Morgunblaðið - 05.01.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.01.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 3. TBL. 93. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Óbilandi bjartsýni Minningartónleikar um Pétur W. Kristjánsson á Broadway | Menning Bílar og Íþróttir í dag Bílar | Bílasala ársins Grár innflutningur Evrópskur Ameríkubíll Íþróttir | Kynnast Svíagrýlunni Chelsea komið með sjö stiga forystu Áhyggjur Gretzkys SIGURJÓN Sighvatsson kvikmyndaframleið- andi festi í gær kaup á ráðandi hlut í 66°Norður í samstarfi við Sjóvá-Almennar. Að sögn Sigur- jóns er fyrirtækið afar áhugavert fyrir hann. „Þetta er fyrirtæki sem hefur starfað í nær 80 ár og gengið í gegnum miklar hremmingar en alltaf náð að aðlagast nýjum og breyttum tímum. Fyr- irtækið á það sameiginlegt með kvikmyndaiðn- aðinum að þetta er skapandi iðnaður og er þar af leiðandi innan þess geira sem ég hef starfað í. Auk þess hefur fyrirtækið verið í útrás og ég stefni á að auka hana verulega en þó ekki þannig að innlend starfsemi líði fyrir það. Einnig er fyr- irtækið þekkt fyrir það sem ég hef að leiðarljósi en það eru gæði,“ segir Sigurjón. Hefur fylgst með fyrirtækinu í áratug Hann segist hafa verið lítill hluthafi í fyrirtæk- inu um nokkurt skeið en augu hans opnuðust fyr- ir 66°Norður fyrir tæpum áratug. „Þá átti ég sæti í stjórn bandaríska undirfataframleiðand- ans Joe Boxer og við komum með tískusýningu hingað til lands árið 1996. Þá áttum við gott sam- starf við 66°Norður og síðan hef ég fylgst náið með fyrirtækinu. Fyrir nokkru keypti ég lítinn hlut í því og hlutirnir hafa þróast þannig að ég gerði eigendum tilboð sem þeir tóku og var und- irritað í dag [í gær] og við tökum við rekstrinum á morgun [í dag].“ Að sögn Sigurjóns verða litlar breytingar á rekstri fyrirtækisins en þó mun Þórarinn Elmar Jensen, forstjóri fyrirtækisins, láta af störfum en hann keypti rekstur 66°Norður árið 1966 og hef- ur rekið fyrirtækið allar götur síðan. Sigurjón segir að tilkynnt verði um nýjan forstjóra á næstu dögum. Stefnir á verulega aukna útrás Sigurjón Sighvatsson kaupir ráðandi hlut í fyrirtækinu 66°N STARFSMENN hjálparstofnana sögðust í gær búast við því að tala látinna á hamfarasvæðunum í Indónesíu myndi hækka um tugi þúsunda vegna þess að ástandið á vesturströnd eyjunnar Súmötru væri miklu verra en tal- ið var. Yfirvöld í Indónesíu segja að minnst 94.000 manns hafi látið lífið í landinu í náttúruhamför- unum annan dag jóla, flestir þeirra í Aceh-héraði á Súmötru. Starfsmenn hjálparstofnana hafa komið í afskekkt þorp þar sem allt að 80% íbúanna fórust og þeir sem lifðu af nærast að- eins á kókoshnetum. Breska ríkisútvarpið BBC sagði að á mörgum svæðum við ströndina hefðu nánast öll hús eyðilagst. Innan um rústirnar væru enn hundruð fána sem not- aðir eru til að merkja staði þar sem lík hafa fundist en ekki enn verið fjarlægð. Stækan rotnunar- daun lagði yfir hamfarasvæðin. Flutningur hjálpargagna til Aceh tafðist um fimmtán klukku- stundir í gær vegna þess að aðal- flugvöllur héraðsins lokaðist þeg- ar flutningavél skall á villinautum og skemmdist. Hjálp- ganga til liðs við skæruliðahópa. Áætlað er að allt að 1,5 millj- ónir barna og unglinga hafi orðið fyrir meiri eða minni skakkaföll- um af völdum hamfaranna. Þögn í Evrópu Embættismenn Sameinuðu þjóðanna sögðu í gær að talið væri að hundruð