Morgunblaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2005 51 DAGBÓK Rannsóknarnámssjóður Umsóknarfrestur til 15. febrúar 2005 Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands Laugavegi 13, 101 Reykjavík www.rannis.is Stjórn Rannsóknarnámssjóðs auglýsir almenna styrki úr sjóðnum 2005. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar. Hlutverk Rannsóknarnámssjóðs er að styrkja rannsóknatengt framhaldsnám að loknu grunnnámi við háskóla. Veittir eru styrkir til framfærslu nemenda í rannsóknatengdu framhaldsnámi, sem stundað er við háskóla eða á ábyrgð hans í samvinnu við rannsóknastofnanir eða fyrirtæki. Styrkurinn til framfærslu miðast einungis við þann tíma sem nemendur vinna að meistara- eða doktorsverkefni sínu. Rannsóknaverkefni skal nema að minnsta kosti 30 einingum af náminu (60 ECTS einingum) og tengjast rannsóknasviði leiðbeinanda. Sé námið stundað við háskóla erlendis skal rannsóknaverkefnið lúta að íslensku viðfangsefni og vísindamaður með starfsaðstöðu á Íslandi taka virkan þátt í leiðbeiningu nemandans. Framlag leiðbeinanda hér á landi þarf að vera verulegt og vel skilgreint. Tilhögun námsins fer eftir reglum einstakra deilda og eftir almennum reglum háskóla. Umsóknir þurfa að áritast af aðalleiðbeinanda og forstöðumanni deildar/stofnunar. Stjórn Rannsóknarnámssjóðs leitar faglegrar umsagnar um vísindalegt gildi verkefna, framkvæmda- og fjárhagsáætlun og vísindalega hæfni leiðbeinenda hjá óháðum aðilum með aðstoð vísindanefnda viðkomandi háskóla eða samsvarandi aðila, áður er stjórnin úthlutar styrkjum. Umsækjendur, leiðbeinendur jafnt sem nemendur, eru hvattir til að kynna sér vandlega reglur sjóðsins og þær kröfur sem gerðar eru til umsækjenda. Umsóknareyðublöð og leiðbeiningar fyrir umsækjendur fást á heimasíðu Rannís: www.rannis.is eða á skrifstofu Rannís, Laugavegi 13, 101 Reykjavík. Allar nánari upplýsingar veitir Eiríkur Smári Sigurðarson, sími 515 5818, netfang eirikur@rannis.is . Umsóknir skal senda í þríriti til Rannís merktar „Rannsóknarnámssjóður“. Auk almennra styrkja veitir Rannsóknarnámssjóður FS-styrki í samvinnu við fyrirtæki og stofnanir. Sjá nánari upplýsingar um FS-styrki á heimasíðu Rannís. Hugsar Hafliði of smátt? GÓÐUR kunningi minn úr Háskól- anum og prýðisgóður vísindamaður, Hafliði P. Gíslason, viðrar merki- legar hugmyndir um tengsl rann- sóknarstofnana og Háskólans í grein í Mbl. um nýja vísinda- og tæknistefnu. Hafliði segir, kannski án þess að segja það berum orðum, að það hafi verið slys að fjarlægja rannsóknarstofnanir atvinnuveg- anna frá Háskólanum fyrir áratug- um og undir sérstakan hatt ríkisins. Ég er honum hjartanlega sammála um það. Hafliði segir jafnframt að nú sé sögulegt tækifæri til að nýta ákveðna uppstokkun í vísindaum- hverfinu til að flytja hluta þeirra aftur til baka. Þetta er frjó hugsun. Nú vil ég ekki stríða Hafliða á því að mikil og langvinn umgengni hans við íhaldsmenn hafi lagt höft á hugarafl hans. En ég velti fyrir mér hvort hann hugsi ekki of smátt? Væri ekki íhugandi að flytja ekki aðeins þær rannsóknarstofnanir sem hann nefnir heldur allar aðrar sem tengjast auðlindanýtingu og at- vinnuvegum undir viðeigandi há- skóla og háskóladeildir? Sú þjón- usta sem ríkið þarf á að halda yrði keypt skv. samningi af þeim um a.m.k. töluvert langan samnings- tíma til að finna þeim fjöl inn í framtíðina. Síðan yrði það fyrir- komulag hugsanlega endurskoðað, m.a. út frá gæðum þjónustunnar og dýrleika. Í einhverjum tilvikum mætti vel hugsa sér að einstakir vísindamenn eða samlag þeirra gæti unnið betur að slíkum rann- sóknum. Sannarlega gæti ég nefnt um það góð dæmi úr mínum gömlu vísindum. Kostir þessarar breytingar eru margir. Þetta myndi skapa a.m.k. vísi að samkeppnisumhverfi. Sam- keppni gæti brotið klakaböndin sem einokun vísindastarfsemi og nálægð við pólitískt stjórnvald hefur lagt á gríðarlega þýðingarmiklar rann- sóknargreinar eins og fiskirann- sóknir. Sjálfstæðið sem þessi breyt- ing hefði í för með sér – miðað við a.m.k. óbreyttar fjárveitingar í heildina – myndi leysa mikinn rann- sóknaþrótt úr læðingi og leiða til verulegs ávinnings fyrir vísindin í landinu. Síðast en ekki síst held ég að þetta yrði gífurleg lyftistöng fyr- ir rannsóknartengt framhaldsnám og gæti skapað því spánnýja mögu- leika. Allir sem nálægt vísindum og rannsóknum hafa komið vita að eitt frjóasta skeið vísindamannsins er þegar hann er í eins konar sam- keppni við sjálfan sig um að klára meistara- eða doktorsnám. Þá verða til hugmyndir sem margir eru að vinna úr starfsævina á enda og þyrftu sumir eina til tvær aðrar til að fullklára. Rannsóknartengt framhaldsnám hér á landi er því eins konar íslensk þekkingarauðlind sem hægt er að stækka með þessu. Þetta fannst mér ég þurfa að nefna við Hafliða og lesendur hans ágætu greinar því vísindamenn eiga að hugsa stórt. Eins og auðvitað stjórnmálamenn. Össur Skarphéðinsson, líffræðingur, Vesturgötu 73, Rvík. ossur@althingi.is Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Félagsvist kl. 14, kaffi og meðlæti kl. 15, allir vel- komnir. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, bútasaumur, fótaaðgerð, samverustund. Félagsmiðstöðin, Gullsmára 13 | Kynningardagur verður í Gullsmára. miðvikudaginn 5. janúar á starfsem- inni fram til maíloka. Skráning á námskeið á sama tíma. Allir vel- komnir. Bridsdeild FEBK í Gullsmára spilar tvímenning alla mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45 á hádegi. Aðgangseyrir 200 kr. Gam-Anon-samtökin | Fundir alla mánudaga í Skúlatúni 6, 3. hæð, kl. 20. Allir velkomnir. Gam-Anon- samtökin eru sjálfshjálparsamtök fyrir aðstandendur spilafíkla. Hraunbær 105 | Kl. 9 almenn handavinna, bútasaumur, perlu- saumur, kortagerð, hjúkrunarfræð- ingur á staðnum, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12 hádegismatur, kl. 14 félagsvist, kl. 15 kaffi. Hæðargarður 31 | Opið félagstarf. Listasmiðja og Betri stofa opin 9– 16. Framsögn og framkoma kl. 9 og kl. 13 í dag. Kennari er Soffía Jak- obsdóttir leikkona. Félagsvist klukk- an 13.30. Bókmenntaklúbbur 19. jan- úar. Nánari upplýsingar í síma 568 3132. Staður og stund http://www.mbl.is/sos ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.