Morgunblaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 52
52 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Stóra svið Nýja svið og Litla svið BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki Fö 7/1 kl 20, Fö 14/1 kl 20, Su 16/1 kl 20 HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögum Böðvars Guðmundssonar Aðalæfing fi 6/1 kl 20 - UPPSELT Frumsýning fö 7/1 kl 20 - UPPSELT Lau 8/1 kl 20 - GUL KORT- UPPSELT Su 9/1 kl 20 - AUKASÝNING - UPPSELT Lau 15/1 kl 20 - RAUÐ KORT Su 16/1 kl 20 - GRÆN KORT Fö 21/1 kl 20 - BLÁ KORT Lau 22/1 kl 20, Lau 29/1 kl 20, Su 30/1 kl 20 Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 9/1 kl 14, Su 16/1 kl 14 Su 23/1 kl 14, Su 30/1 kl 14 HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Fö 14/1 kl 20, Su 23/1 kl 20 SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA. Fö 14/1 kl 20, Fi 20/1 kl 20 AUSA eftir Lee Hall og STÓLARNIR eftir Ionesco - Í samstarfi við LA Lau 8/1 kl 20, Su 9/1 kl 20 Fi 13/1 kl 20, Lau 15/1 kl 20 HÉRI HÉRASON Fyndið - ferskt - fjörugt - farsakennt Starfsfólk Borgarleikhússins sendir landsmönnum öllum BESTU ÓSKIR UM HEILLARÍKT KOMANDI ÁR um leið og það ÞAKKAR 140.000 GESTUM FYRIR KOMUNA í Borgarleikhúsið á síðasta leikári. ☎ 552 3000 ALLRA SÍÐASTA SÝNING • Laugardag 15. janúar kl 20 eftir LEE HALL Loftkastalinn ✦ Seljavegi 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 KÓNGURINN KVEÐUR! í samstarfi við LEIKFÉLAG AKUREYRAR Ekki missa af Elvis! Ein vinsælasta sýning ársins kveður sviðið www.loftkastalinn.is 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími „Fjarskalega leiftrandi og skemmtileg sýning.“ H.Ö.B. RÚV Óliver! Eftir Lionel Bart 06.01 kl 20 5. kortas. UPPSELT 08.01 kl 20 6.kortas. UPPSELT 09.01 kl 20 7.kortas. Örfá sæti 13.01 kl 20 Örfá sæti 15.01 kl 20 Örfá sæti 16.01 kl 20 Nokkur sæti Sýnt í Reykjavík: Eldað með Elvis, Svik og Ausa og stólarnir Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is Hljómsveitarstjóri ::: Michael Dittrich Einsöngvari ::: Ingveldur Ýr Jónsdóttir HÁSKÓLABÍÓI, MIÐVIKUDAGINN 5. JANÚAR KL. 19.30 – LAUS SÆTI FIMMTUDAGINN 6. JANÚAR KL. 19.30 – ÖRFÁ SÆTI LAUS FÖSTUDAGINN 7. JANÚAR KL. 19.30 – ÖRFÁ SÆTI LAUS LAUGARDAGINN 8. JANÚAR KL. 17.00 – UPPSELT Græn tónleikaröð #3 Óðum að seljast upp á Vínartónleikana! Ef að líkum lætur verða miðar á hina sívinsælu Vínartónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands ófáanlegir innan skamms. Enda ekki von, Vínartónleikarnir eru ávallt hátíðlegir og skemmti- legir og í ár eru gestir Sinfóníunnar ekki af verri endanum: Ingveldur Ýr Jónsdóttir, mezzósópran-söngkonan fjölhæfa og þýski Strauss-sérfræðingurinn og hljómsveitarstjórinn Michael Dittrich. BÓK þessi fjallar um mannlíf og náttúru í Austur-Skaftafellssýslu og er safn ellefu greina. Í grófum drátt- um má skipta þeim í þrjá megin- þætti: Sögu og náttúru, jarðsögu og minningarbrot frá jöklaathugunum liðinna ára. Í fyrsta hluta eru fimm greinir. Egill Jónsson rekur sögu landkosta, Páll Bergþórsson ræðir áhrif veðr- áttunnar á landbúnað og sjávarút- veg, Páll Imsland segir frá landrisi og sigi í Hornafirði, Helgi Björnsson og Finnur Pálsson lýsa jöklum í Hornafirði og landslagi undir Hof- fellsjökli og Sveinn Runólfsson skrif- ar um landbætur. Í öðrum hluta bók- ar fjallar Jón Jónsson um myndun og mótun lands sunnan Vatnajökuls og Guðmundur Ómar Friðleifsson lýsir Geitafellseldstöð. Í þriðja og síðasta hluta bókar eru fjórar grein- ir. Sverrir Scheving Thorsteinsson segir frá kynnum sínum við ís og snjó, þá greina tveir Svíar, Gunnar Hoppe og Carl Mannerfelt, frá rann- sóknaferðum Svía til Íslands og leið- angri á Vatnajökul 1936 og að lokum eru minningarbrot úr dagbókum Sigurðar Þórarinssonar 1934–38 í samantekt Svens Þ. Sigurðssonar. Auðsætt er af þessari upptaln- ingu, þó að aðeins sé tæpt á helztu umfjöllunarefnum, að víða er komið við í bókinni. Hún myndar þó ekki neina