sjómanna frá Myanmar (Búrma) hefðu farist í flóðbylgjunum þótt þarlend stjórnvöld hefðu ekki greint frá því að þeirra væri saknað. Þá sagði forseti Sviss, Samuel Schmid, að nokkur hundruð Svisslendinga hefðu látið lífið í náttúruhamförunum. Framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins hvatti í gær íbúa aðildarlandanna til þess að minn- ast fórnarlamba náttúruhamfar- anna með þriggja mínútna þögn á hádegi í dag. Talið er að alls hafi nær 150.000 manns farist. Lík 394 út- lendinga hafa fundist á hamfara- svæðunum og um 11.000 til við- bótar er saknað, þ. á m. 5.665 Evrópubúa og 4.000 Bandaríkja- manna. vegna frétta um að glæpasamtök hafi sent þangað menn til að ræna börnum. Talsmaður Unicef, Barna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna, sagði að hópar glæpamanna, sem stunda mansal, reyndu nú að nýta sér neyð þúsunda munaðar- lausra barna á hamfarasvæðun- um. Óttast er að börnin verði seld í þrældóm eða vændi, að þau verði ættleidd eða neydd til að arstarfið á Sri Lanka, þar sem yfir 30.000 manns létu lífið, tafð- ist vegna steypirigningar. Erfiðlega hefur gengið að koma matvælum á afskekkt svæði í Aceh þar sem vegir eru ófærir og óttast er að þúsundir manna til viðbótar deyi verði ekki hægt að koma þeim til hjálp- ar á næstu dögum. Stjórn Indónesíu hefur bannað að börn verði flutt frá Aceh Óttast að tala látinna hækki um tugi þúsunda Reynt að hindra að menn sem stunda mansal ræni munaðarlausum börnum Banda Aceh. AP, AFP. Reuters Björgunarmenn bera slasaða stúlku í bandaríska þyrlu í Aceh-héraði. Ótti við vaxandi mansal/14 FLUG með 38 Svía, sem slösuðust í hamförunum í Asíu, gekk vel og lenti flugvél þeirra í Stokkhólmi undir miðnætti í gærkvöld. Sænsk stjórnvöld fengu Loftleiðir Icelandic til að annast flugið. Að sögn Friðriks Sigurbergssonar læknis gekk ferðin áfallalaust og voru flestir sjúklinganna fluttir á sjúkrahús. „Það kom ekkert upp á sem við vorum ekki búnir undir og við erum búin að vinna traust þessara sænsku sjúklinga.“ Sænsk yfirvöld afturkölluðu undir há- degi í gær beiðni sína um frekari aðstoð íslenskra stjórnvalda við flutning slasaðra Svía frá hamfarasvæðunum í Asíu og var ástæðan sögð sú að þeir þyldu ekki flutning að svo stöddu. Morgunblaðið/Sverrir Ferðin með Svíana gekk vel BANDARÍKIN hafa í fyrsta skipti fallið af lista yfir tíu „frjálsustu hagkerfi heims“ samkvæmt efnahagsfrelsisvísitölu sem Heritage Foundation (HF) og The Wall Street Journal (WSJ) birtu í gær. Ísland er þar í 8.-9. sæti. Er þetta í fyrsta skipti síðan vísitalan var búin til árið 1994 sem Banda- ríkin eru ekki á listanum yfir 10 frjálsustu hag- kerfin. Þau eru nú í 13. sæti og að sögn WSJ er auknum höftum um að kenna. Er þar vísað til laga sem sett voru eftir hneyksli Enron og WorldCom, og laga um takmörkun undirboða á markaði. Samkvæmt vísitölunni er Hong Kong frjálsasta hagkerfi heims. Eistland er í 4. sæti á listanum en það er talið vera gott dæmi um hversu fljótt sé hægt að ná efnahagslegu frelsi. HF segir að listinn sýni að í löndum sem búa við mest efnahagsfrelsi séu lífskjörin best. Þá hafi hagvöxtur verið mestur í löndum sem hafi aukið frelsi mest og er Ísland nefnt í því sambandi. Bandaríkin ekki meðal tíu frjáls- ustu hagkerfa Washington. AFP.                ! "# $# %# &# '#()# '#()# *# +#(,# +#(,# "-# ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.