf ein- hver orð um afrek okkar hvort sem þau voru stór eða smá. Fjölskyld- unni allri sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Systkinin á Brekku. Elsku Dísa mín. Nú hefur þú kvatt þennan ágæta heim og leitað á vit óþekktra æv- intýra og átt örugglega eftir að spjara þig vel. Það er ég alveg viss um. Þegar ég kynntist þér fyrir tæpum þremur árum var eins og þú hefðir þekkt mig í mörg ár, þú tókst á móti mér með opnum örm- um og leyfðir mér og Birgi að finna hversu yndisleg þú varst. Aldrei hef ég fundið eins mikla hlýju frá neinum nema þá helst þeirri konu sem saknar þín einna mest, henni mömmu. Í hvert skipti sem ég kom á Ísafjörð beið brosið og faðmurinn þinn sem allir tala um og sakna svo mikið. Minningarnar um þig eru of- arlega í huga mér og mun ég aldrei gleyma þér. Takk fyrir þær samverustundir sem við áttum með þér. Ég bið Guð um að gefa þér gott og ánægjulegt líf í faðmi hans. Þinn Arnar. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, amma og langamma, ERLA FINNSDÓTTIR frá Siglufirði, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli að morgni aðfangadags. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju á morgun þriðjudaginn 4. janúar kl. 13.00. Þeir sem vildu minnast hennar er bent á minningarsjóð um drukknaða sjómenn frá Siglufirði sem liggja frammi í Sparisjóði Siglufjarðar. Haukur Ö. Magnússon, Jóhanna Hauksdóttir, Bára Hauksdóttir, Bylgja Hauksdóttir, Dagný Finnsdóttir, Sandra Finnsdóttir, Rósant Máni Sigurðsson, Sylvía Ósk Halldórsdóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA MARÍA FRIÐBERGSSON, Máshólum 10, áður Laugarnesvegi 104, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 4. janúar kl. 13.00. Alice Gestsdóttir, Björn Jónsson, Agnes Gestsdóttir, Karen Gestsdóttir, Rafn Vigfússon, Vilborg Gestsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Kristrún Gestsdóttir, Ingi B. Jónasson, Ómar F. Dabney Ingveldur Gísladóttir, María Vala Friðbergs, barnabörn og fjölskyldur þeirra. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, GUÐRÍÐUR ÞORBJÖRG MARKÚSDÓTTIR frá Súðavík, Hverfisgötu 119, Reykjavík, sem lést á Droplaugarstöðum sunnudaginn 26. desember, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju þriðjudaginn 4. janúar kl. 13.00. Hermann B. Hálfdánarson, Hálfdán K.J. Hermannsson, Erla E. Ellertsdóttir, Ásdís Magnúsdóttir, Jón Sigurðsson, Hrönn Guðríður Hálfdánardóttir, Þorsteinn Ingi Kristjánsson, Sigurður Örn Jónsson, Sigríður Oddný Guðjónsdóttir, Þorbjörg Jónsdóttir, Hermann Páll Jónsson og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURVIN SVEINSSON rafvirkjameistari, Vesturbraut 11, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju þriðju- daginn 4. janúar kl. 14.00. Jóhanna Karlsdóttir, Kristín Sigurvinsdóttir, Hreinn Steinþórsson, Kristrún Sigurvinsdóttir George, Leo George, Hafsteinn Sigurvinsson, Anna Árnadóttir, Jóhanna Svanlaug Sigurvinsdóttir, Þorvaldur Kjartansson, Sigurvin Ægir Sigurvinsson, Bergþóra Sigurjónsdóttir, Ólöf Sigurvinsdóttir, Halldór R. Þorkelsson, Dröfn Sigurvinsdóttir, Karitas Sigurvinsdóttir, Tryggvi B. Tryggvason, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær sonur okkar, bróðir og barnabarn, HJALTI ÞÓR ÍSLEIFSSON, Gnoðarvogi 56, Reykjavík, lést á Skógarbæ mánudaginn 27. desember. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju þriðju- daginn 4. janúar kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast Hjalta Þórs, er bent á Heilavernd, sími 588 9220. Ísleifur Þorbjörnsson, Hafdís Sigurðardóttir, Sveinlaug Ísleifsdóttir, Hrefna Dröfn Ísleifsdóttir, Gunnar Þórðarson, Aðalbjörg Sigurðardóttir, Margrét Árnadóttir. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTINN BJÖRNSSON sálfræðingur, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykja- vík þriðjudaginn 4. janúar kl. 11.00. Birna Pála Kristinsdóttir, Sigurður Magnús Garðarsson, Magnús Kristinsson, Cristína Antonía Luchoro og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN KRISTINN PÁLSSON skipstjóri, Botnahlíð 21, Seyðisfirði, verður jarðsunginn frá Seyðisfjarðarkirkju þriðjudaginn 4. janúar kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Helga Þorgeirsdóttir. Samúðarblóm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.