samofna heild, því að greinirnar eru of ólíkar til þess og efnistökin hver með sínum hætti. Í formála er frá því greint, að tvennt varð tilefni að bókinni; ann- ars vegar að ný vitneskja hefur feng- izt um landslag undir suðaustan- verðum Vatnajökli og hins vegar hafa orðið kaflaskipti í náttúrusögu sýslunnar vegna breytts veðurfars og árangurs af áratuga aðgerðum til landgræðslu og gróðurvarna. Um fyrra atriðið fjalla Helgi Björnsson og Finnur Pálsson í stuttri en vand- aðri grein sem byggist á nákvæmum mælingum, en öðru máli gegnir um hið síðar nefnda. Sagan að baki framkvæmdum við landgræðslu er skilmerkilega rakin í greinum Egils Jónssonar og Sveins Runólfssonar og er ljóst, að margt hefur áunnizt. Á hinn bóginn skortir mikið á, að framvindu gróðurs séu gerð fræði- leg skil. Vissulega er það rétt sem víða kemur fram, að aðstæður í Austur- Skaftafellssýslu eru um flest harla ólíkar því sem gerist annars staðar hér á landi. Þar ríkir mikil fjöl- breytni í hinni lífvana náttúru, land- ið hnígur og rís, og hin innri og ytri öfl hafa ekki látið sitt eftir liggja við að móta umhverfið. Þar ráða veður og loftslag kannski meiru en gerist og gengur annars staðar. Um þetta fjalla einkar fróðlegar greinir Jóns Jónssonar, Guðmundar Ó. Friðleifs- sonar og Páls Bergþórssonar. Á sínum tíma vakti leiðangur Sví- ans Hans Ahlmanns á Vatnajökul 1936 mikla og verðskuldaða athygli. Af leiðangursmönnum er nú einn lif- andi, Carl Mannerfelt, og greinir hann frá reynslu sinni af þessari ferð. Áður hafði Ahlmann skrifað bók um leiðangurinn. Reyndar bætir hann ekki miklu við fyrri frásögn, en engu að síður er skemmtilegt að rifja upp þessa sögu frá eilítið öðrum sjónarhóli, sem var allmikið afrek á sinni tíð og lagði grunn að nútíma jöklarannsóknum. Íslenzkir þátttak- endur voru Jón Eyþórsson, Sigurð- ur Þórarinsson og Jón yngri Jónsson frá Laug í Biskupstungum. Þá rekur Sverrir Sch. Thorsteinsson kynni sín af jöklum og Gunnar Hoppe segir frá ferðum sænskra fræðimanna til Íslands. Að lokum eru birtar glefsur úr dagbókum Sigurðar Þórarins- sonar frá dvöl hans meðal Austur- Skaftfellinga á árunum 1934–39. Þær varpa skemmtilegu ljósi á tíð- arandann. Með bókinni fylgir margmiðlunar- diskur um efni hennar. Það verk vann Egill Vignisson, og hefur hann staðið vel að sínu verki. Þó að margt komi fram í þessari bók, sem hnýsilegt má telja, er engin fjöður yfir það dregin, að hún er æði sundurlaus á köflum. Það virðist al- gengara nú en áður að safna saman mörgum greinum, oft harla sundur- leitum, og gefa út á bók. Slík greina- söfn geta vissulega verið mjög gagn- leg, en gera verður strangari kröfur til bóka en þær séu safn tímarits- greina. Í skjóli jökla BÆKUR Náttúrufræðirit Ritstjórn: Helgi Björnsson, Egill Jónsson og Sveinn Runólfsson. 408 bls. Útgef- andi: Skrudda, Reykjavík 2004 Jöklaveröld – Náttúra og mannlíf Ágúst H. Bjarnason samastaðinn var flutt svo prýðilega af stórum hópi. Hins vegar var of langt gengið í óhugnað- inum þegar Nansí var barin í hel og blóðið draup. Mörkin eru nefnilega svo viðkvæm þeg- ar börn eru áhorfendur. En lýsing, förðun og búningar þjónuðu ævintýrinu ágætlega og gervin voru trúverðug. Eins og komið hefur fram er leikhópurinn stór blanda af atvinnufólki, áhugafólki og börn- um og frammistaðan er misjöfn þó söngurinn hafi alltaf verið mjög áheyrilegur. Það kom á óvart hve mörg barnanna léku vel og þar þarf auðvitað að nefna hinn tíu ára gamla Gunnar Örn Stephensen sem lék Óliver en hann lék og söng eins og engill. Krakkagengi Fagins var einstaklega afslappað í samleik sínum og barnahóparnir vel þjálfaðir í söng og leik. Af þeim leikurum sem nefna skal sérstaklega ber fyrstan að telja Ólaf Egil Egilsson sem lék hið fræga hlutverk Fagins alveg einstaklega vel og glansaði í smæstu atriðum. Jón Páll Eyjólfsson var óhugnanlegur og grimmur sem Bill Sykes og fyndinn sem Nói. Þórunn Clausen lék og söng hlutverk Nansíar mjög vel og vakti þá gleði og samúð sem hlutverkið býður áhorf- endum. Margrét Eir var í mörgum litlum hlut- verkum þar sem hún beitti góðri söngröddinni skemmtilega en heldur var túlkunin á Kátu ekkjunni of alvarleg til að bera nafn með rentu. Þorsteinn Bachmann lék sér að ýmsum smá- hlutverkum og eins var um Sögu Jónsdóttur. Skúli Gautason var firna góður sem Súrbert en Esther Thalía Casey var of óskýr og stirð sem frú Súrbert. Hins vegar áttu öll önnur hlutverk hennar miklu betur við hana. Þegar svo mikið er færst í fang og blandað saman atvinnufólki og börnum er alltaf tekin viss áhætta. Sýning Leikfélags Akureyrar er réttum megin við þröskuldinn þó deila megi um smáatriði; hún er prýðileg skemmtun með vel fluttri tónlist, fallegum söng og dansi og stjörnuleik í frægasta hlutverki leiksins. Á LITLU sviði Leikfélags Akureyrar hefur hinn nýi leikhússtjóri sett upp stóra sýningu sem virkar. Leikmynd Sigurjóns Jóhannssonar er haganleg og raunsæisleg og gefur þeim fjölda leikara, statista og stórri hljómsveitinni sem taka þátt furðu gott svigrúm. Farin hefur verið sú leið að nota fjöldann allan af börnum í aðal- og aukahlutverk ásamt söngvurum og áhugaleikurum í bland við reynda og lítt reynd- ari atvinnuleikara. Úr verður fjörugur og áhugaverður söngleikur sem leiðir áhorfendur inn í heim Charles Dickens í London á nítjándu öld. Sýning Magnúsar Geirs leikstjóra og Guð- mundar Óla hljómsveitarstjóra grípur athygl- ina þegar aðeins er liðið á herlegheitin og held- ur henni vel. Það má velta því fyrir sér hvort boðskapur Charles Dickens um fátæk, munaðarlaus börn á hans tímum eigi erindi við okkur sem búum í nútíma velferðarþjóðfélagi en niðurstaðan hlýtur verða að svo sé þegar haft er í huga að Óliver Twist hefur orðið sígild skáldsaga um mannanna breytni og söngleikurinn ágætis skemmtiefni með flottri tónlist. Einnig má velta fyrir sér hvort söngleikur Lionels Barts frá 1960 sé ekki frekar um smáþjófakónginn Fagin og viðhorfsbreytingu hans en akkúrat um Óliver Twist. Það má líka velta fyrir sér hvort atriðið þegar aðalsmaðurinn uppgötvar að Óliver er barnabarn hans sé ekki einum of bratt til að trúverðugt sé. En það gerir ekkert til því að þetta er ævintýri. Sennilega er söng- leikurinn ætlaður bæði börnum og fullorðnum en leikstjórnarstíllinn er miðaður við börn og heppnast það vel þó að stöku sinnum hafi gætt stirðleika og hiks. Finna má að því hvernig gríðarlegt mistur úr vél byrgði áhorfendum sýn á köflum en um leið verður að viðurkennast að þetta mistur þjónaði ágætlega sem Lund- únaþoka og hjálpaði til við að búa til óhugnað og spennu. Það er einmitt eitt af því góða við þessa leiksýningu hve langt er farið í óhugnað- inum þegar illmennið Bill Sykes er annars veg- ar og hvernig gleði og birta fá að skína til mót- vægis, til dæmis þegar skemmtilega lagið um Gömul saga og nýLEIKLISTLeikfélag Akureyrar í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands Höfundur: Lionel Bart. Útsetningar: William David Brohn. Þýðing: Rúnar Jónsson og Grínarar hring- borðsins. Leikstjórn: Magnús Geir Þórðarson. Hljóm- sveitarstjóri: Guðmundur Óli Gunnarsson. Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson. Lýsing: Þórður Orri Péturssson. Danshöfundur: Ástrós Gunnars- dóttir. Leikgervi: Fríða María Harðardóttir. Aðalhlut- verk: Gunnar Örn Stephensen, Ólafur Egill Egilsson, Þórunn Erna Clausen, Jón Páll Eyjólfsson, Ólafur Rúnarsson, Margrét Eir, Skúli Gautason, Esther Thalía Casey, Þorsteinn Bachmann, Saga Jónsdóttir, Jóhann Axel Ingólfsson, Ninna Rúna Pálmadóttir. Sýning 2. janúar. Óliver! Söngleikur Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson „Sýning Magnúsar Geirs leikstjóra og Guðmundar Óla hljómsveitarstjóra grípur athyglina þegar aðeins er liðið á herlegheitin og heldur henni vel,“ segir meðal annars í umsögninni. Hrund Ólafsdóttir AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.